Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1971, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1971, Blaðsíða 6
Kúrik Haraldsson sein Sólness í sýn- ing-u Þjóðleikhússins. Sólness á í. MeS vilja sínum einum saman sigraði hann ung- ur, ekki af því hann væri gæddur snilligáfu, heldur af því þessum máttuga hæfileika hans til að girnast, óslca, vilja -— Sóiness brúkar sjálfur þessi orð — næstum óafvitandi var snúið í verknað. Og þetta á við um alla unga menn, ekki bara hinn unga sniiling. Æskumaðui-inn hefur tíma og orku til þess að fá ósk sinni framgengt. Að tíu árum liðnum er það um seinan. Þeg- ar þrítugur maðurinn hafði þor til þess að fara sjálfur efst riðlast og lenda i óhugnaniegri flækju. Hann sýnir þó styrk í fyrstu sviðsatriðunum. Hann óttast þennan unga Ragnar Brovík sem þann er geti gert hann gamlan, og þess vegna hindrar hann með hlífðarlausri eigin- girni og á sérlega ógeðfelldan hátt framgang Ragnars. Sóiness leyfir honum ekki að byggja neitt á eigin spýtur; hann neitar honum hörkulega um nauðsynleg meðmæli sín, og hann iætur ekki þar við sitja: byggingameistarinn notar þessa glóruiausu hrifningu Sólness: Ma Iiallarsmiðurinii konia upp til priiisessimiiar? Ililda: Ef liallarsmiðurinn vill. Sólness: Þá huirsa ég að hallarsmiðurinn komi. Edvard Brandes „Kóngsríkið mitt á borðid, byggingameistari66 Nokkur orð um leikrit Ibsens, Sólness byggingameistara Þetta er meistaraverk. Að- eins þessi eini maður, sonur fá mennrar þjóðar, hniginn að aldri, skrifar þvilíkt leikrit, þar sem saman fara fullkomin list og furðulegt djúpsæi. Það hefur sterk og varanleg áhrif á hvern mann, ef túlkun skáldsins á hinni stríðandi mannkind nær að snerta til- finningalíf hans. Þetta er ekki leikrit um ell- ina eða afburðamanninn, eins og sagt hefur verið. Nei, Sólness byggingameistari fjall- ar um þá menn sem — þó komn ir séu af léttasta skeiði — ekki hafa enn öðlazt ró ellinnar, — menn sem ekki þora að vona, en vilja þó ekki gefast upp — menn sem nú verða að mæla í mánuðum það sem þeir áður töldu í árum — menn sem finna að hin fasta undirstaða, sem veita skal viðspyrnuna, er að skriðna undan fótum þeirra, en finnst samt, og með nokkr- um sanni, þeir ekki vera svo þrotnir, að þeim beri að víkja fyrir æskunni, þessari æsku með nýja fánann í broddi fylk- ingar. Þess vegna er Sólness sagður vera nokkuð roskinn, ekki verulega gamall maður. Um hann munu eiskulegar sál- ir segja, að hann sé enn á bezta aldri, þó hann sjálfur óttist að lífsverkinu sé lokið og fram- sóknin á enda. f augum Her- dals, þess glámskyggna lækn- is, er Sólness hamingjusamur maður, rikur, vel metinn og ber höfuð og herðar yfir alla aðra á hans sviði. Læknirinn hefur ekki hugmynd um hvaða efasemda- og sálarstríði Edvard Brandes upp í turninn og setja krans- inn á sitt eigið verk, og korn- ung stúlka frá sér numin af hrifningu heyrði hörpuhljóma í lofti yfir höfði þessa á samri stundu sjálfkjörna bygg- ingameistara síns -— þá mun tiu árum síðar fertugan manninn sundla, þegar hann fikrar sig upp stigann. Það sem eitt sinn gerðist, gerist ekki á ný, aðeins æskan er endurnýj- nnln, og maður nemur ekki burt einn einasta dag af aldri sínum fremur en hann fær auk ið alin við hæð sína. Halvard Sólness, bygginga- meistarinn, vill ekki draga sig í hlé. Hann hefur i mörg ár geystst fram. Menn hafa mátt troðast undir, heimili konu hans verða eldslogum að bráð, börnin hans deyja, líf Broviks gamla leggjast i rúst, syni hans, Ragnari, hefur orðið að halda niðri, unnusta hans mátt tær- ast upp, dáleidd af ást — allt þetta til þess að Sólness gæti rifið sig upp og áfram. Hann virðist þvi standa föstum fótum og bera höfuðið hátt. En sípuð- andi drísildjöflar grafa stöð- ugt undan honum, og í heiian- um leynist lofthræðsla sem fal- inn eldur. Hann hefur lasburða samvizku, eins og Hilda segir, og samvizkukvalir sækja á hann, þegar hann sér líkin á leið sinni. Slíkt eru ellimörk. Samvizkubitið stafar af því, að nú lifir hann í því sem var og vill ekki það sem koina skal. Stundum heldur hann líka að hann sé geðbilaður, þó hann í engu tilliti sýni óvit eða dár- skap. En þessi eilifa sjálf- skömm, sem svo rækilega er komin í staðinn fyrir karl- mannlega athafnasemi, veldur taugaróti, svo að hugsanir hans Kaju til þess að halda unnusta hennar, Ragnari, föstum. Að- ferðin er ófögur og gerir Sól- ness að vissu leyti minni mann en hann eiginlega þyrfti að vera til þess að skýra hrifn- ingu Hildu; en hún sýnir líka til hvaða örþrifaráða viðblas- andi getuleysi knýr hamslaus- an bardagamann, sem eitt sinn geystist með ofsahraða fram til sigurs á stríðsvagni sínum. Veiklunin kemur þó brátt I Ijós hjá Sólness, þegar heimil- islæknir hans, Herdal — þessi alfaraleiðar maður — kemur I heimsókn. Þvi Sólness gerir þennan litla kall að trúnaðar- manni sinum. Hann segir lækn- inum frá Kaju Fosli og valdi sínu yfir henni, frá ótta sinum að hann sé geggjaður og að hann hafi lætt þessum grun líka inn hjá konu sinni, og loks hvað hann sé logandi hræddur við æskuna, sem kollsteypan komi frá. En ein- mitt þegar hann er sokkinn á kaf í þessar elliæru játningar, er barið; æskan drepur á dyr: Hilda kemur inn. Töfrafyllri kvenveru hefur Ibsen, þessi margreyndi kven- þekkjari, aldrei skapað. Það er sem söngur og hlátur í loftinu frá þeirri stundu sem hún birt- ist í stofunni. Hún er ung, þó ekkert barn, ekkert heimsk- unnar sakleysi, engin dyggðar- innar fávizka, en svo himin- glöð í hamingjuleit sinni á þess ari vordagsins víkingaferð. Andspænis henni stirðna allar ungar stúikur gleðileikjanna eins og andvana brúður Alínu; svo full af lífi er hún, ærleg og óhlífin, oðfús að gefa allt, en gerir samt þúsundfaldar kröfur, freistari, valkyrja, dreymandi fikin, tilbeiðsluverð 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. jainiter 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.