Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1970, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1970, Blaðsíða 3
Mcrkig-ilið séð Jiandíin yfir Jökulsárgljúfur. Áður urðu allir flutningar í austanverð- an daliim að fara yfir ein- stigi gilsins. Ferð yfir gilið tók þrjá stuíularfjórðiuiga. Hjálmar Jónsson Feigur Fallandason Mér er orðið sitirt um stef og stílvopn laust í höndum, í langnættinu lítið sef, ljós í myrkri ekkert hef, kaldur titra, krepptur gigtarböndum. Húmar að mitt hinzta kvöld, horfi ég fram á veginm. Gröfin móti gapir köld, gref ég á minn vonarskj öld rúnir þær, sem ráðast hinum megin. maður þyrfti nú ekki alltaf að vera að glápa á veginn. Viti menn, við erum komin í Austurdal og hérna megin Jök ulsár eru samtals tveir baeir. Við ökum um hlaðið á Bústöð- um. Tilbúni áburðurinn stend ur í plastsekkjum á hlaðinu. SkyMu þeir eiga eftir að fjúka og velkjast um þetta ósnortna land á komandi áratugum? Von andi ekki. En það hefur verið handleggur að flytja sekkina hingað. Trúlega hefur vegur- inn skorizt niður á klakann við þá flutninga. Túnið á Bústöð- um virðist mjög lítið. En heima abiingurinin í varpanum þrífst jafn vel fyrir því. Neðan við bæinn hallar landinu niður að gljúfrinu, þar sem Jökulsá austari rennur. Handan við gljúfrið blasir við bærinn á Gilsbakka, túnið allt í brattri brekku, unz gljúfrið tekur við. Og tvö hamragil til hvorrar handar. Gilsbakki er á Kjálk- anum, innsti bær. En innan við Merkigilið tekur Austurdal ur við. 5 Jafnvel handan yfir Jökulsá sýnist Merkigilið stórhrikalegt liikt og tröilaukinn sverðskurð- ur í andliti landsins, blátt í sárið. Frá Bústöðum sýnist það hverri skepnu ófært. En svo er þó ekki. Gatan yfirum er ör- mjó og liggur í mörgum sneið- ingum. Talið var, að ferð með klyfjahesta yfir Merkigilið tæki þrja stundarfjóirðunga. Og að sjálfsögðu var það eng an veginn hættulaust. Syðri gil barmurinn er þó sýnu hrika- legri; þar verða sneiðingar götunnar enn krappari og brattinn meiri. Á vetrum mynd ast svellbunkar á stígnum. Og snjóhengjur slúta í þverhnip- inu. Hvernig dettur nokkurri manneskju í hug að dæma sig til þeirra erfiðleika að byggja handan gilsins? Það gerði Món ika eins og landsfrægt er orð ið. Hún byggði steinhús á Merkigili, áður en brúin var byggð á Jökulsá. Og svo þótti það of gott handa henni að brúa gljúfrið framan við bæ- inn. Kannski hefði mátt byggja einn menntaskóla fyrir það fé. En þeim, sem hafa sótt allt yfir Merkigilið, finnst lít- ið til um slíka smámuni. Og nú er brúin staðreynd, þótt hún sé þrem kílómetrum innar eða svo. Samt vaknar sú spurning, hver verði framtíð byggðar á Merkigili, þegar Móníka er gengin. Kannski þykir þá frá- ganigssök að halda þessari byggð til streitu. Það væri kaldhæðni örlaganna. Ferðin sækist hægt inn með gljúfri Jökuilsár. Bilistjórinn er farinn að horfa á veginn eftir áminninguna og við erum hætt að halda okkur. Handan við gljúfrið blasir við bærinn á Merkigili. Og Móníka stendur á tröppunum við dyrnar; þær eru nákvæmlega á miðju húsi. En sín hvorum megin tveir litl ir gluggar og einn á kvistin- um. Þetta er þá húsið, sem byggt var við erfiðustu aðstæð ur á íslandi; það er hennar hús, hennar minnisvarði. Og sunnan við það standa vel byggð útihús. Mikið er túnið lítið; þvi snarhallar miður að gljúfrinu og skurðgrafa hefur markað í það þrjá skurði nið- ur frá bænum. Það hefur lík- lega verið rakt. En ofan við hefjast hlíðar fjallsins, sem kennt er við bæinn. 6 Merkigil 1829. Bærinn stend ur á sama stað, kollhúfulegur og vallgróinn. Búskapurinn er líka gróinn; Jón bóndi Hösk- Framhald á bls. 12. 22. nóvemlber 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.