Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 2
i jötunni hjá kálfunum. Þessar sögur lýsa einnig bersögli og hirðuleysi í klæðaburði. Þær sýna hispurslausan höfðingja, djarfan alþýðumann, veraldar- vanan guðsmann. Svona sögur geta sýnt hvort tveggja — hversdagsleikans mynd af manninum sjálfum — og mis- skilning og miskunnarleysi þeirra, sem dæmdu hann. Þessi mynd af sr. Hallgrími Péturssyni breyttist þó nokk- uð áður en langt um leið. Fljót- lega fer að bera á einu atriði, sem seinna kom mikið fram í hugmyndunum um hann, fá- tæktinni og bölinu. Það urðu líka meira og meira sálmarnir einir og aðallega Passíusálm- arnir, sem trúmenn mundu og þekkt». Menn af öðrum anda en hann var, mátu þá einnig mikils. Magnús Arason t.d., her maður og stærðfræðingur, hafði þá oftast í fórum sínum og þeir funduzt á honum dánum er hann drukknaði við Hrappsey 1728. Seinna breytast enn trú- arskoðanir manna, en sr. Hall- grímur Pétursson er samt í heiðri hafður. Kemur þá enn í hug manna ný mynd af hon- um, s.s. á upplýsingartímunum. Hann er skáld til eftirbreytni, skáldskapur hans er siðalær- dómur hvað sem trúarkenning- um hans líður. Þessi skoðun á sr. Hallgrími sést á einni merki legri breytingu, sem Magnús Stephensen í Viðey gerði á ein- um sálmi hans. Hann setti í stað inn fyrir: Krossferli að fylgja þínum, orðin: Lífsferli að fylgja þínum — fýsir mig Jesú kær. Þessi mynd af sr. Hallgrími Péturssyni hvarf einnig og í Staðinn kom sú, sem algengust var til skamms tima og sr. Matthías Jochumsson átti sjálf- sagt mestan þátt í að skapa með alkunnu ágætis kvæði. Það er hugmyndin um píslarvottinn sr. Hallgrim — um þessa Jesú písl armynd sem stynur á beð, og maðkur og.ei maður sýnist sá. Þó að þessi máttuga mynd skáldbróður sr. Hallgrims sé stórbrotinn skáldskapur um hið guðlega skáld er svo vel söng að sólin skein í gegnum dauðans göng, þá er lýsingin einhæf og ekki öll í samræmi við sannfræði sögunnar, ef menn vilja þá ekki una því, að menn eins og Hallgrímur Pét- ursson og Matthías Jochums- son séu ekki einungis í sög- unni heldur lika upp yfir hana hafnir á góðri stund. Hallgrími Péturssyni var alla daga margt andstreymt, fátækt og veikindi, en hann var hetja í andstreymi sínu og gafst ekki upp. Það var bjargföst trú hans að örvæntingin væri synd mót heilögum anda, eins og hann lýsti svo kröftuglega í 16. Passíus'álminum um iðrun Júd- ásar. Þegar húsin brunnu ofan af honum i Saurbæ sumarið 1662 orti hann: syrgja skal spart — þó mista ég margt — máttugur herrann lifir. Þegar hann missti unga dóttur sína, Steinunni, kvað hann: Nú ertu leidd min ljúfa — lystigarð Drottins í — þar áttu hviid að hafa — hörmunga og rauna frí. 1 öðru erfikvæði um hana lyft- ir mjúklát mildi hans hvers- dags'sambandi lítils- barns og mikils skálds upp í hæð ein- faldrar en tiginnar listar, áþekkt því sem Egill Skalla- grímsson gerði um drukknað- an son sinn öldum fyrr. Báðir minntust þess að ekkert var nema gott eitt í börnum þeirra: Æ lét flest — þats faðir mælti, sagði Egill í Sonartorreki og vissi það sjálfur „að í syni min- um — vasa ills þegns — efni vaxið." Sr. Hallgrímur sagði um dóttur sina, að: „unun var augum mínum — ávallt að lita á þig“ og að „næm, skynsöm, ljúf í lyndi — lífs meðan varstu hér — eftirlæti og yndi — ætíð hafði ég af þér.