Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1970, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1970, Blaðsíða 3
BÖKMENNTIR OG LISTIR EITTHVAÐ SEM VAR Eftir Jónas Guðlaugsson Eilífur sðngur vinda kyrjaði kvæði sín á þaki, meðan hin sífellda verðandi reið áfram á höstugu hrossi tímans. Meðan fegurð vorsins sló í æðum hins unga manns á líðandi dögum þess tíma sem kallast æska á gáráttu hafi hinnar einmana mannsævi. Við getum litið til unga mannsins, sem ég hef í huga, yfir bókum sínum, gegn- um tvo smáa hallandi þak- glugga, sem oft glansa af regn- perlum, rigningarhryðjum þess arar úrsvölu úthafseyjar, sem kennd er við ís, bróður rign- ingarinnar. Fyrir innan getum við heyrt í haustregninu sem syngur dánarsöngva yfir blómskrúði sumarsins og hinni fögru laufa prýði sem skartar I ryðrauðum og bronsgylltum litum og fýk- ur af trjánum og líkist þá hóp- um farfugla, sem að hausti fljúga til f jarlægra landa. Eitt blaðið lendir svo hátt að það klessist á regnvota rúðu annars gluggans og fær unga manninn til að hugsa um fánýti lífsins og dauða þess æviskeiðs sem hann er á. Við horfum inn og fylgjumst með honum er hann les um furðulega sögu mannsms a jðrðu, þrá hans og þrautir, von og vilja, á grýtt- um leiðum mannkyns. Við sjáum ljósið loga hjá hon um um nætur og einmana suð- andi flugu flögra villta um- hverfis það. Við athugum drauma hans í hinum annar- lega heimi svefnsins. Á morgn- ana er hann að hugsa um þær torráðnu rúnir sem faldar eru i mistri draumalífsins. Það er vetur, snjórinn silfur glitrandi og svanhvítur, hylur borg og bæ, marrið heyrist iangar leiðir undir fótum manna og hjólum bíla. Ef til vill sjáum við þá ekki inn til hans, því snæbreiður eða fagur formaðar frostrósir, hélublóm dauðans, hafa teigt kalda fing- ur sína um gluggarúðurnar, en hann opnar gluggann og horf- ir út, upp til stjörnublóma himinsins og mánans og geisla fans hans, sem dansar á þök- um eins og limamjúkar dísir í æskublóma. Er hann þá ekki að hugsa um ástina sem leitar inn í öll hjörtu einhvern tíma, stundum kannske um íshélaða tunglskinsnótt, þegar stjörnurn ar tindra eins og nývöknuð barnsaugu og geislar mánans eru eins og oddhvassar örvar inn í hjörtu elskendanna og næmra einmana sálna á æsku- skeiði, sem bíða eftir að rauða blómið í barmi þess springi út í sinni eldlegu fegurð. Hugur hans skynjar þessa stundina ástina, en leitar hærra til raka og tilgangs tilveru og verald- ar þessara þúsund stjarna, sem hann ekki sér, en hann veit að eru bakvið yzta borð sjóndeild arhringsins. Hágöfugar hugsan ir, hugsanir með reykelsisilm trúarinnar fara um næman huga æskumannsins og innra með honum myndast marglitur stjörnuhiminn og undarlegir seiðkenndir hljómar, sem hver og einn gæti myndað listaverk, en þau verk fæðast þó ekki. Því sjáum við hann sitja við skrifborð sitt með hönd undir kinn og vera að íhuga veru- leikann, himnasýn og di'aum- ana. Hann skrifar ekkert, en finnur alla dásemd listarinnar innra með sér, hinn dularfulla sköpunarmátt. Æskan er undarlegur og dul arfullur tími, full af frjói sköp unar og lista. Oft harla lítið veruleikakennd og þó ótrúlega raunsæ mitt í háloftsferðum sínum en vanmegna að getu að skapa í efnið sínar hugsýn- ir og drauma, sem anga af íurðulegum eim hinna dular- fyllstu blóma i jurtagarði mann legs lifs. Getur einmitt þetta komið okkur