Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1971, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1971, Blaðsíða 12
Frá Sig-liifírðl. Björn Jónsson í Bæ Ævintýrin á Siglufirði t>að var þegar sildin óð upp að landsteinum, Norðmenn og Islendingar slógust á böllunum og skagfirzkir bændur gengu um götur með kjötskrokka, sinn undir hvorri hendi og hrópuðu eins og biaöadreng- irnir nú á tímum „Viltu kaupa kjöt?“ Siglufjörður var um 1920 miðstöð söltunar og bræðslu síldar. Otlend skip voru dag- legir gestir á firðinum og þeg- ar veður versnuðu á veiði- svæðinu, var eins og yfir skóg að líta af möstrum inn- lendra og útlendra skipa. Ekki vantaði þá fjörið í landi. Á götunum streymdi fólkið fram og til baka, ungir og gamlir írá öllum landsins hornum leit- uðu þar atvinnu, verzlun blómgaðist þar eins og alls- staðar, þar sem atvinna og peningar eru næg. Og ekki vantaði skemmtanir; unga fólkið var ekki síður en nú sólgið í fótamennt og faðmlög. Dansað var í bröggum og þeim samkomuhúsum sem til voru. Islendingar, Norðmenn, Fær- eyingar, urðu á stundum saup- sáttir og létu hendur skipta — og það svo um munaði. En veð- ur bötnuðu og flotinn fór á miðin. SiMarkassarnir og þrærnar fylltust af silfurfisk- inum, allar hendur á lofti að bjarga þeim verðmætum sem á land bárust, og peninga var þörf hjá öllum og þar á meðal hj'á okkur Skagfirðingum sem fóðruðum síldarbæinn Siglu- fjörð á landbúnaðarvörum okkar. Vanalega var byrjað að reka sláturfé til Siglufjarðar í júlí. Skipulagt var að einhverju leyti, hverjir skyldu fara þessa eða hina vikuna, því að það sáu allir, að ekki var heppilegt að markaður yfirfylltist, og þó kom þetta oft fyrir, þegar ofurkapp skipulagsleysis og kjánaskapúr hjálpuðust að. Oftast voru það sömu menn sem bundust samtökum um rekstra þessa og voru þá vana- lega í samfloti ár eftir ár; 50— 60 og upp yfir 100 fjár var farið með í hverjum rekstri. Aðallega voru þetta f jórir yztu hreppar sýslunnar, sem höfðu aðstöðu til að nota þennan markað. Úr Hofshreppi vorum við vanalega tvo daga þessa leið; rákum af stað að morgni ®g misjafnlega langt var farið þann dag eftir því hve snemma dagur var tekinn, og svo komu oft tafir, sem ekki var hægt fyrir að sjá. Viðkomustaðir voru nokkuð árvissir, þótt út af því gæti þó brugðið. Reykjar- hóll, Ystimór, Lambanes og Hraun í Fljótum voru fjölsetn- ir áfangastaðir og ekki verður þvi neitað, að mikil ánauð gesta var oft á þessum rausnarheimilum. Á stundum var komið svo seint í áfangastað að legið var í úti- húsum yfir blálágnættið. Var það stundum gert til að valda sem minnstum átroðningi á heimilunum, þó að gestrisni þeirra væri einstök, þar sem oft voru margir rekstrar á ferðinni í hverri viku, Á sumrin mátti þetta heita skemmtiferð fyrir unga og tápmikla menn, en þó lentum við oft i erfiðleikum, til dæmis þegar rekið var yfir Hraunaós, sem oft reyndist hvimileiður farartálmi á þessari leið. En mjög mikið var styttra að fara þá leið heldur en að reka féð fram fyrir Miklavatn, og því var leiðin um Hraunaós oft valin, ef nokkur tök voru þar á. Oftast var ég í samfylgd með nábúa minum og miklum vini, Jóni Jónssyni bónda á Mann- skaðahóli. Þar sem við vorum vanalega aðeins tveir saman, fórum við með um 60 fjár sem þótti hæfilegur rekstur. Ef fleiri rekstrar voru sam- tímis á leið til Siglufjarðar var alltaf mikið kapp um að vera á undan yfir Siglufjarðarskarð og að fá