Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1970, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1970, Blaðsíða 9
Takmarkið aetti að vera lifandi borg, þar sem fóllt kemst í snertingu Iivað við annuð á eðlilegan liátt. I»að faest til dæmis með sérstök- um götum, sem eingöngu eru ætlað- ar íótgangandi veg- farendiun. Til liægri: Úthverfi í bandarískri borg. Einkabílar eru undirstaða þess, að luegt sé að búa i sliku hverfi. um milli borganna. Nú eru þær aðeins 488. TIME. Til þess að flytja 100.000 manns á klukkustund þarf 60 akbrautir en aðeins tvær járn- brautir. í einum járnbrautarvagni eða tveim stórum strætisvögn- um geta verið 150 manns, sami f jöldi þarf 90 einkabíla, sé reiknað með 1,7 mönmim í hverjum bíl að meðaltali. Árið 1966 létust sextán manns í járnbraubarferðum í Danmörku. Sama árið létu 1000 manns líf sitt í umferðarslys- um, 13.500 slösuðust mikið og 11.800 hlutu minniháttar meiðsli. Ráðamenn norsku ríkis- járnbrautanna hafa með full- um rétti lagt áherzlu á að sú samfélagsáætlun bregðist alvar lega þar sem við mat á flutn- ingum sé ekki tekið til'lit til þjóðhagslegs tilkostnaðar og persónulegra harmkvæla, sem hin mörgu uimferðarslys á þjóðvegunum hafa í för með sér. Bílaiðnaðurinn stendur föstum fótum á hinu gífurlega fjármagni sínu, sem aukið er á með innbyggðu sliti, óveruleg- um breytingum á bílunum og auglýsingum. Hugsið ykkur ef sama hugvit og fjármagn hefði verið lagt í þróun hinna sam- eiginlegu farartækja; en þar er kaupandinn oftar en ekki félít- ið bæjarfélag, sem ekki er vert að leggja neina rækt við. Auk þess myndi heildarumsetning iðnaðarins verða miklu minni ef farið yrði að nota meira sam eiginleg flutningstæki. Ingjald Örbeck Sörlieiin. Er Orfeusi var úthlut- að stórri, auðri lóð, settist hann niður og skapaði með lifg andi tónum hörpu sinnar lif- andi markaðstorg í kringum sig. Göthe. „Au milieu de“ þýðir sem kunnugt er ,,á meðal". Það sem kallað er miljö hlýtur því að eiga eitthvað skylt við að „vera á meðal.“ Ég held að það eigi fyrst og fremst við fólk á meðal fólks, en ekki eins og við höfum hingað til haldið: fólk á meðal bíla og fólk á meðal bygginga. Þetta síðar- nefnda er aðeins hluti myndar- innar og það meira að segja mjög takmarkaður hluti. Lengi höfum við haldið að borg arskipulag væri það að fella saman og samræma hina ýmsu hluta, láta skolpræsi og skóla- kerfi, vatnslögn og vegagerð falla hvert inn í annað. En þetta er langt frá þvi að vera allur galdurinn — það er ekki einu sinni aðalatriðið. Aðalatriðið er að einstakling urinn skilji stöðu sina á meðal annarra manna. Þess vegna má hver samfélagseining ekki vera of stór; hún má ekki sprengja víddarskyn mannsins eða við- tökuhæfni hans. Björn Unneberg. Fóik dreyniir uni að liverfa úr svefnhúsahverfunum og bílamergðinni til einhvers bæj- ar á strönd Ítalíu eða Júgó- slavíu til dæniis, með þröngum krókóttum götum fulluiu af fólki en engum bílum og þessi draumur lýsir þrá eftir mannfé lagi af annarri gerð. Húsagerð og uppbygging þorpsins er bein afleiðing af veruleika- og vandamálsskihiingi liins vinn- andi fólks. Þorpið er liið eðli- lega bæjarform þess og mynd- ar rammann um jafngildissam- félag, jiar sem mikil áherzla er lögð á félagsliyggju og sam- kennd. I>ar er gatan grundvall arliður í uppbyggingunni og torgið miðpunkturinn. Lítil hiisin standa þétt og mynda báð um megin við gangstéttarlausa götuna samhangandi franililið, sem