Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 11
r-nu'noTncnoíogle ( „fyrlr- brigðafræði“ ) Hegels. Já, dömur minar og herrar, og það sem verra var: 1 fagurfræði Weiss sótti ég næringu fyrir anda minn. -— Þegar ég spurði gamla prófessorinn í fræði- grein minni ráða, svaraði hann: „Þér vitið þetta sjálfur miklu betur en ég.“ Þann- ig stóð ég einn uppi og þráði kennara og leitaði þekkingar eftir hinum ólíklegustu og fjarlægustu leiðum. Vegna fá- leikanna milli Danmerkur og Þýzkalands var Evrópa sam- timans orðinn framandi hinni dönsku æsku. Ef ég hefði ekki sjálfur sem unglingur þol- að önn fyrir það, að brýr voru brotnar, hefði ég varla sem fullorðinn maður fengið þá ástriðu að byggja brýr, tengja bönd og opna leiðir, hvar sem ég fékk þvi við kom- til að beina andlegum straum- um til föðurlands míns. Mér þætti fróðlegt að vita, hvort nokkur núlifandi maður hafi stuðlað að þvi, að jafnmargar bækur væru þýddar af erlend- um málum á dönsku og af dönsku á erlend mál. Ég hef einnig litið á hlutverk mitt hér í Berlín sem meðalgöngumanns milli Norðurlanda og Þýzka- lands, og þess vegna hef ég gefið út bækur og ritgerðir um norræna rithöfunda og átt hlut að útgáfu norrænna rita. Þegar ég hverf nú alfarinn frá Þýzkalandi, er það vegna þess að þetta meðalgönguhlut- verk á eiginlega ekki við skapferli mitt. Ég þarf varla að skýra ykk- ur frá því, hversu margt það er, sem hefur hrifið mig í Þýzkalandi. Þegar ég kom hingað frá Danmörku 1872, fannst mér sem ég hefði ekki einungis skipt um stað, heldur einnig um tima, eins og kæmi ég frá 19. öld inn í hina 20. Margar skoðanir, sem hjá okk- ur voru álitnar fífldjarfar, þóttu hófsamlegar. Margt, sem á Norðurlöndum var skoðað . sem byltingarkennt, var hér almennt álit. Mér leið eins og óvörðum og gleymdum framverði, sem snýr aftur til hersins. Maðurinn lifir ekki til fullnustu, nema þar sem hann hefur markmið og getur keppt að þvi. í Þýzkalandi gat ég ekki haft annað takmark en það fánýta að gera nafn mitt sem þekktast. En á Norður- löndum bíða öll mín ætlunar- verk. Á Norðurlöndum er æska, sem ég á að uppfræða, æska, sem ef til vill er ekki eins menntuð og hin þýzka, en sem er hressari og gáskafyllri. Ég þori ekki að velta þvi fyrir mér, hvort mig langi til að fara, og hvað bíði mín heima. Ég verð að fara. Sá, sem einu sinni hefur hrærzt með í lífi stórs lands og heimsborgar, hlýtur óhjá- kvæmilega að eiga erfitt með að sætta sig við lítið land og meðalstóra borg. Þó er það augljóst mál, að ég get ekki skilizt andlega við Þýzkaland, þótt ekki sé nema af þeirri einu ástæðu, að hið stjórnmálalega og andlega líf á Norðurlöndum hljóti að vera undir sterkum áhrifum af þýzkum málefnum. Ef vel gengur í Þýzkalandi, ef hinir beztu menn hér eru hughraust- ir, ef hér þróast margar nýjar hugmyndir, ef miklar og gagn- legar endurbætur verða reyndar og framkvæmdar hér, þá verður þetta allt hin- um smáu rikjum Norðurlanda innan fárra ára til heilla, — og öfugt, sigri hið andlega og stjórnmálalega afturhald í Þýzkalandi, sé kynt undir ill- um ástríðum, ríki ofbeldi og ofsóknarbrjálæði, þá verð- um við varir við áhrifin nær samstundis. Og það skuluð þér vita: þeir tímar eru liðnir, þeg- ar við á Norðurlöndum glödd- umst yfir því, þegar illa gekk í Þýzkalandi, en hörmuð- um velgengni þess. Örlög okk- ar eru nátengd ykkar. Riki ljós hér, verður okkur auð- veldara að flæma myrkrið burt hjá okkur. Ríki hér frjáls og fögur mannúð, þá munu ýmis smámenni, sem gjarna vilja þrælbinda hið andlega lif á Norðurlöndum, missa kjarkinn. Þeir sem vilja eitthvað gott, eru bundnir traustum böndum í öllum