Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1970, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1970, Blaðsíða 9
Hjónin Ólöf Einarsdóttir og: Janies Stevens á barnnin. Á ORBEON BAR Orbeon Bar stendur á horni King Edwards Str. og Clee- thorp Rd. og þar ráða ríkjum hjónin Ólöf Einarsdóttir og James Stevens og stjórna af festu og myndugleik. Barinn er I eigu Bruggsamsteypunnar brezku, sem á nálega allar bjór stofur orðið. Þarna er öllum vel tekið svo lengi sem þeir haga sér kurteislega. Bjórstofurnar, sem eru þrjár i húsinu eru litið sóttar af sjómönnum — enda þótt Orbeon bar liggi mjög vel við dokkunum því að kon- um, sem augljóslega hafa at- vinnu af skyndiþjónustu við sjómenn, er stuggað burtu. Ólöf Einarsdóttir er œttuð úr Reykjavik, dóttir Einars Dag- finnssonar þekkts sjómanns, sem nú er nýlátinn. Hún kynnt ist manni sínum hér á striðs- árunum og fluttist út til hans 1947. James var vélstjóri, en aflaði sér siðan réttinda til að stjórna bjórstofum, og hefur gert það hin síðari ár. Þau hjón eiga einn dreng barna, Einar að nafni og er hann í menntaskóla. 1 fyrra samdi hann mikla prófritgerð í skóla sínum um þróun Reykja- víkur og hlaut hún lof kenn- ara og hyggur Einar á fram- haldsnám. Ólöf Einarsdóttir er mikil dugnaðarkona, og aðstoð- ar mann sinn dyggilega við reksturinn. Hún býr til einn öndvegis- rétt — chicken & chips -— og kjúklingarnir hennar eru raun verulegir kjúklingar — hef ég ekki nema tvívegis etið þennan rétt hér á veitingahúsi, en það þykir mér sýnt af kynnum min um við kjúklingana hennar Ólaf ar, að eitthvað sé bogið við kjúklingarækt okkar. Það er ekki nóg að hafa hin og önnur erlend nöfn á matseðlunum, ef rétturinn á síðan ekkert skylt við það sem nafnið bendir til. 1 Orbeon Bar eru þrjár bjór- stofur, og er ein fyrir almenn- ing en dokkukarlarnir hafa lagt hana undir sig, önnur er svonefnd „karlastofa", og er hún einvörðungu fyrir karla, þar er sjónvarp, og á báðum þessum stofum er litið borið i húsbúnað, aðeins skinnklæddir setbekkir, svo sem venja er á almennum bjórstofum. Þriðja bjórstofan er „mixed lounge“, eða setustofa bæði fyrir karla og konur og er hún vel búin húsgögnum, stoppuðum og með áklæði og öll hin snyrtilegasta. Þar er að vísu sjónvarp en það er aldrei opnað, heldur vill fólkið hafa frið til að rabba saman yfir bjórkollum sínum. Bjórinn á Orbeon Bar er alveg sérstaklega góður og þar er mikið þambað á öllum stofun- um eða um tvær heiltunnur á dag. Enska bruggið er mjög heil- næmur drykkur, rikur af víta- mínum og næringu. Flösku eða boxabjór, hvort sem hann er enskur, þýzkur, hollenzkur eða danskur finnst mér ekki neitt i líkingu jafn ljúffengur og enski ámubjórinn. Þessi gulllit aði vökvi, sem glitrar í glærri pottkrúsinni og freyðir frá miðri krús og kúfurinn uppaf er mikið augnayndi auk heil- næmisins. Við, sem búum hér framúrleg ir og fölir við sólarleysi og sagðir þrekminnstir og tauga- veiklaðastir allra þjóða, ættum ekki að neita okkur um þenn- an B-vítamínríka drykk og leggja heldur