Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Page 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Page 20
Ir hönd síns flokks „að samkomulags- tilraunum af hans hendi við heima- stjórnarmenn á þeim grundvelli sem þær höfðu byrjað, væri lokið.“ Hann gat þess jafnframt að flokkurinn hefði samþykkt „að lýsa yfir, að hann vildi ekki ganga á móti sjálfstæðismönnum á þessu þingi, ef þeir mynduðu stjórn.“ Framsóknarmenn genigu svo af fundi, en sjálfstæðismenn héldu umræðum áfram. En kl. 6 eftir hádegi þennan sama dag, 20. des., bar Sigurður Eggerz „upp þá tillögu, að einn maður væri tilnefndur er leitaði fyrir sér um fylgi til að taka að sér stjórn og féllst fund- urinn á það.“ En athugun þessi skyldi vera óskuldbindandi „þangað til flokkn um yrði kunnug öll skilyrði." Var Sig- urði Eggerz þá falið að gera þessa til- raun og fengi frest til næsta dags. Fimmtudagskvöldið 22. des. er aftur haldinn fundur í Sjálfstæðisflokknum. Þá biður Benedikt Sveinsson um að bætt sé við bókun síðasta fundar: „Bene dikt Sveinsson tók það fram, að þessi atkvæðagreiðsla næði einungis til þess- arar tilraunar (þ.e. að skipaður yrði einn ráðherra), en að menn væru alls óbundnir, ef aðstaðan breyttist, svo sem ef samvinna tækist að nýju um þriggja ráðherra stjórn og mætti sá er fyrir val inu yrði nú ekki skoða það sem neitt gabb, þótt menn þættust þá með öllu óbundnir." Kom síðar í ljós að þessi bókun Benedikts Sveinssonar var síður en svo út í hött, því að með henni var tryggt, að ekki var hægt að halda því fram síðar, þegar Björn Kristjánsson hafði verið kosinn ráðherraefni Sjálf- stæðisflokksins, að þingmenn hans hefðu svikið Sigurð Eggerz. Af gamalli og sárri reynslu hefur Benedikt grun- að, að klofningur gæti orðið í röðum sjálfstæðismanna vegna þófs þessa og því hyggilegast að hafa vaðið fyrir neð an sig. „Sigurður Eggerz skýrði frá því (á þessum fundi), að hann hefði fengið góðar undirtektir Framsóknarflokksins undir málaleitan sína“ — og er það skýringin á þeim drætti, sem nú er orð- inn. Sæmilegt útlit virðist að mati Sig- urðar vera fyrir stuðininigi framsóknar- manna við hann, en þó er allt í lausu lofti. Sigurður Eggerz hefur ekki hug á því að gefast upp, en þá skýrir Bjarni Jónsson frá Vogi frá því, að „við hann hafði verið gjört það tilboð frá heimastjórnarmanna hálfu, að Jón Magnússon tæki forsætisráðuneytið í blandaðri stjórn, er gæfi þá yfirlýsing, að hún muni vinna að því af fremsta megni að þjóðin nái fullum yfirráðum yfir öllum sínum málum og muni ekki afráða neitt í sjálfstæðismálum þjóðar- innar án vilja og vitundar þeirra þing- flokka, sem veita henni fylgi sitt.“ Síð- an urðu nokkrar umræður um það, hvort tilnefningin á ráðherraefni (Sig. Eggerz) mætti skoðast endanleg fyrir flokkinn, ef aðstæður breyttust, „þann ig að þessu boði yrði tekið, þar sem þá var gengið út frá eins manns stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkanna“, en engin ályktun var gerð. Virðist and- rúmsloftið nú orðið allvandræðalegt, þótt ekki sé það beinlínis lævi blandið. Á daginn kemur að nú fer að ganga saman með sjálfstæðismönnum, heima- stjórnarmönnum og framsóknarmönnum, eftir