Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1970, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1970, Blaðsíða 2
SKÓLAMÓTIÐ í STOKKHOLMI ► Ný stefna á döfinni: Einstaklingurinn skiptir málir - en ekki heildin Gísli Sigurðsson ræðir við Jónas Pálsson sálfræð- ing, um nýjar stefnur í fræðslumálum, skólamótið í Stokkhólmi, einkunnagjöfina og aðstöðu þeirra nemenda, sem lökum árangri ná. v Skólamálin eru alltaf í brennipunkti og hljóta að vera það; kyrrstaða þar væri sama og afturför í heimi, þar sem allt er breytingum undirorpið. Því miður skortir hér f jármagn til að standa sig til fulls á móti þeim þjððiun, sem bezt sjá menntamálum sínum borgið. En islenzkir skólamenn reyna eftir mætti að átta sig á breyttum aðstæðum og fylgjast með þró- uninni. Liður í þvi er þátttaka í liorrænum skðlamótum, sem haldin hafa verið í hundrað ár, oftast á 5 ára fresti. Kins og menn rekur minni til, var haldið norrænt skólamót á ís- Iandi 1965, en í sumar för það fram í Stokkhólmi. Samtals fóru héðan um 60 þátttakend- ur, menntamálaráðherra, skóla stjórar, kennarar og fleiri, sem starfa við skólakerfið. Meðal þátttakenda var Jónas Páls- son, sálfræðingur. Hann flutti raunar erindi á mótinu og verð- ur nánar vikið að því hér. Jónas tók því vel að greina í fáum orðuni frá þvi, sem efst var á baugi á skólamótinu. Hann sagði: — Mótið tók fjóra daga. Gest gjafi var sænska kennarasam- bandið, en Stokkhólmsborg hafði móttöku fyrir mótsgesti í ráðhúsinu, og kennarasamband ið sænska efndi til nokkurrar tilbreytni fyrir mótsgesti. — Er ekki erfitt að fylgjast með því að gagni, sem fram fer á svona móti, þar sem f jöldi þátttakenda er mikill? — Ekki þarf það að vera. All ur þingheimur hlýddi aðeins á nokkrar ræður sameiginlega. Aftur á móti fór starfið eink- um fram í fjórum deildum; þar voru erindi haldin og umræð- ur á eftir. Meginefni þingsins getum við sagt að hafi verið skóli Norðurlanda i þróun, rétt ara sagt: Nýskipan skólans á breytingatíð, með sérstakri áherzlu á samstarf nemenda, kennara og foreldra. — Finnst þér eftir á, að þetta hafi verið gagnlegt fyrir ykkur, sem héðan fóruð? — Tvimæialaust var það gagnlegt. Erindin voru vönduð, flutt af sérfræðingum, og þó þau væru eitthvað misjöfn að gæðum, þá virtist mér, að þarna kæmu fram nokkrir sérfræð- ingar skólamála í fremstu röð. Ég vil gjaman geta þess, ef ég má, að ávarp menntamála- ráðherra, Gylfa Þ. Gíslasonar, þótti frábærlega samið og vakti almenna athygli. Okkur Islend ingum leið óneitanlega vel, þegar hann Iauk máli sinu. — Verða f jörugar umræður á svona þingum? — 1 rauninni ekki. Flestir þátttakendur eru meira áheyr- endur. Umræður voru oftast litlar. Á svona þingi er talsvert erfitt að taka þátt í umræðum eftir þrælsamin erindi. Við heyrðum ávæning af því, að ekki væri ráðlegt að halda svona þing. Mörgum finnst, að þessi norrænu samstarfsþing séu orðin of stór. Að minni hyggju væri æskilegra að halda fámennari fundi stjóm- unarmanna skólamála og kenn- arasamtakanna. En þá yrði að gæta þess, að umræður og niðurstöður kæmu fyrir al- menningssjónir. — Komu einhverjar nýjar og markverðar hugmyndir fram á þessu skólamóti? — Við getum ekki beinlínis sagt, að það séu nýjar hug- myndir. Skoðanir á skóla- málum hafa verið mjög breyt- ingum undirorpnar, einkum frá 1960. Síðan hafa sifellt vax- andi umræður átt sér stað og stundum staðið allmikill storm- ur af þeim. Aðalpólarnir í þess um átökum eru annarsvegar þeir, sem vilja nokkrar endur- bætur á kerfinu eða réttara sagt hægfara aðlögun og hins vegar þeir, sem vilja róttæk- ar breytingar, jafnvel bylt- ingu. Átökin þarna á milli virð- ast fara harðnandi, en það er þó augljóst, að stefnuskráin hjá báðum aðilum er ekki fylli- lega mótuð. 