Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1971, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1971, Blaðsíða 10
Ein 27 mynda um samanburð á rússnesku og bandarísku málverki. Hér eru Roy Lichtenstein + Maia- kovski, en milli þeirra er mynd úr lífi frumbyggja Ástralíu. vandkvæði, sem Erro gæti ósjálfrátt átt við að stríða síðar meir, eru einmitt þau að vera beðinn að velja á milli einhverra, að gera málstað einhvers flokks eða lands að sinum, þegar hann getur raunverulega aðeins orðið öðrum að liði með því að vera það sem hann er — opinn fyrir öllu og öllum. Manna á meðal er hanm það sem málverk hans leiðix i ljós og er frumlegt meðal samtíma list- forma. Hann stundar listmálun með sérstökum að- ferðum. Fyrst myndvarpar hann þeim safnmyndum, sem hann notar sem kompositionir í málverk sin, tekur sér síðan pensil í hönd og málar með natni hvert smáatriði, byrjar á björtu flötunum og fyllir í með alúð og árvekni. Það myndi aldrei flögra að honum að fordæma eitt eða annað tján- imgai-form sem er frábrugðið listmálun, eins og til dæmis form The Objectors, sem er í því falið að safna saman raunverulegum hlutum og raða þeim niður. Fyrir honum er málverkið vinna og það er sem verkamaður, sem hann vill vera dæmdur, skil- inn, virtur og verðlaunaður. Hann merkir stundum aftan á strigann fjölda þeirra stunda, sem farið hafa í fullgerð stórs málverks eða dagsetur upphaf og lok verksins til greinilegrar mælingar á tíma og orku, sem í það fer. En þetta kemur ekki í veg fyrir að hann skoði þessa vinnu sem leik, né legg- ur taumhald á það takmarkalausa aðdráttarafl, sem hvers konar andstæður hafa á hann. Það er eins og listmálunin ein sér leysi fyrir hann þá hnúta, sem öllum reynast óleysanlegir i lifinu. í málverkum sínum sýnir hann glæpi og hrylling aðeins í ljósi óraskanlegrar rósemi, með sömu nákvæmmi, sömu köldu ró og barnaskapinn, yndisþokka og furður hins ómengaða imyndunarafls. Ekki er honum þó allt jafngilt, því að hann kann að berjast gegn kyn- þáttahatri, eins og hann gerir í mörgum málverk- um, eða lofa hugrekki Vietnamanna eins og hann hefur gert í myndaflokknum American Interiors. En eú fjarlægð sem hann viðheldur gagnvart öllum 6tjórnmálalegum skuldbindingum gefur honum þá innsýn sem hann þarfnast til að gera sér grein fyr- ir kringumstæðunum í heild sinni. Það þarf ekki annað en að sjá lista yfir verk hans, eins og þarnn sem Georges Fall gaf út árið 1968 til að skilja umfang, fjölbreytiileik og nútíma- snið fyrirmynda hans. Verksmiðjumar, vélamar, er komu á eftir brynjunum og beinagrindunum, sem voru stúdíuverkefni hans í Flórens, þjónuðu hon- um í upphafi sem fyrirmyndir að „uppbyggingu" í hina sundurstúkuðu komposition-málverka hans. Enn I dag raðar hann stundum og skipuleggur myndeiningar sínar samkvæmt reglum „færibands- ins“: sérhver þeirra fullkomnar þær, sem kringum hana standa með merkjanlegum mun. Hvort sem hann setur á þennan hátt saman ímyndir líffæra mannslíkamans, ímyndir ósjálfráða taugakerfisins, hin þúsund dýr Galapagoseyja eða öll bílaflökin, miðar hann ávallt að því að gera eins konar hug- læga endurflokkun á efnisatriðum myndræns al- fræðirits. Stundum sjáum við hershöfðingja birtast úti við sjóndeildarhringinn í málverkum hans — það er vegna þess að þar er orrusta háð gegn inn- rás og æðislegri margföldun nýjunga á öllum mannlegum athafnasviðum. Kaldhæðnisleg barátta, þar sem í veði er andlegt og tilfinningalegt jafn- vægi vegna þess að magn og mismunur þeirra frétta sem við fáum samtímis varðandi atburði sem ger- ast samtímis um allan heim, eru ævarandi ógnun um uppnám. f þessu samhengi gefur list Erros á vissan hátt skýringarmynda af bráðabirgðauppgjöri einstaklings- ins, sem daglega reynir að innbyrða vaxandi safn ímynda. Að því marki, sem heilinm, sem og mag- inri og innyflin, eru tæki til að melta hinn ytri heim, er starf Erros í þvi fólgið að viða að sér og ummynda síðan í listmálun sem mestan fjölda sýni— legra frétta, í þvi ákveðna augnamiði að næra með þeim verk sín. Þannig er því áorkað, í skærri dagsbirtu málverkastrigans, sem áorkazt getur á hverju andartaki í taugafrumkerfum heilans: lát- \ laus samsetning, sundurtekning og endursamsetning hugmynda og nýjunga af öllu tagi, sem gera okkur kleift að leiðrétta og fullkomna í sífellu þau merkja kerfi, sem við skynjum með heimimnn í kringum okkur. Að sjá málverk Erross er ögn skylt því að verða vitni að sýnilegri myndun min'nisins, það er innganga í kerfi fruma og boðtauga, þar sem hlut- ir, sem virðast alls