Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 5
sviS Heiðarvígasðgu og þáttar Þorvalds víðförla. Hér á Bakka, eins og Hjaltastaða- bakki er nefndur i Heiðarvíga- sögu, var það, sem Barði kom, er hann safnaði liði. Er þeir riðu heim mikinn dyn í túnið voru þau úti Þórdis gefn hús- freyja og Oddur, eða Gefnar- Oddur, eins og hann var líka nefndur. Þórdis þó höfuð Odds og var að vanlykðum nokkuð, er hún þó höfuð hans, og hafði hún eigi þvegið lauðr- ið úr höfði honum. Við Hjalti vorum að velta þvi fyrir okkur hvaða lauður þetta hefði verið, sem Þórdís hafði ekki lokið við að þvo. Okkur kom saman um að þetta hefði líklega verið Moonsilk þess tima eða kannski Sunsilk, sem þá hefir verið keyta, ann- að hvort úr náttgögnum heima fólks, eða kúahland úr fjósi. Hvort tveggja þótti frábært til þvotta og myndaðist af því lauður. Fornmenn okkar munu hafa verið hárprúðir líkt og bitlarnir nú, en þeir höfðu það fram yfir bítlana, að þeir rækt- uðu hár sitt með því að þvo það úr keytu. E.t.v. verður farið að auglýsa þetta bráðum í sjónvarpinu, og þar með lærir unga fólkið að þekkja dýrasta skartið sitt um leið og það lær- ir áralagið. Þau Hjalti og Alma hafa gef- ið veiðihúsi s'inu það ágæta nafn, Glaumbær, þar sem það stendur skammt ofan við bakka Laxár. Sér þaðan til tveggja veiðistaða og má gjarna sjá laxinn stökkva, þeg- ar setið er við gluggann. Klukkan var tekin að ganga þrjú þegar við renndum að Glaumbæ. Við reistum hústjald í hvammi skammt frá og höfðum rétt lokið því, er kominn var veiðitími, klukkan var orðin þrjú síðdegis. —★— Og nú var ekki til setu boð- ið lengur. Haldið var upp með Laxá, en ekki þótti veiðilegt, því glampandi sólskin var og logn. Við yfirgáfum bilana, skrýddumst veiðiskrúða og héldum af stað gangandi upp með ánni. Nú voru læknarnir komnir úr hvitum kuflum og í klofstíg- vél. Við höfðum skilið við skurðstofur, krabbameinsleitar stöðvar, ritvélar og önnur stofugögn og vorum komin út í húnvetnskan sjarma á Kólku- mýrum. Fiðringur var kominn í magann og ofurlítill veiði- skjálfti í kroppinn. Við ösluð- um mýrarnar, þar sem þeir Hjalti og Pátt S. Pálsson hæsta réttarlögmaður höfðu hlaupið sem strákar á skinnskóm. Með okkur skokkaði átta ára hnokki. Mér komu í hug spurningar biskupsins okkar úr hirðisbréfi hans: „Hvers vegna er það unga fólk, sem veit ekki hvernig er að ganga út í bleytuna á næld- um skóm, ekki ánægt með líf- ið? Hvað kemur til, að fólk, sem hefur ekki hugmynd um, hvað það er að fá þrimla á fæt- ur af vosbúð, kuldabólgu á hendur, hefur tæplega kynnzt eða tekið þátt í lífsbaráttu manna, sem eru á mörkum harð réttis, ekki sátt við sinn hlut?“ Ég vona að þessi hnokki læri að sættast við sinn hlut. Synir þeirra Hjalta og Ölmu fara oftast með þeim að veiða. Einmitt með þessu, að leyfa unga fólkinu að taka þátt í leikjum og störfum þeirra eldri, hlýtur það þann þroska, sem þvi er nauðsynlegur til að það sætti sig við sinn hlut. Er þar ekki komið svarið við spurningum biskupsins? —★— En við ætluðum að fara að veiða lax og skilja hátíðleik- ann eftir heima. Veiðiferðinni á að fylgja léttleiki, græskulaust gaman. Auðvitað er ánægjulegt að veiða vel, en það þarf ekki mikinn meting, og það þarf ekki nema einn veiðisáran leið- indapúka til að eyðileggja ánægjulega veiðiför. Fyrsti veiðistaðurinn, sem við námum staðar við, var Hnjúkakvörn. Þar skyldi ég renna að tilsögn Hjalta. En hvorki vildi laxinn tala við mig þar né á næsta veiðistað, sem heitir Neskvörn. Frú Alma hafði hins vegar sett í vænan lax i Sauðaneskvörn og þar var sá fyrsti kominn á land. Enn var haldið áfram og komið að Runka. Ekkert þar að þessu sinni. Næst hélt Hjalti upp í Holtskvörn, en Alma í Klapp- arkvörn. Bæði fengu fisk. Er við komum til Hjalta stóð hann yfir tveimur 5—6 punda löxum, er hann hafði dregið úr Holts- kvörn. Hann segir strax við mig: „Jæja, hérna skaltu nú renna. Hér bíður hann eftir þér.“ Ég hafði ekki mikla trú á því, þar sem búið var að draga tvo laxa úr hylnum. En ég gerði eins og fyrir mig var lagt og þar með var Hjalti far- inn. Ekki hafði ég kastað nema tvisvar þegar hann var á. Skemmtilegur fiskur og fjörug ur. Hann strikaði fram og aft- ur um hylinn. Vsiðispenningur- inn komst í hámark. Þennan skyldi ég draga og fara að öllu með gát. En þetta hafði ég aldrei upplifað fyrr, að draga lax á nokkrum mínútum. En þetta hafði Hjalti gert, því hann hafði ekki verið nema rúman stundarf jórðung við hylinn. Því skyldi ég þá ekki gera það líka? Að skammri stundu liðinni var fallegur 6 punda lax við fætur mér, ný- ruhninn og grálúsugur. Það var ekki liðinn nema hálfur annar klukkutími frá því við fórum í klofstígvélin og ég var búinn að fá lax. Raunar fannst mér veiðiferðin fullkomnuð. Og ég hélt áfram. Að skammri stundu liðinni var annar kom- inn á land. Hvers konar undra hylur var þetta? Er það þetta, sem laxveiðimwnirnir kalla fiskbúð? Ég bað konuna að grennslast um hvernig þeim hjónum gengi. Hér gæti ég ekki staðið og dregið hvern laxinn eftir anil- an, ef þau fengju ekkert. En hún hafði þá fylgzt með þeim og sagði þau vera búin að draga að minnsta kosti tvo síð- an við byrjuðum. Mér væri óhætt að fá einn lítuun í við- bót, svona mátulegan til að sjóða í kvöldmatinn. Svo ég óð enn út í og ekki leið á löngu áður en sá þriðji var kominn á og hann komst líka á land. En hann var ekki lítill, eins og óskað var, heldur sýnu vænni Framli. á bls. 54 Læknarnir Alma og Hjalti. 22. desember 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 37

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.