Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 4
> MARGIR, sem ekki stunda veiðimennsku í neinni mynd, munu velta þvi fyrir sér hvað veldur því, að friðsömustu og grandvörustu menn í hvívetna eru haldnir þeirri náttúru, að hafa af því óblandna ánægju að stunda veiðiskap, jafnvel bæði með byssu og stöng. Þeir hinir sömu munu segja, og það ef til vill með nokkrum rökum, að marga íþrótt megi stunda, sem ætti að veita mönnum svip aða hkamlega fullnægingu og veiðimennskan. Raunar hafa einhverjir sagt þetta. Það mætti til dæmis ganga á fjöíi, sigra Öræfajökul, ekki síður en draga tiu stórlaxa norður í landi. Eins mætti ösía kringum Þórisvatn eins og að skjóta hundrað og fimmtíu rjúpur, labba á Eiríksjökul eins og skjóta tíu gæsir. Hitt er svo ekki að efa, að í okkur öllum blundar veiðinátt- úran, eins og hún gerðist með forfeðrum okkar. Einhver kann að spyrja, hví við höfum ékki yfirstigið þessa eðlishvöt með menningunni og því, að hverjum og einum er ekki leng ur þörf að veiða sér og sínum til bjargar og lífsviðurværis. Aðrir segja hins vegar að með því að svæfa með okkur eðli veiðimannsins kunnum við að kæfa aðra eiginleika, sem eru hvatar og undirrót til at- hafna og framfara, sem þorra manna er til góðs og blátt áfram tii lífsbjargar. Veiði- mennska krefst kjarks, krefst þess að svæfa veiklund, sem oft og einatt er nauðsynlegt að geta svæft, til að ráða trl lykta ýmsum velferðarmálum. Lífið er ekki dans á rósum, allra sízt hér á norðurslóðum. Lifið krefst fórna, það krefst atorku og það krefst oft misk- unnarleysis. Mörgum er sárt að þurfa að framkvæma ýmis verk efni, sem þó verður alls ekki komizt hjá að framkvæma. Ég er ekki með þessum hug- leiðingúm að reyna á neinn hátt að reyna að verja gerðir þeirra veiðimanna, sem stunda þessa iþrótt að þarflausu. Ég tel einmitt að þeir geri það, velflestir, sér til góðs. Þar í flokki tel ég sjálfan mig, sem þó er alls ekki mikill veiðimað- ur, þótt ég hafi gaman af að föndra við byssu og stöng, þeg ar færi gefst. Og svo einkenni- lega vill til að ég hef farið min ar eftirminnilegustu og skemmtilegustu veiðiferðir með læknum. Annars vegar með ungum lækni á dádýraveiðar í Niður-Saxlandi, og hins vegar með einum okkar kunnasta lækni, á laxveiðar norður í Húnaþingi. Um dádýráveiðarnar hef ég áður ritað og munu nákvæm- lega tíu ár síðan ég gerði það, en tilefni þessarar veiðigrein- ar nú er frá siðastliðnu sumri. , . —★— Ég bið lesandann að bregða sér með okkur hjónum norður á Ása í Húnavatnssýslu með þeim læknunum og hjónunum Ölmu Oddsdóttur Thorarensen og Hjalta Þórarinssyni frá Hjaltabakka. Raunar er forsögu þessarar farar að leita til þess er ég síð- astliðinn vetur gekk undir hnifinn hjá Hjalta Þörar- inssyni. Einhvern tíma hafði það borizt i tal milli okkar, Runki jLHoltakvöfn ý Xlapparkvóni v • v '■ ■ ■: rengur vý:--.; :■ Um laxveiði, lækna, drauga og gamlar sagnir af Kólkumýrum Páll með stöngina. meðan ég var enn óttaleg- ur ræfill, eins og sjúklingar segja I öllu lítiilæti ræfildóms ins, að gaman væri einhvern tíma að eiga þess kost að fara saman í veiðiför. Niðurstaðan varð svo sú, að ég fór með Hjalta í veiðiför, en hann ekki með mér, eins og þó hefði verið öllu eðlilegra samkvæmt lög- máli þakklætisins. Ekki sátu þessar viðræður þó fastar í mér en svo, að þeg- ar ég kvaddi Hjalta að lokn- um öllum skoðunum, þá kvaðst ég þakka honum _fyrir hníf hans og fimar hendur, en von- aðist hins vegar til að langt liði þar til ég þyrfti að leita til hans á ný. Hann tók brosandi undir þá von mína, en fninnti mig jafn- framt á, að við ættum þó eftir að