Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1971, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1971, Blaðsíða 3
* SIÐASTA VÍGIÐ Ólafur Haukur Símonarson FELLUR ÚR DAGBÓK I vor komtim við til Katip- mannahafnar. Ég og konan mín. Hún vikli ólm sjá sið- spillta borg. Hún er afar veik fyrir spillíngunni. Ég liamaðist við að sýna henni Tívólí, en þar var engin spdllíng; Ráðluisið, en þar var engin spilling nema þessi venjulega; Storkagos- brunninn skoðuðum við, þar var enga spillingu að sjá. Þá lá leiðin í Hviids Vinstue, en allt kom fyrir ekki. Hvergi var vottur af spillíngu. Svo fórum við að sjá klánunynd og sofmiðum vært í bólstruðum stólum. Við vöknuðum endurnærð eftir svefninn og ákváðum að gánga okkur uppað hnjám á Rikislistasafninu. Þegar það var gert, segir hún: Mikið er ég þreytt. Ekki skal mig undra, segi ég. Lappirnar á mér eru bólgn- ar, segir hún. Ekkert er eðlilegra, segi ég. Mig dreymir um mjúka laut, segir luin. Mjúka laut og kaldan drykk. Hún skipaði mér að hugsa. Finndu uppá laut, Meðan ég hugsaði bar okkur blint nær Löngulínu. Þartil við vorum komin á Löngulinu. Nei. Lángalina, segir hún og horfir grannt á nautin sem vaða vatnselginn með kerru í eftirdragi. En live hér er fallegt. Já, segi ég, ansi þokkalegt. Hvaða kríli er þetta þarna útá steini? segir hún svo. Litla hafmeyjan, segi ég. Er lnin svona mikið kríli? segir lnin. Ég ætlaði ekki að ansa þessu, mér fannst þetta svoddan vitleysa, en gat ekki á mér setið. Bjóstu við það væri Iyfta nppí höfuðið á lienni, segi ég Ioks drepandi ltáðsk- ur og bithr fjTÍr dana hönd. Það er hægt að fara nteð lyftu uppí kyndilinn á Frelsisgyðjunni, segir lnin. Allt er svo ntikið á mér, segi ég. l>arna er allt þakið í bekkj- tim. Svo við setjumst niður. bökmenntir" OG LISTIR ífaflta ít|TO'U Konúngssnekkjan lónar þarna, segi ég. Skrítið, segir hún. Hér eru mávar, ritiir, dúfur og snjó- tittlíngar allir í einni kös. Svona haga þessir fuglar sér ekki á íslandi. Þú kallar alla smáfugla snjótittlínga, segi ég. Fessir fuglar eru geðveikir af stór borgarlífinu. Mér finnst það liræðilegt að sjá liettu- máva og ritur, þessa miklu flugmenn éta franskbrauð á Ráðhústorgimi. Mikil er nið urlægíng þeirra. Þarna fer flugbáturinn til Málmeyjar, segir luin. Svo liorfum við á himininn en hann var ekki lieiðblár. Mér fannst reglulega gam- an að sjá lesbískar samfar- ir, sagði hún. Ég hélt þú hefðir sofið? segi ég. Ég opnaði augun öðru livoru, segir liún. Framliald á bls. 13 gjaaíjw t IIWÆ' Nína Björk Árnadóttir Samvizkubit Fullt tungl og allsstaðar fyrir utan dimmblá skýin þau ætla að annast sorg mína þessa nótt. Ósofin augu mín bvarfla að glugganum. ÍJti sé ég hvar laufin sem ég breiddi yfir blettina í grasinu eru flogin burt. Blettina sem við settum í græmt grasið. Að morgni mun ég freista að breiða þau þar yfir aftur. 14. mairz 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.