Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1970, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1970, Blaðsíða 12
Vesturlilíð Austurdaisins er snarbrött með höm rum og skriðum, þegar keniur inn imdir Nýjabíe. Á slóðum Bólu-H j álmars í Austurdal Fraanhald af bls. 3. uldsson er fjárríkur og þar að auki stórbokki. Enn eru far- dagar, vor i Austurdal, vall- lendið grænt og lofar góðu. Og enn er verið að flytja; hestar, fólk og fjárrekstur mjakast fram með ánni. Nýja- bæjarbóndinn er að yfirgefa dalinn eftir fimm ára storma- sama búsetu. En bústofninn hefur fimmfaldast í Nýjabæ; ærnar eru nú hálft hundrað. Þau hjón eru barnlaus, en Guð- ný er þunguð; hún situr á hesti og förinni er heitið á æskustöðvar hennar í Blöndu- hlíð. Á þessari stundu er þó mjög óljóst hvað muni bíða þeirra þar. Þau hafa naumast um margt að velja. Fylgdin er ekki fjölmenn; með þeim er til halds og trausts Gísli Árnason frá Skatastöðum, kallaður hinn sterki. Hér er aðeins um eina leið að ræða, þau eru nauð- beygð til að fara framhjá garði á Merkigili. Og þó hafa þau ástæðu til að óska sér, að þau gætu fremur farið aðra leið. Hjálmar skáld Jónsson, sér, að Jón bóndi gengur í veg fyrir þau. Það boðar naum ast gott. Hann er líklegur til alis og Hjálmari er nú brost- inn kjarkur í viðureigninni við stórbokkanna, Jón á Merkigili og Guðmund í Ábæ. Þeir hafa staðið saman gegn honum; séð ofsjónum yfir aukningunni á fjárstofni Hjálmars, jafnvel vænt hann um þjófnað. En Hjálmar er meinlaus og leitar ekki á menn að fyrra bragði. Hann er seinþreyttur til vand ræða, en særist illa og man misgjörðir lengi. Þau persónu- einkenni hans, sem menn höfðu áður veitt eftirtekt í Eyjafirði, þau höfðu fremur ágerzt og orðið skýrari: Viðkvæm lund, einlægt þakklæti gagnvart vel- unnurum, en gegndarlaus heift ef ósanngirni var beitt að hans dómi. Hann hafði staðið höllum fæti i Austurdal, margt höfðu nágrannar hans gert honum til skapraunair. Leiðin að Nýjabæ lá nánast um hlaðið hjá þess- um óvinum hans og öfundar- mönn-um. Þeir höfðu góða að- stöðu til að fylgjast með ferð um hans. Og nú hafði Hjálmar gefizt upp á þessu óvinveitta nágrenni. Ekki er líklegt, að Jón Hösk uldsson hafi harmað brottflutn- ing Hjálmars, samt getur hann ekki látið Nýjabæjarbóndann fara óáreittan. Hann þarf að velgja honum undir uggum, fyrst hann á leið um hlaðið. Hvernig væri að reyna eitt bolabragð að lokum: Þjóf- kenna einyrkjann í kveðju- skyni? Ein spýta á klyfjahesti er ekki lakari átylia en hvað annað. Raunar skiptir hún sjálf engu máli. Aðeins það að fá hatrinu útrás. Þeir Jón og Hjálmar rjúka saman, takast fangbrögðum, veltast hvor yfir annan i grængresinu. Þeir greiða ekki högg; kunna, ekki listina að gera andstæðinginn óvigan með hnefahöggi undir höku eða i maga. En þeir stympast eins og tarfar; þann- ig hafa Islendingar jafnan átzt við siðan þeir hættu að nota sverð og spjót. Guðný horfir á viðureignina óttaslegin, nánast lömuð, en megnar ekki að koma