Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 18
[ bak: húsiqu I portinu bak v'ið Morgunblaðshúsið þar sem Dísa býr. Eftir Árna Johnsen HÚN fer sér hœgt. Gjarnan með veggjum, því fæturnir eru orðnir lúnir og það er betra að styðja sig við eitthvað. Fyrrum þurfti ekki að hugsa um það, en allt segir til sín um síðir. Eitthvað verður að láta eftir. „Guði sé lof", lifsgleðin og brosandi glampinn í augunum hafa þó ekkért gefið eftir. En ef til vill einmitt þess vegna er ávallt skemmtilegt að hitta hana, í portinu bak við Mogg ann þar sem hún býr í bak- húsinu, í stigaganginum á rit stjórninni þar sem hún hvílir sig stundúm og tyllir sér í gluggasylluna eða þegar hún heilsar með glannalegum tón, „Hæ kroppur!" Það fer ekki mikið fyrir henni, en þegar maður hittir hana er það jafn sjálfsagt og þegar landið fagnar vorinu. Hún hefur orðið að berjast fyr ir sínu. Þá sigldi ekki alltaf glettni I auga. Harður tónn, grimmd gegn grimmd. Barátta, en „Guð laun, þetta er allt saman gott og blessað. Maður verður að berjast eins og blóm öræfanna og ekki gefast upp“. Það hefur ekki heldur farið mikið fyrir Islandi á taflborði jarðlífsins. Þó hefur það leik ið sína góðu leiki, sína list. Og lifir. En berjast? Auðvitað, hvað lifir sem berst ekki ? „Mundu það Dísa mín, aldrei að sleppa trúnni, aldrei að sleppa trúnni", hafði faðir hennar sagt við hana eitt sinn þegar hún hitti hann stund í æsku. Það tak hefur aldrei brugðizt, en það hefur teygzt til ýmissa átta, verið koma og för, hlátur og grátur. Ekki fremur en landið sjálft hefur hún haldið út í heim, út í ytra til þess að eltast við sól- ina eða skemmtihús. Aldrei komið til útlanda. Hún hefur gengið lengst með sjálfri sér. Sólskinið hefur komið til henn ar innan frá, jafnvel í gegn um hrinurnar þegar allt dróst í sortann ellegár þegar hún dans aði stundum austur á Fjörðum eða fyrir sunnan, en það var ekkert forframað. O, nei. Gam- an? Jú. Eins og þegar kálfur- inn ærslast á vori. Einhver var að segja að margt mætti nú vera fágaðra. En hver ætlast tái þess að hamr ar Islands séu fágaðir af öðru en briminu. Ætli ekki það. — Ætli ekki bjargið standi fyrir sínu. Það er sumt sem óhætt er að miða við. Henni hefur ávallt þótt styrk ur í því að hafa í þennan heim komið á Dýradag. Dýradag 1887, þann 16. júní og innan þriggja daga var hún vatni aus in og gefið nafnið Sveindís dótt ir Vigfúsar Hannessonar frá Tungu i Hörðudal í Dalasýslu og Helgu Guðmundsdóttur frá Narfakoti á Vatnsleysuströnd. Elín grasakona húsfreyja á Hrafnkelsstöðum úti á Reykja- nesinu tók á móti heranli heima hjá sér. Upp frá þvi var hún á flæk- ingi, eða svo gott sem, en margir voru þó góðir griðastað irnir, eða hvað. Fyrstu árin var hún hjá Sveinbirni móður- bróður sínum, því foreldrar hennar slitu samvistum. Enginn ræður för. Sá þráður hefur verið dingulband Islandsklukk- unnar. Og þó og þó. Renna ár, lifnar blóm, fæð- ist bam. Frá Móakoti í Garði fór hún 7 ára gömul til Seyðisfjarðar. Það kom vist ekki til af góðu, eða svo fannst s’umum. Hún var ærslafengin. Það gerði skaplyndið. Gott? Það var heldur ekki sama hvernig farið var að henni. Góðlynd, en stygg ef því var að skipta. Það er ekki sama hver tamninga- maðurinn er. Sum öfl ná aldrei að hljóma saman. Þetta