Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1971, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1971, Blaðsíða 9
ir rómverskir koparpeningar. Sá hinn fyrsti fannst árið 1905 á Austfjörðum (Bragðavöil- um). I>essi mynt var frá timum Próbusar keisara (276—282). Árið 1933 fannst svo á sama stað önnur mynt. Hún var frá tímum Áreliusar keisara (270— 275). Ekki langt frá Bragða- völlum fannst svo. hin þriðja mynt er var frá dögum DioV.le- tíanusar keisara (284—305) og var hún fundin af enskum kennara Leonard Hawkes að nafni. Þessar þrjár myntir eru all- ar svonefndar antoninianar. Þær bera nafn Aurelius An- tonius Carcallas keisara (211— 217). Nánari upplýsingar um myntir þessar er að finna í bók Kristjáns Eldjárns „Gengið á reka“. Þar er einnig að finna allítarlega frásögn sem ætluð er til sönnunar þvi að Rómverj ar hafi sjálfir komið hingað til lands og flutt með sér þessa peninga og sú staðreynd að peningarnir fundust allir á svipuðum slóðum gefur vita- skuld tilefni til slíkra þanka. Eftir útgáfu bókarinnar Geng- ið á reka (1948 Norðri) fannst svo fjórði peningurinn. Það mun hafa verið árið 1965 á Hvitárvöllum í Hruna, að ég bezt veit, en hér skal það nefnt að því miður hefi ég ekki neinar nákvæmar upplýs ingar um fundimn. Að þessi peningur fannst í öðrum lands- hiuta verður til þess að veiga- mestu rök Kristjáns Eldjárns verða fremur léttvæg. Á Bragðavöllum, þar sem tveir þessara peninga fundust, fannst einnig fjölmargt annað sem er sérkennandi fyrir leif- ar frá landnámsöld. Orðrétt segir í bókinni Gengið á reka: „Það er því enginn efi á, að þarna hafa norrænir menn byggt á landnámsöld, þó að sú byggð hafi ekki orðið langæ. Á þessum stað eru þvi rómversku myntirnar niður komnar af völdum landnámsmannanna. En þar með er alls ekki sagt að þeir hafi flutt þær til ís- lands, enda eru allar likur til, að það hafi þeir ekki gert. Á þeim tíma voru forngripir enn fánýtara glingur en þeir eru nú, og í sjálfu sér ótrúlegt að landnámsmenn hafi flutt sllkt með sér landa á milli. Og minnumst þess, að Bragðavalla peningarnir eru ekki einu róm- versku peningarnir hér á landi. Líklegast er því, að landnámsmenn hafi fundið þessa peninga af tilviijun ná- lægt bústað sínum, alveg eins og Mr. Hawkes fann Diocleti- anusar peninginn þúsund árum siðar. Ég held, að rómversku peningarnir hafi verið hér fyr- ir, þegar landnámsmennirnir komu.“ Ef að landnámsmennimir hafa álitið þessa peninga sem fánýtt glingur og því ekki vilj- að hafa fyrir því að bera þá með sér milli landa, er þá ekki einkennilegt að þeir taki allt í einu upp á því að fara að safna þessu fánýta glingri er þeir koma hingað upp til Islands. Hitt ber og að athuga, að kop- arpeningar sem þessir voru alls ekki algengir á Norður- löndum og telja má fornleifa- fundi þar sem slíkir peningar hafa fundizt á Norðurlöndum á fingrum annarar handar. Er því ekkert sennilegra en land- námsmenn hafi notað þetta sem lukkupeninga eða verndargripi, skartgripi eða eitthvað líkt. Vonandi eiga fleiri peningar af þessu tagi eftir að finnast á Is- landi, en þó segir mér hug- ur að gátan um Rómverjana á íslandi verði seint leyst. Árið 1967 átti ég viðræður við próf- essor Roar Skovmann um þetta efni og var hann ákaflega ef- ins í að Rómverjar hafi náð að komast til fslands og hefur hann þó athugað ýmislegt um ferðir þeirra á norðurslóð- um og benti hann á að Róm- verjar hafi verið litlir sægarp- ar