Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1970, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1970, Page 15
Öll atkvæði hafa nú verið talin í kosninguxn Gluggans þetta árið. Trúbrot var valin bezta hljómsveitin, en pop- stjörnutitillinn hefur hins veg- ar fallið Rúnari Júlíussyni, bassaleikara Trúbrots í skaut. Er hann vel að sigrin- um kominn, hefur verið einn vinsælasti pophljómlistarmaður inn á Islandi allt frá því að hann hóf hljóðfæraleik fyrir sjö árum síðan. Eins og fram kom í siðasta Glugga hefur verið tekin sú ákvörðun að birta ekki nöfn hljómsveitanna fimm, sem ekki vildu taka þátt í kosningun- um. Þess vegna vantar á list- ann ýmis kunnugleg nöfn eins og t.d. Björgvin Halldórsson, Pétur Kristjánsson, Björgvin Gíslason, Arnar Sigurbjörns- son, o.fl. En að öðru leyti er röð efstu manna þessi: Rúnar Júlíusson (Trúbrot) Magnús Kjartansson (Trúbrot) Árni Johnsen Rafn Sigurbjörnsson (Gaddavír 75%) Þorsteinn Þorsteinsson (Trix) Jónas Jónsson Vilhjálmur Guðjónsson (Gaddavír 75%) Guðmundur Haukur (Roof Tops) Bragi Björnsson (Gaddavír 75) Gestur Guðnason (Tatarar) Gunnar Þórðarson (Trúbrot) Gunnar Jónsson (Fi Fí & Fó Fó) Aðrir, sem hlutu atkvæði, voru (i stafrófsröð): Ari Jóns- son (Roof Toops), Ásgerður Flosadóttir, Bjarki Tryggva- son (Hljómsv. Ing. Eydal), Björgvin Guðmundsson (?)„ Egill ,,rótari“ hjá Gaddavír 75%, Einar Vilberg, Enigilfoert Jensen, Flosi Ölafsson, Guðjón Sigurðsson (Trix), Guðmundur Sigurðsson (Plantaai), Gunnar Jökull Hákonarson, Helgi Her- mannsson (Logar), Herbert Guðmundsson (Stofnþel), Ingi Hermannsson (Logar), Janis Carol, Karl Sighvatsson, Krist- ín Ólafsdóttir, Kristmundur Jónasson (Stofnþel), Magnús Halldórsson (Stofnþel), Ólafur Ólafur Garðarsson (Trúbrot), 22. nóvemfoer 1970 Ólafur Jónsson (Fóstureyðing) Pétur Steingrímsson, Rúnar Gumnarsson, Shady Owens, Sævar Árnason (Stofniþel), Þor- valdur Halldórsson, Þuríður Sugurðardóttár. Það kom greinilega fram, að ýmsir voru ekki alveg vissir um föðurnafn Rúnars Július- sonar. Þannig fékk Rúnar Gunnarsson önnur atkvæði, sem settu talningarmenin á gat; átti hanin að fá þessi atkvæði? sem settu talningarménn alveg á gat; átti að fá þessi atkvæði? Rúnar Gunnarsson er fyrir löngu hættur hljóðfæraleik og þótti okkur þvi ósennilegt, að hann fengi nokkur atkvæði. Raunin hefur nefnilega verið sú í kosningum sem þessum, að um leið og hljómsveit leggur upp laupana eða einhver ein- staklingur hættir afskiptum sin um af þessum málum, hættir fólk að greiða þessum sömu að ilum atkvæði sín, fyrst og fremst vegna þess, að kosið er um starfandi hljómsveitir og listamenn, en ekki aðra. En sá háttur var hafður á, að Rúnar Júliusson fékk öll atkvæði, sem merkt voru eitthvað á þessa leið: Rúnar Gunnarsson í Trúbroti, en hin, sem ekki voru auðkennd Trúbroti, reikn uðust á Rúnar Gunnarsson, sem eitt sinn var í Dátum og síðar í Sextett Ólafs Gauks. Þá fékk Jónas Jónsson, sem áður söng með Flowers og nátt úru, mun færri atkvæði en bú- izt var við, og var