þjóðflokkum. Þess vegna tel ég, að ég mæli ekki aðeins í eigin nafni, heldur fyrir hönd heillar, ungrar kynslóðar á Norður- löndum, þegar ég ber fram þessa ósk: Megi Þýzka- land verða hamingjusamt og auðugt, — og megi það ekki gera þeim, sem þekkja það og meta á Norðurlöndum, allt of erfitt að tala máli þýzks eðlis og háttalags! Mér tekur það sannarlega sárt, þegar ég hugsa til þess, að einmitt nú, þegar ég hverf frá Þýzkalandi af frjálsum vilja, verða hundruð danskra þegna eins og ég, norðurslés- vískir bændasynir, sem töldu sig hafa rétt til þess að búa á föðurleifð sinni, að yfir- gefa landið nauðugir og án nokkurrar matarveizlu. Ég leyfi mér ekki að leggja dóm á lagaatriði málsins, en mér virð- ist Þýzkaland vera nógu sterkt til að sýna veglyndi. Megi allar dyggðir hins sterka og volduga dafna í Þýzkalandi. Margt hefur þegar orðið að raunveruleika, sem vormenn hins þýzka ríkis dreymdi um. Megi einnig þeir framtíðardraumar þeirra, sem ekki eru öfgafullir og fjarstæðukenndir, rætast. Megi Þýzkalands biða mikil og glæsileg framtíð, rík af sannri gæfu og sönnum heiðri. Ræða fyrir minni Henriks Ibsen flutt í Kristianíu sumarið 1891. Eitt sinn tók maður sér ferð á hendur frá Jerusalem tii Jerieho, rólegur og fámáll maður, æruverður einbúi. Á leiðinni rakst hann þó á hóp listmálara, ritstjóra, kvenfólks, doktora og annars illvilj- aðs fólks, og það tók hann og braut allar hans lífsvenjur og sleit eintali sálar hans og fór með hann með sér upp á her- bergi númer 13 á Grand Hotel og þvingaði hann til að þola félagsskap þess. Það má vel gera sér í hugarlund, hvernig honum hefur verið innan- brjósts, enda þótt hann léti ekki á neinu bera, og meðal þessa fólks var aðeins einn miskunnsamur Samverji. En hann hjálpaði honum ekki. Þessi látlausasta samkoma í heimi verður að skoðast tákn- rænt, til þess að hún fái þá hina dýpri merkingu, sem henni ber. Hr. Karl Staaf frá Stokkhólmi er fulltrúi Sviþjóðar, Ég óverðugur tákna Danmörku. Hinir ágætustu synir og dætur þessa lands frá Kristianíu og nágrenni eru, auðvitað Noregur, og hinir tuttugu, sem viðstaddir eru, merkja sem sagt hin þrjú ríki Norðurlanda, sem hylla Henrik Ibsen. — Þetta á að vera Troja. Með öðrum orðum: Okkur, sem hér erum, hefur fundizt, eins og öðrum Norðurlandabú- um, sem þroska hafa náð, við standa í síaukinni þakkar- skuld við þennan mann. Við getum ekki hugsað okkur hina æðri menningu vora án hans. Svo mikilsverðu hlutverki hef- ur hann gegnt á þroskabraut okkar. Þetta er undirstöðuatriði, og eftir að þér, Henrik Ibsen, urðuð svo óskaplega frægir, hafið þér vanizt því að hlusta á allt annars konar lof. Látið þó svo lítið að gera yður að l.óðu hinn einfalda virð- i ígarvott okkar í dag. Aðdáendur yðar og vinir er- lendis eru eins og verkamenn- irnir í víngarðinum, sem komu á níundu, tíundu og elleftu stundu. Við Norðurlandabúar höfum haft mætur á yður frá fyrstu stundu. Nú vitum við að vísu, að þeir sem komu á ell- eftu stundu, voru jafngóðir og hinir fyrstu i augum Herrans. En að mínu mati eru hinir fyrstu eigi að síður eins og ögninni betri. Við erum dálitlu betri, af því að við skiljum yður betur. Þeir ytra setja yður ávallt í flokk með öðrum. Sérstaklega i Þýzkalandi og Austurríki er sifellt verið að tönnlast eins og í þulu á hinni svokölluðu þrenningu náttúrusteínunn- eða þríblöðungi hennar: Ibsen, Zola, Tolstoj. f okkar augum eruð þér ekki blað í neinum þríblöðungi. Við setj- um ekkert tegundarmerki á yður, lítum ekki á yður sem foringja einhverrar afmark- aðrar stefnu. Fyrir okkur eruð þér hinn mikli og djúpúðgi persónuleiki, Henrik Ibsen, hann og enginn