Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1971, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1971, Side 4
SEINNI HLUTI Frá þvi, að ég fór fyrst að leggja niður fyrir mér ferða- áætlun mína í þessari ferð var nítfnið Markeville ofarlega í huga mínum, mér fannst, að ég yrði að heimsækja heimabyggð Stephans G. Stephansonar og nú stóð sú heimsókn fyrir dyr- um. Það var gildur bóndi úr Markevillebyggð, Jóhann Jó- hanson, sem nú ók með mig frá Edmonton í suðurátt um 150 km til bæjarins Red Deer. Þar heimsóttum við frú Rósu Benediktson, eina eftirlifandi barn skáldsins og hún gerði okkur þá miklu ánægju að siást i ferð með okkur; var síð an stefnt í vesturátt til Marke viliebyggðar. Upphaf þeirrar byggðar finnst mér lýsa vel kjarki frumbyggjana, hvernig þeir lögðu hugrakkir úr í óviss una og buðu öllum erfiðleik um bvrginn. 1 Norður-Dakota voru nokkrir landnemar óánægðir með hlutskipti sitt og sendu því tvo menn af stað i leit að nýjum og betri heim- kynnum. Fyrsti áfangi þeirra var 1200 km járnbrautarferð til borgarinnar Calgary í Al- berta. Þar fréttu þeir af ónumd um lendum, einhvers staðar i norðvestri og þeir lögðu ótrauð ir af stað, gangandi, í leit að þeim. Eftir 150 km göngu, um ókunnar vegleysur og yfir óbrúuð stórfljót komu þeir á landsvæði, sem þeim leizt vel á. Glöggskyggnir reyndust þeir, því að nú er þessi byggð talin eitt bezta landbúnaðarsvæði fylkisins. Markevilleþorp á fátt sér til ágætis nema hinn opinbera minnisvarða skáldsins i útjaðri þess og þar varð ég fyrir fyrstu vonbrigðum mínum þennan dag. Varðinn sjálfur, reistur af stjórnvöldum Kan- ada, er heldur tilkomulítill og meira að segja farinn að skemmast. Staðurinn er að mínu áliti illa valinn og sýni- legt, að honurn er lítill sómi sýndur. Eftir ánægjulega við- stöðu og hádegisverð á heimili Jóhanns var haldið norður að ættargrafreit skáldsins og sá staður var á allan hátt skemmti legri og umhirða þar sómasam- leg. Einnig fannst mér varðinn á gröf skáldsins mun fallegri en hinn. Að lokum heimsóttum við hið gamla heimili skáldsins og þar urðu vonbrigðin sárust. Húsið, sem hann byggði stend- ur nú tómt og er að grotna nið- ur í algeru hirðuleysi. Það er að mestu rúið húsmunum en í fornfálegum skáp voru nokkr ar gamlar bækur og þar var einnig skjalahylki úr iámi, sem Rósa dró fram og sýndi mér innihaldið. Voru það bréf, póst kort og mikið af myndum, sem ýmsir merkismenn höfðu sent skáldinu og áritað eigin hendi. Ég sá, að Rósu var þungt fyrir hjarta en hún sagði fátt, og ég fann, að henni var óljúift að ræða málið. Það var augljóst mál, að ef átti að bjarga hús- inu frá eyðileggingu, var hér þörf skjótra aðgerða, einnig, að þær aðgerðir myindu verða mjög fjárfrekar, ekki aðeins að koma húsinu í sómasamlegt ástand heldur einnig að halda því við í þvi ástandi. Var þá eiginlega nokkurt vit í því að ausa peningum í slíkt fyrir- tæki, hér í þessu afskekkta byggðarlagi, þar sem gestavon var mjög takmörkuð og þá um leið tekjur af þeim. En á hinn bóginn, gat þjóðarbrotið vestan hafs og heimaþjóðin sjálf verið þekkt fyrir það að láta heim- ili hins mikla hugsuðar og skáldjöfurs grotna niður í van hirðu og skeytingarleysi ? Nei og aftur nei. Hér virtist því vera um litt ieysanlegt vanda- mál að ræða og hugsunin um það ásótti mig það sem eftir var dagsins og fram á næsta dag er ég skyndilega taldi mig eygja lausnina. Frá Markevillebyggðinni var nú ekið suður og austur til bæj arins Innisfail en þangað voru komin á móti okkur hjónin Lóa og Jack Wallewein, er komu til