Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Síða 12
um greiddum atkvæðum, en fundarstjóri tók fram að allt sem gerðist á fundinum væri trúnaðar- og leyndarmál. Á miðstjórnarfundinum 15. febr. er ekki laust við að gæti nokkurs kvíða: þau tíðindi hafa gerzt, að Hannes Haf- stein fór utan með Botníu daginn áður. „Þótti líklegt að hann mundi hafa farið til þess að taka við ráðherradómi. Samþykkt að senda Krieger (kon- ungsritara) skeyti, þegar Botnía er farin frá Seyðisfirði, um að allur flokk- urinn hafi fallizt á framkomu ráðherra í ríkisráðinu 30. nóv. f.á.“ Ólafur Björnsson gat þess að þetta hefði þeg- ar verið símað til Politiken, og var þess þá óskað að það yrði einnig símað til Tidens Tegn. Síðan dregur ekki til tíðinda fyrr en 9. marz þetta sama ár. Þá er fundur haldinn í flokksstjórn Sjálfstæðis- flokksins og þess getið að svohljóð- andi skeyti hafi borizt Einari Arnórs- syni, Guðmundi Hannessyni og Sveini Björnssyni: Pursuant to his Majesty’s most gracious order I hereby invite you to come as the King’s guest to Copenhagen if possible at the first sail- ing opportunity as the King wants to ask your advice as to the political states in the isle of Iceland. Krieger, secretary to the King. (Á íslenzku: Samkvæmt allra náðugustum fyrirmæl- um hans hátignar býð ég yður hér með að koma sem gestur til Kaupmanna- hafnar, ef mögulegt er með fyrstu skipsferð, þar sem konungur óskar að spyrja yður ráða um stjórnmálaástand- ið á eyjunni íslandi. — Krieger, ritari konungs.) Var skeyti þetta rætt á fund inum og því næst var þessi ályktun samþykkt: „Miðstjórnin ályktar að lýsa yfir því, að hún lætur það alveg í sjálfs- vald sett þeim mönnum, er konungur hefir boðið á fund sinn, til þess að ræða við þá um pólitísk málefni fslands, hvort þeir fara eður eigi, en finnur á hinn bóginn ástæðu til að lýsa yfir því, að þótt sú verði niðurstaðan, að þeir þiggi boðið, þá hafa þeir þó hvorki eina né neina heimild til að semja um eitt eða neitt fyrir flokksins hönd eða skuldbinda hann á nokkurn hátt.“ Fundargerð þessi er skrifuð með hendi Bjarna frá Vogi og undirrituð af honum. Þremur dögum síðar er enn haldinn fundur í miðstjórninni og allir við- staddir nema Skúli Thoroddsen. Fund- arefni var bréf og drög að yfirlýsingu frá Guðmundi Hannessyni, svohljóð- andi: „Birting sú á fundarsamþykkt Miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins, sem fram kom í „Vísi“ í gær, er að mínu áliti bæði stjórnmálaafglöp og fáheyrð ókurteisi gagnvart þeim, sem fara á konungsfund. Ég vil hvorki bera ábyrgð á slíku né láta bjóða mér það. Ég segi mig því úr flokknum. Virðing- arfyllst, Guðmundur Hannesson." Og bréfinu fylgir svohljóðandi skjal frá Guðmundi Hannessyni: „Af gefnu til- efni vill Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir því, að hún er ekki mótfallin utanför þingmanna á konungsfund og að þeir Sjálfstæðismenn sem boðaðir hafa verið utan, fara með fullt umboð af hennar hendi til þess að leita samn- inga og samkomulags við konunginn og danska stjórnmálamenn. Að fundarálykt- un sú sem birt var í „Vísi“ og hefh komið fram opinberlega, stafar af mis- skilningi. Tilgangur hennar var aðeins sá að tryggja eldri flokksmönnum, er heima sitja, fulla vissu fyrir því, að þeirra ráða og umsagnar yrði leitað um allt, er máli skipti, en opinberlega átti hún ekki að koma fram. Ef Miðstjórn vill gefa út svofellda yfirlýsing skal ég, ef vill, taka úrsögn mína aftur. G.H.