Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1970, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1970, Síða 2
777 dagar í fangelsi hjá Mao með honum var ekkert lífs- mark. Hann var dauður. Ég fann til ákafrar,. vanmáttugrar reiði yfir vitfirringu þess sem var að gerast. Hræið af Ming Ming bar hreyfingarlaust við hafsjó andlitanna j dauflýstum húsa- garðinum. Mér fannst allir vera að leita eftir sorgarsvip á broddborgaraandliti mínu svo ég beit á jaxlinn og starði, að ég vona sviplaust, beint fram fyrir mig. Þá var ég kengbeygð ur niður á ný, en múgurinn, sem nú varð hávær aftur eftir hina stuttu þögn tók að æpa: „Hengið Grey! Hengið Grey! Hengið Grey!“ Svo heyrðist rödd túlksins aftur: „Við gætum drepið yður, Grey, en . . . “ og niðurlag setningarinnar drukknaði í óhljóðum múgsins. Þá var aftur farið að hrópa, eins og í fjar- stæðu: „Hengið Wilson! Hengið Wilson!" Svo komu fleiri ákærur. Þrjár iangar yfirlýsingar voru lesnar án þýðingar. Ég reyndi að beygja annað hnéð það gerðist. Að öðrum kosti hefðu þaer liðið mér úr minni. Nú gat ég séð að báðir hand leggir mínir voru þaktir svartri málningu. Hamarshljóðin fyrir ofan mig og allt um kring hækkuðu enn og síðar upp- götvaði ég að verið var að kiambra saman „klefanum" handa mér — borð voru negld fyrir dyr og'glugga í þeim hluta hússins sem ég átti að vera fangi í. Á meðan mér var enn hald- ið tvöföldum byrjuðu ýmsir leiðtoganna i hópnum að lesa langa kafla úr rauða pésanum með orðum Maos og mannfjöld inn hætti að öskra, dró upp bækur sínar og fyigdi dæmi þeirra. Þetta var engu líkara en lokabæn í Maoistamessu, hugsaði ég síðar. Þegar svo bakið á mér virt- ist að því komið að brotna var mér loks skipað að rísa upp og ég var leiddur aftur inn í hús- ið. Mér var ýtt að stiganum sem var fuilur alla leið upp af starandi Rauðliðum. Það sem augum mínum mætti Anthony Grey: í fangaklefanum var mynd af Mao formanni og ýmis slagorð máluð á vegg- iui, ýmist á ensku eða kinversku. inn voru troðfull af æpandi Kínverjum. Við slagorðaöskrin bættist svo hávaði frá öðrum varðlið- um sem fóru um húsið brjót- andi og bramlandi. Myndum var fleygt í gólfið og þær mölv aðar, ritvélum, útvarpstækjum og skrautmunum var þeytt sitt á hvað, bókum tvístrað, slagorð um á ensku og með kínversku letri klínt á gluggatjöld og hús- gögn með svartri málningu. Gler var brotið, naglar barðir í, og lím draup niður i höfuð mér frá mynd af Mao, sem klistruð var upp í ljósið yfir útidyrunum. Þá sló allt í einu þögn á mannfjöidann. Ég heyrði ein- stök húrrahróp og lófakiapp og fann að athyglin beindist frá mér sem snöggvast, en ég stóð eins og fyrr kengbeygður og sá ekkert nema grátt dyra- þrepið. Loks bauð aðalkvalar- inn mér óþyrmilega að rísa upp. Ég gerði það og sá þá hvar kötturinn minn, Ming Ming dinglaði fyrir framan augun í mér. Hann hékk i lín- kaðli ofan af svölunum eða flötu þakinu. Snaran hafði gengið djúpt inn í háls hans og var hulin í loðnum feidinum. Afturfætum ir héngu stífir beint niður og til að liðka'stirðnaða limina og bakið, en enn einn varðmaður- inn, sem stóð hinum megin við „maga-boxarann“ gerði með æstum hrópum vart við þetta smáatriði og rétti síðan úr fæti minum aftur með hendinni. Ég reyndi að draga að mér hand- leggina og hvíla olnbogana á lærunum til að minnka álagið, en þeim var ýtt burt. Að nokk- urri stundu Jiðinni sleppti sá sem hélt handleggjum minum af þeim takinu og ég reyndi, ennþá boginn, að nudda á mér helaumt bakið, en höndum mín- um var kippt burt frá eymslun- um. Einhvem veginn tókst mér, að því er mér virtist