af horngrýtis kaffiþambið. Fólk, sem ekkert þekkir til drykkjuskapar, ruglar saman áfengisdrykkju og bjór- drykkju. Það getur vel verið að unglingar gætu drukkið sig fulla af bjór, þeir geta drukk- ið sig fulla af öllu, jafnvel magnyl og kóki, en það nenn- ir enginn fullorðinn maður að standa í drykkjuskap af því tagi. Hann þyrfti að leggjast undir kranann á ámunni með slöngu í klósettið. Það á við um bjórinn, eins og svo margt annað, að það sem hollt er líkama fullþroska manns, getur verið óhollt unglingi í vexti likt og barninu er hollt að drekka mjólkurbland úr pela en fullorðinn maður gæti ekki lifað á þeim drykk. Ung- lingur hefur líka vafalaust betra af mjólk en bjór, en ég held að þvi sé jafn vafalaust öfugt farið með fullorðna manninn. Mér finnst það alltaf ganga úr hófi fram, þegar á að fara að miða alla hegð- an íullorðinna manna við það sem óþroska unglingum kunni að vera hollt eða óhollt. 1 Eng- landi og ég held alls staðar I bjórlöndum er bannað að af- greiða unglingum innan 18 ára aldurs bjór. Bjórinn myndi lækna hér margan manninn, sem nú þjá- ist af magakvillum og tauga- veiklan, vegna kaffidrykkju og skorts á B-vitamíni. Ég sé ekki betur og þar eru fleiri mér samdóma, en allar okkar nágrannaþjóðir séu hraustlegri útlits en við, þrátt fyrir að við búum í heilnæm- asta landinu. Til þessa liggja margar ástæður — hitaveita o. fl. og ég held að bjórleysið sé ein ástæðan. Ég hef aldrei fyrr haft neinn áhuga á bjórsulli hérlendis enda litil kynni haft af bjór, nema endrum og eins, ef ég hef hrokkið út fyrir pollinn, en í þessari Grímsbæjarför minni drakk ég bjór daglega og mik- ið af honum, helzt til mikið fyrsta daginn, ég varð ekki drukkinn, heldur fékk ég mar- t'röð um nóttina, sem ekki er mér eiginlegt. Ég er nú reynd- ar ekki viss um að þetta hafi verið bjórnum að kenna, held- ur hafi verið drepinn maður í rúminu sem ég svaf í og það með einhverjum hryllilegum hætti. Ég get þó ekki sýknað bjórinn, þar sem ég drakk ein- hver ókjör af honum, enda kom inn eins og þerriblað ofan af mínu bjórlausa landi, en þegar frá leið varð mér gott af bjóm um og ég þekki margt fólk, sem ég er sannfærður um að bjór- drykkja gæti læknað af ýmsum kvillum. Prófið það andbjórmenn góð ir, að fá ykkur bjórkollu og brauðsneið í stað kaffis og kakna og vottið síðan af hverju ykkur verður betra. TOMASAR- HAGI ATHU GASEMD FRÁ HELGA P. BRIEM 1 Lesbók Morgunblaðsins þann 12. júli ritar Valdimar Ki’istinsson góða grein er hann nefnir: Vegir um hálend- ið. Bendir hann þar á að þörf sé góðs áningarstaðar á Sprengisandi og segir um það: „Nýi Jökuldalur (með þessu móti er hægt að komast hjá deilum um nafn- giftina) virðist kjörinn i þessu sam- bandi." Heldur virðist mér þetta nafn fátæk- legt, enda eigum við marga Jökuldali. Þess ber og að gæta að þessi dalur hefir fengið nafnið Tómasarhagi, fyrir meira en hundrað árum síðan, þegar Jónas okkar Hallgrimsson orti hið litla en skínandi fallega kvæði sitt. Fins og menn vita kannaði Tómas Sæmundsson nýjar leiðir, er hann