“ Þó að margt væri sr. Hall- grimi mótstætt og þyrfti þrek- menni til að rísa undir því, hafa ýmsir seinnd tíma menn séð, að sögurnar bafa gert of mikið úr eymd hans og basli á seinni árum hans. Hann virð- ist ekki hafa verið neinn bú- forkur sjálfur, en vel stæður, ekki auðsæll og aldrei ágeng- ur. Stundum hefur Slátturíma hans verið tilfærð sem dæmi þess, hversu búskapur hans fór stundum aflaga og má sjálf sagt skilja kvæðið þannig þó að sr. Hallgrímur hendi þar gaman að sjálfum sér. Menn hafa þá ekki heldur athugað það, sem vel má þó um leið, að hann nefnir í kvæði sínu tiu menn, sem hann hafði þá við slátt. Hamn gat vecið ötull og hagsýnn fraimkvæmdaimaður s. s. um húsagerð. Þessar sögur um Hallgrím Pétursson, sem nú hefur verið drepið á, eru misjáfnar og mistrúlegar, eins og myndirnar sem þær bregða upp áf mann- inum. En þær sýna að minnsta kosti allar eitt — undursam- legan hæfileika Hallgrims Pét- urssonar og listar hans til þess að laga sig eftir misjöfnum tím- um og laða að sér alls konar menn' grípa þá með s'káldskap sínum og persónuleika, hvort sem þeir hafa verið sammála kenningum hans eðá ekki. Til eru vitnisburðir manna, sem töldu sig heiðingja, en lásu samt Passíusálmana af ást og athygli, mér kemur t.d. Árni Pálssoh í hug. Hvað hefur valdið vinsæld- um sr. Hallgríms Péturssonar, alþýðuhylli og ábrifum? Það fyrst og fremst að hann er rammíslenzkur maður. Per- sónuleiki hans er íslenzkur í húð og hár, hefur einkenni ís- lenzks alþýðumanns, eins og og hann var á 17. öld og hef- ur að ýmsu leyti verið síðan. Hann hafði ís'lenzkan smekk fyrir skömmum, stundum beizk um og grófum. Hann hafði ís- lenzkt stríðlyndi og löngun til þess að slást upp á þá, sém honum þótti ekki til um og segja þeim meiningu sína án þess að skera utan af henni og gerði það stundum svo að haml aði framgangi hans framan af ævi. Hann hafði íslenzkan smekk fyrir skemmtunum, einn ig þann smekk að vera glaður á góðri stund og hafa yndi af „að sitja öls við pel“ og þá allt eins með óbrotnum bændum og sjómönnum eins og með klerk- um og höfðingjum. Þetta hefur bersýnilega stundum vald- ið áhyggjum stéttarbræðrum hans og velunnurum skáld- skapar hans. Sagði svo sr. Vig- fús Jónsson, „að það tókst ei vel að halda honum frá þessum selskap, sem vildarmönnum hans var ógeðfelldur." Vel orti þó sr. Hallgrímur einnig um það, að bezt er að hætta hverj- um leik þá hæst fram fer, eða að „hóf er bezt að hafa í all- an máta.