Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 15
Síðan bjó hún til tappa úr bréfinu utan af smjörinu og þá gat hún tekið vatnið með sér upp í herbergi. Þannig losnaði hún við að borga Spanjólunum sér- staklega fyrir soðið vatn. Sú gamla fékk yngismeyna gjarnan til að reka ýmis erindi fyrir sig. Eitt sinn fór sú unga inn til Palma í verzlunarerindum og fannst þeirri gömlu upplagt að nota ferðina og bað hana um að kaupa fyrir sig skó, helzt rauða og fallega. í bæjarferðinni ieit yngismærin við á nokkrum krám og var orðin dálítið hifuð, þegar hún fór að kaupa skóna fyrir þá gömlu. 1 skóbúðinni gekk allt sæmilega fyrir sig nema hvað þær spænsku áttu dálítið erfitt með að skilja íslenzku. Rauða og fallega skó fékk hún samt að lokum og hélt hróðug til hótelsins. Sú gamla tók yngismeynni með mikilli bliðu að venju og þakkaði kærlega fyrir greiðann. Þvi næst mátaði hún skóna, en átti í erfiðleikum með að kom- ast í annan. Yngismærin hafði að vísu keypt rauða og fallega skó, en annar var nr. 37, en hinn nr. 38 og báðir voru á hægri fót. —★— Spánverjar hafa yfirleitt þótt blóðheitir og hefur þess ekki sízt gætt í ástarmálum. Ein konan úr Úr- vaishópnum, ung og aðlaðandi kona úr Reykjavik, fór ekki varhluta af þessu. Eitt sinn fór hún með strætisvagni nr. 80 inn til Palma. Smátt og smátt týndu hinir farþegarnir tölunni unz hún var orðin ein eftir í vagninum. Henni hafði runnið i brjóst og vaknaði hún við það, að vagnstjórinn var setztur við hlið hennar og tjáði henni ást sína á ýmsum tungu- málum. Sú islenzka var vönd að virðingu sinni, og gift í þokkabót, og vildi ekkert hafa með Spanjólann að gera. Tókst henni að sleppa út úr vagninum áður en Spánverjinn missti alveg stjórn á tilfinningum sín- um. Þessi sama unga kona var eitt sinn á ferð í leigubíl frá Palma á heimleið á hótelið. Sat hún frammi í biln- um við hlið ökumanns. Skömmu áður en komið var til hótelsins stöðvaði Spánverjinn bilinn og tók að tjá þeirri íslenzku hrifningu sína. Hún var svo hepp- in að vera með kexpakka með sér. Greip hún kex- köku, stakk upp í Spánverjann og skauzt út úr leigu- bílnum. Gekk hún það sem eftir var til hótelsins. Eitt kvöldið fór sama kona með nokkrum úr Úr- valshópnum i næturklúbbinn „The Scottish Club“ í Palma. Það átti ekki af henni að ganga. Einn Spán- verjinn varð svo heillaður af henni, að hann bauð henni hvað eftir annað upp í dans og tjáði henni í sífellu ást sína. Eftir eina syrpuna tók sú islenzka eftir því, að dýrmætt gullannband, erfðagripur, var horfið af handlegg hennar. Rann þá upp fyrir henni ljós. Það var ekki af eintómri ást sem Spánverjinn ehi hana svona á röndum. Stórmóðguð yfir blekk- ingunni gekk sú islenzka hart fram i þvl að Spánverj- inn næðist. Stóð það heima. Casanova var með gull- armbandið. Sú íslenzka hefur ekki dansað við Spán- verja síðan. —★— Aðalgatan í Palma heitir Avenida Generalissimo Franco. Sín hvorum megin breiðgötunnar eru akrein- ar, en í miðjunni er breið göngubraut og laufkrónur mynda þak yfir hana. Fagurt kvöld voru ungir elskendur úr Úrvalshópn- «m pama a gðnguferð. Þau settust á einn bekkinn og nutu hins suðræna kvölds. Hið rómantiska umhverfi heillaði og elskendumir féllust i faðma. Þau