Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1970, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1970, Blaðsíða 8
Um aldamótiu síð- ustu sáu menu bíl- inn í rómantísku Ijósi og gerðu sér ekki grein fyrir því, ltvað itann átti eftir að valda gífurleg- unt vandamálum í stórborgumim, þar sem mengunin vex eftir því sent bílim- iint fjöigar og bíl- slys eru ein algeng- asta dánarorsök mannsins. „Þar gerist ekki annað en húsverk o g matarinnkaup66 Ýmsar tilvitnanir í skoðanir manna á nútíma borgum, bíla- menningunni og skipulaginu Það er ógæfa mannsins að lioniim skuli ekki skiljast, að það er svo fátt, sent máli skipt- ir. H. C. Branner. Góð lífskjör eru það að búa I heimi með hreinu lofti og hreinu vatni. Góð lífskjör eru það að vera laus við styrjaldir og kjarnorkuvopnaógnir, laus við hungur og þjóðfélagslega rangsleitni, laus við skaðlegan hávaða og streitu. Góð lífskjör eru það að geta einnig veitt börnum okkar lífsmöguleika. Hans Palmstierna. Bíllinn er versti óvinur mannsins, staðbæfa þrír próf- essorar við Yale báskólann í Bandaríkjimiim. Bíllinn „eitrar andrúmsloftið, eykur kyrrsetu líf okltar, á sök á 60% þeirra slysa sem liafa örkunil í för með sér og lætur borgir okkar drabbast niður og eyöileggj- ast.“ Þrír imgir, sænskir þjóðfé- lagsfræðingar liafa komið fram með þá börðustu gagnrýni, sem umferðarmálastefna Stokk- hólmsborgar hefur orðið fyrir til þessa, segir í „Aftonbladet". „Bílisminn“ fær að breiða úr sér óbindrað og eitra loftið í borginni, segja þeir. Á tólf ár- um befur jafnmikið fé verið fest í bílum og liinu almenna flutningskerfi þrátt fyrir að 90% íbúanna ekur í sameigin- legum farartækjum til mið- borgarinnar. Með hliðsjón af borgarskipulaginu staðhæfa fé lagsfræðingarnir ]>iír að öku- mönnum séu adluð 45% mið- borgarsvæðisins til að Iireyfa sig á. Gangandi fólk liefur að- eins 8%. Aðrir mikilvægir liðir í rann sókninni. í Stokkbólmi er nú uggvænlegasta magn kol- sýrings í andrúmsloftinu, sem um getur í víðri veröld. Eitur- efnin í liinii mengaða lofti or- saka nú þegar mörg dauðs- föll. 600.000 kílógrömm af blýi úr bensínreyknum falla árlega yfir Stokkliólmsborg. Markaðsverðið á einu bíla- stæði í Miðborg Stokkbólms er 100.000 krónur, segja þeir enn- fremur. Yfirvöldin eyða meira fé í bilastæði en í leikvelli. f Bandaríkjunum bafa bif- reiðaslysin gert fleiri að ör- kumlamönnum og bundið fleira fólk við lijölastólinn en allar styrjalilir Bandaríkjanna sam- anlagðar. Eigi þróun bílastæð- anna og vegakerfisins að fylgja sama mynztri hér á landi og í Bandaríkjunum, verð um við á næsta áratug að gera ráð fyrir þrefaldaðri tölu lát- inna og örkumlaðra í þessu landi — og það er ekkert smá ræði. Bobert Salomon. Látum við koma okkur fyrir í bílaborgum og látum við bil- unum fjöliga óhindrað, mun „blóðtolilurinn" hækka á fáum árum upp í 1500 dauða og 15— 20000 limLesta á ári hverju. 1 Bandaríkjunum hafa einka bílaeign og einbýlishúsa- byggingar fengið að þróast miklu lengur en hjá okkur. Los Angeles er dæmigerð fyrir hina amerísku úthverfaborg. Þetta borgarland nær yfir 70 samvaxin bæjarfélög á svæði sem er á stærð við Fjón og Sjá- land samanlagt. Ibúatalan er rúmar 7 milljónir. Einkabíla- eignin er forsenda fyrir því að þessi tröllaukna borgarsam- stæða geti starfað. En þrátt fyrir það þótt tveir þriðju hlutar miðborgarsvæðis- ins séu heigaðir bílnum, er borgin samt að kafna i sinni eigin bílaumferð. I þessari risavöxnu einbýlis- húsa- og malbiksflatn- eskju eru menn tilneyddir að nota einkabílinn, ef þeir vilja komast leiðar sinnar. Við þetta á sér stað öfga- kennd skipting á fólkinu. Hús- ið verður lúksuseining fjöl- skyldunnar, bíllinn eða bilarn- ir hreyfanlegir einfrumungar frá henni. Gervallt kerfið þvingar fram lífsform, sem ein- kennist af sjálfshyggju, sam- bandsleysi, pólitísku og þjóð- félagslegu skeytingarleysi og tillitsleysi við annað fólk. Um- hverfið verður eitrað og drep- andi gagnvart fólki með af- brigðilega lífshætti. Við höfum fram að þessu ekki megnað að fullnægja þörf mannsins og gera borgina vin- samlega honum ... I rauninni erum við vel á veg komnir með að byggja hina „mannskemm- andi borg“ — og við verðum sífellt ruglaðri i þessari að- stöðu okkar. Þróunin stefnir að stærri við skiptasvæðum, sem oft eru stað sett utan við sjálfan borgar- kjarnann. Slíkar verzlunarmið- stöðvar grundvallast á bíleig- endum og setja oft liinn bíl- lausa neytanda í óbagkvæma aðstöðu. Fyrir hinn síðar- nefnda versnar ástandið enn að miin ef smákaiipmennirnir verða undir í samkeppninni við bina stóru. Það er dýrt að vera fátækur. Robert Salomon. Nú á dögum er fjórði hver maður þjáður af hávaða í bú- stað sínum og hávaðinn stafar að verulegu leyti frá umferð- inni. Nú á dögum er auðveldara að komast yfir bíl en ibúð. Þess vegna væri það til þjóð- félagslegra hagsbóta að draga af fjárveitingum til vegafram- kvæmda og veita meira fé til félagslegra umbóta. Við þetta yrðu minni þægindi af því að aka í bíl, „eftirspurnin" yrði meiri eftir strætisvögnum og járnbrautarlestum og auðveld- ara yrði að gera þessi sameig- inlegu farartæki hagvirkari. Með ]>ví að byggja bílaborg- ir er framið freklegt yfirgangs- brot á börnum, sjúklingum, fötluðum, eldra fólki, láglauna fólki og öðrum þeim, sem liáðir eru besturn postulanna, rcið- hjólum eða fjöldaflutningstækj um. .Tafnvel þótt vegakerfið va>ri algert og bíllinn „bvers manns eign“ yrðu samt sem áð- ur um 25% íbúanna háðir öðrum farartækjum en einkabílnum. Árið 1958 voru í Bandaríkj- unum 1400 farþegalestir í för- Að deginum l'ara allir verkfærir menn í burtu, en komir og börn verða eftir. f? LESBÓK MORGUNBLAÐSíNS 22. nóvemtoer 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.