bónda sínum til hjálpar. Annað er með Gísla sterka. En hann veitir ekki Hjálmari lið, nema sigurvænlega horfi fyrir Jóni. Saman hefðu þeir Hjálmar get að tekið Jón og fleygt honum niður I gljúfur. En Gísla sterka kemur þessi viðureign ekki við; bezt er að þeir geri sjálfir upp reikningana, ein- yrkinn og stórbóndinn. Hins vegar veitir hann þeim, er und ir verður hverju sinni. Líklega er spýtan gleymd; liggur hún ekki þarna í grasinu? En hús- freyjan kemur út úr bænum á Merkigili. Heyrir kvak vor- fugla í bliðunni og sér að mik- ið er um að vera. Ingibjörg á Merkigili lætur ekki afskipta- laust, að maður hennar ólmast eins og óður hundur í áflog- um. Hún reynir sáttaumleitan ir. En réttlát reiði hefur nú svo um munar náð tökum á Hjálmari frá Nýjabæ; hann hyggur að þar muni liðveizla komin til handa Jóni. Spýtan skal gera hana óvirka. Óður af bræði sveiflar Hjálmar greni- fjöiinni. Imgibjörg hiýtur áverka á hendi; hún sér að hér er naumast við menn að eiga og engin sáttaorð stoða. Hún hafði ekki ætlað að magna átökin; aðeins bera klæði á vopnin, ef svo mætti segja. Síð ar komst Hjálmar að því og lét hana njóta þess. En núna; hér stendur hann með spýtuna og Jón nálega óvígur af mæði. Hefur hann ekki sigrað stór- bokkann, þrátt fyrir allt? Kannski, en við nánari athug- un er spýtan næsta ómerkileg. Hún verður eftir. En kveðju- athöfninni er lokið. Hjálmar getur haldið áfram. Haldið fram yfir einstigi gilsins og síðan sem leið liggur út Kjálk ann. Fram undan er mikið basl, búskapurinn og árin í Blöndu hlíðinni. 7 Hvað hefur d-rifið á daga Hjálmars í fimm ár, frá því hann flutti frá Bakka í Öxna dal? Hann hefur efnazt. Fyrsta árið tíundar haran 2,5 la-usa- fjárhundruð. Eftir fjögurra ára búsetu í Nýjabæ, er hon- um gert að greiða fimm fiska í aukaútsvar. Og vorið 1829 telj ast lausafjárhundruðin 6 orðin. En hér í Austurdal, hvað er til marks um fimm ára búsetu og efnalegan uppgang. Næstum ekkert. Minningin um Hjálmar Jónsson lifir í bókum. Hún ligg 'ur að vísu í loftinu i Austur- , dal, en hin sýnilegu spor eru horfin. Við erum komin heilu og höldn-u yfir brúna á Jökuisá austari. Troðningarnir sveigja íram að Merkigili. En jepp- inn er látinn reyna krafta sína við brekkurnar, sem risa fyr- ir innan. Þaðan verður aðeins komizt spottakorn, unz Ábæj ará verður fyrir, vatnsmikil og syngjandi fjörug i sumarblíð- unni. Á hinum bakkanum stóð Ábær. Aðeins kirkjan stendur uppi. Hit-t eru rústir einar. Hér er logn og mikil kyrrð, utan sá niður, sem verð ur af ánni. Hitinn er um 20 stig; þannig verða þeir dagar sumiairsins i Austurdal, þegar sólin skín í mildri sunnanátt og ilmur úr lyngi fyllir loft- ið. Nýrúnar ær stefna innúr, staðfastar á svipinn með lömb í eftirdragi, líkt og þær viti af sérstökum áfangastað, öðrum betri. Ef ekki blasti við bær- inn á Skatastöðum, handan ár innar, gæti maður haldið, að hér væri einungis afréttur. Þvi lík afskekkt. En þeir eru víst engir veifiskatar á Skatastöð- um; engin uppgjöf í búskapn um þar. Hjálmar bóndi í Nýjabæ átti góða granna á Skatastöðum. Þangað fór hann sér til and- legrar upplyftingar, þegar inni var þröngt, einkum að vetrar- lagi. Þá rennur Jökulsá milli skara, ferleg á að líta, en þver hniptir skaflar og snjóhengj.