1 Svíþjóð hafa t.d. heyrzt háværar raddir um gagngera breytingu, en ég heyrði sagt, að kennarastétt- inni þar í landi fyndist hún illa á vegi stödd til að fram- kvæma allt það, sem talað er um sem brýna nauðsyn. Það er talað um „demókratiseringu“ skólans; partur af þvi eru auk- in völd nemenda og meðábyrgð þeiira. En hún er einnig fólgin í skipulagsbreytingu skólans í þá átt, að hann verði fremur en áður skóli íyrir alla, og að námsefnið verði fyrir alla. Sam kvæmt þessum nýju hug- myndum, ber að hætta að draga nemendur í dilka, heldur snýst krafan um, að skólinn aðhæfi sig einstaklingnum og þjóni honum miklu meira en verið ið hefur. Sem sagt: það er ein- staklingurinn, sem skiptir máli, en ekki heildin. Þó kemur fram ýmis ruglingur og greini- legt, að innbyrðis ósamkvæmni gætir I hugmyndum og mál- flutningi. — En hvað með samfélags- kenndina. Á skólinn þá ekki að leggja áherzlu á hana? — Þvi er að visu ekki neit- að, að skólinn eigi að þjóna samfélaginu. En meginkjarn- inn er þetta, sem ég sagði, að það sé ekki einstaklingurinn, sem aðlagar sig að skólanum, heldur ber skólanum að aðlaga sig hverjum fyrir sig. — En þú vilt ekki kalla þessa stefnu algera nýung? — í þessu er kannski ekkert nýtt. Þessar hugmyndir hafa heyrzt, og starfræn kennsla vildi á sinni tíð vinna í þess- um anda. Sumt sem í þessu felst, er aldagamalt. Fyrsta grein í flestum eða öllum skóla- lögum Vesturlanda segir, að skólinn eigi að koma hverjum einstökum nemanda til þroska. Sem sagt: hugmyndin hefur lengi verið til. En fyrst núna er gerð eindregin og skýlaus krafa um, að þetta sé fram- kvæmt. Það er í rauninni hið merkilega i dag. Æskan hlær að orðaglamrinu og krefst fram kvæmda. -— Mundi það ekki < fara eftir ríkjandi stjórnmálakerf- um, hvernig þessari stefnu yrði tekið í hinum ýmsu löndum? — Að sjálfsögðu. Þessi skoð- un er í eðli sínu andstæð þeim stjórnmálakerfum, sem eru lengst til vinstri og lengst til hægri eins og þau hugtök eru oftast notuð. Hún er fullkom- lega andstæð hverri þeirrl stjórnmálastefnu, sem vill temja einstaklinginn til að vera að- eins áhrifalaust hjól í vél. — Stundum hefur því verið haldið fram, að sjálft íhaldið i skólamálunum sé innan skól- anna sjálfra. Að skólastjórar og kennarar séu orðnir vanir ákveðnum vinnubrögðum, og allt sem maður þekkir og kann er þægilegt. En kannski er þessi skoðun ósanngjöm? — Jú, það er að nokkru leyti rétt, að skólamenn hafa verið og eru íhaldsamir. En við megum ekki gleyma einu: Við höfum kennaraskóla og við höfum framleitt ákveðna gerð af kennurum, og við höfum bú- ið þeim ákveðna aðstöðu til starfa. Skólakerfið hafa hin ráðandi öfl samfélagsins skap- að. Þegar gerðar eru kröfur um nýjar hugmyndir, aðlögun og breytingar, þá má ekki gleyma því, að kennarar og skólastjórar eru kaffærðir með vinnu og hafa hverfandi mögu leika til endurmenntunar. Eng- inn skildi halda, að auðvelt sé að breyta skólanum. Einstakir kennarar eða skólastjórar geta nokkuð að gert, en aðstæð- ur reisa rammar skorður. Ein- ingar skólakerfisins eru litlar þær