vöknuðu upp frá innilegum kossi við það, að hópur Spánverja, sem átti leið fram hjá bekknum, klappaði duglega og hvatti mjög til áframhaldandi ástaratlota. Mun þetta i fyrsta sinn, sem íslenzkir elskendur eru klappaðir upp á erlendu breiðstræti. En af meðfæddri hæversku drógu eiskendurnir sig í hlé, brugðu sér inn á næstu krá og jöfnuðu sig með cuba libra. * •' —★— Á Arenal-ströndinni voru hjón með son sinn. Nutu þau dvalarinnar á Mallorca sérstaklega vel, enda sluppu þau öll við magakvilla. Eitt sinn fengu þó frúin og sonurinn útbrot á húð. Fóru þau mæðginin í apótek til að fá eitthvað við útbrotunum. Apótekar- inn kvaðst strax vita, hvað þetta væri og úðaði hann einhverjum vökva yfir drenginn. Þegar að frúnni kom, vísaði hann henni inn á salerni, og skipaði henni að klæða sig úr hverri spjör. Frúin var hálf hikandi í fyrstu, en lét þó undan apótekaranum. Fékk hún sömu úðunina og sonurinn og það var eins og við manninn mælt, að útbrotin læknuðust mjög fljótlega. Frúin var mjög hrifin af þessari þjónustu. Hún hefur þegar náð sér í farmiða til Spánar aftur. Flestir Islendingar, sem dveljast á Spáni nokkum tíma, kynnast magapestinni. Algengt er, að ferðamenn hafi með sér töflur að heiman, sem eiga að koma í veg fyrir magakvilla. Sögumaður þessara pistla var einn þeirra, sem veiktust hastarlega, og lá í rúminu í svita og svelti í þrjá sólarhringa. Spænskur læknir, sem til var kvaddur, tjáði sögumanni, að það gæti verið hættulegt að taka magatöflurnar, sem íslend- ingar hafa með sér, svo og aðrir Norðurlandabúar og Bretar. Kvað læknirinn töflurnar geta valdið lifrar- bólgu. Ættu íslendingar, sem fara til Spánar, þvi ein- dregið að ræða þetta mál i alvöru við heimilislækni sinn. Úrvalshópurinn á Barbados-hóteli var hins vegar mjög heppinn, þótt margir veiktust, því Sverrir Magnússson, lyfsali i Hafnarfirði, og hans ágæta kona voru með i ferðinni. Þau höfðu með sér „lítið apótek" og töldu ekki eftir sér að hjálpa ferðafélög- unum. Án greiðvikni þeirra hefðu fleiri veikzt eða átt lengur í veikindum. Ferðafélagarnir eru þeim hjónum mjög þakklátir. f Úrvalshópnum var ágætur maður, sem gerði óspart grín að félögunum þegar þeir voru að taka inn magatöflurnar. Hann kvað romm og aðra sterka drykki langöruggasta magameðalið og þvi meira, sem væri drukkið, því betra. Þessu ráði fylgdi hann dugiega. Og merkilegt nok — hann stóð uppi þegar aðrir hrundu niður. Þar til þremur dögum áður en haldið var heim til fslands aftur. Ég tók eftir þvi um morguninn, að hann sneri frá morgunverðarborðinu, grár og gugginn. Hann leit ekki einu sinni í átt til barsins heldur hélt beint til herbergis sins. Þegar hann kom ekki heldur til há- degisverðar ákvað ég að heimsækja hann uppi á her- bergi. Og mikið rétt. Þar lá hann i svitabaði og svo máttfarinn, að hann gat sig hvergi hreyft. Ég hafði strax samband við Sverri Magnússon, sem lét hinn sjúka fá lyf við veikinni. Þegar ég kvaddi sjúklinginn vaknaði hann úr mók- inu, reisti sig upp með erfiðismunum og stundi: „Heyrðu, Björn! Hvenær gazt þú byrjað að drekka aftur?“ / ^'Á'V/A/Á 22. desember 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 47

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.