Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1970, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1970, Blaðsíða 10
Hér segir frá sjósókn og fólki á Suðurnesjum, snemma á öldinni, en höfundurinn, Gísli Sigurðsson, lögregluþjónn í Hafnarfirði, hefur verið ötull skrásetjari og haldið til haga mörgum fróðleik um fólk og atburði í Hafnarfirði og á Suðurnes j um. Ótrúlegt, en samt er það satt, að 8 ára að aldri fór ég i verið upp í Grindavík. Þö að ég væri ekki eldri að árum, stendur þó margt ljóst fyrir hugskotssjón- um mínum. Frá ferðinni til Grindavikur, dvöiinni þar og heimferðinni á lokadaginn. Foreldrar mínir settust að i Hafnarfirði vorið 1911. Þá var Helgi bróðir minn 5 ára. Ég bættist í hópinn um haustið 8 ára að aldri. Við bjuggum tvö fyrstu árin í húsinu nr. 6 við Laekjargötu. Höfðum þar her- bergi lítið og aðgang að eld- húsi. Geymslu rúmgóða í kjall- ara. Faðir minn hafði góða at- vinnu um haustið og fram um nýárið. En þá gerðist hún stop- ulli. Faðir minn hafði um ára- bil róið í Grindavík. Verið þar útróðramaður, út- gerðarmaður. Það er: hann réðst til róðra fyrir ákveðið kaup hjá einhverjum formanni. Hann hafði lengi ver ið útgerðarmaður hjá hjónun- um i Rafnshúsum, Jóni Jóns- syni og konu hans Marenu Jónsdóttur, en róið alla tíð hjá Gísla í Vík, syni þeirra Rafns- húsahjóna. Gísli fór með tein- æring og var aflasæll formað- ur og farsæll alla sína tíð, svo að aldrei hlekktist honum á né mönnum hans. Hann var einn- ig með aflahæstu formönnum og því hafði han>i ráð á góðum mönnum og dugmiklum. Ráð hafði verið fyrir því gjört, að faðir minn væri i Rafnshúsum þessa vertíð. Þótti foreldrum mínum sjálfsagt að leysa upp heimilið. Móðir mín skyldi vera hlutakona í Vik. Það er þjón- ustustúlka hjá konu Gisla, Kristjönu Jónsdóttur. Ég átti að fljóta með og vera i Rafns- húsum. En Helga átti að koma fyrir yfir vertíðina. Það gekk greiðlega. Þau mætu hjón Gróa Bjarnadóttir frá Önundarholti í Flóa og Erlendur Jónsson Suðurgötu 49 tóku því vel að hafa Helga í fóstri. Á kyndilmessu, 2. febrúar, skyldi hver útróðramaður vera kominn til skips. Þvi held ég að það hafi verið 31. jan. eða 1. febr. sem við vorum ferðbúin. Einhver töf af veðri eða öðru mun hafa valdið því að við fórum ekki þennan dag. En morguninn eítir vorum við snemma á fótum. Móðir mín bjó nesti til ferðarinnar. Svo kom samferðamaður, Jóhann Frið- bjöm ísleifsson, sem ráðinn var í skipsrúm hjá Gisla í Vík þessa vertíð. Veður var hið bezta. Við lögðum svo af stað. Pabbi minn bar allt dótið, en við gengum laus. Við gengum sem leið liggur Vagnveginn gamla suður Hraun. Undir tún- garðinum í Hvassahrauni feng- um við okkur bita. Fórum svo heim og fengum molakaffi. Minnir mig að bollinn kostaði 10 aura. Þaðan héldum við svo áfram eins og leið liggur suður Vatnsleysuströnd. Faðir minn þekkti hvern bæ og kannaðist við flesta bændurna. Nefndi hann bæina um leið og við gengum fram hjá og bændur og lét sögu fylgja. Jóhann kunni einnig á þessu góð skil, þvi hann hafði verið við vegalagn- ingu hér um slóðir undanfarin sumur. Allmikið var farið að skyggja er við komum