Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1970, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1970, Blaðsíða 13
Smásagan Framíhald af bls. 5. vel, að þú ert enn að búast við honum. Hverjum? spyr Aðalheiður. Knúti Hamrin. Aðalheiður brosir við og svarar: Þér skjátlast, væna min. Nú bíð ég ekki lengur. Og hún þrýstir þá hönd sem hvílir í lófa hennar. En hesturinn fyrir utan reis- ir makkann og bjöllurnar klingja. Þá sleppir maðurinn hönd Matthildar og hann slepp ir hönd Aðalheiðar. Þær taka báðar viðbragð, þær andvarpa báðar þungan, svo þungan, og báðar umla Mkt og í svefnd: Minn herra — minn herra. — Þær þreifa fyrir sér með höndunum, en þegar þær fir.na ekki hönd hans, grípa þær hvor í hönd annarrar og þrýsta fast. Bjöllurnar klingja. Maðurinn i frakkanum beyg- ir sig niður að systrunum. Var- lega þrýstir hann fingrum á augnlok þeirra, svo augun lok- ast. Hann segir: Var ég of lengi i burtu, Matt- hildur? Var þolinmæði þín þrot in, Aðalheiður? En hverju skipt ir það í lokin? Kæru systur, ég er siðasti herra ykkar beggja og hjarta mitt rúmar ykkur báðar. Systurnar sofa hönd í hönd. Maðurinn í írakkanum sveifl- ar keyri sinu yfir Ijósgráa hestinum. Bjöilurnar klingja. Meiðarnir renna hljóðlega eftir snjónum. Hesturinn hristir höf- uðið og 'sítt og þungt faxið slæst snöggvast í rúðuna líkt og fugl hefði slegið þar væng sínum. Systurnar sofa. Svava Jakobsdóttir þýddi. Fræg ástarævintýri Framhald af bls. 7. að ókyrrast mjög. Þeim varð það nefnilega allt í einu ljóst, sem þeir höfðu sjaldan eða aldrei leitt hugann að fyrr, að félli forsetinn frá, væri Mar- shall næstur að erfðum. Nú, næstum hálfri öld siðar, er þessi gáta hefur verið ráð- in til fulls og allar staðreyndir hennar eru þekktar og hafn- ar yfir efa, virðist með öllu ótrúlegt, að stjórnartaumar þessa einhvers mesta veldis heims skyldu lenda í höndum tveggja gertsamlega fáfróðra manneskja um landsstjórn —- konu og læknis og þetta látið við gangast. En þetta er nú samt óhagganleg staðreynd. í aprílmánuði 1919, þegar Wil- s°n var staddur í París, hafði hann kennt nokkurs lasleika, sem hann jafnaði sig þó fljót- lega af; læknar nefndu þetta þá inflúensu, en af þeim heim- ildum, sem siðar komu fram verður ekki betur séð, en þarna hafi verið um að ræða blóðtappa i heila. Þegar Gray- son læknir rannsakaði forset- ann, er hann veiktist í hinni fyrrnefndu áróðursherferð sinni, komst Grayson að raun um það, að um alvarlega heila skemmd væri að ræða. Gray- son lagði allt kapp á það að koma sjúklingi sínum sem fyrst aftur til Washington, og vonað ist til þess, að með góðri hvild og hæfilegri meðhöndlan mætti halda blóðtappanum í skefjum. En þegar komið var í Hvíta húsið fékk forsetinn annað kast og hékk líf hans bókstaf- lega á bláþræði í allnokkra daga. Það var forsetafrúin, frú Ed ith Bolling Wilson, sem tók þá ákvörðun, að eiginmaður henn ar skyldi gegna áfram embætti sínu eins og ekkert hefði í skorizt. Enginn átti að fá að hitta hann, hvorki ráðherrar né þingmenn, ekki einu sinni Joe Tumulty, hinn tryggi einka ritari hans, sem hafði staðið við hlið honum frá því hann hóf fyrst að fást við stjórnmál og sem