“ Að þessu vill miðstjórnin ekki ganga, en samþykkir aftur á móti svofellda yfirlýsingu: „Að gefnu tilefni lýsir miðstjórn Sjálfstæðisflokksins yfir því, að yfirlýsing sú sem samþykkt var 9. þ.m. á fundi hennar um utanför alþing- ismanna flokksins felur eigi í sér neitt vantraust á þeim og lætur þess enn- fremur getið að hún ætlast til að þessi skýring fylgdi, ef yfirlýsingin yrði birt.“ Á næsta fundi, 31. marz, er lagt fram símskeyti frá Sveini Björnssyni, Einari Arnórssyni og Guðmundi Hannessyni til Sjálfstæðisflokksins og er það svo- hljóðandi: Eventually possible solution Iceland minister express Icelandic point of view Zahle dainish. stop King declares theoretical question shall remain unsettled communicates Ice- land no alteration resolution during his govering time counsil negotiations notified Danmark Zahles signature wire express if acceptable. (Á íslenzku: Lausn e.t.v. fáanleg, ef íslandsráðherra lýsir áliti fslendinga og Zahle Dana stop Konungur lýsir yfir að (form)- fræðileg atriði skuli óleyst tilkynni fs- land (að) engin breyting (verði) gerð á ályktuninni í stjórnartíð hans. Niður- stöður (af viðræðum í ríkisráði til- kynntar (í) Danmörku, undirritaðar af Zahle. Hraðsímið ef (þetta er) sam- þykkt, þ.e. lausn er e.t.v. fáanleg _ á stjórnarskrármálinu, ef ráðherra fs- lands gefur út yfirlýsingu um umræður í ríkisráðinu og Zahle gefur út yfirlýs- ingu til Dana — og einnig ef fyrirvar- inn er látinn standa óbreyttur í stjórn- artíð Kristjáns X). Fundurinn samþykkti að svara þessu skeyti stutt og laggott: „We consider proposed solution unac- ceptable", Centralcommittee Eggerz, Kristjánsson. (Á íslenzku: Við teljum lausnina, sem stungið er upp á, óað- gengilega. — Miðstjórnin (sign) Eggerz, (Björn) Kristjánsson). Næstu fundir flokksstjórnarinnar eru ekki haldnir fyrr en þremenning- arnir eru komnir aftur heim frá Dan- mörku. Þá er kallaður saman fundur um miðjan apríl „til að heyra mál þeirra þriggja, sem verið höfðu kon- ungsgestir. Sveinn Björnsson gat þess í upphafi að tillögur þær, sem þeir fé- lagar hefðu meðferðis, mætti eigi sýna öðrum en þingmönnum og flokksstjórn- armönnum, og gerði þá kröfu til fund- armanna að þeim yrði haldið leyndum. Var það samþykkt." Þá las Einar Arnórsson tillögurnar fyrir fundarmönnum. En á næsta fundi óskar Björn Krist- jánsson eftir því „að fá afrit af skjal- inu, svo að unnt væri í næði að athuga málið, áður en afstaða væri tekin til þess.“ Einar Arnórsson taldi að þre- menningarnir ,.yrðu þó að talast við um það áður.“ Og enn er þjarkað um þetta á næsta fundi. Þá spyr ráðherra „hvort fengizt gæti afrit af tillögunum til þess að senda þingmönnum úti um land.“ Að því búnu gengu þrem< nningarnir á eintal, en svöruðu svo þessari málaleit- an: „Af því við játurn að orðalag standi til bóta, viljum við ekki láta fram 3kjal- ið, en viljum láta í té yfirlvsir.,. nm hvað við teljum fáanlegt og hverju við viljum ganga að.