að Heimastjórnarflokkurinn hef- ur lýst yfir því, að ný þriggja manna stjórn eigi að vinna að því öllum árum að þjóðin nái fullum yfirráðum yfir öllum sínum málum. Tveir fundir eru haldnir um málið 22. des. annar fyrir hádegi, eins og fyrr getur, hinn síðari um kvöldið. Þá barst fundinum svolát andi fundarbókun frá Framsóknar- flokknum: „Ár 1916, hinn 22. des. kl. 9 e.m. Var fundur haldinn í hinum ný- stofnaða þingflokki. Fram var lagt og lesið upp eftirrit úr fundabók Sjálfstæðisflokksins af 19. fundi flokksins í dag. Út af eftirriti þessu lýsti fundurinn Björn Kristjánsson þessu yfir í einu hljóði: „Fundurinn lítur svo á, að í orðun- um: „að þjóðin nái fullum yfirráðum yf ir öllum sínum málum“ felist skýlaus krafa um fullveldi þjóð inni til handa. Sigurður Jónsson, fund arstjóri.“ ísinn er brotinn. Langþráð takmark er nú ekki langt undan, myndun fyrstu þriggja flokka stjórnar á íslandi, og ein'huga baráttu allra flokka fyrir loka sigri í sjálfstæðismálinu, að vísu undir forsæti Heimastjórnarflokksins, en vart er unnt fyrir sjálfstæðismenn að fá öllum sínum óskum framgengt. Sú staðreynd, að Heimastjórnarflokkurinn var fús til að berjast fyrir lokatak- markinu, fullveldi þjóðarinnar vó meira en metnaður flokksins og þröng flokks sjónarmið sjálfstæðismanna. Þannig er málið enn sett í gerð miðstjórnarinnar, en þá gerast þau óvæntu tíðindi að Sigurður Eggerz hlýtur ekki þann stuðning sem hann óskar og telur flokk inn hafa lýst á sig vantrausti. í funda- gerðarbókinni er þessum átökum lýst svo, 22. des.: „Formaður Heimastj órnarf lokksins, Guðm. Björnsson landlæknir, kom á fundinn. Þakkaði hann innilega fyrir hönd flokks síns undirtektir Sjálfstæð- isflokksins undir málaleitun flokksins og fundabókareftirrit, sem honum hafði verið sent. Lýsti yfir að það hefði verið samþykkt athugasemdalaust af flokkn- um í einu hljóði. Formaður skýrði frá að Jón Magnús- son hefði komið til sín sem formanns Sjálfstæðisflokksins til að fá vitneskju um val á ráðherraefni flokksins. Urðu því næst nokkrar umræður um ráð- herrakosninguna og var þá gengið til kosninga. Þeir menn er kunnugt var að flokkurinn helzt hafði augastað á, þeir Björn Kristjánsson og Sigurður Egg- erz, gengu út á meðan. Kosning var leynileg, á prentuðum seðlum. Atkvæði féllu svo, að Björn Kristjánsson hafði fengið 5 atkv., Sigurður Eggerz 4 og Bjarni Jónsson 1. Þá var kosið aftur bundnum kosningum milli þeirra tveggja, er flest atkvæði fengu, og hlaut Björn 5 og Sigurður 5 atkv. Sig- urður hafði lýst yfir, áður en kosning fór fram, að hann gengi úr flokknum, ef hann næði ekki kosningu. Eftir kosn- ingarnar gekk hann af fundi og kvaðst taka þær gildar, að hann hefði ekki náð kosningu (yfir þessa síðustu setningu er strikað, en skrifað fyrir ofan „og kvaðst sjá, að hann hefði ekki nóg fylgi til þess að hann vildi taka að sér stjórn"). Ræddu fundarmenn nokkuð þessi úrslit, hversu úr mætti skera, þar sem jöfn voru atkvæði. Var borið und- ir atkvæði, hvort hafa skyldi hlutkesti, en það fellt með öllum greiddum at- kvæðum. Stungið var upp á að tilkynna væntanlegum forsætisráðherra úrsiitin en því var skotið á frest til morguns kl. 