Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1970, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1970, Blaðsíða 1
Á SLÓÐUM B Ó LU-H JÁLM AR S í AUSTURDAL Nokkur atriði úr fortíð og nútíð í máli og myndun? Eftir Gísla Sigurðsson 1 Það er vor á því herrans ári 1824. Vor eftir harðan vetur. En nú er komið fram í far- daga. Þá taka þeir saman pjönkur sínar, sem hyggja á bú ferlaflutninga; skilja allt nagl fast eftir, en fátækl-egir bús- hlutir, matarilát og sængurföt eru bundin í bagga og iyft á kiakk. Sumir flytjast af einu kotinu á annað; hressa við moldarkofana, en una þó ekki til lengdar; vonin um annað betra í öðrum dal, öðru hér- aði, heldur fyrir þeim vöku. Ár- in eru hvert öðru lík með harð indum og grasleysi. Ef til vill hafa menn veður af því, að í útlöndum hefur tekizt að smíða gufuknúin farartæki. En skáld og hagyrðingar yrkja að minnsta kosti ekki um það. Þeim er atferli náungans hug- stæðara, einkum þó ávirðingar hans. Heimuriinn er ennþá stór og fréttir utan úr löndum ber- ast eftir mánuði eða ár. Að vísu hefur það spurzt I daii norðanlands, að látinin er Napólieon mikli á eyjunni Sánkti Helenu. Enda þrjú ár liðin siðan. Aftur á móti vita menn fátt af gríska frelsisstríð inu, sem geysar um þessar mundir og að þar hefur látið lífið fyrir fáeinum dögum skáldið Byron lávarður, hinn enski. Um svipað leyti þetta sama vor er annað skáld íslenzkt, að búa sig til brottferðar frá Bakka í Öxnadal. Hjálmar Jónsson, siðar kenndur við Bólu, hafði búið þar um hrið og greitt afgjaldið af jarðar- partinum með mergjuðum níð- vísum um grannkonu sína, Jó- hönnu á Hrauni. Þannig hafði hann i bókstaflegum skilningi getað gert sér mat úr náðar- gáfunni. En það var bæði ein- hæft og leiðigjarnt á þennan hátt. Einkum hafði hann uppá síðkastið gerzt leiður á þeirri iðju, en jarðareigandinn Egill bóndi Tómasson, þurfti sífellt á niðvísum að halda til að jafna um Jóhönnu á Hrauni. Leið skáldsins liggur á ný vestur yfir Öxnadaisheiði, fá- tæklega búið fólk og hestar með búslóð einyrkjans. Leiðin liggur eftir stígnum meðfram Giljareitunum; sjálft gengur skáldið og ihugar framtíðina. En það er létt yfir honum nú á þessari stundu. Haran hlakk- ar til að nota vorið og kraft- ana til uppbyggingar á nýjum stað. Ferðin sækist hægt; þarna eru fannir í giljum, en grænir rindar á milli, Norður- árdalurinn með grýttum eyrum meðfram ánni, kostarýr byggð. Síðan Blönduhlíðin og Kjálk- inn. Hjálmar Jónsson er alkom inn til Skagaf jarðar. 2 Innarlega í Austurdal stbnd- ur eyði'býlið Nýibær. Hjálm- ar hefur fengið þessa jörð á leigu; honum er kunnugt um, að þar eru landkostir góðir, þótt bærinn sé nærri niður- falli og fjarri alfaravegi. Svo fjarri, að útilegumannabyggð- ir gátu aldt eins verið þar inn- af, ef betur væri að gáð. Ekki setur Hjálmar það fyrir sig, maðurinn er léttur á fæti og hamhleypa til vinnu. Þau Guð ný eru í blóma lífsins, fátæk Ábær í Austurdal. Þannig leit bærhin út, meðan hann stóð uppi. Framúr gilinu fellur Ábæjará. Þar átti BóLu-Hjálmar fótum fjör að laima, er Guðmimdur í Ábæ sat fyrir honum og henti kirkju- járninu á eftir honum, þegar Hjálmar stökk yfir ána á ótrygg- uni ís. •VVaw/Á' m/mmiííitm ' r —; r"" ■'■.wV.v'WJX-aWjV.* • g* ! ;.vav/.;<-.v. orcTiíðVx.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.