slátrað og þar með betri aðstöðu til sölu. Fyrstu árin var öll aðstaða til að lóga fé á sæmilegan hátt mjög frumstæð, slátrað var úti hvernig sem viðraði og getum við séð í hendi okkar, að skilyrði öll til hreinlætis voru ekki upp á marga fiska. Var þó reynt að gera hið bezta í þeim efnum og oft furða hvað varan var hreinleg, en ekki var þá um grisjupoka eða aðrar um- búðir að ræða. Maður að nafni Guðlaugur Gottskálksson var bændum innan handar við slátr unina og var oft hjálparhella við að afsetja afurðir þegar til vandræða horfði, en mjög mis- jafnlega gekk mönnum að selja og kom þar margt til greina t.d. hvort mörg skip voru inni, mikið að gera, og svo kunnug- leiki og vinátta á milli kaup- 12 LESBÓK MORGUNBLABSINS enda og seljanda, útsjón og dugnaður, en þegar aiit var komið í óefni varð mönnum á að bjóða niður hver fyrir öðr- um til að geta losnað. Aigengt var að sjá menn ganga um göt- ur eða fram í skipin með sinn kjötskrokkinn undir hvorri hendi og kalla: „Vilt þú kaupa kjöt?“ Svo var prangað, sem kallað var, og samið um verðið. Þegar allt var svo búið var eins og fargi væri létt af mönn- um og var þá ekki ótítt að menn fengju sér glaðningu. Man ég eftir að einn ágætur bóndi var himinglaður á gangi á götu, en dálítið valtur; annaðhvort var honum hrint í ógáti eða hann datt á stóra rúðu í Bíóbúðinni, og þar sat hann innan um glerbrot og annað dót og söng „Hvað er svo glatt sem góðra vina fund- ur,“ og sló takt með báðum höndum. Svipuð æfintýri hentu margan glaðan rekstrairnann og var þetta nokkurs konar smyrsl á allt erfiðið og and- streymið sem mjög oft fylgdu þessum ferðum. Heimferð sveitunganna varð oft dálítið söguleg. Ég mynn- ist ferðanna heim, þegar Fljóta merni og Innsveitamenn sam- einuðust, jafnvel allt að 20 manns; þá var stanzað annað slagið og lagið tekið og þá sungið af hjartans list, því að alltaf hafa Skagfirðingar verið söngelskir, og ekki var því að neita að þarna heyrðust marg- ar ágætar raddir. Á Ketilási skildust leiðir; menn skipuðu sér þá í stóran hring þar sem hver hélt í sinn hest og svo var sungið svo að undir tók I Fljótafjöllum, allir skildu með kærleikum og svo tók hver sprettinn til síns heima. Því verður eikki neitað að margar þessar Siglufjarðar- ferðir voru mönnum erfiðar og slarksamar og gat brugðið til beggja vona hve mikill hagn- aður varð af þeim. Á haust- in var alira veðra von á Siglu- f jarðarskarði. Eitt sinn man ég eftir að við Jón á Mannskaða- hóli vorum 14 tíma frá Yzta- mó og út yfir Fjallið. Þá þurft- um við að selflytja lömbin og jafnvel bera upp svokállaða Skarðsbrekku. Þetta var þræl- dómur á mönnum og skepnutm. Ég minnist nú einnar ferðar okkar Jóns sem ég hefi kallað í minningum mmum „Á tæpu vaði." Það var haíistið 1928 eða 1929, ég man ekki fyrir víst hvort árið. Við Jón á Mann- skaðahóli höfðum eins og oft áður farið með fé okkar saman. Við vorum einkennilega sam- hentir, hann afburða dugiegur og þrekmikill, en ég léttur á mér og fljótur til. Oftast nær vorum við mjög vel hestaðir í þessum ferðum og svo var eins í þessari ferð. Hann á fjörug- um gráum hesti, svonefnd- um Hvammskots-Grána. Ég var á brúnum fjörhesti, sem pabbi átti. Þetta var síðast í september. Við höfðum losað okkur við kjöt og ailan slát- urmat og vorum tilbúnir til heimferðar, en undir kvöld var komið. Einir vorum við í þetta sinn og þótt dimmt væri, alauð jörð og rigning, þá datt oíkkur