í Vog- ana. Ætlunin var að leita þar gistingar á einhverjum bæ. Gistum við að mig minnir í Hábæ hjá Ásmundi Jónssyni og konu hns. Var vel við okk ur tekið og gisting auðfengin. Um kvöldið ræddu þeir margt saman Ásmundur og faðir minn, um sjósókn og sjó- mennsku, formenn og sjógarpa á Suðurnesjum. Varð þeim um þetta skrafdrjúgt körlunum. Ekki var húsrými meira en svo, að við urðum þrjú, faðir minn, móðir min og ég, að sofa í sama rúmi og Jóhann svaf hjá ein- hverjum heimamanni. Þótti ekki tiltökumál i þá daga að búa við slíkan viðurgerning. Ekki tóku þau hjón eyri fyr- ir næturgreiðann. Snemma morguninn eftir vorum við á fótum. Fengum hressingu og nú skyldi lagt upp í seinni áfangann. Veður hafði ekkert breytzt og þvi hið ágætasta ferðaveður. Sigurgeir Gíslason var um þetta leyti ekki lengra kominn með Suðurnesjaveginn en í Voga. Við fórum því eftir hesta troðningunum fyrsta spölinn, eða suður undir Stapa. Þar rétt undir Fálkaþúfu tekur við Al- faraleiðin suður til Grindavík- ur, Skógfellaleiðin. Sunnan Bjallanna taka við Gjámar. Þær hafa allar verið brúaðar með grjóthleðslu. En hættuleg- ar gátu þær verið þegar yfir þær hemaði af snjó, því hyl- dýpi er beggja megin brúnna, sem eru um þrjú til fjögur fet á breidd. Mörg skepnan hefur horfið með öllu í þessar gjár. Menn hafa einnig horfið í gjámar bæði þarna og í Strandarheiðinni. Óhugnanleg- ar sögur ganga þar um. Maður nokkur var hér við smala- mennsku og hvarf með öllu. Tugum ára seinna sáu smaiar á eftir kind niður í eina gjána. Þegar sigið var eftir henni, fundust bein þessa ógæfusama manns. Og verksummerki þess, að hann hafði hlaðið vegg í gjána, til að komast upp, en ekki komið hieðslunni nógu hátt. Þegar við komum að syðstu gjánni, Stóru-Aragjá, segir fað ir minn: Hér var það sem Brandur bóndi á Isólfsskála missti hestinn sinn niður í vet- ur á jólaföstunni. Og faðir minn sagði okkur söguna, en hún verður ekki rakin hér. Það setur að manni hroll við hugs- unina um hætturnar. Þó hafa menn verið á ferð um þessar gjár frá alda öðli eins og ekk- ert hafi í skorizt. Skógfellaleið var á þessum tímum greiðfær vel og viða vörðuð og því auðrötuð. Gatan liggur upp með austuröxl Litla-Skógfells og vestur með hiíðum þess og þar út á egg- slétt klapparhraun, þar sem hestar fortíðarinr.ar hafa sorf- ið í hraunheilurnar alldjúpar götur. Á einum stað má greina þrjár götur hlið við hlið. Leið- in stefnir nú á Stóra-Skógfell, en rétt áður er komið að hraun hóli ekki stórum, sem heitir Hálfnunarhóll og er þar hálfn- uð leið úr Vogum til Grinda- víkur, hvort sem farið er í Jámgerðárstaða- eða Þorkötlu- staðahverfin eða að Isólfs- skála. Sunnan Stóra-Skógfells iiggur gatan um úfið hraunið, austan við Svartsengi, Sund- hnúk, Hagafell og Melhól. Skammt þar sunnar er mikil varða á hraunbrún, en niður undan tekur við Hópsheiðin. Af hraunbrúninni sést vel nið- ur í JárngérðárstaðahVerfi. Við héldum götunni niður undir Hópið og vestan þess og lögð- um leið okkar í búðimar ofan til við Varimar. Búð Gísla í Vík var opin og uppi á lofti var Gísli með hefil i hönd að hefla til ár úr góð- viði. Urðu