íslands i hópferð árið 1969. Þau óku með mig suður til Cal- gary og á heimili þeirra i þeirri borg gisti ég næstu 3 nætur. Calgary er næst stærsta borg í Alberta og á ýmsan hátt ólík öðrum borgum i Vestur-Kan- ada að yfirbragði og borgar- brag. Hún er í suðurhluta fylk isins, sem er nautgripasvæði frá fornú fari en oft er léttara andrúmsloft á slíkum „kúreka- svæðum." í Calgary er t.d. haldin víðfræg kúrekahátíð — Calgary Stampede — og vik- una, sem hún stendur yfir rík- ir ósvikin „Jörfagleði" i borg inni. 1 Calgary gætir olíuauð- æfanna meira en annars stað- ar, töluvert um glæsilegar byggingar í miðborginni og þá ekki síður í auðmannahverfun- um. 1 vestri rís bergveggur Klettafjallanna, í um 65 km fjarlægð, háreistur er hann og ærin andstæða við marflata víð áttu sléttunnar til austurs. En frá þeim berst borginni á stund um litill aufúsugestur, sjóðheit ur hnúkaþeyr — Chinook — sem er mönnum og málleysingj um þungur í skauti. Næsta dag fóru hjónin með mig í skoðunarferð um borg- ina og síðan í heimsókn i afar viðlendan þjóðminjagarð, er nefnist Heritage Park. Þar hef- ur verið safnað saman fjölda fornra húsa og annarra mann virkja og er öllu vel og hagan lega fyrir komið en það sem meira er um vert, margir af þessum stöðum eru í fullum rekstri að fyrri tíma sið. Má þar nefna gamla jámbraut, er flytur farþega um svæðið, hjólaskip, sem gengur um stórt uppistöðulön meðfram einni hlið garðsins og í dálitlu aldamótaþorpi er bakarí, smiðja, rakari, matvörubúð, matsöluhús o.fl. allt í fuUum gangi. Þar er kirkja, samkomu hús og íbúðarhús, bæði rík- mannleg stórhýsi og hversdags leg heimili alþýðufólks, allt með fullum búnaði. Er ég reik aði um þennan athyglisverða stað fékk ég svarið við vanda málinu, hér var staðurinn fyr- ir hús skáldsins. Hingað kæmu tugþúsundir að skoða það og hróður hins mikla Skálds færi íbúðarhús það, er Stefán G. Stefánsson, Kletta fjallaskáld, byggði og bjó í. I»ví miður er þvf ekki haldið við, heldur fúnar það og grotnar niður og er hver síðastur að bjarga því. I greininni í síðustu Lesbók brenglaðist því miður texti við eina mynd. Hún var sögð vera aí minnisvarða Vilhjálms Stefánssonar í Árnesi en var af minnisvarðanum á WiUon Island um fyrsta íslenzka barnið fætt í Nýja-íslandi. Við varðann eru hjónin Margrét og Teil Árnason, sem getið var í greininni. Hús skáldsins er að grotna niður Gísli Guðmundsson segir frá Kanadaferð sl. sumar að sama skapi vaxandi, væri ekki lengur einkamál hins fá- menna íslenzkumælandi þjóðar hóps. Trúlegt þætti mér, að þessi staður myndi fagna þvi að eignast með þessu móti sitt „skáldahom". Vitanlega þyrfti að safna í húsið eins miklu af húsmunum þeim er þar voru áð ur og til næst, fyilla i eyðurnar með öðrum munum ef með þarf og búa það hvers konar áhöld- um og tækjum fyrri tíma. Því miður tókst mér ekki að ná sam bandi við framámenn hins ný- stofnaSa íslendingafélags í Cal gary á meðan ég var þar en talaði um þessa uppástungu við aðra, sem leizt vel á hana. Hvort sem hún nær fram að ganga eða ekki þá er eitt vist, það verður að bjarga húsinu og það þolir enga bið. Eftir að hafa sýnt mér frá- bæra gestrisni og velvild á heimili sínu gerðu þau Waile- weinhjónin sér Mtið fyrir og lögðu af stað með mig í eigin bíl í 1200 km ökuferð, þvert yf Uppdráttur, sem sýnir afstöðu þeirra staða, ir Klettafjöllin til Kyrrahafs. sem sagt er frá í greininni. Enga tilraun ætía ég að gera í 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. nóvember 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.