Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1971, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1971, Blaðsíða 1
Dr. Lawrence Lamb Eins og sverð yf ir höf ði hvers manns Þú hefur ef til vill nú þegar tekið þann sjúkdóm, sem orsak ar hjartaáfall og slag. Flest f ull orðið fólk meðal iðnþróaðra þjóða hefur atherosclerosis — seðaþrengsli af völdum fitu- myndunar innan á æðaveggjun um. Þessi sjúkdómur er, ásamt fylgikvillum sínum aðaldánaror sök manna í Evrópu og Norð- ur-Ameriku — í Bandarikj- unum er hann dauðaorsök helmings allra karlmanna. Með öðrum orðum, fleiri karl- menn deyja úr atherosclerosis en öllum öðrum orsökum sam- anlögrðum — krabbameini, bif- reiðaslysum eða af völdum Vietnam-stríðsins, svo dæmi séu nef nd. Gagnstætt því, sem almennt er ranglega álitið, er athero- sclerosis ekki ellisjúkdómur. Þau ár, sem ég gerði athugan- ir á bandarískum flugáhöfnum, geimflugmönnum og tunglför- um, sá ég við krufningar marga unga menn undir þrítugs aldri með hjörtu alsett örum af völdum atherosclerosis. Einn þeirra var tvitugur flugliði, að þvi er virtist fullhraustur. Af þeim sem féllu í bardögum í Vietnam-stríðinu höfðu 77% fitumyndanir í slagæðunum til hjartans. Þetta voru ungir menn, meðalaldur þeirra um 22 ár — margir voru innan við tvitugt. Allmikið er vitað um hin ýmsu stig þrengslamyndunar við atherosclerosis, en við vit- um minna um orsakir hennar. Fitulögin samanstanda úr lipo- proteinum, sem innihalda kole- sterol, fitusýrum og eggja- hvituefnum, er venjulega koma fyrir í blóðinu. Kolesterol er rauninni ekki fita. Tæknilega séð er það alkohol, en sameind þess er stór eins og í fitu. Líkamanum er það eðlilegt ¦— heilinn getur ekki starfað án þess og nýrnahetturnar nota það til að framleiða adrenalín. Kransæðastífla. Seginn í æðinni hér á myndinni er það sverð, sem hver maður í hinum þróuðu löndum á yfir höfði sér. Hjarta- sjúkdómar drepa fleiri en umferðarslys, styrjaldir og krabbamein. U^:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.