“ Á næsta fundi (þá er Eirci Arnórs- son orðinn ráðherra) játa þreiuenning- arnir að tilboð þeirra fullnægi ekki fyrirváranum „og voru þá taldir þeir, sem ekki vildu víkja frá honum, þeir Benedíkt Sveinsson. Bjarní frá Vogi. Björn Kristjánsson, Jósef Björnsson Sig. Eggerz og Skúli Thoroddsen “ Þre- menningamir voru þá spurðir. hvort þeix nldu halda málinu til streitu, ,,en kváðust eigi svara því að sinni." Er nú um mál þetta fjallað fram og aftur, en að því kemi svo að Sigurði Eggerz og Einai árnórssyni lýstur saman á fundi ■ S.iálfstæðisflokknum, sem haldinn var » 1 kemislustofu (há- skólans í Alþingi) 8. júli 1915, kl. 8 e.h. Sigurður Eggerz boðaði Þ-umvarps- stuðningsmenn sina „til fundar v'xð sig“ og sóttu fund bennan í upphafi en vantaði Þórarin Benediktsson og Jón Jónsson frá Hvanná, sem báðir komu síðar.“ „Sigurður Eggerz hóf umræður um stjórnmálahorfurnar, talaði spaklega um aðferð þremenninganna, að hún hefði eigi verið svo sem vera bæri. Því næst rakti hann skilmála staðfestingar- innar (á stjórnarskrárfrumvarpi Al- þingis) og sýndi fram á að þeir gengi í móti skilyrði Alþingis. Einar Arnórsson svaraði og rakti skilyrðin frá sínu sjónarmiði. Ræddu þeir þetta með sér langa stund. Nokkrir aðrir tóku til máls. Þau boð voru gjörð Einari Arnórs- syni, að eigi skyldi gjöra neinar ýfing- ar við hann, ef hann tæki við eftirfar- andi þingsályktunartillögu, sem Sig. Eggerz bar fram: „Alþingi ályktar að lýsa yfir því, að það telur sig óbundið af öðmm skilmálum fyrir staðfesting stjórnarskrárinnar en þeim, sem felast í fyrirvara Alþingis 1914.“ Einari þótti þetta vera grímuklædd vantraustsyfirlýsing og kvaðst eigi mundu ganga að henni. Þó bafði Sig- urður tekið fram að tillagan yrði eigi borin fram sem vantraustsyfirlýsing. Bjarni Jónsson frá Vogi spurði Einar þá, hvort hann mundi eigi að henni ganga, ef hún væri borin fram þegj- andi, en honum gæfist kostur á að geta þess, að hann skildi hana eigi sem van- traust. Því neitaði Einar, en kvaðst mundu ganga að því, ef framsögumaður tillögunnar hefði slík orð um.“ Geta má þess að fundi var fram hald- ið næsta dag, en ekkert þokaðist í sam- komulagsátt. En svo dregur til tíðinda á fundi í Sjálfstæðisflokknum 9. júlí. Þá var fyrst borin fram tillagan um skilmála fyrir staðfestingu stjórnar- skrárinnar, sem Einar hafði ekki viljað sætta sig við á rökræðufundinum með Sigurði Eggerz, og er hún samþykkt að viðhöfðu nafnakalli. Já sögðu: Björn Kristjánsson, Hjörtur Snorrason, Bjarni Jónsson frá Vogi, Kristinn Daníelsson, Hákon Kristófersson, Benedikt Sveins- son, Sigurður Eggerz og Skúli Thor- oddsen. Nei sögðu: Sveinn Björnsson og Einar Arnórsson. Magnús Pétursson, Karl Finnbogason og Karl Einarsson greiddu ekki atkvæði. „Þá spurði Sigurður Eggerz hvort menn mundu vilja vinna saman. Einar Arnórsson og Sveinn Björnsson kváð- ust eigi geta unnið með þeim er sam- þykkja vildu tillöguna. Gengu þeir þá af fundi.“ Meðan á þessum átökum stóð, hafði Einar Arnórsson verið skipaður ráð- herra. Það gerðist 4. maí 1915, en sama dag var Sigurði Eggerz veitt lausn frá ráðherraembættinu. Einar Arnórsson taldi það meginhlutverk sitt að fá stað- festingu konungs á stjórnarskránni og koma fánamálinu í höfn. Og 20. júní hlaut stjórnarskrárfrumvarpið staðfest- ingu konungs sem jafnframt ákvað að þríliti fáninn skyldi vera sérfáni fs- lands. Var þetta raunar hinn merkasti atburður, því að með staðfestingunni var o.'