dorga saman áður langt liði. Ég mun trauðla hafa getað dúlið tilhlökkun mína. Það eitt, að fá að bleyta öngul í hinni frægu Laxá á Ásum, sem ég hafði heyrt svo margar frægð- arsögur um, var meira en mig hafði dreymt um að fyrir myndi koma. 1 annan stað hitt, að vera þar með þeim hjónum, jafn elskulegum prúðmennum, er eitt nægilegt út af fyrir. sig, þótt enginn lax bíti á krókinn. —★— Þannig atvikaðist það að snemma morguns hinn 9. ágúst s.l. héldum við af stað norður í land. Ég hafði heyrt að marg- ir læknar væru með því marki brenndir, að þeir vildu komast áfram, þegar þeir væru setztir undir stýri, og reyndi því að dangla í jeppann, sem við vor- um á, til þess að tefja ekki för- ina. Sólin baðaði Húnaþing, þeg- ar norður var komið. Ég hef alltaf haft gaman af að fara þar um. Á unga aldri fór ég þar með fóstra rnínum, Sigurjóni Sumarlíðasyni pósti. Hann sagði mér margar sögur um Húnvetninga, þar sem höfðingjar eru margir í hverri sveit. Viðskiptin við þá voru alltaf skemmtileg. Þeir voru, og eru, frjálslegir í tali, hrein- skiptir, gjarna stórorðir, en drenglundaðir. Þeir beygja sig ekki fyrir neinum, en eyða heldur ekki púðri sínu á dusil- menni. Það getur vel verið að þeir reki ættir sínar eftir dóma- bókum og hafi valið sér jarðir eftir því hve vel þær lágu við sauðaþjófnaði. En allt er þetta þeim íþrótt, Það var eins og þeir brynnu í skinninu að kjást við höfðingja og landsyfirvöld, en smásálir voru þeir engar. Að þessu sinni hafði ég eng- an annan Húnvetning að kljást við en Hjalta Þórarinsson. Hann gerði fátt annað en hlæja að sögunum um forfeður sína og frændur. Það er auðséð hvernig hann hefir notað arfleifðina, sem í bland er skagfirzk, en þaðan var faðir hans, sá kunni héraðs höfðingi og alþingismaður Þórarinn Jónsson á Hjalta- bakka til þess að sanna að hér á Islandi er hægt að gera það sem milljónaþjóðir geta ekki á sviði brjóstholsaðgerða. Ég hafði héyrt að Húnvetn- ingar væru montnir, og raun- ar reynt þá að því að fara ekki í neinar felur með það, sem þeir hafa gert. En mér brást al- gerlega með þennan ágæta lækni. Hann er þó á heimsmæli- kvarða frægastur okkar lækna. En vilji maður leita ^upplýs- inga um hann persónúleja, er vissulega annað að fara en til hans sjálfs. Var það ekki Sigurður skóla meistari, sem eitt sinn var að því spurður, hvorir væru montnari Þingeyingar eða Húnvetningar? Og hann svar- aði: Skagfirðingar? Sagt var um Sigurð, sem sjálfur var Húnvetningur, að hann hefði „kommenterað" á lækna og laxveiðar með því að segja: „Það er undai-legt hváð læknar hafa gaman af laxveíð- um, sérstaklega skurðlæknár, til dæmis Guðmundur Magnús- son og Matthías Einarsson." Hann þagði síðan nokkra Stund og bætti við: „Þetta er raunar eðlilegt. Það er tilhneigingin til að drepa.“ Jú, Hjalti hafði heyrt þess- ar sögur, en hann hélt sig við það, að sjálfur færi hann, og þau hjón bæði, norður til lax- veiða til að hvílast og losna úr umhverfi daglegs amsturs. Auð vitað lægi veiðieðlið til grund- vallar, en sá spenningur, sem fylgir því að draga lax, er ein- mitt það sem fær menn til að gleyma öllu öðru. 1 því liggur hvíldin. Og með hvildinni endur- frjóvgast hugurinn. Laxveið- inni fylgir einnig líkamsþjálf- un og útivist, sem innisetu- menn þarfnast. Ég fór að velta því fyrir mér hve mörgum mannslífum þéssir skurðlæknar hefðu bjargað með því að laxinn hafði þjálf- að þá og stælt. —★— En nú vorum við komnir norður á Kólkumýrar í land- nám Þorbjöms kólku, á sögu- 36 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. desember 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.