og hafi þeir villzt á leið sinni í Norðurhöfum og rekið til íslands þá hafi þeir í það minnsta verið illa undir slíka langferð búnir varðandi vistir og vatn og harla ólíklegt að þeir hafi lifað af slika lang- ferð. 6. Rómverjar á íslandi, eða Túle sama og ísland, eða e.t.v. sikoðuin T. C. Lethbridge að þjóð sú, sem flutti hugmyndirn ar um stórsteinagrafirnar á steinöld, sjóðleiðina frá Spáni til Frakklands, Englands og írlands, hafi náð að koma til Islands, allt þetta verður að liggja óupplýst þar til við finn um heimildir sem byggjandi er á. Umræður og teoríur um efn- ið gera þó engan skaða, þvert á móti gætu þær orðið til að vekja áhuga annara. Það eru þvi miður allt of margar glopp ur í íslandssögunni okkar. Margar heimildir geymir jörð- in og enn fleiri hefur tímans tönn náð að þurrka út. Skiln- ingur á einstaka atburðum og þróunarferli þjóða getur því fljótlega breytzt með nýjum fundum og rannsóknarárangri. Dætur Ránar hljóta að hafa gætt íslands óvenju vel. Til að hætta sér svo langt út á hafið varð maður að hafa bæði hug- rekki og trú. Það höfðu hinir irsku einsetumenn, paparnir, í rikum mæli og við getum með allmiklu öryggi fullyrt að þeir hafi verið hinir fyrstu til að setjast að á Islandi. Við höf- um að vísu engar efnislegar heimildir, en nokkurn veginn trúverðugar frásagnir um þess- ar manneskjur. Þær voru skrif aðar tvö til þrjú hundruð ár- um seinna, en hafa samt sem áður mikla þýðingu sem heim- ildir. Ekki má heldur gleyma öllum þeim staðarnöfnum á Is- landi þar sem orðið papi kem- ur fyrir og ber því vitni um búsetu þeirra hér. 7. PAPAR Á Irlandi bjó þjóðflokkur er talaði keltneskt tungumál, írsku. 1 nyrzta hluta Skot- lands bjuggu Piktar eða Pétt- ar eins og þeir voru kallaðir á Norðurlöndum. Þeir voru her- skáir, góðir sjómenn og víking- ar. Þeir hafa sennilega haldið sig mest í nyrztu héruðum Skotlands, Orkneyjum og He- brideseyjum á 5. og 6. öld. Við vitum ekki með vissu hvaða tungumál þeir hafa talað á þessu tímabili, en talið er að suðrænna áhrifa hafi mjög gætt I málinu og þegar sagna- ritun hefst i Skotlandi er mál þeirra kallað keltneskt. Senni- lega hefur írskra áhrifa gætt einna mest. Árið 500 hefur ver- ið sett á stofn irskt konungs- riki í suðvestur-Skotlandi (Dal Riada). Veldi þess jókst smátt og smátt og að lokum var svo komið að írska var orðin aðal- málið (gaelisk). Áður fyrr hafði Irland verið kallað Skotia, en það nafn fluttist nú yfir á hið gamla Péttland og sennilegt er að nafnið Skot- land sé runnið undan norræn- um víkingum á sama hátt og nafn Irlands. Um sjóferðir Pétta á norðurslóðum vitum við það eitt, að þeir settust að á Orkneyjum og Hebrideseyj- uim. Emga’r forn&eiifar hafa fundizt er gætu bent til þess að þeir hafi farið lengra I norð ur. Vissulega væri freist- andi að álíta að þeir hafi haft vitneskju um Færeyjar, en hvað um það, þá voru Færeyj- ar aðsetursstaður annars fólks í byrjun áttundu aldar, fólks, sem manni gat ekki látið sér detta i hug að gæti framkvæmt þær löngu og erfiðu sjóferðir er slík búseta hafði í för með sér, papanna. Kristin trú kom mjög snemma til Bretlands, eins og flestra landa innan rómverska heims- veldisins. Árið 432 kom St. Patrick i trúboðsferð til ír- lands. Árangur þeirrar ferðar var mjög góður. Margir höfð- ingjar urðu kristnir og hinn m-i Svo bænlieitir voru papar. að :ír fylltust af fiski. 17. jaoúair 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.