dkki í hug annað en að fara heim um nóttina. Við vorum sem sagt heimfúsir og hestarn ir iíka. Það var eins og þarna væru samstilltir hugir manna og hesta. Erfið var leiðin yfir Siglu- skarð en við teymdum hest ana í erfiðustu brekkunum, til að þeir ættu tii góða þróttinn á langri leið. Við komum að Hraunum i Fljótum; þar var vanalegur viðkomustaður hjá vinafólki, Einari og foreldrum hans Guðmundi og Ólöfu. Þar var okkur sagt, að einhverjir hefðu farið yfir Hraunaós, en annars var hann þá talinn ófær yfirferðar. Það munaði anzi miklu að fara fram fyrir Miklavatn, og nú var bollalagt hvort ekki væri vit i að líta á ósinn og það varð endir ráð- stefnu þessarar. Þegar að Hraunaósi kom sýndist hann al- veg ófær, en fyrir framan hann hafði hlaðið upp þarabunka, sem þó var alltaf á hreyf- ingu vegna undiröldu sjávar. Nú var úr vöndu að ráða. Jón lét mig haida í hestana en fór sjálfur yfir á þarabúnkan- um. Þetta heppnaðist vel, — en þá voru það hestarnir. Hvern- ig áttum við að koma þeim yfir? Að hrökkva eða stökkva var vist okkar kjörorð í þetta sinn, og út á þarabúnkann lögðum við með hestana á eft- ir okkur. Mér er nær að halda að við höfum allir haJdið niðri í okkur andanum meðan við stikluðum yfir, og sammála vor um við um að hestarnir heíðu létt sér á eins og þeir gátu. Þeir blésu úr nös og frýsuðu eins og eftir reiðsprett, þegar yíir kom. Þetta var óneitan- lega mikill glannaskapur að fax-a með hesta á þarabúnkann sem gekk í bylgjum en hyl- dýpi undir. Við stigum á bak fákum okkar og þar með var spretturinn tekinn. . Myrkur var — rigning og víða tjarnir á vegi. Þegar kom inn fyrir Feil í Sléttuhlíð, þurfti að ríða yfir stóra tjörn. Ég var rétt á undan Jóni út í tjörnina, sá raunar ekki mikið, en þegar ég var rétt að koma upp úr nokk- uð blautur af skvettum þá heyrði ég más og hvás fyrir aftan mig og er ég gat litið við, sá ég Jón og Grána synd- andi á hliðinni í tjörninni. Jón var húfulaus er hann kom úr baðinu og all ilia útleikinn. Hann sagði mér síðar, að Siggu sinni (konu hans) hefði þótt ljótur útgangur á honum þeg- ar heim kom. Eftir að kaupfélögin tóku I sínar hendur kjötsölu og fóru að reka kjötbúð og sláturhús, skipulögðu þau rekstra og alia sölu landbúnaðarafurða. Þá breyttist aðstaðan gifurlega. Nú mátti enginn selja utan við þessi samtök, þó voru einstaka menn, sem þóttust missa sín góðu sambönd, hálf óánægðir en fljótlega þögnuðu þær raddir, þegar kostir samvinnu- hreyfingarinnar fyrir þessi mál komu í ljós, og urðu jafn- vel sumir, sem héldu sig haía misst sina góðu viðskiptavini, einna öflugastir stuðnings- menn samtakanna. Er ég lít til baka til veltu- áranna, sem kölluð voru, — síldaráranna á Siglufirði, þá hefir vitanlega margt breytzt. Fjörðurinn er hinn sami, marg- ar bryggjurnar standa ennþá frá þessum tímum, sjálí- sagt orðnar úr sér gengnar, en síldin er horfin og flestir aí þeim mönnum, sem settu þá svip á bæinn. Sr. Bjarna Þorsteinsson sá ég, þá aldrað- an en virðulegan mann sem allir tóku eftir. Guð- mund Skarphéðinsson, ungan, háan og glœsilegan mann, Guðmund i Bakka, Guðmund bæjarfógeta Hannesson, Haf- liðabræðurna og Skafta minn á Nöf, sem aUtaf var og er gaman að tala við o.fl„ o.fk sem of langt væri upp að telja. Ný kynslóð er risin, sem lí!ka setur svip á bæinn, full þrótti til öflugra átaka bæ sínum og landi til blessunar. 20. júni 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.