Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1970, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1970, Blaðsíða 7
GUNNAR JARRING Gunnar Jarring, sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna í Miðaust- urlöndum er 62 ára gamall. Hann talar ein tólf tungumál Hann talar ein tólf tungumál á persnesku, af því hann keypti hann í Teheran) og hann er orðlagður fyrir bjartsýni. Blaðamenn sem reyna að toga út úr honum upplýsingar og fréttir fá venjulega ekki ann- að en þau orð að hann sé bjart- sýnismaður. Honum er ekki vanþörf á allri sinni bjartsýni, þegar samningaviðræður hefjast nú að nýju í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Sem betur fer hefur hann traustan bakhjarl. Og mjög verður það að teljast jákvætt að eitt af því fáa, sem Arabar og Israelar hafa getað verið sammála um, er, að þau vilji að Jarring taki að sér störf sáttasemjarans. Hann er lík- lega eini maðurinn í heiminum, sem hefur haft afskipti af þess- um flóknu vandamálum, sem báðir aðilar treysta jafnt. Þetta er honum mikill styrkur og mun væntanlega verða honum til ótrúlegrar hjálpar í þeim erfiðu og löngu samningavið- ræðum sem fyrir höndum eru. Og í rauninni hvilir heimsfrið- urinn i höndum hans. Hann kom fyrst til Miðaust- urlanda í nóvember 1967, og hafði verið sendur þangað af Sameinuðu þjóðunum til að fylgjast með að framfylgt væri samþykkt Öryggisráðsins, en þar var kveðið á um brottflutn ing herja frá hernumdu svæð- unum og viðurkenningu á rétti landa í þessum heimshluta til að vera sjálfstæð ríki, og hlytu viðurkenningu á landamærum sínum. Þessi sögulega sam- þykkt, sem þeir áttu mestan hlut að George Brown og Caradon lávarður er enn horn- steinn að öllum samningum um deilumál Miðausturlanda. Fimmtán mánuðum síðar þeg- ar Jarring var orðinn sannfærð ur um að engu yrði áorkað, nema því aðeins að Sovétmenn og Bandaríkjamenn væru fáan legir til að leggja sinn skerf af mörkum, sagði Jarring af sér starfi sáttasemjara — um óákveðinn tima að minnsta kosti. Hann hafði þá farið 128 ferðir milli Amman, New York, Beirut, Tel Avív og aðalstöðva sinna á Kýpur. Tíminn hefur sannað að hann hafði rétt fyrir sér; nú þegar hann tekur að nýju upp störf í þessum heims- hluta, veit hann, að stuðningur stórveldanna fjögurra er vís, ekki síður en stuðningur Sam- einuðu þjóðanna. Jarring er þreklega vaxinn, hár og með óvenju mikið enni. Yfir stóru andliti hans hvílir i Jarring- með dóttur sinni. Meö William Bog ers og U Tliant. senn glettni og alvara. Hann fæddist árið 1907, bóndasonur frá Viken í Suður-Svíþjóð. Rétta naín hans er Jönsson, en vegna þess hve Jönsson er al- gengt í Sviþjóð tók hann upp nafnið Jarring, þegar hann var við nám í Lundarháskóla. Sam- stúdentar kölluðu hann „Tyrkjann" vegna áhuga hans á tyrknesku og arabískum mál- um. Hann var orðinn vel lass á arabisku og tyrknesku þegar hann var 26 ára gamall, — með- al þeirra tólf mála sem hann talar reiprennandi er rússneska og hann getur bjargað sér á öðrum sex málum til viðbótar. Árið 1933 fór hann í náms- ferð til sovézku Miðasíu til að kynna sér tyrkneskar mállýzk- ur. 1 Uzebekistan kom hann rússneskum leiðsögumönnum rækilega á óvart er hann gat talað þar mállýzku, sem þeir skildu ekki. Allir töldu senni- legt að hann myndi nota tungu- málakunnáttu sína til vísinda- iðkana og fræðistarfa, en heims styrjöldin skall á og breytti gangi málanna. 