10 árdegis. Kristján X Þá var kosinn formaður flokksins á þingi, Karl Einarsson og ritari Kristinn Daníelsson." Á fundi, laugardaginn 23. des. kl. 10 árdegis, er gerð samþykkt í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, þar sem segir: „Fundurinn ályktar að tilkynna vænt anlegum forsætisráðherra, hvernig kosn ing um ráðherraefni flokksins hefir fall- ið og velji hann milli þeirra. Þetta skal þó ekki gjört móti vilja ráðherraefna. Jafnframt lýsir fundurinn yfir, að flokkurinn veiti fylgi sitt hvorum sem við tekur.“ Þannig reynir þingflokkur sjálfstæðis manna að komast hjá því að taka af- stöðu og gera upp á milli Björns Krist- jánssonar og Sigurðar Eggerz, Reynd- ist það hyggilegt. Þegar Sigurður Egg- erz varð ráðherra, hafði hann getið sér gott orð sem þingmaður og var vel lát- inn af alþýðu manna. Hann hafði verið kosinn á þing sem utanflokka, og enda þótt hann hefði látið allmjög að sér kveða á Alþingi var engan veginn litið á hann sem foringja sjálfstæðismanna. Á námsárum sínum hafði hann, líkt og Hannes Hafstein, haft lítinn áhuga á stjórnmálum, en sökkt sér þeim mun meira niður í skáldskap. Hann var vin- ur Jóhanns Sigurjónssonar og höfðu þeir og félagar þeirra fremur en hitt haft eldiheita landvamiarhuigsjónina í flimtingum. Sigurður var óvænt kosinn ráðherraefni sjálfstæðismanna 5. júlí 1914, aðeins 39 ára að aldri, en gengið fram hjá gömlu sjálfstæðiskempunum. Skúli Thoroddsen tekur það illa upp. 1 Þjóðviljanum segir að enginn hafi lengi vel fengið nema sárafá atftvæði, þrátt fyrir smölun. En eftir margítrek- aðar kosningar „er menn voru orðnir þreyttir og til vandræða horfði og kos- ið var að síðustu milli tveggja, er á flest atkvæðin slömpuðust“, hafði Sig- urður Eggerz fengið 13 atkv. „Varð það þá ofan á, að þetta yrði að gilda.“ Lögrétta segir að Skúli sé „svo gott sem fylgislaus í þingflokknum." Eins og af þessu má sjá, stendur Sig- urður Eggerz nú í sporum Skúla Thor- oddsens 1914 og virðist jafnsár og hann þá. Sjálfstæðismenn bera ekki gæfu til að standa við bakið á nein- um leiðtoga, þegar á hólminn kemur, allt lendir í innbyrðis klofningi, sem býður hættunni heim. Athyglisvert er að Skúli Thoroddsen leikur sama hlut- verkið 1914 og þegar Björn Jónsson situr í ráðherrastól. Því má bæta hér við að litlu munaði að tveir þversum-menn yrðu ráðherrar í fyrstu samsteypustjórn Jóns Magnús- sonar, því að framsóknarmenn höfðu á fundi 23. des. 1916 kosið Benedikt Sveinsson ráðherraefni sitt í stjórninni. Þorsteinn M. Jónsson, sem man vel at- burði, minnist þess er hann gekk á fund Jóns Magnússonar, ásamt ólafi Briem, að tilkynna honum valið. Þegar þeir komu á fund Jóns og skýrðu honum frá, hvern flokkurimm ósikialðli eftir að fá í landstjórnina, neitaði Jón að verða við þeirri ósk flokksins, aegir Þor- steinn í bók sinni „Stofnsaga Framsókn- arflokksins," og taldi „að val flokksins væri ekki í samræmi við samkomulag það, sem gert hefði verið á milli flokk- anna um skipun landstjómar. Svaraði hann að þeim bæri að velja ráðherra úr sínum flokki en ekki úr öðrum flokk um. Kvaðst hann skyldi taka við hverj- um sem væri í stjórn með sér af þeim þingmönnum, er væru