að hugleiða þá geysilegu erfiðleika sálar hins næma æskumanns, sem svífur ofar skýjum, vorlangan daginn og getur ekki tjáð sig svo vel sé, getur ekki stigið niður til jarðarinnar, til annars upp- runa síns og ekki lengra upp en mannleg sýn fær séð, því of- ar er allt lokað ungum sem gömlum og innsiglað með spurn ingarmerki á vör. Við getum séð hann rökkursæla nótt sitja í trúarhugleiðingum við logandi kertaljós um jól og séð augu hans stara inn i hið fínlega ljós kertanna í leit hið ytra og innra, dreymandi sína drauma um guð og mann og finna til sérkennilegra huldra kennda og þó íá ekki svar við ótal spurningum sínum. Við getum fylgzt með hinum unga rnanni dag eftir dag i sinni viðleitni að vita meira og meira um lifið og reyna að botna þetta skrítna líf sem rennur áfram án höndlunar og oft ærið tilgangslaust. 1 djúp- um draumhug endurlifast at- burðir sögunnar og hverrar bókar sem lesin er. Hugsjónirn ar likjast fagurlitum margform uðum blómum, sem flest eiga sér skammvinnt skeið og deyja í hríðum raunveruleikans. Ein staka þrágjörn sál heldur í æskuhugsjónir sínar til elli og lífsenda lykta, við vitum ekki hvort ungi maðurinn er ein þeirra sálna. Það vorar og morgnar og við sjáum hann horfa á goðfagra dagrenninguna sem hann er í ætt við i hverfulum tímanum. Við getum fylgt augum hans, horfandi á allar dásemd- ir aftureldingarinnar og fund- ið kennd huga hans sem fagn- andi en óljóst leitandi án fund- ar gerir dögun i sjálfu sér sjálfstæðan veruleika og þó byrjun á degi björtum og blíð- um eða dökkum og hörðum. Morgunstjarnan tindrar, kennd við freistara manna og lífsboði hins síunga dags sem rennur upp á jarðkringlunni. Morguninn hverfur á taldi tím ans án þess að finna sjálfan sig og dagur rís í sólbirtu hinnar miklu liknar og ber raunveru- leikakennd I hinn myndhraða hug ungmennisins. Við getum séð hann standa við gluggann og hlusta á fuglasönginn hin fagurbjörtu vorkvöld og séð ástsæl ský teygja ferð sína um djúpbjartan gullroðinn himin- inn og óljósar þrár verða skír- ari, næmari og finna skyld- leika sinn við vorið, kvöldið og dagbjarta sumarnótt, þar sem æskan virðist eilíf í hringrás sólarhringsins, ef til vill er það einn æðsti draumur margra manna að finna hina eilífu goð- bornu æsku, faðma allt lif- ið, frá vöggu til grafar, sjá ljómann af draumunum holdg- ast á jörðinni. Sumarið kemur og svífur yf- ir og gengur grænum fótum um Framhald á bls. 12 V" m®i\ í - jé' i/s: t tí/ m. Jóhann Hjálmarsson SUMARNÓTT Seint, seinna en trén klæðast myrkri heyrist þér barið og þú opnar ekki, því nóttin er full af myndum, sem vilja komast inn — alla leið þangað, sem hugur þinn vakir. Dyrnar eiga að vera lokaðar. Þú opnar ekki fyrir neinum. Úr herbergi þínu má enginn fara. Hingað inn má ekki berast svalandi ilmur garðsins, birtan frá stjörnunum: svimandi fjarlægðum heimsins. Þær gleyma þér ekki, stjörnurnar. Á spegli augna þinna hópast friðlausar myndir, sem langar að sundra veggjunum, brjótast út í nóttina til fundar við stjörnurnar; anda að sér draumi garðsins, sem er óraunverulegur eins og svipur komandi dags, sem ekki er langt undan. Seint fer grunur um dögun yfir jörðina, seinna en trén klæðast myrkri. Þau standa spurul úti fyrir líkt og komin heim úr langri ferð — öll trén, sem hugurinn geymir. 30. óigúst 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.