land hafði tekið hlutunum eins og þá bar að. í aldir hafði enguim dottið annað ! hug. Það var móðgun að koma með hugmynd á móti hugmynd. Eða var það ekki annars? Víst hafði hún um veturinn heyrt húsfreyjuna í Móakoti tala um það að hún væri óþæg. Henni gat aldrei samið við hús freyjuna, en húsbóndanum Ól- afi hlýddi hún og Sæmundur fað ir hans, gamli maðurinn á heim ilinu, var sá bezti vinur, sem hún eignaðist um ævina. Um vorið þegar pabbi hennar hafði flutt hana á skips- fjöl austur á land sagði hann: „Jæja, Dísa min, þetta hefur þú nú fyrir óþægðina". — Hvernig átti hún að skilja það. En þá var Sæmundur látinn. Sum atvik brenna sig inn í mann. Fylgja manni jafn mark visst og árstíðirnar, aðeins í mis munandi svipblæ. Eitt sinn hélt presturinn Jens á henni á öðru hnénu og heimasætunni á hinu. „Heldur þú á kotungsstelpunni", sagði þá húsfreyjan. „Sá sami er faðir beggja barnanna", svar aði prestur. En þetta hefur brennt sig inn í huga hennar. Þetta skapar harða tóninn í hug anum. Hvötina til að bjarga sér, þó það sé krafs. Annars fór vel um hana í Móakoti, að visu með bakráð um. Það var enginn vondur við hana, ekki beinlináts, en hún fékk að vita að hennar rætur lágu ekki þarna. Það var bara ekki til matur svo nægði handa öilum. Fuglinn leitar að korni. Hún stalst í lýsiskaggann. Þar var sjálfrunnið þorskalýsi, sem hún læddist oft í, snaraði öðu skel undir lýsisbrákina og saup. Oft kom hún þarna þrisvar á dag. Öðuskelina þvoði hún í fjörunni og geymdi undir steini. Hver á sitt þó í leynum sé. Einn ig hirti hún fisk af hryggjum sem átti að brenna og eins og þjóðin hafði lifað af hunda- fæðunni, bjangaiðist Dísa af lýs isbrákinni og beinaruslinu. En hverri synd fylgir sektin fyrr eða seinna. Eftir að hún fór að braggast spurði Stína húsfreyja hana hvort hún væri farin að éta einhvers staðar ut- an heimilisins. Auðvitað þorði hún ekki að segja eins og var, en sagðist hafa spænt mikið af hundasúrum. Þá var nú það, í þeim átti að vera gríðarmikið af ormum og hún mátti gera syo vel og hlýða Stínu og láta ofan í sig drukk, til að drepa ormana. Þann versta drukk, sem hún hafði fengið, kolsvart- an, og síðan var glerflaskan sú, grýla á hillunni í króknum. „En þetta var allt í góðu gert. Já, blessuð sé minning þeirra allra. Ég hef alltaf verið lán- söm. Það er eins og sólargeisl- arnir hafi alltaf fylgt mér frá honum Jens mínum blessuðum og Sæmundi. Þetta er allt svo dásamlegt". En þau kölluðu það óþægð. Og nú var hún á leiðinni aust- ur á land með Agli til Seyðis- fjarðar. 6 ára gömul og með pabba sínum. Það var undarlegt svo sjaldan sem draumurinn verður áþreifanlegur. Allt líð- ur hjá. Pabbi hennar missti vinn um um haustið og áðutr en tungl óx til fulls var hún aft- á leið suður. Kútter Vesta daml aði bylgjurnar. Suður, austur, suður, austur. Eins og regnið sækir upp og niður, átti hún eft ir að fara austur og suður, fram og til baka með sporin sín. Stundum var líka gaman að sigla, þegar múkkinn lék við bita og aldan iðaði mjúklega. En ógurlega var hafið djúpt. Skyldi Guð vera í djúpinu líka? „Það hefur ávallt eitthvað fylglt mér. Sama hvað hver seg 50 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. desember 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.