fór suður Sprengisand til Fljótshlíðar, með konu sinni árið 1835. Þá höfðu menn ekki þorað að fara Sprengisand af ótta við útilegumenn, líklega í nokkur hundr uð ár. Þegar skall á blindbylur villtist hann, enda hafði hann enga leiðarlýs- ingu. Hestarnir rötuðu samt á eina hag- ann sem þarna var og er. Þóttu mönnum það góðar fréttir að Sprengisandur var fær og að jafnvel hafi fundizt áningarstaður. Séra Jón á Grenjaðarstað skrifaði Tómasi þann 18. janúar 1836 og segir þar: „Yður er alla æfi héðan af að þakka fund og upp- götvun hins nýja vegar yfir Sprengi- sand, er kveikja má nýja communi- cation milli Sunnlendinga og Norð- lendinga ásamt störum hagráða þeirra viðskiptum, sér í lagi Þingeyinga og Rangvellinga sín á millum." Það hefir eitthvað skolazt til í mönn- um hvar Tómasarhagi væri. Á korti Björns Gunnlaugssonar er hann settur fyrir norðan Tungnafellsjökul, en þar eru berar móbergsklappir og ekki sting andi strá. Þetta eru glöp, því Björn lýsir landslagi hárrétt, þar sem er fell þétt við jökulinn með þröngu skarði á milli, en þar opnast dalurinn. Á korti herforingjaráðsins er Tómas- arhagi merktur nokkra kílómetra fyr- ir vestan Tungnafellsjökul. I fjarska lítur út fyrir að þarna sé hagi, en þetta eru grænar mosaþembur en ekki hagi og nerangur, svo að þarna væri naumast hægt að hemja hesta. Tómasarhagi er því sá litli dalur, sem nefndur er Jökuldalur á kortinu og grasflesjan við dalsmynnið. Dalurinn er nokkuð bogadreginn og er þar skjól fyrir öllum áttum, enda er hann djúp- ur og hlíðar hans svo brattar að hest- ar mundu varla fara upp þær að sjálfs- dáðum. Þar er hestahagi sæmilegur og dalnum lokað með bungulaga jökulöldu þar sem gott er að tjalda og þá jafn- framt að líta eftir að hestar leiti ekki úr dalnum. Ég tel því engan vafa á því að þessi blettur hafi veriö áningarstaður Tómas- ar, og færi vel á að nefna hann áfram Tómasarhaga. Eftirfairandi spil er gott dæmi unn hve maruðsyralegt það er að wamiarspil- arar skilji hvwn amman. Noröur A Á-D-8-7-6-2 V D-G-4 + K-D * 10-8 Vestur A 10-5-3 V 5-2 + 10-8-7-4-3-2 * 7-2 Austur A K-4 y K-io + 9-6-5 * Á-K-D-G 5-3 Suður A G-9 V Á-9-8-7-6-3 ♦ Á-G A 9-6-4 Saigmir genigu þain/nd!g: Norður — Austur — Suður — Vcstur 1 Spaði 2 LaiuÆ 2 Hjörtu Pass 3 Hjörtu Paiss 4 Hjörbu AKlir paisB Vestur lét í byrjum út l'aiutfa 7, Austiur drap með gosa, tók laufa-iás og lét því næst út laiuifa 3. Auistur siá, að gæiti hainn (kiomið því til Oleiðax, að saignhalfi yrði að nota anrniað hiátroimpamma í borði til að tronnpa laiuif, þá ætti hamn (Auistuir) vísan Slaig á tromp. Vestuir var vefl. á verði og trompaði með hjarta 5 og saignlhafi vairð að trompa yfiir með gosa. Síðar í spilinu fékik Auisbur slaigi á spaða cvg tromp, og þar sem hainm hafði áður feogið 2 slaigi tap- aðist spilið. Auigljóst er, að trompi Vestur laufið með hjarta 2, þá vimnur sagnlhafi spilið. Hanin getur trompað yfir mieð hjarta 4 og nær síðan tromp kónig og 10 aif Austri. 30. ágúisit 1970 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.