Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 16
íslendingum hefir jafnan þótt gaman „að grípa í spil“ eða „koma i slag“, eins og oft var kallað. Svo mun enn vera, en miklum breytingum hefir spila- mennskan þó tekið á undanförnum öldum, elztu spil- in hafa lagzt niður, en ný og ný spil komið í þeirra stað. Ekki er vitað hvenær spil fóru fyrst að flytjast til Islands, en Ólafur Davíðsson, sem var allra manna fundvísastur á heimildir, komst að þvi, að í verzl- unarbókum Hamborgarkaupmanna, sem verzíuðu á íslandi 1521, er þess getið að þeir hafi flutt hingað spil. Þvi hefir verið haldið fram, að kaupmennirnir hafi aðeins haft þessi spil fyrir sjálfa sig, en það þykir Ólafi ólíklegt, að þeir hafi ekki selt spil hér, úr því að þeir fóru að flytja þau til landsins. Má þvi gera ráð fyrir, að Islendingar hafi fengið fyrstu spilin á 16. öld, og síðan hafa þeir skemmt sér við spil í rúmar fjórar aldir. Þess má geta hér, að lengi höfðu klerkar og kenni- menn horn í síðu spilanna og töldu þau siðspillandi. Þess vegna kom hér upp þjóðsaga um uppruna spil- anna og var hún á þessa leið: — Þegar kölski var orðinn ráðalaus með að villa mennina, og þeir voru orðnir svo iðjusamir og vand- aðir, að straumurinn til þelvítis fór minnkandi með ári hverju, þá far.n hann upp spilin og smeygði þeim inn á meðal mannanna og haía þau gert sitt til að auka spillingu manr.kynsins.----- Hér á Islandi var þó aldrei spilað um peninga eða önnur verðmæti fyrst í stað, og varla fyrr en dró að seinustu aldamótum. Það var líka algengt hér, að menn segðu sem svo, að það gerði ekkert til þótt menn töpuðu í spilum, „því að allt er jafnt þá upp er staðið“ og varð það að orðtaki. Kirkjunnar mör.num þótti það verst, að unga fólkið freistaðist til að spila á stórhátiðum. Og yfir tók þó þegar fólk fór að spila á aðfangadagskvöld, sem var svo sannheilagt, að þá mátti ekki einu sinni gera eitt einasta handarvik. Jólahelgin hófst kl. 6 um kvöldið og þá skyldi öllum heimilisverkum vera lokið, jafnvel mjöltum. Það var því margföld yfirsjón að taka upp á því að spila á aðfangadagskvöld og jólanótt og hlaut að hefna sín, enda var kölska þá skemmt og sat hann jafnan um spilafólkið. Eru um það ýmsar sögur. Þessi er ein: -— Einu sinr.i voru börn ein heima á jólanóttina, því að allt fullorðna fólkið hafði farið til kirkju að hlýða á aftansöng. Börnunum leiddist og sér til af- þreyingar tóku þau upp á því að spila. Þá kom maður til þeirra og spilaði með þeim, þangað til eitt barnið gekk úr og fór að raula sálmavers. Þá hvarf maðurinn, en þetta hafði verið kölski sjálfur. Margskonar ógæfa kom yfir þá, sem spiluðu á jólanóttina. Þessi saga gerðist á öldinni sem leið: -— Einhverju sinni andaðist vinnumaður að Stór- ólfshvoli austur, skömmu fyrir jól, og var jarðsettur eins og lög gera ráð fyrir. Svo bar til, að prestur var ekki heima jólanóttina, og fór fólkið út í kirkju til þess að spila. Vinnukona var þar á bænum, ung og gáskafull. Um leið og hún gekk út til kirkjunnar, rak hún fótinn í leiði vinnumannsins og sagði: „Komdu nú og spilaðu við okkur, greyið mitt, ef þú getur“. — Þegar fclkið hafði spilað stundarkorn kom moldargusa á kirkjuhurðina og gekk svo nokkra stund. Fólkið varð hrætt, en ekki tók betra við, þvi að svipur vinnumannsins kom inn á kirkjugólfið, og sáu hann allir sem við voru staddir. Fólkið hljóp þá út í ósköpum og komust allir óskemmdir úr kirkj- unni, nema vinnukonan. Hún varð vitskert og var það alla ævi upp frá því. Sagt er að hún hafi lifað fram um 1880. (Þessa sögu skráði séra Magnús Helga- son 1901, eftir Sigríði Einarsdóttur, tengdamóður séra Stefáns Stephensen á Mosfelli). Fyrstu spil'i.n, sem íslendingar lærðu, voru af er- lendum uppruna. En sumum þessarar spila hafa Islend SPIL Að spila á spil var eftirlætisskemmtun landsmanna og sú skemmtun var einkum iðkuð á stórhátíðum * * Arni Ola segir hér frá alkorti og hjónasæng, sem áður voru vinsæl ingar svo breytt eftir sínu höfðli, og Eggert Ólafsson getur þess í Ferðabókinnii, að t!il s»éu ísiienzk spil, og nefndr til þess álkort, handkurru, trú og pamfíl. Af þessum spiluim var alikortdð la'nigvimsælasit og var spilað um allt liand langa len»gi. Spilaregliurnar voru ofurlítið miismunandi eftir landshlutum, en þó skakk- aði ekki mdkl'u. Fólk skemmtii sér ákafiLega vel við þetta spi'l og áhuginn var m'ikdll eir.is og sjá má i „Nýársnóttlinnii“, þar sem fólkdð sezt vi'ð asð spida alkort og allir vilja græða, og hafa stundum ofurlít- i'ð rang t við. En svo komu ný og ný spil, sem þóttu skemmti- legri í svipinn og þá fór að dofrna yfiir alkortinu. Lík- lega hefir það fynst verið visflm, sem var tekin fram yfir það, enda var hún uppáhialdisspil þjóðardinnar um hríð. Svo kom lomberinn og se'imast hrid»ge, og drott.n- ar n»ú e'iigi aðedns á ísilamdi, heldur um al;la»n heim. I spiliamennsku gætir þvi framvdindu eims og á öil»u:m GÖMUL ISLENZK Háspilin í réttri röð. 48 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. desember 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.