eftir lang- an tíma, að koma höfðinu nið- ur nærri á milli hnjánna, að draga til min handleggina og hvila þá ofarlega á lærunum án þess nokkur virtist veita þvi athygli, eða ef til vill hafa þeir af reynslu sinni af „þotu- stellingunni' ‘ vitað nákvæm- lega hve lengi var hægt að halda henni án þess að falla algerlega saman. Það- sem gerir mér kleift að skrifa svo nákvæmlega um þess ar líkamsþrautir rúmum tveim- ur árum síðar, eru minnis- greinar sem ég skrifaði á laun aðeins tveimur vikum eftir að er upp kom, var martröð lík- ast. Svört málning rann niður eftir hverjum vegg. Hver lófa- stór blettur var útklíndur í slagorðum á kínversku og ensku. „Lengi lifi Mao formað- ur,“ „Niður með Grey“ — ekki amalegt fyrir óþekktan, ómerki legan erlendan blaðamann að vera settur við borð með hinni lifandi goðsögn. Slagorðin þöktu veggina i stiganum, á stigapallinum, svefnherbergi minu og baðher- berginu. Þessi herbergi voru fuU af glottandi varðliðum. Jafnvel lökin á rúminu mínu voru gegnsósa af svartmáluðu kínversku letri, sem þýddi „Ta Tao Ger-lai" eða „niður með Grey." Sama auglýsingin og límd var á bakið á mér var klístruð á veggi, rúm, klæða- skápinn minn, við spegilinn í baðherberginu og viða annars staðar. Dyrnar að skrifstofu minni og dagstofu voru lokað- ar og innsiglaðar með breiðum pappírsræmum með kínversk- um áritunum og embættisstimpl um. Ég var teymdur um af Rauðu varðliðunum, sem höfðu valdsmannslega ánægju af að sýna mér uslann sem þeir höfðu gert. Stórar myndir af Mao héngu á heiðursstað i hverju herbergi. Málningin rann niður eftir veggjunum, lím og klístur draup af öllu. Máln- ingarlyktin, limþefurinn og þrengslin af iðandi líkömum í húsinu gerðu sitt til að magna martröðina. Baðherbergisspegillinn var þakinn slagorðum og einn menningarauki hafði verið inn leiddur. Hárin á tannburstan- um mínum höfðu verið vand- lega smurð málningu og hann þar með gerður ónothæfur. Honum var haldið á loft með hlakkandi illkvittnissvip til að ég gæti athugað hann. Baðker- ið hafði einnig verið málað svart að innan og gert ónot- hæft. Túlkur, sem stóð við hliðina á fullorðnum, einkennisbúnum manni frá Almennu öryggis- stofnuninni, sagði mér að „taka það sem ég þyrfti til daglegra nota" og fara með það niður í litla herbergið á neðri hæðinni. Ég togaði lökin, enn vot af málningu, af rúminu og tók saman aukaskyrtu, hrein nær- föt, vasaklúta og náttföt. Ég bað leyfis að mega fara inn á skrifstofu mína og dagstofu til að ná i nokkrar bækur og skrif færi, en var bent fruntalega á innsiglin. Það var óleyfilegt. Á náttborði mínu voru fjór- ar bækur og ég gaf í skyn, vonlítill þó, að ég vildi fá að taka þær með mér. Skákbók Harry Golombeks „The Game of Chess" í vasabroti stóðst skoðunina, „True Yoga“ eftir Wiliiam Zorn mætti ekki held- ur neinni mótspyrnu, „The Theory and Practice of Comm- unism" eftir R. N. Carew- Hunt var samþykkt umsvifalaust, að þvi er virtist vegna kápu- myndarinnar, sem sýndi skeggj að andlit Karls Marx og yfir þvi útlinumynd af hamri og sigð. En „Doctor Zhivago" eft- ir Boris Pasternak var fleygt aftur á rúmið með fyrirlitn- ingarurri. Þetta rússneska verk villutrúar- og endurskoð- unarsinna hafði fyrir skömmu hlotið illa útreið í kínverskum blöðum. Ég hugleiddi það síðar að hin gerræðislega ákvörðun um hvaða bækur skyldi eða skyldi ekki leyfa mér að hafa lýsti gerla smásálarhætti komm- únista yfirleitt gagnvart slik- um hlutum. Bók Carew-Hunts, „The Theory and Practice of Communism" er kennimannsleg útlistun, skýr og hlutlæg, sem flettir ofan af villum og rang- sleitni