er breytileg að hæð og stefnu. Við það kemur fram „lokuð fjarvídd“, sem gefur götumyndinni atriði sem sífelit koma á óvart. Bærinn skynj- ast sem byggingarleg og mynd ræn iieild. Uifandi borgir liafa fjörleg- ar, síbreytilegar götumyndir, gagnstætt t.d. syf julegum borg- um. Götumyndirnar eru mann- margar, maður umgengst fólk og mannlíf á götunum örvar borgarana til enn meira at- hafnalífs. Fjörleg borg er dá- samleg borg og fótgangandi fólk á ríkan þátt í að gera borg fjörlega og viðburðaríka, í að draga upp andlit borgar- innar, í að skapa umliverfi. Jan Gelil. Byggingarlist er hæfni til að skapa samkvæmni milli manns- ins og umhverfis hans, það er að segja að gera heim hlutanna að mynd af sálarheimi okkar. St. Elia. í einbýlishúsaborginni er ógerningur að mynda lifandi samfélag vegna fjarlægðanna. Byggðin er uppleyst í aðskilin smáhús, sem dreifð eru yfir til- tölulega stórt svæði. Þetta dreifbýli veitir mjög fáa mögu- leika á gæðum samnotanna, svo sem af nálægum verzlunarmið- stöðvum, leikvöllum og strætis- vagnaleiðum og það krefst mik illar notkunar einkabíla. Þar með er loku skotið fyrir allt, sem kalla má götulif. Lífinu er að mestu leyti lifað innan girð- ingar og veggja — I skauti fjöl skyldunnar. Vilji menn hitta annað fólk, gerist það helzt í vei'zlunarhverfinu, á veitinga- húsi í borginni eða menn finna sér emhverja átyllu til að berja að dyrum hjá nágrannanum. Á millistríðsárunum gerði arkitektinn Le Corbusier hina „lóðréttu garðborg" og í Mar- seilles var byggður heill smá- bær með heildstæðum þjón- ustu og miðborgarkjarna. Le Corbusier beitti sér mjög á móti hinni rúmfreku einbýlis- húsabyggð og sótugum þröng- um Leiguhjöllunum og hafði auk þess mjög mikla þýðingu fyrir nútíma íbúðabyggingar. Háhýsablokkirnar, sem byggð- ar eru nú á dögum eru í anda hans, en tilgangurinn með hinu heildstæða samfélagi týndist á leiðinni að markinu. Lóðréttar svefnhýsaborgir nú- tímaris eru misskilningur þjóð- félagsins á „utopiskri" áskor- un Le Corbusiers. Nýtízku borg ber svip af strangri og formlegri niðurröð- un; hún er skipulögð af fáum fyrir hönd fjöldans. Formmálið á borgar- og íbúðarhverfum okkar sýnir náinn skyldleika við byggingarlist fyrri vald- stjórnarsamfélaga. Keisarahall ir, herþjálfunarbúðir, her- stöðvar. Nú hefur niðurröðunin feng- ið á sig „straumlínulag". En skipulagsmennirnir vinna enn á snið við fólkið og leggja veg- ina í stórum sveigum með ein- býlishúsum, raðhúsum, blokk- um og háhýsum snyrtilega nið- urröðuðum eftir svonefndum skipulagsuppdráttum. Sorptunna er fögur og gull- skjöldur ljótur, þjóni liið fyrr- nefnda vel tilgangi síimm en Iiið síðara ekki. Sokrates. Nútínia byggðarlag sanian- stendur einvörðungu af skipu- lögðum, cinangruðuni eining- uni. I>ar er fastinótuð fyrirfram þjóðfélagsleg skipting, þar sem fjölskyldan verður eina sam- ábyrga einingin. Hver fjöl- skylda lokar sig inni í sínum eigin litla Iieimi. Kerfi slíkra smá einkaein- inga kallast SVEFNHÚSA- BORGIR vegna þess að ]>ar er hvergi að finna neina vinnu- staði eða þjóðfélagslegar og menningarlegar stofnanir, sem venjulega eru staðsettar utan samigjarnrar gönguleiðar. Að- eins lítill liluti mannlegs at- Iiafnalífs getur átt sér stað í svefnliýsaborginni. Á þéttbýlissvæðum er mögu- legt að skapa samféiag með fé- lagslegri og menningarlegri samciningu en vrið skipulagn- inguna er ekkert tillit tekið til þessa. Öll byggðarsamstæðan er