skortir mjög bolmagn og þess vegna eru allar kröf- ur um breytingar gerðar á hendur rlkinu. Reykjavík er hér í sérstöðu að vísu. Van- kantarnir eru svo víða og svo augljósir. Það hefur t.d. vant- að sérmenntun fyrir stjórnun- armenn kerfisins, fyrir náms- stjóra, skólastjóra og svo fram- vegis. En vanrækslan á sjálf- um stofnununum er þó verst. Og hvers vegna? Líklega sök- um fátæktar í fyrsta lagi og einnig þess, að litlar eða engar breytingar hafa orðið allar göt ur frá stríðslokum. Undir þetta falla stofnanir eins og Mennta- málaráðuneytið, Kennaraskól- inn, rannsóknarstarfsemi í skólamálum og einnig mætti nefna, að fræðsluskrifstofur héraða eru ekki til, nema að- eins i Reykjavik, og sú stofn- un hefur búið við þröngan kost. — Þú hélst fyrirlestur á skólamótinu i Stokkhólmi. Um hvað f jallaði hann ? — Hann fjallaði um aðstöðu þeirra nemenda, sem litlum ár- angri ná í skóla. — Áttir þú þar við van- gefna nemendur eða þá, sem lélegum árangri ná af hvaða orsökum sem vera skal? — Hið síðara, sem sé þá nem- endur almennt, sem eru veru- lega neðan við meðallag í náms árangri, skv. einkunnagjöf skól ans. 1 þessum hópi eru tomæm- ir nemendur og einnig þeir nemendur, sem ná af einhverj- um ástæðum lakari árangri en hæfileikar eru taldir benda til, auk allra annarra. — Og mundu ekki ástæðum- ar til þess geta verið nokkuð margar? — Að sjálfsögðu. Forsend- urnar, sem ég gaf mér, voru margar og fyrsta forsendan var skólinn sjálfur. Hann er fyrst og fremst sósíalt tæki, sett á laggirnar til að gera þegn- ana að hæfum þjóðfélagsborg- urum. Aðstaða þess nemanda, sem nær slökum árangri í slík- um skóla er mjög veik. Maður gæti spurt: Hvers vegna er hún veik? Er það vegna skorts á hæfileikum? Eða endurspegl- ar aðstaða hans í skólanum að- eins efnahagslega og félags- lega laka aðstöðu hans síðar meir í þjóðfélaginu. Sá, sem fær einkunn undir meðallagi, hann hlýtur að álykta, að hann sé ekki í meðallagi, enda kveður við sama tón heima: „Það þýðir ekkert fyrir þig að fara í landspróf, þú nærð aldrei landsprófi." Hver er að- staða slíks nemanda? Lendir hann óhjákvæmilega í lakari menntastofnun, sem býr hann undir lakari, verr launuð eða minna metin störf. Það voru spurningar af þessu tagi, sem ég var af veikum mætti að reyna að glíma við í erindi mínu. — Er okkar skólakerfi slæmt að þessu leyti? — Nei, ég vil ekki segja, að það sé að þessu leyti neitt verra en flest önnur skóla- kerfi á okkar tið. — En í erindi þinu gerðir þú auk þess kröfu um breytingu á einkunnagjöf. — Ég stakk m.a. upp á að- greiningu á því annars vegar, sem nefnt er námsmat og hins vegar einkunnagjöf. Þetta eru tveir óskyldir þættir, þó að þeim sé oft ruglað saman og taldir eitt og hið sama. — Hvað kallar þú námsmat? — Námsmat er m.a. almenns eðlis fyrir skólann sjálfan, kennara og nemanda. Skólinn hefur sett ákveðið námsmark- mið fyrir hvem vetur, hvert tímabil eða hverja önn. Þetta námsmarkmið er forsenda náms matsins. Það er sannfæring mín, að námsmat sé algjör nauð syn í öllu skólastarfi. Framhald á bls. 12 „Fyrsta grein í flestum skólalögum Vesturlanda segir, að skólinn eigi að koma hverjum einstökum nemanda til þroska. En fyrst núna er gerð skýlaus krafa um framkvæmd. Æskan hlær að orðglamr- inu og krefst framkvæmda." t 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. ágiúst 1®70

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.