var kunnugur sýnu fleiri leyndarmálum hans, en frú Wilson sjálf. Stjórnarvélin tók að hægja sjálfkrafa á sér. Áríðandi bréf, sem kröfðust taf arlausrar athugunar forsetans, hurfu með öllu, engin svör bár ust við fjölda skýrslna, beiðna og skjala af ýmsu öðru tagi, sem streymdu til Hvíta hússins úr öllum landshlutum. Meðan stóð á þessu versn- aði líðan sjúklingsins enn. Olli þvi blöðruteppa. Læknar vildu skera þegar í stað. Frú Wilson gerði Grayson lækni heyrin- kunnan vilja sinn með svo- felldum orðum: — Við skerum ekki. Þú veizt sjálfur hverjar líkur eru til bata. Farðu og segðu hinum, að ég sé þess viss að móðir náttúra muni sjálf annast þetta. Við munum bíða og sjá hvað setur. — Móð ir náttúra skarst að vísu í leik inn, eins og frúin hafði spáð, en þrátt fyrir það fóru kraft- ar sjúklingsins sífellt þverr- andi. Meðan á þessu stóð var landslýðurinn fóðraður á hug- hreystandi fréttatilkynningum, sem svo voru orðaðar, að af þeim varð ekki nokkur skap- aður hlutur ráðinn um stað- reyndir málsins. Þegar einn ráðherranna hafði orð á því við Grayson lækni, að það væri ótækt og næstum glæp- samlegt að ljúga sona að al- menningi, svaraði Grayson þessu til: — Það er alveg rétt. Ég vildi að ég gæti láið meira unpi við fólkið, en mér er mein að það. Forsetinn og frú Wil- son hafa tekið af mér loforð.“ Þremur vikum eftir, að for- setinn fðkk síðara kastið hafði hann rfáð sér að þvi marki, að hann var fær um að undirrita fjögur frumvörp, sem honum bárust úr þinginu. Forsetafrú- in stakk pennanum í skjálf- andi hönd hans og benti hon- um á hvar hann ætti að setja nafn sitt. Þegar undirskriftirn ar komu fyrir sjónir þingmanna vöknuðu þegar með þeim grun semdir um það, að þær væru falsaðar. Svo ólíkar voru þær öllum öðrum tiltækum sýnis- hornum af rithönd Wiisons, en hún var vön að vera mjög styrk og regluleg. Kurrinn í þinginu fór sívaxandi og einn þingmanna kvað jafnvel upp úr með það, að: — Hér ríkir pilsastjórn! Frú Wilson er for- seti!— Þetta ófremdarástand skall á Bandaríkin einmitt þegar allra verst gegndi. Eftirleikur heims- styrjaldarinnar var í fullum gangi. Lögreglulið réðst til at- lögu við fimm þúsund róttæka kröfugengla í New York. Kyn þáttaóeirðir brutust út um land allt, ófremdarástand ríkti á vinnumarkaðinum og verð- bréfamarkaðurinn rambaði á heljarþröm. En alvarlegúst voru þó afdrif Þjóðabanda- lagsmálsins. Andstaðan í þing- inu gegn inngöngu Bandarikj- anna í bandalagið hafði ekki minnkað þrátt fyrir hina hetju legu áróðursför Wilsons, sem að framan er getið. Hefði Wil- son verið í fullu fjöri, þá hefði honum máski heppnazt að vinna þingið á sitt mál, eins og hann hafði lofað á Parísar fundinum forðum. En nú, þeg ar hinna miklu áhrifa hans gætti ekki lengur, gerði þingið sér hægt um hönd og greiddi atkvæði gegn inngöngunni. Forsetafrúin færði manni sin- um, friðarboðanum, fregnirnar í rúmið. Hann lá þögull nokkra stund, en sagði þá upp úr eins manns hljóði: — Ég verð að komast á fætur. — Enda þótt Grayson læknir hefði tekið það skýrt fram að hættulegt væri að íþyngja sjúklingnum með stjórnarstörf um, þá varð þó aldrei hjá því komizt að taka einhverjar