kenningarinnar. En vegna þess að táknið á bókar- kápunni var af réttri tegund fékk hún náð fyrir augum Al- mannavarnamannsins. Hann hafði bersýnilega heyrt eitt- hvað um hinn skelfilega „Zhi- vago lækni," þar sem bylting- in er þó látin hafa á sér ein- hver mannúðarmerki en er sennilega í heild kommúnisman um í minni óhag en bók Carew-Hunts. Mér hafði einnig verið leyft að taka út úr svefnherbergis- skáp mínum bláa stílabók með spjöidum, sem ég hafði notað fyrir dagbók. Túlkurinn blað- aði í henni og rak augun í ein- föld kínversk rittákn, sem ég hafði krotað niður — „Niður með brezka heimsvaldastefnu" var eitt þeirra — og bókin var leyfð. En öllum beiðnum mín- um um penna eða blýant var hafnað. Einu hlutimrr, sem leyfðir voru umfram þettá voru naglasnyrtitæki i leður- hylki og seðlaveski með fáein um kínverskum yuan. Ég bar nú pinkla mína nið- ur stigann inn í litla herberg- ið og hinir kappsamari leiðtog ar hópsins, sem virtust hafa beðið óþreyjufullir á meðan ég náði í það „sem ég þurfti til daglegra nota," tóku strax til við mig aftur. Þeir ruddust inn i lítið snyrtiherbergið og heimt- uðu þangað tvo ljósmyndara með myndavélar og ljósaútbún að, sem verið höfðu viðstaddir allan tímann. Þeir tóku að æpa á mig á kínversku og rödd túlksins heyrðist að innan: „Beygðu höf uðið, beygðu höfuðið!" Allir átu upp orðin á ensku og líktu eftir hljóðunum hjá túlknum. Þar sem ég virtist eiga um eitt hvað að velja stóð ég bara með hendur á mjöðmum og horfði á þá. Ég man að mér var erfitt um andardrátt og ég skalf af geðshræringu yfir hjálparleysi minu. Þegar ég beygði ekki höfuð- ið eins og krafizt var, komu tveir þeirra og slógu hendur mínar af mjöðmunum og þving- uðu höfuð mitt niður aftan frá á meðan ljósmyndararnir smelltu af myndum sinum. Þá birtist túlkurinn á ný til að gefa mér greinargóð fyrir- mæli. Ég uppgötvaði síðar að hann sagði í stuttu máli það sem stóð á auglýsingunni, sem límd var á bakið á mér. Hún var raunar „dómurinn" í þess- ari furðulegu tegund „réttar- halds", sem fjölritaður hafði verið fyrirfram á bleikan pappír og hafður meðferðis í stóru upplagi til að veggfóðra húsið og mig. Hann hreytti út úr sér orðun um: „Eitt: Þú verður að hlýða varðliðunum. Tvö: Þú verð- ur að vera kyrr á þessu svæði, sem tiltekið er af fólkinu. Þrjú: Þú verður að virða aug- lýsingarnar, myndirnar og slag orðin, sem sett hafa verið upp hér i húsinu. Fjögur: Þú verð- ur að bíða frekari tilkynninga frá stjórninni. Samtök þau sem hér eru að verki eru Rauðir varðiiðar og byltingarmenn myndavélaverksmiðju númer 1, í Peking og Rauðir varðliðar barna- og unglingaskóla borg- arinnar, og allra öreigaafla Peking." En þeir höfðu enn ekki lok- ið sér af. Rauður varðliði kom út úr mannþrönginni og dró á eftir sér hræið af Ming Ming í línkaðlinum. Ég var nú orðinn hálfuppgefinn og ringlaður og tók aðeins óljóst eftir því að hann var að draga kattarhræ- ið eftir gólfinu í litlu herberg- inu. Brúnn og hvítur feldur kattarins var grásvartur af ryki og skít. Annar Rauður varðliði var að mála glugga- rúðurnar svartar til að útiloka dagsbirtuna. Á mjóum, hrörlegum legu- bekknum fann ég rakan blóð- blett, sem getur aðeins hafa ver ið úr Ming Ming. Að stökkva því á rúmstæðið, sem ég átti að sofa á, hefur að líkindum átt að vera einhvers konar loka hryllingsatriði handa mér. En betta, sem nú hefur verið lýst, sá ég eins og úr fjarska. Allt hafði tekið á sig svo óraun verulega mynd. Að lokum var 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. nóvember 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.