Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1970, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1970, Blaðsíða 11
þetta má bæta, að nokkrar rit- gerðir hafa birzt um hann og útvarpserindi verið flutt eða lesið úr ritum hans. En hvað hefur svo verið gert í Skaftafellssýslu, til þess að heiðra minningu þessa merka manns ? Árið 1933 voru liðin 150 ár frá því að Skaftáreldar brunnu. Þessara tímamóta var þá minnzt með guðþjónustu og samkomu í kirkjunni á Prests- bakka og einnig heima á Kirkjubæjarklaustri við leiði sr. Jóns í gamla kirkjugarðin- um þar. Var lögð á það áherzla, að minnast hans við þetta tæki- færi, var fallegur lyngkrans, skreyttur nýtýndum blómum, úr nágrenninu, lagður á leiði þeirra hjóna. Fóru þessi hátiða höld hið bezta fram og meðal annarra tók þátt í þeim Dr. Matthías Þórðarson þáverandi þjóðminjavörður. Alllöngu siðar var gamli kirkjugarðurinn á Kirkjubæjar klaustri vandlega girtur og fal- legt hlið sett á girðinguna. Á héraðsfundum prófasts- dæmisins, og á fundum kven- félagasambands sýslunnar, mun það hafa borið á góma, að reisa þyrfti minnismerki um sr. Jón, sem bæri vott um ræktar- semi héraðsbúa við minningu hans. Smám saman varð þróun málsins sú, að ákveðið var að reisa litla kirkju eða kapellu á grunni gömlu kirkjunnar, er væri fyrst og fremst minnis- merki um sr. Jón, en bætti um leið, að nokkru leyti, fyrir þau kirkjusögulegu mistök, þegar kirkjan var flutt frá Klaustri 1859. Árið 1966 var þess minnzt á Síðunni, að 175 ár voru liðin frá andláti sr. Jóns og var þar fjölmenn og virðuleg samkoma. Eftir það kemur verulegur skriður á þessi mál. Haldinn var sameiginlegur íundur allra sóknarnefnda prófastsdæmisins og framkvæmdanefnd kosin, til þess að vinna að framgangi málsins, sem fékk strax góðar undirtektir meðal sýslubúa og safnaðist þegar töluvert fé, og var því sýnt, að hægt yrði fljót lega að hefjast handa um fram- kvæmdir. Arkitektar voru ráðnir til að teikna bygging- una, þeir bræðurnir Helgi og Vilhjálmur Hjálmarssynir, og kostnaðaráætlun gerð, sem var rúmar 2 milljónir. Þegar safn- azt hafði um fjórði hluti þeirr- ar fjárhæðar þótti ekki rétt, að bíða með framkvæmdir, þar sem gildi peninga hefur verið mjög í óvissu hin síðari ár. Var því byrjað á verkinu s.l. sumar og um alla framkvæmd verksins hefur verið haft samráð við biskup og þjóðminjavörð. Framkvæmdir hófust 8. júni 1969, en þá helgaði vigslubisk- up Skálholtsbiskupsdæmis kirkjugrunninn, en þann mán- aðardag hófust Skaftáreldarn- ir 1783. Ráðgert er að bygging- in verði fokheld I sumar. Enn þá er eðlilega nokkur óvissa um það, hvenær þessu verki verði lokið, en því betri skiln- ingi og stuðningi, sem málið mætir, bæði utan Skaftafells- sýslu og innan, því fyrr mun takast að ljúka því. Auðvitað hvílir hér mest á Skaftfelling- um sjálfum, en vist er það, að margir ættingjar og aðdáendur sr. Jóns, víða um land, vilja heiðra minningu hans með því að styðja þetta mál í verki. Alþingi Islendinga hefur þeg ar sýnt þessu máli góðan skiln ing og stutt það með fjárfram- lögum. Það er sánnarlega lofs- vert, þegar Alþingi kemur þannig til móts við fórnarvilja fólksins til góðra verka og sýn ir skilning á því, hve minning slíkra manna sem sr. Jóns Stein grimssonar getur haft mikið gildi fyrir þjóðlífið. Þegar það var rætt, að reisa sr. Jóni minnisvarða komust menn fljótlega á þá skoð- un, að slikur minnisvarði ætti að hafa hagnýta þýðingu fyrir kristnilíf þjóð- arinnar og vera um leið tal- andi tákn. Þeir, sem lesa ævi- sögu sr. Jóns Steingrimssonar, komast fljótt að raun um, hve trúartraustið var mikill kraftur í lífi hans og gerði hann að þeim leiðtoga sem hann varð fyrir byggðarlag sitt á hinum mestu neyðartimum. Á Kirkju- bæjarklaustri var kirkja, frá þvi að sögur hófust, og þar til hún var niður tekin 1859, og Frá Hellum í Mýrdal. I>ar dvaldi sr. Jón fyrsta veturinn