ákvarðanir. Samþykki forsetans þurfti til ótal hluta, t.d. uppsagna emb- ættismanna, viðurkenningar nýrra ríkisstjórna úti um lönd og því um líkt. En það var sama hversu áríðandi erindið var — enginn komst í talfæri við forsetann. Frú Wiison svar aði öllum því sama: — Mér stendur á sama um forseta Bandaríkjanna; mér er aðeins annt um eiginmann minn og heilsu hans. — Það var ekki að ástæðulausu, að blaðamaður einn komst svo að orði: -— Það litur út fyrir að ríkisstjórn okk ar hafi verið lögð niður. — Fjöldi frumvarpa varð að lögum án þess, að til kæmi undirsknift forsetans eins og vera bar að öMu jöfnu. Þó kom fyrir að íbúar Hvíta hússins iétu frá sér heyra. Þau skila- boð, sem þaðan bárust voru yf irleitt með rithönd forsetafrú- arinnar. Hún hafði aðeins tveggja ára skólavist að baki sér og stafagerð hennair var með svipuðu móti og gerist hjá smábörnum. Þetta klór hófst ævinlega annað hvort á þessa leið: — Forsetinn segir —, eða þessa: — Forsetinn vill —. Þar kom að lokum, að forsetafrú- in féllst á það að veita ráð- herrum móttöku í setustofu sinni, og á þessum fundum kunngerði hún þeim vilja for setans í þeim efnum, sem um ræddi hverju sinni. Ef einhver æskti nánari útskýringa, þá bað hún hann bíða, fór inn til forsetans, lokaði á eftir sér og kom aftur að vörmu spori með þær upplýsingar, sem um var beðið. Mánuðir liðu og skrípa- leikurinn hélt áfram. Washing tonbúar neituðu að trúa því, að frú Woodrow Wilson, öðru nafni Edith Bolling og afkom- andi Pocahontas prinsessu, héldi ein um stjórnartauma Bandaríkjanna. Menn grunaði stei’klega að Joe Tumulty væri hinn raunverulegi ráðamaður bak við tjöldin. En þeir höfðu alrangt fyrir sér. Edith Wil- son lét engan segja sér fyrir verkum. Og hvað snertir Tum- ulty, þá er varðveittur bréf- miði frá honum til forsetafrú- arinnar, þar sem segir svo:— Kæra frú Wilson. Ég vona þér haldið ekki, að ég sé að reyna að troða yður um tær, eða ýta á eftir forsetanum, en mér datt rétt sem svo í hug, að yður væri stoð í því að hafa í hönd um skrá yfir málaflokka, sem forsetinn kynni að vilja líta á við hentugt tækifæri. ... — Þessu fylgdi skrá yfir fjölda mikilvægra mála, sem biðu ákvarðana forsetans. Tumulty barst aldrei neitt svar við bréfi sínu. Margir þeir, sem reynt hafa að brjóta þetta furðulega tíma- bil í bandarískri stjórnmála- sögu til mergjar, hafa komizt að þeirri niðurstöðu að forseta frúin, sem var gersamlega reynslulaus i stjórnmálum, hafi einfaldlega orðið valdagræðg- inni að bráð. Hún hafi orðið staðráðin i því að þoka ekki fyrir nokkurn mun úr þessari háu stöðu fyrst hún var kom- in í hana á annað borð. En staðreyndirnar tala öðru máli. Forsetafrúin gerði engar til- raunir til þess að breyta gangi mála í einu eða neinu efni. Hún gerði í rauninni ekki ann- að en láta sem hún sæi ekki hin smærri vandamál og sömu- leiðis velflest hin meiri háttar. Hin einfalda, mannlega skýr- ing á öllu þessu er sú, — að upp frá þeim degi, er höggið reið snerist allt líf og öll hugs un Edithar um það eitt, að mað ur hennar kæmist klakklaust og lífs af. Hún komst að þeirri niðurstöðu, að til þess að tryggja það, yrði hún fyrst og fremst að lyfta af honum