“ Það er einkennilegt að beztu drykkjuvísur íslenzk- ar skuli vera eftir andrikasta sálmaskáldið. Annað sem sýnir íslenzk og alþýðleg einkenni sr. Hall- gríms, er kveðskaparsmekkur hans, framan af að minnsta kosti. Hann kvað kerskni, hon- um voru eignuð vikivaka og danskvæði, hann orti góðar rím ur í gömlum og gildum alþýðu- stil, en upp og ofan, hvorki verri né betri en þess háttar kveðskapur gekk og gerðist. Þegar hann snýr sér að trúar- ljóðum byrjar hann á rímuðum Biblíusögum eingöngu, Samúels bók í sálma og söngvisur snúið. Þess háttar kvæði voru þá við alþýðuskap og kirkjan hafði reynt að taka þau í þjónustu sína. Hallgrímur Pétursson hefur einnig verið alþýðlega íslenzk- ur i fasi og framkomu, þótt hann kynni einnig að vera með höfðingjum og væri í eðli sínu höfðingi sjálfur að einurð og anda þegar honum þótti það réttast. Sr. Vigfús Jónsson seg- ir að hann hafi veri'ð upp á slétta bændavísu í siðferði og háttalagi. Einu sinni á hann að hafa heimsótt Brynjólf biskup, á fyrstu baslárum sínum, illa búinn og með sjóvettlinga og á biskup þá að hafa sagt: Fari hann ofan í smiðju og reki járn, það kann hann. Það er oft hæpið að halda til haga slíkum sögum, oft sprottnum af gáska eða hugs- unarlausum hálfkæringi eða þá illum hug. Samt er líklegt að ýmsar sögurnar um séra Hall- grím varpi ljósi á sumt í lífs- skoðun hans og skáldskap. Skáldskap hans má einnig skoða frá öðru sjónarmiði en trúarinnar, frá þjóðfélagslegu sjónarmiði, ef svo má segja. Þau alþýðlegu einkenni í fari sr. Hallgríms sem ég hef nefnt, þurfa engan veginn að vera sprottin af þvi einu, sem sr. Vigfús Jónsson kallaði slétta bændavísu og dárlegan sel- skap. Það hefur líka átt sér ræt ur í þjóðfélagsskoðunum hans og það sézt í ýmsum veraldleg- um kvæðum hans. Það var ekki einungis smekkur hans, sem var alþýðlegur heldur hefur sajmúð hans verið mest og bezt með alþýðu manna í landinu, þeim sem minni hátt- ar voru og minni máttar. Hann er í ýmsum kvæðum sínum bein línis málsvari þessa fólks og umvandari þess aldarfars og réttarfars, sem stingur af stokki rétti þess og vilja. Hann er dómari og refsari þeirra höfðingja, sem illa stjórna og slælega halda á rétti fólksins. Reyndar er varlega farandi í það, að draga sögulegar álykt- anir af kveðskap 16. og 17. aldar um ástandið í landinu, eða skilja bókstaflega heims- ádeilur og eymdaróði tímans. Staðreynd var að vísu ýmis sú niðurlæging sem lýst er, en sónninn og vílið í kvæðun- um var líka bókmenntatízka, sem ekki verður umsvifalaust dregin af hagsöguleg álykt- un. Sumt i ádeilum sr. Hall- gríms er með þessu almenna bókmenntamarki brennt, en annað er sérkennilegt fyrir sjálfan hann. Ádeila hans og gagnrýni beinist upp á við í þjóðfélaginu gagnstætt því sem venjulega átti sér annars stað. Þegar sr. Hallgrímur ávítar drykkjuskap, það, að farið sé „öls með æður,“ bætir hann því að „yfirmenn þetta stundum sker.“ Hann yrkir líka um það „að mútur málin draga“ og að ill sé „setning lands og laga." Oflátungslýsing er ágæt mynd af ranghverfu höfðingskapar- ins og yfirdrepsskap og yfir- læti aldarfarsins. 1 Aldarhætti yrkir hann líka um mútuþægni og þegar hann átelur flærðina og falsið 1 Flærðarsennu ger- ir hann þá athugasemd, að slik eru „hyggiindi haidin höfðings- skapur og mentdn prúð.