Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 26

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 26
F o 1 k 1 ð Rabbað við Steina í Trix e r okkar v e r k s t J o r i ÞORSTEINN Þorsteinsson, söngv- ari hljómsveitarinnar Trix, rekur hér nokkur atriði úr viðburðaríkri sögu hljómsveitarinnar, tónlistar- stefnu hennar, popmessur, hvíta- sunnuólæti og ýmislegt annað, sem vert er að veita athygli. „Það var dálítið skemmtilegt, hvern- ig hljómsveitin hóf feril sinn, svona þrælfyrst. Maður var jú alltaf á böll- um í skólanum ag þá komst maður ekki hjá þvi að sjá, hvernig píurnar hreint og beint dýrkuðu þessa popp- kalla alla. Nú eina ráðið til þess að fá svolitinn skammt af allri aðdáuninni var auðvitað að stofna sjálfur hljómsveit." „Við byrjuðum í smáskúr með einn magnara, sem við notuðum fjórir sam- an, og svo var trommarinn með sitt öót. Svo smám saman rúllaði þetta af stað og viö fórum að spila a skóla- böllum(/hjá Æskulýðsráði og i Búðinni. Nú, og svo var ég allt í einu orðinn aleinn eftir í hljómsveitinni og þá var ekki annað til ráða en að reyna að stofna nýja." „Hún var stofnuð á H-daginn, 26. maí 1968 og kom fyrst fram um verzl- unarmannahelgina i Húsafellsskógi. Síðan rúllaði þetta allt áfram, heldur betur en áður, og nú höfum við verið fastahljómsveit i Silfurtunglinu í eitt og hálft ár." „Við höfum líka spilað úti á landi, á Vestfjörðum, Norðurlandi og í Vest- mannaeyjum. Það er að mörgu leyti skemmtilegt að spila úti á landi, en drykkjuskapurinn er bara svo mikill þarna alls staðar, að það dregur þó nokkuð úr ánægjunni." „Músíkin, sem við leikum flokkast . helzt undir „létt-progressive músík", en annars höfum við allir svo ólíkan smekk, að við verðum að reyna að komast að samkomulagi um alla þá músík, sem við flytjum. En þó er ekki rétt að segja að innan hljómsveitar- innar sé ósamkomulag. Samvinnan hef- ur verið með ágætum og við höfum alltaf haft þá stefnu, að leika sem mest af músík, sem áheyrendur vilja hlusta á og dansa eftir, en erum ekki ein- ungis með músík, sem okkur sjálfum finnst gaman að. Það má eiginlega líta á fólkið sem okkar verkstjóra, og ef við förum ekki eftir skipunum verk- stjórans, vill hann lítið hafa saman við okkur að sælda." „Við höfum oft hugleitt plötuútgáfu, en það hefur allt saman strandað á því, að við höfum ekki verið nógu ánægðir með lögin, sem hafa komið til greina. Við viljum ekki gefa út plötu nema að það sé pottþétt, að hún verði góð." „Við vorum orðnir ofsalega þreyttir á að spila í Silfurtunglinu en nú er þetta komið upp í vana. Og það er rétt að það komi fram, að þarna höfum við haft æfingapláss, sem er algjör höfuðnauðsyn, ef hljómsveit á að verða góð. Og það er mín skoðun, að Hljómsveitin TRIX. Frá. vinstri: Sveinn Larsson, Guðjón Sigurðsson, Þorsteinn, Þorsteinsson, Stefán Andrésson og Ari Kristinsson. Félag islenzkra hljóðfæraleikara eigi að sjá um að útvega popphljómsveit- unum í félaginu æfingapláss, en það hefur alltaf verið þeirra stærsti höfuð- verkur. Reyndar gerir félagið sama og ekki neitt fyrir popphljómsveitir, enda ekki einn einasti poppari í stjórn fé- lagsins. Það þyrfti að koma maður eins og Erlingur Björnsson í stjórnina til að fá fram einhverja leiðréttingu á okkar málum." Ég er nú búinn að vera í poppbrans- anum í þrjú ár af þeim átján árum, sem ég hef lifað. Og þegar ég lit yfir farinn veg, get ég eiginlega ekki séð neitt, sem hefði mátt fara betur. Það hefur margt á okkar daga drifið og þetta hef- ur verið ómetanleg lífsreynsla. Tök- til dæmis sjónvarpsþáttinn, sem við komum fram i fyrir tæpu ári síðan. Þetta var ákaflega lélegt af okkar hálfu, en einnig um leið ákaflega lær- dómsríkt fyrir okkur, og af þeim lær- dómi vildi ég ekki hafa misst." Ég get ekki hugsað mér að gera sönginn að ævistarfi, en eins og er get ég ekkert sagt um framtíðina að öðru leyti. Ég átti mér eitt sinn þann draum að gerast íþróttakennari, en held ur hefur hann nú dofnað þessi ár, sem ég hef verið i poppinu. „Ég held, að poppmessan hafi verið eitt það æðislegasta, sem við höfum tekið þátt í. Hugsaðu þér bara, að spila í kirkju. Mig hefði aldrei getað dreymt um þetta. En þó að enginn vafi leiki á því, að þessi tilraun átti rétt á sér, þá held ég, að poppmessur séu ekki það, sem koma skal. Annars er þetta ákaflega erfitt mál og mjög skiptar skoðanir um þetta. En mér er sagt, að biskupinn hafi verið í kirkjunni, þegar þetta var gert, og þvi hlýtur honum að hafa fundizt, að þessi tilraun ætti rétt ásér." Ég minnist þess líka, þegar við flæktumst um hér í nærsveitunum um hvítasunnuna í vor. Við ætluðum að reyna að leggja okkar skerf af mörkum til þess að koma í veg fyrir drykkju- læti og annan ófögnuð um þessa helgi, og þvi lögðum við af stað út í Her- disarvik og ætluðum að reyna að safna öllu unga fólkinu saman þar á einn stað, svo að iögregla og aðrir aðilar ættu auðveldara með að fylgjast með framvindu mála. Við töldum, að það myndi auðvelda alla gæzlu, i stað þess að lögreglan yrði að þeytast út um all- ar trissur til að hafa eftirlit með ungl- ingunum. Ég held, að þessi hugmynd eigi ennþá rétt á sér, en vandinn er að fá hentugt landsvæði undir svona skemmtun. Lögreglan á Selfossi reyndi að aðstoða okkur við það, en landeig- endur vildu ekkert með okkur og aðra hafa að gera." ,,Við vorum þá að hugsa um að spila á góðum stað hér rétt ofan við Ár- bæjarhverfið og þar sem veðrið var svo gott, hefði tónlistin sjálfsagt bor- izt langar leiðir. En við vorum bara alltof þreyttir eftir allt flakkið og því varð ekkert úr útihljómleikahaldi." „Já, stefnan hjá mér og reyndar okk- ur öllum hefur verið sú, að reyna alltaf að gera okkar bezta og það hlýtur að bera einhvern árangur, fyrr eða siðar." 58 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. desember 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.