1 vetrarstyrjöldinni árið 1939 milli Rússa og Finna skráði Jarring sig til herþjón- ustu og var við sænsku landa- mærin. Aðalstarf hans var fólg ið í að vera túlkur hjá her- leynilögreglunni. Einn góðan veðurdag var komið með tyrk- neskan flóttamann, sem ekkert talaði utan sitt eigið mál. En Jarring gat talað við manninn og þegar utanríkisráðuneytið fékk skýrslu um þessa óvenju- legu málahæfileika Jarrings var honum samstundis boðið starf við sænska sendiráðið í Ankara. Þaðan var hann send- ur til Teheran, síðan til Ethio- piu, síðan Indlands og aftur til Iran. Alls staðar kom mála- kunnátta hans að góðu gagni og hann bætti við sig á hverj- um stað og lagði sig allan í líma að auka við þekkingu sína á fleiri og fleiri tungumálum. Jarring naut engra teljandi vinsælda meðal samstarfs- manna sinna, sem fannst hann einum of orðvar og hlédrægur. Þeir grunuðu hann um að vilja sitja einan að þeirri vitneskju, sem hann aflaði sér og gáfu honum viðurnefnið „Leyndar- mála Jönsson." En margt varð til þess að afla honum trausts og virðingar; um dómgreind hans og skarpar gáfur gat eng- inn efast og hann virtist um flest gæddur þeim eiginleikum sem nauðsvnlegir eru hinum fullkomna diplómat. En fyrstu raunverulegu störfin i utanríkisþjónustunni innti hann af hendi á árunum 1951—1956 er hann var ráðu- neytisstjóri í sænska utanríkis SVIPMYND ráðuneytinu og vann þar und' ir stjórn Osten Undén. Undén bar hlutleysi Svía meira fyrir brjósti en nokkuð annað. Af honum lærði Jarring þá jafn- vægislist orðs og æðis sem síð- an hefur komið honum að ómet- anlegu gagni. Hann varð siðar sendiherra Svíþjóðar hjá Sameinuðu þjóð- unum og vegna hæfileika hans þótti hann sjálfsagður sátta- semjari til að miðla málum milli Indlands og Pakistan I Kasmír- deilunni. Skýrsla hans, sem Pakistan samþykkti, en Ind- verjar ekki, er enn talin fyrir- mynd í því hvernig diplómöt- um ber að álykta og taka ákvarðanir. Hann tók við sendi herraembætti í Washington og síðar í Moskvu. Þvi vakti það ekki teljandi furðu, er U Thant, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ákvað að Gunnar Jarring væri rétti maðurinn til að takast á við það flókna og erfiða verkefni að hafa milli- göngu fyrir hönd Sameinuðu þjóðanna í Miðausturlöndum. Hann hafði þá öðlazt sams kon- ar sess og tveir aðrir frægir Svíar, þeir Bernadotte greifi og Dag Hammarskjöld. Hann hefur unnið flestra traust með hæglátri og þó festu legri framkomu, rökvísi og ótvi ræðri greind. En hann hef ur ekki lagt sig eftir að vinna hylli blaðamanna. Hann hefur verið ófáanlegur til samvinnu við þá, væntanlega i þeirri trú að þeir gætu skemmt meira fyr- ir málstaðnum en hitt. Og kannski hafa þessar grun- semdir ekki vaknað með hon- um að ósekju. Blaðamenn segja framkomu hans þurrlega og maðurinn sé á allan hátt ákaf- lega alvörugefinn. En það breytir því ekki að i góðum vinahópi er Jarring hrókuralls fagnaðar og hefur mesta yndi af að segja gamansögur, þegar vel liggur á honum. 1 samningaviðræðum er hann mjög góður hlustandi, grípur naumast nokkurr. tíma fram í og skrifar aldrei neitt hjá sér, engu að siöur eru skýrsl- ur hans óvenjulega nákvæmar. Hann er fljótur að greina milli aðalatriða og aukaatriða og gætir þess vei að taka fyllsta tillit til þeirra sem hann á við- ræður við. Bæði ísraelar og Arabar sem hafa unnið með honum segja að hann sé traustvekiandi maður, svo af ber. Ef eitthyað er, sem þeir hafa út á hann að setja, er það helzt að hann sé einum of varkár. Báðum aðilum finnst að kannski hefði miðað meira í samkomulagsátt, ef Jarring hefði verið fús að taka nokkra Framhald á bls. 11 30. áigúst 1970 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.