óskyldir mynda tengsl sin á milli og eins konar keðjumál. í augum Eri’os er mynd- heimurinn í engu aðskilinn frá heimi vísiinda- og tæknirita. Málverk eftir Bosch er jafn mikilvægt og þota eða eldflaug og Leonardo da Vinci skipar aðeins að því leyti ofurlítið æðri sess i huga hans, að höfundur Monu Lisu er jafnframt vísindamað- ur og uppfimningamaður. Erro mun einhvenn tíma leggja djarfa hönd á plóginm með Jules Verme og ef til vill fer hann vísvitandi inn á svið vísimdaskáld- skapar, þar sem hvert sýnilegt efnisatriði gengur upp í spásýn um heim, algerlega undirlagðan af tækni og vísindum. Af þessu er enn of snemmt að túlka þá ætlun, sem ræður fyrir útfærslu þessarar frjóu og magn- þrungnu vinnu. Erro vinnur til þess að hún geti átt tilveru sina í þróun til allra þeirra átta, sem mál- aralistin getur náð til, án þess að takmarka sig við nokkurt efni, nokkurn liistfræðilegan fordóm, án þess að takmarkast við neitt nema heildina. Lærðir, strangir og duttlungasamir gagnrýnendur munu á sínum tíma hleypa hemni gegnum síu sögulegrar skilgreiningar og bera hana saman við þá nýbreytni, sem kennd hefur verið við nýfigúratíva list — fyr- ir tilurð „pop“listarinnar. Það mun af til vill fara fram hjá þeim, sem mér hefur virzt þýðingarmest af öllu: Erro heldur áfram að vera einstaklingur og heldur fram rétti eimstaklingsins gagnvart öllum efnahagslegum- og félagslegum nauðþurftum fjöld- ans. Þegar þessar þarfir taka á sig grímu listfræði- legra tízkufyrkbrigða (og það verður æ erfið- ara, í heimi, sem lýtur lögmálum söluframboðs og eftirspurnar, að forða uppfinningu frá því að verða tízka) verður einstaklingurinn, sem reynir að marka sínair eigin leiðir á heimskortinu, að hafna hverri af annarri öllum grímum, sem honum bjóðast, til að auðvelda sjálfum sér ferðina yfir landamæri. Erro hefur þannig ekki tileinkað sér neina list- fræðilega grímu. Málverk hans er tækni, sem fært er um að laga sig eftir sérhverri kringustæðu hugsunar. Hún lætur hann segja það sem hann sér án allra málalenginga. Með fruntaskap og sakleysi þeirra sem ekki leyna fyrir sjálfum sér erfiðleik- um samskipta, en vilja yfirvinna þá hvarvetna og örvænta aldrei um sigur. List Erros á erindi til mikils fjölda áhorfenda, sem hún er smátt og smátt að vinna til fylgis við sig með hverju ári. Einhvern tíma verður hún vinsæl — miklu vinsælli en „pop“- list. Það verður hin tilkomumikla hefnd einstakl- ingsins, sem veit að hann er í minnihluta gagnvart fjöldanum, en sem getur verið þessum fjölda ímynd baráttunnar með því að gefa honum ummyndaða eftirlikingu af þeim heimi sem hann lifir í. Ég ætla ekki, í niðurlagi þessa máls að nota orð- ið „bylting" sem verzlunarfyrirtæki grípa æ oftar til og tæma af öllu stjórnmálalegu inntaki. En að Erro er málari, sem getur komið af stað talsverðum öldu gangi í breyttum viðhorfum einstaklinga og þjóða, er augljóst af þeirri einföldu staðreynd, að hann heldur vöku sinini varðandi alla nýbreytni og að hann tekur með vaxandi bardagagleði þátt I síð- asta ævintýri hinnar alheimslegu framvarðarsveitar listanina: að gera hana í raun alheimslega. Smásagan Framhald af bls. 5 lög við hjartaveikan kúnstner, sem þrýsti henni upp að flötu brjósti sér og kyssti hana ákaft og það brakaði i rifbein- um konunnar; svo var hún rok ■in aftur, því nú hlaut fisksal- inn að vera búinn að pissa og hún hvarf niður af skörinni, eins og nykur í vök, en kúnstn- erinn stóð ringlaður eftir á palli og fálmaði eftir rauðum sparikjól í rökkrinu. Rauðum sparikjól með konu inn i. Hún var þá svona. Dálítið hamingjuvirki var faliið, svona var heimurinn. Þau sátu við borðið, því fiann var kominn aft ur og hann strauk hendur henn- ar bliðlega og horfði inn í sál- ina, en fyrir okkur var lífsfeg- urðin horfin, því hún átti mann uppi á lofti og við gengum hægt framhjá brúðgumanum, sem var hengdur upp á þráð, fram- hjá bamsmóðurinni, fram- hjá frænkunum þrem og fram- hjá manninum með full rétt- indi og framhjá manninum, sem lét ekki troða á sér og svaf nú inni í fötunum og yið hlup- um við fót með s.torminn i fang- ið og tókum sprett fram hjá sjóbiautu mönnunum í pofrtinu í Glasgow. Útgefandl; H.f, Árvakur, Reykjavík Framkv.stJ.; Haralðar Sveinsson. Rltstjórar: Matttilu Johanncssen Eyjólfur KonráS Jónsson ACstoðarrltstJ.: StyrmJr Gunnanson RitstJ.fltr.: Gísll SlEurösson AuKlýsingar: Arnl GarCar KrlitlnsHon Kltstjórn: ASalstræti 6. Sími 10100 ]0 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. júní 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.