Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1971, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1971, Blaðsíða 6
 ■ I>að eru ekki karl- eða kvenföt, lieldur manneskjuföt. Á kyrrlátri kvöldstund, þeg- ar ég sat og ætlaði að fara að skrifa þetta, hrökk é.g upp við lága smelli, eins og einhver hefði fleygt möl inn um opinn gluggann hjá mér, en uppgötv- aði þá að þetta var vöndur af akanthusblómum á skrifpúlti mínu, sem þeytti þroskuð- um fræunum langt fram á gólf. Bömin eiga ekki að verða inn- lyksa á heimilunum! Ef til vill gætu sumir foreldrar sitt- hvað lært af þessari jurt. Milljörðum hefur verið varið til að veiða unga fólkið i hin gömlu net. En víkjum okkur að efninu. Ég er spurður: „1 bók þinni Listasaga klæðnaðarins hefur þú skýrt tízku hinna ýmsu tima sem túlkun á afstöðu þessara tíma til tilverunnar. Segðu okk ur nú hvað þú sérð í töfra- spegli fræðimannsins er þú beinir honum að klæðaburði unga fólksins nú. Svar mitt verður þetta: Jú, það er alveg rétt að ég tel kunnáttumenn geta beftur gert sér grein fyrir viðhorfum manns með því að athuga klæðaburð hans en með því að spyrja hann í þaula, þar sem spurningar leiða aðeins í ljós hvað viðkomandi vill segja, en fatnaðurinn Ijóstrar upp mörgu, sem hann hefur ekki huigmynd um að skini í gegn. Maðurinn afhjúpar sig nefni lega með því að klæða sig. Að spyrja unga fólkið sjálft er jafn tilgangslaust og að spyrja listamanninn hvað hann eigi við með málverki sínu. Tjáning arform listamannsins var einmitt málverkið, hann getur ekki sagt hiug sinn líkt þvi eins vel á nokkurn annan hátt. Klæðaburðurinn Xýsir einnig þvi, sem ekki verður með orð- um lýst. Klæðnaðurinn er gríma, fatagerðarlistin er list hinnar gagnkvæmu blekking- ar. Menn klæða sig með tilUti til „hinna“. Sérhvert mat á tízkubyltingu nútimans verður að byggjast á því hvemig hún verkar á „hina“. Og þar er ekkert um að vill- ast. Hún hlýtur að hafa hitt beint í mark, þar sem hneylcsl- unin er jafn ástriðufull og hún er órökvís. Víst er hún órökvis. Það er á engan hátt „eðlilegra" að konur gangi með sitt hár en karlmenn. Hárskurður er und- ir öllum kringumstæðum og án tillits til kyns skrumskæling á líkamanum. Allar slíkar skrum- skælingar eiga að sýna vald manns yfir hinni villtu nártt- úru: hringir í nefi og eyrum, fleinn í miðsnesinu, vafðir fæt- ur, lífstykki. Þegar mansjúamir lögðu undir sig Kina, gerðu þeir kMpp ingu að einkaréttindum mansjú yfirstéttarinnar og neyddu Kín verjana, karla sem konur, tit að ganga með langar hárflétt- ur. Hið síða hár kvenna I Evrópu hefur verið tákn bæt- ingar kvenkynsins. Það sem felst í þvi áliti sumra, að kon- um sé „eðlilegt" að hafa sltt hár, en karlmönnum að ganga snöggklipptir, er einfaldlega það að þeim finnst „eðlilegt" að karlmenn séu allsráðandi og konumar ambáttir þeirra. Það er ekkert „eðlilegra" fyr ir karlmenn að ganga í buxum en fyrir kvenfólk. Þegar altt kemur til alls mætti fremur halda fram hinu gagnstæða, í rauninni striðir buxnasniðið í nokkrum mæli gegn líkams byggingu karlmannsins. Hneykslunin er sem sé ekki á rökum reist. Að hún skuli vera til staðar hlýtur því að stafa af þvi að hið frábrugðna í klæðnaði unga fólksins er skilið sem opinber mótmæli gegn hinum hefðbundna klæðn aði og innihaldi hans. Mönn- um skilst, að unga fólkið viil umfram allt annað vera öðru- visi í ytra útliti en foreldrarnir og vekja með því athygli á, að það sé einnig öðru vísi hið innra. NEI-ið við öMui, sem er tákn foreldrakynslóðarinnar á klæðnaðarsviðinu, er undir- strikað með háværu JÁ-i við öðrum menningarmynztrum í klæðnaðinum en þeim sem til- heyra næsta umhverfi. Ótal búningsatriði gefa í skyn sam- ábyrgð eða jafngildi við fóik og siðmenningu, sem í fljótu bragði virðast ekkert koma þessu unga fólki við: Rússastíg vél, Kínakragar, anorakkar Grænlendinga, herðaslár Indí- ána. Hverjir aðrir geta það ver- ið, sem það vill samsama sig þegar það velur sér gömul, notuð', slitin föt en þeir þjóð- flokkar sem vegna fátæktar geta ekki öðlazt hlutdeild í hin- um stifpressuðu gæðum fataiðn aðarins? Hverjir eru það, sem það leggur sig til jafns við þeg ar það hafnar hinum evrópsk- ameríska kynferðisklæðnaði, þar sem hyer einasta flík er Um klæðaburð æskunnar Byltingin í klæðaburði ungs fólks stendur sem tákn um aðra miklu mikil- vægari afstöðubreytingu. Fötin eru nánast tjáningar- form, þau þurfa að vera marglit, þó nokkuð snjáð og mega ekki vera ný. En hvers vegna? Listfræðingurinn og rithöfundurinn R. Broby Johansen svarar því. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. júnl 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.