allri ábyrgð og áhyggjum. Hverju máli skipti það, hver fékk þessa stöðuna eða hver sagði af sér hinni, þegar lif og heilsa eiginmanns hennar var í veði? Henni tókst þetta ætlunar- verk sitt svo sannarlega, því Woodrow Wilson hjarði ekki aðeins út annað kjörtímabil sitt heldur var hann þess fullviss, að demókratar mundu útnefna hann i þriðja sinni! Hann var aUra manna þrjózkastur og enda þótt hann væri nú farinn maður að heilsu, trúði hann því statt og stöðugt, að hann gæti knúið ÞjóðabandalagsmáUð í gegn ef hann fengi aðeins smá tíma til þess. Öllum samstarfs- mönnum hans var ljóst, að þriðja kosningabaráttan mundi leggja hann í gröfina og því var það, að næsta flokksþing demókrata útnefndi James Cox ríkisstjóra til þess að ganga á hólm við Warren Hard- ing í forsetakosningunum 1920. Og allir vita hvernig fór: Harding sigraði með yfirgnæf- andi meirihluta. Þar með var draumurinn búinn. Nú urðu Wilsonhjónin að vikja úr Hvita húsinu fyrir Harding forseta. Wilson þóttist viss um að geta unnið fyrir sét með ritstörfum, enda þótt hann væri lamaður öðrum megin og væri aðeins önnur höndin tíl- tæk. Hann tileinkaði konu sinni, Edith Bolling Wilson, fyrstu bók sína. En með þeirri tileink- un var ritstörfum hans Mka lokið. Woodrow Wilson andaðist hinn þriðja febrúar 1924. Hin þrjú löngu ár hnignunar og hrörnunar, sem liðu frá því hann vék úr Hvita húsinu og fram að dauða hans, vakti kona hans yfir honum og annaðist hann af sömu taumlausu um- hyggjunni og hún hafði sýnt honum forðum daga, er höggið laust hann. Hún fyrirgaf and- stæðingum hans aldrei, það sem hún taldi þá hafa gert á hluta hans meðan hann lifði. Þegar útför Wilsons átti að fara fram skipaði þingið sendinefnd til þess að vera viðstadda. Meðai annarra í sendinefnd þessari var Cabot Lodge, sem átt hafði einna mestan þátt í ósigri Wil- sons í Þjóðabandalagsmálinu. Frú Wilson ritaði honum þá á þá leið, að þetta væri ekki op- inber jarðarför, koma hans væri henni mjög á móti skapi og mæltist hún þvi eindregið il þess, að hann sæti heima. Cabot Lodge varð við beiðninni. Þau ár, sem hún átti eftir ólif uð (hún lézt ekki fyrr en í desember 1961, þá áttatíu og níu ára að aldri) helgaði hún minningu eiginmanns síns. Hún taldi ekkert erfiði eftir sér, hversu mikið sem það var, svo fremi sem það miðaði að því að heiðra minningu Woodrows Wilson. Hún var ævinlega boð- in og búin að aðstoða hvern þann, er hugðist tileinka hon- um brú eða skólahús eða ann- að, er nöfnum tjáði að nefa Endurminningum hennar lýkur á þessai’i tileinkun með svörtu sorgarletri: TIL EIGINMANNS MfNS WOODEOWS WILSON sem hjálpaði mér að reisa á rústum lífs míns það hof, þar sem er skrínlögð minn- ingin um hinn mikla anda hans, sem var helgaður þjónustunni við guð hans og mannkynið. Útgefandi: Hjf. Árvakur, Reykjavik. Frainkv.stj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar; Matthias Johannessen. Eyjólíur KonriÖ Jónr-on. Ritstj.fltr.: Gisll Sieurfisson. Auglýöingar: Árni Garöar Krittinsson. Ritstjórn: ASalstraett «. Simi löiw. 22. róvemiber 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ]3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.