annar. Útlendingar skoða yður sem stjörnu í stjörnumerki. Þannig lítum við ekki á yður. Þegar sólin lýsir oss og yljar, er okk- ur alveg sama, í hvaða stjörnumerki hún er, eða hvort til séu aðrar stærri stjörnur en hún. Okkur varðar ekki um það, hvort hún sé stærri eða minni en Aldebaran. Hún er sólin, sem kemur korni okkar til þroska. Ibsen! Við gleðjumst yfir frægð yðar, sem i Evrópu hef- ur varpað ljóma á hin skandi- navísku Norðurlönd, en ánægðust erum við yfir því að sjá yður aftur á Norðurlöndum eftir langa fjarveru og yfir því að vera í návist yðar. Flest okkar hafa reynd- ar verið gestir á heimili yðar erlendis, og við höfum gripið tækifærið í dag til þess að láta í ljós þakklæti okkar fyrir siðast, vel minnug á vin- samlegar viðtökur. Sum okk- ar þekkið þér ekki persónu- lega, en þau þakka einnig fyr- ir síðast í dýpri merk- ingu. Þökk fyrir allt. Ræða fyrir blysberum Flutt 26. okt. 1891 er verkamenn, listamenn og stúdentar fóru blysför til Brandesav í tilefni þess, að liðin voru 25 ár frá því að fyrsta bók hans kom út. Þökk fyrir blysin! Þökk fyr- ir, að þér kveiktuð þau og báruð þau. Látið þau blossa hátt og lýsa vítt. Við þörfn- umst elds hér á landi, okkur vantar eld i sálina, eld í vilj- ann, logandi eldmóð, sem aldrei slokkni til æviloka. I>ökk fyrir blysin! Blys í náttmyrkri, það er tákn von- arinnar á dimmum dögum. Á tímum fornkirkjunnar báru menn blys laugardaginn fyrir páska til að gefa til kynna, að sigurhátíð upprisunnar væri i nánd. Megi sigur endurreisn- arinnar á vorum dögum vera eigi alltof langt undan! Ég sé fyrirboða í öllum þess- um eldi. Það er fallegt, það er ánægjulegt, að verkamenn, lista menn og stúdentar beri blys í sameiningu. Haldið þeirri venju og þá mun birta. Ekkert náttúruafl er jafn- kátt og eldurinn. Leikur hans hefur sömu áhrif á taugarnar og hljómlist og vín. Megi hann fjörga sólir þessa lands! Ljós blyssins er sem ljós hugarins. Það slokknar ekki af regni, málæði slekkur það ekki, jafnvel ekki stór- viðri málæðis. Ljós hugarins er óslökkvandi. Og frelsi og rétt- læti eru tvö blys, sem kveikja hvort í öðru. Þökk fyrir blysin! Látið þau lýsa, látið þau verma, lát- ið þau kveikja í hleypidómum og lygum! Látið þau brenna til ösku öll hræ dauðra hug- mynda frá liðnum tímum! Megi sá, sem þreytist á þvi að bera blysið, fá það i hendur einhverjum úr næstu kynslóð! Morgunstjarnan heitir á lat- ínu Lueifer, það er ljósberinn. Gamlir kirkjufeður, sem mis- skildu ritningarstað, töldu sér og öðrum trú um, að þessi andi morgunstjörnunnar, þessi Luci- fer, sem ljósið gaf, væri djöfull. Trúið því aldrei! Það er heimskulegasta og hættu- legasta hjátrú, sem þekkist. Sú þjóð, sem slíku trúir, er glötuð. Lucifer, ljósgjafinn og ljós- berinn, andi loganna, sem blysið táknar, sem hann sveifl- ar, hann er sjálfur lífsins neisti, sem brennur i blóðinu. Hann er stjarna þekkingarinn- ar, sem skín á vorum himni. Hann er hinn góði andi. Hann er engill ljóssins. Trú- ið aldrei þeirri lygi, að ljóss- ins engill hafi nokkru sinni fallið eða geti fallið! Þökk fyrir blysin! Látið þau loga skært. Látið þau lýsa langt! Ólafur H. Símonarson Um miðnætti Þegar við eigum mót Um miðnætti Þá mun ég færa þér Næturfjólur Sem fara vel við augu þín Þá skulum við gánga tJtmeð vötnunum Og sýngja lágt Meðan bílamir þjóta hjá Eins og kettir Um miðnætti Þegar hljómsveitin Leikur síðasta lagið Og pylsumennirnir Draga vagna sína heimleiðis Eins og dýrmætar líkkistur Þá sýngjum við lágt Utmeð vötnunum 22. desember 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 43

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.