Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1971, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1971, Blaðsíða 4
VETRARKVÖLD SMÁSAGA EFTIR JÓNAS GUÐMUNDSSON, STÝRIMANN BÓKMENNTIR OG LISTIR ifin jia I J^Kj þuti wm*"iHSo ifpaój npfjjjjí »Jaa 11 |j 1 mwKífw,Kt' ijrö-u \1 || 1 BtJUI B pKjt m Sf*6e á=~es. Saltur vindurinn feykti rusl inu & götunum og svipti til föt- unum á fólkinu sem gekk með storminn í fangið upp Vestur- götuna, og ungi maðurinn studdi stúlkuna út í bilinn og hann var blár í framan af kulda. Inni i vertshúsinu var hlýtt, djúpt rökkur og fólkið hvislaðist á og vandaði sig að borða og tuggði með lokaðan munninn, eins og fyrirlagt er í dönsku blöðunum og í öllum kurteisisbókunum. Yfir staðn- um var auðsæ þvingun og hátíð- leiki, þvi það hafði tekið með sér helgrímuna, sem það ber allan liðlangan daginn, þeg ar það segir að sér liði vel og að allt gangi bœrilega, þótt í rauninni sé allt farið til hel- vitis fyrir löngu og búið sé að loka símanum. Ljós; kertaljós flökta og skapa eldforna dul. 1 raun og veru minnir þetta þig á kirkju, eða dauðann. Salurinn er næst um fullur af fólki, sem þjáist hvern dag og það hefur uppi þvingaða kurteisi, því lika hér kiknar það undir lífinu, sem er fyrir löngu orðið óbærilegt, eins og söluskatturinn. Þjón- arnir bera á borð af miklum hraða og öryggi og án minnsta hljóðs. Skóhljóð þeirra drukkn ar án neyðaróps í brokþykku teppinu meðan hljómsveitin leikur madrigalia, eða þung lamalegan menuett, og fólkið heldur áfram að borða og fel- ur hjarta sitt og sorgbúna sál- ina bakvið kalda grimu. Hér inni er hlýtt og nota- legt — friðsælt, þótt úti næði norðanstormurinn og sjóblaut- ir draugar hími í portinu hjá Glasgow svo að skyggnir menn verða að taka á sig stóran krók. Dyrnar á vertshúsinu opn- uðust öðru hverju og bláir menn og bláar konur komu inn fyrir úr kuldanum og svo lokaðist hurðin á aft- urgöngurnar, sem biðu fyrir ut- an. Sumir gengu varfærnislega inn í salinn, framhjá fisksal- anum, framhjá manninum með full réttindi og framhjá litla manninum, sem lét ekki lengur bjóða sér svona framkomu; en aðrir brostu afsakandi og fóru upp stigann, uppá lífíæramark aðinn til að gráta svolítið fram- an í ekkjur og sveitamenn og til að afklæðast vonieysinu um Stund. Vínið glóði í glösunum og hlédrseg framkoma breyttist hægt og hægt í innilegt við- mót og handsöl og menn horfðu djúpt í augu hver ann- ars og svipurinn mildaðist. Maðurinn sem var með full réttindi var farinn að bjóða stóru stúlkunni að hlaupa heim og sækja pappíra upp á það sem hann sagði; upp á full rétt indi og stóra stúlkan reyndi að þagga niður i honum og sagðist trúa hverju orði. Full réttindi, sagði hún. Ég trúi þér vinur og sorg hans sefaðist og hann fékk sér einn í viðbót, Full réttindi. Við næsta borð voru brúð- hjón. Þau voru líklega börn ennþá. Stúikan var samt stór, en eitthvað svo jafnþykk á alla kanta og hún var í hvít- um kjól. Einhvern veginn minnti hún mig á stórvaxið fermingarbam og hold hennar var hvítt, eins og hún flæddi út um ermarnar og út um háls- málið og maður bjóst við að ef hún færi úr hvita kjólnum myndi hún leysast upp; og hún brosti raunalega þegar þrjár konur í brakandi silki- kjólum gaukuðu að henni einu og öðru í lífsreglum og brúð- guminn ungi var hengdur upp á þráð og hann horfði skelfd- ur á frænkurnar þrjár í silki- kjólunum, þegar þær skipuðu hinum að dansa við barnsmóð- ur sina; brúðina. Seinna, sagði hann biðjandi — seinna. Kannski vildi hann ails ekki dansa madrigala við þessa stóru stúlku, sem hann hafði kvænzt. Seinna, þegar einhverj- ir eru á gólifinu og það var auð- séð að við þessu hafði hann ekki búizt. Líklega hefði hann aMrei kvænzt, ef harm hetfði reiknað með því að þurfa að dansa madrigala innan um fólk með grimur og angist í hjart- anu — og við fundum að eng- um leið í rauninni vél, nema kannski fisksalanum, sem kreisti hendurnar á konunni sinni, sem var á rauðum spari- kjól og með tennurnar uppi í sér. Fisksalinn var stór. Stór fisksali o g éinhvem veg- inn minnti hann á beinlausan fisk. Það voru líklega engin bein 1 honum og engin hár virt ust vaxa á likama hans. Fisksalinn og konan hans í rauðum sparikjól skáru sig úr. Ekki samt vegna þess að þau væru afbrigðileg útlits, heldur vegna þess að þau voru ham- ingjusöm; án hinnar auð- sæju þjáningar, sem mað- ur skynjar aðeins með hjart- anu. Þau nutu lífsins og fisk- salinn þrýsti hendur hennar bliðlega I stóru, hvítu höndun- um sínum og horfði dulráðum augum inn í svip hennar og hún leit undan með þeim hætti, er minnir þig á vorið og fengi- tímann og alla ástina úti á víða- vangi á vorkvöldunum og glóS in i hjörtum þeirra hríslaðist um þau í upphafning líðandi stundar. Fisksalinn og konan hans dönsuðu hvem einasta dans. Madrigala, menúetta, tangóa og allt það og þau hlupu eins og tvö saklaus börn út í voriS; inn á litla dansgólfið fyrir end- anum og þau tóku salinn í þrem skrefum í djúpristum tangóum og konungbomum völsum og fisksalinn hca-fðist i augu við kjökrandi fiðluna, sem grét angurvært um sorgina og sár- in, sem blæða inn. 1 dansin- um sameinuðu þau á einhvem máta, eftir því sem það er hægt i rauðum sparikjól og fám glös- um af vodka, suðræna glæsi- mennsku og hirðsiði, vetrarfarf mannlifs þess er lifað er upp á eMrönd heimsins, þar sem skyggnir raenn verða að taka 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. júní 19T1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.