- u-r siúta allar götur fram á skarirnar. Þannig verður skafl inn, sem jafnan leggur sunnan í lægðina í Stórhól; þar er mikill bratti niður i kolmórauð an stren-g árinnar. Leiðin að Skatastöðum frá Nýjabæ ligg- ur framhjá garði i Ábæ. Guð- mundur bóndi Guðmundsson gefur gaum að ferðum Hjálm- ars þangað. En hvorki er lík- legt, að hann bjóði gestinum inn að ganga, né heldur lík- legt, að Hjálmar þiggi slíkt boð. Guðmundur í Ábæ er einn af óvinum Hjálmars; hrokafullur og yfirgangssamur við einyrkjann í Nýjabæ eins og Jón á Merkigili. 8 Vetur 1828. Aðeins harmabelt in skera sig út hvítum frer- anum, þegar Hjálmar fetar sig léttilega á harðfenninu út eft- ir Austurdal. Förinni er heitið að Skatastöðum. 1 Ábæ er all-t með kyrrð. Guðmu-ndur bóndi er innambæjar; hann er jafn- aldri Hjálm-ars, lágur vexti, dökkur á hár og harðlegur. Hjálmar hafðd raunar heiðrað hann með kveðskap: „Hét Rógberi þrællinn þrár, þýjum ölium verri . . .“ 1 þá daga sveið undan sliku níði. Menn lærðu það utanað og höfðu það á hraðbergi. Fleyg niðvísa varð ekki aftur tekin; hún 1-aut sín-um lögmál- um. Þetta var bezta vopn Hjálimars og hann var fremur óspar á það. Um leið fjölgaði þeim, sem v-ildu honum bein- liinis ill-t Guðmundur í Ábæ er ednn þeirra; þó á hann aila sökina sjálfur. En það heldur ekki fyrir honum vöku. Hann hefur hugsað sit-t ráð og það hlakk- ar i honum, þegar dætur hans koma inn og se-gja honum að nú hafi Hjálmar farið yfir tún- fótinn á 1-eið út að Skatastöð- um. Hann biður dætur sinar að standa á verði og koma að vörrmu spori og segja sér, þeg- ar þær sjái tái fe-rða Hjálmars frá Skatastöðum. Guðmundur í Ábæ veit, að Hjálmar verður að komast heim til gegninga fyrir kvöldið. Nú er tækifæri til að losna við þennan þrjóska nágranna; láta líta svo út sem slys hafi borið að höndum í bröttum og glerhálum skaflin- um við Stórhól. En vopnlaus gengur Guðmundur í Ábæ ekki til sliks verks. Hvað er til fanga? Kirkjujárnið. Erfitt gæti orðið fyrir Hjálmar að eiga undir þau högg að sækja, sem kirkjujárnið gæfi. Dætur Guðmundar koma blaðskell- andi in-n síðar um da-ginm og segja, að nú sé Hjálmar lagður af stað. Guðmund- ur gengur með jámi-ð vest- uir yfir Ábæjará og út eftir brekkunum. Hann tekur sér stöðu, rýnir í bláan skuggann, bíður átekta. Hjálmar varvan ur að hlaupa skaflinn; Guð- mundur hafði fylgzt með þvi. Það er áhætta, en Hjálmar er fótfimur og hefur ekki meira fyrir því, en að koma saman miðiungs niðvisu. En þarna í skaflinum gæti hann orðið í næsta vonlítilli aðstöðu gagn- vart árás. Hra-p niður í Jökulsá og dauðinn er vís. Niðurlag í næsta blaði. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. nóvember 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.