hér miklir fagnaðar- fundir og vinarkveðjur. Þeir Gísli í Vík og faðir minn voru miklir mátar og hélzt vinátta með þeim, þar til dauðinn að- skildi. Gísli lagði frá sér hefil og ár og fylgdi okkur heim. Fór móðir min til Víkur, en faðir minn og ég í Rafns- hús. Gömlu hjónin tóku föður mínum, sem syni langt að komn um og mér sem sonarsyni. Rafnshús var iítill bær. Bað- stofa, bæjardyr og eldhús inn af þeim. Baðstofan var þriggja stafgólfa og hóifuð sundur. Tvö rúm undir hvorri súð i sjálfri baðstofunni. Borð fram milli rúmanna undir sexrúða glugga. Skarsúð. Framan við milliþilið var borð undir vest- ursúð, þar sem maturinn var skammtaður og fjögrarúðu- gluggi, sneri í vestur. Kistur og skápar voru þama inni. Fyr ir bæjardyrum var hurð með klinku og hleypijárni, en lítill gluggi yfir dyrunum. Inni í göngunum var hurð á vinstri hönd í baðstofuna, en inn af göngunum var milligerð með dyrum í eldhúsið, sem var hlóð- areldhús. Þar inni voru nokk- ur ílát sem geymdu mat ýmiss konar og þar var líka geymdur eldiviður. Það var aðallega þang og þari, sem sóttur var í fjöruna neðan við túnið. Lagði af eldiviði þessum sérkennileg- an og höfgan þef um bæinn. Langt í frá var hann óþægi- legur. Til hliðar við bæinn var fjós fyrir tyær kýr og hlaða. Svolítinn spöl frá bænum stóð hjallur. Þar var allur matur geymdur bæði mðri og uppi, en nokkur hluti hjallsins var þurrkhjallur með grindum. Beint fram af bæjardyrum var for. Þar var öllu skolpi hellt sem til féll og þangað var slori ekið. Á vorin var svo öllu þessu ekið á tún til áburðar. Forin var varin með grindum. Útveggir bæjarins allir voru af torfi og grjöti, en bárujám á Gekk ég þá vestur fyrir og stóð um stund álengdar. Þá kom frá þeim þetta ávarp: „Við erum ekkert reiðir þér, Gísli." Ég er heldur ekkert reiður ykkur. Þarna sættumst bænum og bæjardyrunum, og torf á fjósi. Þegar ég kem til Grindavikur finnst mér ferð mín ónýt nema ég komi að Rafnshúsum til þess að minnsta kosti, að horfa á rústir bæjar- ins. Ég held það hafa vakið for- vitni sonarbarna Jóns og Mar- enar að vita af þessum strák, sem kominn var að Rafnshús- um. Minnist ég þess að um kvöldið voru að minnsta kosti þrjú þeirra komin þarna. Maren dóttir Jóns í Sjólist og þeir bræður frá Vík, Jón og Guðjón. Þau léku þarna listir sínar, en þær voru, að gera fuglafit með snærishönk. Þetta þótti mér mikil list og að sjá hve handfljót hún Maren var með fitina. En fyrir okkur strákunum þremur, átti það að Jiggja að vera leikfélagar alla vertíðina. Brá ekki nema einu sinni út af um samheldni og vin skap. Ég hafði hrekkt þá eitt- hvað illilega. Réðust þeir báðir að mér, en ég flúði til bæjar, lokaði hurð og sló slagbrandi fyrir. Þeir stóðu vopnaðir fyr- ir utan bæjardyrnar, annar með fjósaskófluna reidda um öxl, en hinn með túnkláruna. Voru þeir í vígahug og hugs- uðu mér víst þegjandi þörfina. Ég hafði vakandi auga á víga- mönnunum, en hætti mér ekki undir vopn þeirra. Svo líður og bíður. Þeir leggja frá sér vopn 10 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 22. nóvember 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.