í flokki sendi- manna." Með þessi svör Jóns Magnús- sonar fóru Þorsteinn og Ólafur aftur á fund flokks síns, og á kvöldfundi þennan sama dag varð að samkomulagi að tilnefna Sigurð Jónsson í Yztafelli, ráðherraefni flokksins, en hann hafði verið heimastjórnarmaður, og því e.t.v. meir að skapi Jóns Magnússonar, sem hefur síður viljað hafa tvo þversum- menn í stjórn sinni og er það skiljan- legt. Hitt vair og að Sig. í Yztafelli var eindreginn „Jónasarmaður" og hefur það ekki sízt ráðið endanlegu vali, því að Jónas Jónsson frá Hriflu var þá þeg ar orðinn atkvæðamikill og hélt fram „sínum mönnum." Sigurður í Yztafelli hafði fengið 1 atkv., þegar kosið var leynilegri atkvæðagreiðslu um ráðherra efnið, Benedikt Sveinsson 6 atkv. og Magnús Guðmundsson 2 atkv, en hann var langsum-maður. — Atkvæði fóru eftir flokkslínum, því að af sex sjálf- stæðismönnum, sem studdu hinn nýja flokk voru fjórir gamlir þversum- menn þar á meðal Þorsteinn M. Jóns- son og Jörundur Brynjólfsson sem nú sat fundi flokksins, og tveir langsum (hinn var Ól. Briem), en tveir höfðu verið heimastjórnarmenn — (hinn var Einar Árnason). Þorsteinn M. Jóns- son segir að stofnendur Framsóknar- flokksins hafi verið sammála um „að hinar gömlu flokkadeilur um samband- ið við Dani væru að falla niður og sýnilegt að Alþingi gengi óskipt í sjálf- stæðiskröfum og því bæri hinum nýja flokki að einbeita sér að innanlands- málum, jafnframt því sem hann vildi beita sér fyrir að fslendingar næðu sem fyrst fullveldi og fengju öll mál í sinar hendur.“ Þegar við'brögð Jóns Maiginiússoniar við óskum framsóknarmanna um, að Bene- dikt Sveinsson yrði ráðherra, eru höfð í huga, er skiljanleg svofelld bókun í fundagerðarbók Sjálfstæðisflokksins 27. des.: „Benedikt Sveinsson vakti máls á því, að væntanl. forsætisráðherra hefði sett sig á móti því, er komið hefði til orða, að Framsóknarflokkurinn tilnefndi hann sem ráðherraefni sitt. Hefði hann með því gengið á gjörðar sættir og boð Heimastj.manna, að ef þeir réðu forsæt- inu létu þeir afskiptalaust val hinna tveggja; væri því Sjálfstæðisflokkurinn í rauninni laus allra mála um samkomu lagið. Vildi þó ekki ráða til þess, held- ur hins að vera á verði ef líkt kæmi fyrir. Magnús Torfason tók undir þetta. . . “ Á ★ Eftir þessi málalok snýr þingflokkur- inn sér aftur að venjulegum þingstörf- um og fjallar um þá málaflokka, sem á dagskrá eru. Björn Kristjánsson er síð an valinn fjármálaráðherra Sjálfstæðis flokksins í stjórn Jóns Magnússonar, en Sigurður Eggerz kemur ekki á næstu fundi í þingflokknum og virðist nú sem úrsögn hans úr floklcnum sé end anleg. En samherjar hans reyna að líta fram hjá úrsögn hans úr flokknum og á fundi laugardaginn 13. jan. 1917 er hann tilnefndur í miðstjórn flokksins, ósamt Benedikt Sveinssyni, Bjarna frá Vogi, Kristni Daníelssyni, Skúla Thor- oddsen og utanþingsmönnunum ólafi G. Eyjólfssyni og Páli Gíslasyni. Á fundi, sem haldinn er 4. maí, kemur Sigurður Eggerz enn til skjalanna og skrifar undir merkilegt bréf, ásamt öðr um gömlum kempum í Sjálfstæðis- 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. maí 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.