skipulögð út í æsar að ofan og það sem fólkið fær í liendur er fullgert og óumbreytanlegt. fbúarnir eiga sjálfir enga liönd í bagga með að móta byggðina. Þeim er illmögiilegt að breyta henni eftir á. Og ekki sízt: skipulagslausn irnar veita í sjálfum sér livergi svigrúm til félagslegrar starf- semi. Á morgnana tæmist byggðar- liverfið af karlmönnum og börnum á skólaskyldualdri. Húsmæðiirnar verða eftir með sniábörnin og þvottinn. Allan fyrri liluta dagsins fyrirfinnst þar ekki aiinað en kvenfólk og ungbörn og í þessu kvennasam félagi gerist ekki annað en luisverk og matarinnkaup. f svefnhýsaborgum okkar geta Iiðið ár þangað til maður kennir inn fyrir dyrnar hjá næsta nágranna sínum. Hinar gömlu skipulagsstefn- ur hafa gengið sér til liúðar: Aðskilnaður bústaða, starfa og skemmtunar; niðurflokkun og einangrun aldraðra, barna, andlega og líkamlega fatlaðra og afbrigðilegs fólks; og þjóð- sagan um kynhlutverkin. Sem skipuleggjarar verðum við í miklu ríkari mæli að vinna að því að finna mótvægi gegn þeirri viðgerðastarfsemi sem rekin er af meirihluta stjórnmálanianna, skipulags- manna og hagfræðinga í formi nýrra akbrauta gegnum þétt- býli, nýrra liæia handa af- brigðilegu fólki og fleiri sv'efn liýsaliv'erfa, sem einvörðungu eru byggð á þjóðsögununi um. sói og birtu, opin svæði, harð- læsta hlutverkaskiptingu milli kynjanna og verzlunarmiðstöð- ina sem mikilv ægasta umhverf- ismótandann. Maths Prag og Johan Refsum. Þegar skipulagningin byggist á liorfum en ekki markmiðuin verður hún örugg trygging fyr ir statns quo — og þróunin er bundin í rangsnúnum og órétt- látuni aðstæðum. Um allan hcim verðum við vitni að byltingum gegn sér- fræðingaveldinu. Kínverska menningarbyltingin er sú um- fangsmesta. En utanþingsand- staðan i Vestur-Þýzkaiandi, uppreisn Parísarstúdenta gegn de Gaulle, mótmælahreyfingin . . . allt er þetta afleiðing söniu gremju yfir „maskinuveldinu", sem Herbert Marcuse kallar þetta valdabákn sérfræðing- anna. Það sem menn óska eftir er lýðræði í dýpri merkingu, lýð- ræði, sem ekki snertir tækni- leg framkvæmdamál, en sem felur í sér verulega hlutdeild i ákvörðuiiarvaldinu. Við höfuni fengið að sjá hvert stefnir í sérfræðimennt- un nútimans: Dómarar, sem dæma eftir siðgæðisreglum og lagabókstaf en liafa litla sem enga þekkingu á liiniim félags- legu flækjum; Iæknar, sem koma á fót belgivaidstofnun innan sjúkrahúsanna; borgar- skipuleggjarar, sem fela líkön sín og uppdra>tti til að koma í veg fyrir að þau verði rædd opinberlega, hylja sig í tor- ræðri sérþekkingu og halda því fram að skipulaginu verði ekki breytt vegna þess að ein- hverjar ráðstafanir hafi þegar verið gerðar ... Bengt Olváng. Hugmyndir arkitektanna um kröfur og óskir ibúanna liljóta að fara eftir veruleikaskiln- ingi arkitektanna sjálfra — livað þeir telja lientugt eða slæmt, Ijótt eða fallegt. Hvaða möguleika þeir eygja, livaða takmarkanir þeir sætta sig við. Þegar litill liópur manna á að koma sér saman um það hjáiparlaust að lieita má, hvað eigi og ætti að gerast í nýjum bæjarhluta handa 5—10000 nianns, þá liljóta kröfur og möguleikar að verða fyrir borð borin. Anne Sæterdal og Thorbjorn Hansen. Ferðamenn veita ’iví gjarnan athygli, hvað lífið verður fjölskrúðugt og ’ðandi á torguni bórga í iSuðurlöhd- um, jafnvel þótt um smábæi sé að ræða. En að sjálf- sögðu á veðráttan líka sinn þátt í þvi. 22. nóvemiber 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.