Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1970, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1970, Blaðsíða 14
 s »3H ^ *. 2^ _Xi c-¦^ r *% S3 í fc^" .-.-; 70 a> -t 0* X ¦ X Síf e« T. > p» 2: C Ms ¦x ZL — «« •n cr1 a> r j>" '-'.' J 5 l 7> c- ?r ?; >* í 70 -. Z. 7» >¦ J> E»ílS C 7» •* 1 * H 17 7» í- T» -<.- m r X <— Z z - *> c W Z c- x •? w ¦A fSp ¦4 9 3 _> -t a> r tl J 6 3 '1 > ¦0 z. c v> v\ W •s: - < i! S? / SastS i u. tv 3£* 7» n> a í V* r 3> H' 7» tl 7» > A> -i - -4 >'* Cs «¦>! íí X X m • 0 0> -0 Ud 7a 1 *e ¦z. - * T' - n\ »3 r. 0} f» -¦" «A .'6 H ??f - e> - 3 3 3* "5: 7» í B -• m <x\ ¦7* m <r_ 35 Jd x>~ z t: - r tt? 31* 3 v» Z - «\ r > 31 H > •n -: 0 » •1 -t rl < r 0» v» f> *. s •n -$? - tt> > r 5*1 3 ?? -* 6 3> - 4 » V T. pí <é> 0* r w 0 5* - 0*:? c * —' & > i. | ? > 0« l^ » 70 c 9 S . D > X y % c «> ©! > 70 C iA B? -1 '. 2 C z. -- fc> z c X «6r 3 *5! 2£ * > <sL 3 tí; (^ 8 i X 9 ^ 3> J> 1? 79 >¦ t7 z > * S 30 a> : >? - *í X bJ ¦ - 2: p- X > 70 -* "9> X> le > ;» 5$ 3> r -. p & » ^1^ E- F 2. T. > * 6£ /0 > F> Z > 7« >i *; - 70 c p» < - m < (A TERTUBOTNARJVIR döwsku haía um síceið verið nafntogaöur inn- flutningur. Menn nefna þá sem dœmi til að sanna, hvað þetta svo- kallaða frelsi á öllum sviðum geti leitt þjóðina út í miklar ógöngur. Sjálfur hef ég ekki smakkað þá. En Gylfi er hlynntur þeim og sagði ehtt sinn í sjónvarpinu að mig minnir, að menn mœttu ómögulega vera að hneykslast á tertubotnun- um. Það vœri enginn munur á því að flytja inn danska tertubotna og sænskar kvikmyndir. Ekki veit ég hvers vegna hann nefndi sœnskar kvikmyndir. Eru þœr vafasamari en aðrar kvikmyndir? Til dœmis þess- ar listrœnu, þar sem myndavélinni er beint uppí nasirnar á leikurun- um, eða þœr djörfu, Ástir í skerja- garðinum o.s.frv. Nei, sœnsku myndirnar eru áreiðanlega ekki síðri en tertubotnarnir. Annars er gjaldeyriseyðslan ótrú- lega fjölbreytt. Öðru hvoru hef ég rekið augun í auglýsingu frá sam- komuhúsi hér í borginni, þar sem birt er mynd af berrassaðri ungfrú frá Bretlandi. Þessi ungfrú, sem heitir Delameri, skemmtir gestum með því að fækka fötum. Ef dæma má af auglýsingunni, hefur hún prýðilega vel skapaðan afturenda. Svona lúxusinnflutningur hlýtur að vera dýr, en auðvitað þýðir ekki að horfa í það. En sjónvarpið má ekki sofa á verðinum, þegar svona fínir skemmtikraftar troða upp í landinu. Einstaka úrtölumenn eru að fárast yfir því að eyða gjald- eyri í svona lagað. Það hlýtur að vera misskilningur. Þetta ætti ein- mitt að verðlauna. Bókmenntirnar sitja að silfurhestinum. En því e/cki að veita silfurkúna fyrir listrœnan innflutning af þessu tagi. En þá er uandamálið, hver á að veita verð- launin. Umfram allt, gefum menn- ingarvitunum frí. Ég mœli með því, að sjómenn á togaraflotanum fengju að úrskurða um þessi verð- laun. Eða kannski kvenfélögin. Það er svo margt fleira, sem beinlínis verður a& verðlauna. Mað- ur rékur sig á það á hverjum degi. Hvað é það til dœmis að þýða að verðlauna ekki gagnrýnendur. Eða þá, sem bezt og snjallast svara gagnrýnendum. Þarna sé ég not fyrir silfurhundinn og silfurköttinn. Slœmt er til þess að vita, að Helgi Hálfdanarson skuli efcfci uiZja hýsa silfurhestinn eins og hann er nú fallegur. Eiginlega verðskuldar hann verðlaun. Helgi segir, að Skagfiröingar hýsi ekki hross. Og hann vill láta veita verðlaun fyrir þau afrek ein og þá yfirburði, sem mœldir verða í metrum eða vegnir á vog. Þá er' allt á þurru landi. Samkvœmt kenningu Helga má verðlauna Guðmund Hermannsson fyrir kúluvarp. Og það mœtti verð- launa þyngsta mann landsins. Eða þann, sem hoppar lengst afturábak af öðrum fœti . Þá þýðir ekkert að múðra. Málbandið kveður upp úr- skurðinn. Svona er Helgi nákvœm- ur og þess vegna eru þýðingarnar hans svo frábærar. Að sumu leyti er ég sammála Helga. En hvers eiga þá hinir að gjalda, sem gnæfa yfir fjöldann fyrir einhverra annarra hluta sak- ir? Geggjaðasti persónuleiki ársins, Mœrðarfyllsti kennimaður fcirfcj- unnar eða Mesti framsóknarmaður landsins. Þannig mœtti lengi telja. Og hvað um afrek Alþýðublaðsins í fréttamati, sem birtist á forsíðu blaðsins þann 20. janúar: „Shady hættir — kemur Bjöggi í hennar stað". Með stærsta letri að sjálf- sógðu. Niðri í horni voru svo ómerkilegri fréttir um loðnuna, sem var að finnast við Gletting og samningafund í Moskvu, þar sem íslenzkir aðilar sömdu um fisk- verð við Rússa. Shady er mál málanna. En eng- inn virðist átta sig á því til fulls nema Alþýðublaðið. Og svo var annað: Blaðið hafði heyrt því fleygt, að Gunnar Jbkull vœri að hœtta að spila. Það hafði komið í Ijós, að hann heyrði efcfci nema þriðjung af 4000 riða hávaða. En Alþýðublaðið gat upplýst, að Gunn- ar œtlaði ekfci að gefa sig. Við sfcul- um biðja og vona að hann gef'x sig ekki meðan bœði eyru eru jafnlöng. Það gerist ekki oft, að dagblöð- in komi manni á óvart. En alltaf getur það átt sér stað. Það gæti jafnvel komið upp enn snjallari þýðandi en Helgi Hálfdanarson, enn betri óperusöngkona en Sigur- laug Rósinkranz, dansmær, sem jækkaði ennþá fleiri fötum en sú brezka, og ennþá þýðingarmeiri uppljóstranir á forsiðu Alþýðu- blaðsins. Og þá er að standa klár með verðlaunin. Gísli Sigurðsson. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1, fieitnrúar 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.