.a. gert ráð fyrir að konur fengju kosningarétt og kjörgengi til jafns við karlmenn. Kosningaréttur færðist niður úr 30 árum í 25 ár, ráðherrum mátti fjölga og tölu þingmanna breyta með einföldum lögum. Það vekur athygli að Sjálfstæðis- flokkurinn virðist ekki koma saman til fundar fyrst eftir að Einar Arnórsson tekur við ráðherradómi og konungur staðfestir stjórnarskrána. Þremenning- amir höfðu á fundi í flokksstjórn S j álístæðisflokksins 19. apríl verið spurðir að því, hvort þeir vildu „halda málinu til streitu," en kváðust ekki vilja svara því. Síðan er ekki haldinn fundur í flokknum, ef marka má funda- gerðai-bókina, fyrr en 7. júlí, eða um tveim mánuðum eftir að Einar Arnórs- son verður ráðherra. Þá kallar hann sam-n á fund alla þá „er samvinnu höfðíi i fyrra og auk þeirra Jón Þor- kelsson. Hafði verið ætlazt til að Sig- urður Eggerz boðaði í félagi við Einar, en fyrir misskilning fórst fyrir,“ segir í herraembætti. fundargerð þennan dag og má lesa n11^1 línanna, hvernig samkomulagið hefur þá verið orðið milli þessara tvegfií® forystumanna Sjálfstæðisflokksins. , * þessum fundi átti að reyna „að kljá a enda deilur manna,“ en ekki virðist P® hafa leitt til neinnar jákvæðrar n1 urstöðu. Síðan hittast þeir Sigurðú^ Eggerz og Einar Arnórsson gráir fyrl járnum á fyrrnefndum fundi 8. júlí- ® í ágúst magnast svo deilurnar 1111 þeirra og fylgismanna þeirra, að UP,P úr sýður, eins og vikið verður að ne á eftir. Nú er að geta afstöðu Hannf3 Hafsteins og þá með tilliti til Þ® uggs, sem gætir á fundi Sjálfstseð' flokksins 15. febr. 1915, þegar talað um að hann sé farinn með Botniu Seyðisfjarðar. Kvíði sj álf stæðisrnan11^ yfir því, að Hiainniesii muni ernn eí ^ sinni vera ætlað ráðherraembættið, ástæðulaus. Konungur kvaddi n£Lg einungis á fund sinn til að raeða hann um lausn á stjórnarkreppunn1- almennt talið að það hefði verið ábendingar Hannesar HafsteinS, 9 ,a konungur boðaði utan þrjá fyrrnern j, þingmenn úr meirihluta flokknum a þingi, þá Einar Arnórsson, ®v Björnsson og Guðmund Hanness Ekki þarf að lýsa því að megn óán1®^ ríkti val þremenningannia, eins og me« 1 forystuliði sjálfstæðismanna má lesa út úr fundagerðunum fra. um tíma, enda hefur vafalaust w®18,^ eldri stjórnmálakempum flokksins P ^ fram hjá sér gengið. Kenndu . óánægðu Hannesi Hafstein um að s. ungur sneri sér ekki beint til stjórnarinnar. Má vera að hann g átt einhvern þátt í því, en þó er að hann benti ekki á þremenning eins og síðar verður að vikið. ★ * ,.tseð9 Áður en lengra er haldið er a a, til að líta inn á fund sj álfstæðis10® ;j]i meðan átökin voru hvað hörðust ^ þeirra tveggja fylkinga, Sern voru að riðla flokknum. , að Jörundur Brynjólfsson er 86 ar aldri og sá núlifandi fslendingnr’ ^i'S kvað lengst hefur fylgzt með °S þátt í stjórnmálabaráttunni u^anfur)da' og innan. Eins og fram kemur af oJ.g- bók Sjálfstæðisflokksins, er liann jjgjjií inn þátttakandi í störfum .-g ern’ 1915 og man vel atburði, enda n*! ^gjjr, Um þessar mundir, og þó n°kkrU agjð hafði hann gengið í verkamanna ^gi Dagsbrún. Kaupamenn, sem hann , eji unnið með að heyskap í Borgarf1 ' ^ 24 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.