í Skaftafellssýslu 1755. í þess- ari vistarveru bjó sr. Jón með Þorsteini bróður sínum og áttu þeir þar bið „rólegasta og þægi- legasta líf“ eins og segir í ævi- sögu bans. Frá vígslu kapellugrunnsins sem fram fór 8. júní 1969. Frú Gyðríður Pálsdóttir setur kross- mark á undirstöðu altaris. ' margir telja, að þar séu elztu vígðir reitir á Islandi, eða allt frá dögum irskra munka hér við land. Á Klaustri er nú óðum að myndast þorp, viðskipta- og menningarmiðstöð sveitanna milli sanda. Úr þessu mun vart líða á löngu, áður en bílfært verður yfir Skeiðarársand og verður þá fjölfarin leið til Austurlands, um Skaftafells- sýslur. Kirkjubæjarklaustur verður þá mjög ákjósanlegur gististaður ferðafólks og sum- ardvalarstaður þeirra, sem óska að kynnast hinum fögru byggðum þar eystra. Allstór heimavistarskóli er nú í bygg- ingu á Klaustri, sem væntan- lega verður notaður sem gisti- hús á sumrum. Sóknarpresturinn situr nú á Kirkjubæjarklaustri og mun þvi hafa góða aðstöðu, til þess að annast helgistundir í hinni væntanlegu kapellu, fyrir skól- ann á vetrum, og fyrir heima- menn, gesti og ferðafólk á sumr um, og um leið halda á lofti minningu sr. Jóns. Prestsbakkakirkja verður auðvitað framvegis, sem hing- að til sóknarkirkja fyrir Síðu og Landbrot. Hún er hið veg- legasta timburhús og getur stað ið lengi, enda voru gerðar á henni ýmsar endurbætur er hún varð 100 ára 1959. Á Prests bakka eða Bakka við Geilandsá bjó sr. Jón þau ár, er hann var prestur Síðu- manna. Ég hefi hér með nokkrum orðum rifjað upp það helzta, sem gert hefur verið til þess að halda á lofti minningu sr. Jóns Steingrímssonar. Langstærsta átakið í þeim efnum er bygg- ing minningarkapellunnar á Klaustri, en hún stendur, svo að segja, á sama blettinum, sem gamla kirkjan stóð og „eld- messan" var flutt fyrir nærri tvö hundruð árum, en það var ein mesta örlagastund í sögu þessarar byggðar. Kirkjubæjarklaustur á sér líka merkilega sögu, og má óef- að teljast meðal merkustu helgi staða íslenzkrar kristni. Jarring Framhald af bls. 7 áhættu. En Jarring hefur ekki fallið í að tefla í neina tví- sýnu. Aftur á móti verður hann nú að takast á hendur mun meiri ábyrgð en í fyrri samningaumleitunum. Allt er nú undir þvi komið að dóm- greind hans bregðist honum ekki, að hann átti sig á þvi á réttu andartaki hvaða skref skuli stigin næst. Mesti vandi hans nú er að fá Araba til að hvika frá þeirri ákvörðun sinni að ræða ekki beint við ísraela. En það er mesti misskilning- ur að álíta að Jarring sé að- eins atvinnudiplómat, sem hafi að vísu ágæta hæfileika til að bera. Hann er mjög skynsamur og raunsær maður og hefur sjálfur þungar áhyggjur af þró un mála I Miðausturlöndum og honum er umhugað um að sú þróun verði stöðvuð. Hann hef- ur ekki reynt að leyna því að honum finnst útlitið ekki allt- af sem bjartast, en hann hefur þá bjargföstu trú að vandamál Miðausturlanda megi leysa með samningum. Það sem honum finnst erfið- ast að sætta sig við er sífelld- ur aðskilnaður frá Uraniu konu sinni (sem er sænsk og dóttir þekkts stjörnufræðings) og dóttur. Báðar hafa þær eins og Jarring mikinn áhuga á tungumálum. Hr.nn reynir að nota hverja stund, sem honum gefst til að fara heim til fæð- ingarstaðar sins í Viken, þar standa rætur hans djúpt og þangað fær hann sótt hvíld og hressingu. Og á komandi mán- uðum verður hann meira þurfl. fyrir slíka hressingu en nokkru sinni fyrr. Anna María Þórisdóttir í Vífilstaðahlíð 'N tJr grænum laufsíum runnanna kemur norðanvindurinn, sviptur öllu kuli, og þýður þytur hans blandast glaðlegu flugnasuðL Kvikandi birkilaufaspeglar keppast við að fanga sólargeis'la í lundinum væna við klettakirkjuna svörtu. Blágresisaugum horfir hlíðin mót júlíbláum himni og sumarhvítum skýjum. 30. áigúist 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS II

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.