greiniilegt, að kjósendur töldu hann hætt- an öllum afskiptum af poptón- listinni. En Jónas er reyndar ekki setztur í heigan stein, eins og bezt sást á þætti hans um tónlist Burt Bacharachs. Nú hafa verið birt öll úrslit í kosningum Gluggans fyrir ár ið 1970, kosningum, sem vöktu meiri deiiur, en nokkurn hafði órað fyrir. Þessar deilur sýndu þó og sönnuðu, að áhugi fyrir kosningum og riiðurstöðum þeirra er mikill, og þess vegna mun Glugginn vafalaust efna til nýrra kosninga á næsta ári, kosninga, sem vonandi verður meiri samstaða um en nú. Úm- sjónarmenn Gluggans munu leggja sitt af mörkum til þess að svo megi verða með þvi að reyna á allan hátt að gera þær betur úr garði en nú. „Ég hef alltaf verið svo slæmur með orðin“ — segir Rúnar Júlíusson 1 kjallara Glaumbæjar er lít ið herbergi, sem skemmtikraft ar hafa fyrir sig. Þar eru speglar, snyrtiborð og einn eða tveir stólar. Á öðrum þeirra sat Rúnar Júlíusson og teygði makindalega úr sér, hafði far- ið úr skónum til að láta svalt kvöldloftið leika milli tánna. — Rúnar, þú hefur nú ver- ið kosinn popstjarna ársins 1970 í kosningum GlugganS og af þvi tilefni langar okkur til að ræða við þig i stutta stund. — Ég er alveg orðlaus, sagði Rúnar og brosti. — En eitthvað hlýtur þú að geta sagt okkur, til dæmis eitt hvað um nýju plötuna ykkar. — Já, hún er væntanileg á markaðinn eftir svona einn mánuð, og á henni eru átta eða níu lög, öll með enskum text- um nema eitt, það er með is- lenzkum texta. Lögin eru flest eftir Gunnar Þórðarson, eitt er þó eftir Magnús Kjartansson og eitt eða tvö, gerðum við allir í sameiningu, ég, Gunnar, Magnús og Ólafur Gai’ðarsson. : —■ Hvers vegna eru Ingin j með enskum textum? — Ja, það er nú helzt vegna þess að okkur langar til að reyna að koma henni á mark aði í öðrum löndum og við höf um nokkrar vonir um að koma henni á markað í Bandarikjun- um. — Og hvað á hún að heita? — TJndir álirifuin. En þó ekki undir þeim áhrifum, sem flest- um dettur í hug, heldur undir áhrifum af öllu því, sem við lifum og hrærumst i. — Jahá, það er athyglisvert, en er eitthvað annað á döfinni hjá ykkur núna? — Það er þá helzt að við er- um að reyna að komast utan, eins og svo oft hefur verið ráð- gert áður. —- Hvers vegna? Eru íslenzk h áheyrendur verri en aðrir? — Nei, síður en svo. Við erum bara búnir að spila héma svo lengi, ég hef verið að spila í sömu danshúsunum mánuð eft- ir mánuð og ár eftir ár i sjö ár og það getur orðið leiði- gjarnt til lengdar. — Hvað er þér nú eftir- minnilegast frá þessum sjö ára tónlistarferli ? — Það er nú svo gríðarlega margt, svo margt. . . Ég held að það þyrfti bara að taka alla Lesbókina undir slikar endur minningar! —- Það er vist ekki hægt í bili, en er annars eitthvað, sem þú vilt segja að lokum, svona nýkjörin popstjarna? — Nei, ég held ekki. Ég hef alltaf verið svo slæmur með orðin! s.li. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15 Rúnar Júliusson — popstjarna ársins 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.