“ Þrátt fyrir það sem sr. Hallgrímur kvað til gagnrýni á aldarbrag, stjórnarfari og höfðingjum, kunni hann vel að meta ýmsa beztu fyrirmenn samtímans. Hann kom oft á Alþingi og prestastefnur og hann var t.d. meðal þeirra, sem undirrituðu Kópavogseiðana. Hann virðist hafa verið mannblendinn og glaðsinna við slík tækifæri. Af- staða hans til góðra valds- manna og á þvi hvernig stjórna ætti, sést á þvl, sem nann SKrrf- aði og orti eftir Árna Oddsson lögmann, sem var höfðingi „hafi nokkur mátt heita — höfðingi um þetta land.“ Ein- kenni höfðingsskapar Árna lögmanns eru þessi og kemur þar einnig fram manngildis'hug sjón sr. Hallgríms sjálfs: hug- prýði, dáð og dyggðir og hóg- værð og trygglyndi og ljúf- mennska. Höfðingi á einnig að hafa lærdóm bóklegra lista, stillingu og sannleiksást, ætt- rækni, gestrisni og örlyndi. Embættiseiginleikar hans eiga að vera stjórnsemi og athafna- semi og réttdæmi. Þetta eru bæði kristilegir mannkostir og svo að segja gamlar Hávamáls- dyggðir. Einkenni alþýðlegrar þjóðfélagsgagnrýni sr. Hall- gríms sjást ljóslega ef hann er borinn saman við annan önd- vegismann samtimans, sr. Stefán í Vallanesi, sem stend- ur i skugga sr. Hallgríms. Sr. Stefán var kirkjuhöfðingi og lærdómsmaður, ádeila hans gat verið glögg og skarpleg, en ekki alltaf hvöss að sama skapi, heldur oftast dregin yf- ir hana mildi góðlátlegrar aust firzkrar gamansemi, og hún beinist nær alltaf niður fyrir sjálfan hann í þjóðfélaginu. Þessi einkenni eru miklu sið- ur hjá sr. Hallgrimi, jafnvel gamansemi hans getur verið full af vandlætingu. Skyldur þessari vandlæt ingu, en miklu léttari, er einn merkasti þátturinn í skáldskap sr. Hallgríms, heilræðin. Þau eru merk af þvi að þau eru mildasti og ljúfasti þáttur ljóða hans og af því að þau eru vott- ur þess, hvernig alþýðleg ver- aldarvizka hans og kristileg siðfræði hafa fallizt í faðma. Það sést i barnslegri einfeldni og djúpri vizku visnanna: Ung- um er það allra bezt. Það ér misskilin nýbreytni, ef öll börn mega ekki enn læra þær vísur. Þær eru góð siðakenn- ing og góður skáldskapur, dýr mæt og dýrkeypt lifsreynsla manns, sem þekkti fjölbreytni lífsins betur en flestir aðrir, sem þorði að lifa lífinu hispurs lausar en margir aðrir í gleði þess, sem sá dýpra i fallvalt- leik þess og sorgir, sem var bugaður af því miskunnarlaus- ar en flestir aðrir og trúði samt á sigur þess sterkt og heitt'. Þessar einföldu heilræðavís- ur eru líka fullar af djúpri ög innilegri uppeldisspeki. Þær taka tillit til svo að segja allra þátta í uppeldi og lífi, einnig út frá sjónarmiði nútimáná. Þær leggja jöfnum höndum áherzlu á siðrænt, trúrænt bg vitrænt uppeldi. Þær leggja líka áherzlu á sumt, sem mönn- um sést nú stundum óþarflega yfir, eins og það, að lærður er í lyndi giaður. Þetta er njjog merkileg skoðun sr. Hallgríms, að þekkingin geri menn glaðá, þar sem því forna orði var fremur trúað, að sá, sem auki þekking sína auki og kvöl sina. Nú vafrar hálfur heimurinU gegnum lífið fullur af fýlu og ólund hins hálfmelta og ópet- sónulega lærdóms og eyðingar- afla hans. Sr. Hallgrimur hafði líka öfgalausan skilning á líkamlegu uppeldi eins og sézt á Aidarhætti, á gleði og mann- dómi og drengskap íþrótta, sunds og knattleika og bogfimi. 34 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. desember 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.