Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1971, Qupperneq 10
Eftir Gísla Jónsson, menntaskólakennara
ÞRIÐJA
GREIN
Landshöfðingi tók að
nokíkru undir ummæli sr. Sig-
nrðar og taldi það raunar
skyldu iöggjafarvaldsins að
veita kvenfólki sem mest jafn-
rétti á við karlmenn, en þá virt
ist sér réttast að byrja á því,
sem heízt væri áberandi, að
ínikill réttindamunur væri á.
Kvaðst hann vilja óska þess, að
háttvirtur þingdeildarmaður
gæti fundið einhver ráð til að
sjá um, að kvenfólk, sem gengi
í sömu vinnu og karlmenn og
afkastaði eins miklu fengi þá
sömu borgun. Slíkum umbórum
væri þarflegt að koma tii ’.eið-
ar. (Hér hrópaði Þorleifur
Jónsson fyrrum Þjóðólfsrit-
stjóri, 1. þm. Hún., heyr fram
í ræðu landshöfðingja.) Magn-
ús Stephensen hélt áfram að
rökstyðja það, ao konur ættu
að fá sömu laun og karlar fyr-
ir sams konar vinnu, taldi sig
ekki kunna við að sjá kven-
menn bera kolapoka upp
bryggjurnar í Reykjavík og fá
ækki nema hálfa borgun á við
karlmenn. Hitt skipti minna
máfi, að vera að bisa við að út
vega konum kjörgengi í sveitar-
nefndir.
Guðjón Guðlaugsson á Ljúfu
stöðum (þm. Strand.) kvaðst
hafa verið í vafa, hvernig
hann ætti að greiða atkvæði í
málinu, en með ræðum sínum
hefðu biskup og landshöfð-
ingi sannfært sig um, að rétr
væri að fylgja því. Jón Hjalta-
iin skólameistari tók nú í sama
streng, þar sem ræður þeirra
beggja hefðu verið á eng tm
rökum reistar. Bjóst hann þó
við að sitja hjá, úr því að ekki
hefði komið utan að frá nægi-
iegar beiðnir um þetta efni. En
yrði málinu fram haldið síðar
og bærust um það óskir karla
og kvenna, myndi hann gefa
því atkvæði sitt.
Þorkell Bjarnason þakkaði
iandshöfðingja síðustu ræðu
sína. Þau helztu réttindi sem
kvenfólk þyrfti að fá, væru
tvenns konar: Meiri jöfnuður
við karla um laun og arð, og
meiri réttindi giftra kvenna
gagnvart eiginmönnum sínum,
er færu miftur en skyldi með
eiginkonur sínar, sem ósjaidan
væri, og er klerkur að þessu
síðara leyti sammála Gerði í
Þjóðviljanum þremur árum
fyrr. Kjörgengi í sveitarmálum
skipti miklu minna máli, og nú
spurði sr. Þorkell háttvirta
þingdeild, hvort kvenfólk í ná
grannalöndunum, t.d. Englandi
Noregi og Danmörku hefði
fengið kjörgengi til hrepps-
nefnda, bæjarstjórna og sýsiu-
nefnda. Ekki kvaðst hann sjálf
ur vita til þess, og væru þess-
ar þjóðir þó á undan okkur í
fiestu, bæði andlegu og líkam-
legu tilliti. Ekkert svar fékk
hann við þessu í þingdeild
inni, en þess má geta, að 1878
höfðu konur í Englandi, svo
giftar sem ógiftar, fengið bæði
kosnin-garétt og kjörgengi til
#kóianefnda, og einmitt um
þessar mundir fengu þær og
bæði kosningarétt og kjörgengi
til hinna nýju héraðs- og sókn
amefnda. En kjörgengi til bæj
arstjórna höfðu þær enn ekki
íengið né heldur i Danmörku
og Noregi, en í Sviþjóð höfðu
þær fyrir skömmu orðið kjör-
gengar í skólanefndir, fátækra-
stjórnir, heilbrigðis- og barr.a-
verndarnefndir. Danska Lands
þingið hindraði bæði 1888 og
þetta sama ár, 1893, að konur
fengju auk heldur kosnmga-
rétt í sveitarstjórnarmálum.
Taldi það hvorki í þeirra né
samfélagsins þágu. 1 I'inn-
landi höfðu konur orðið kjör-
gengar í fátækrastjórnir 1889
og þetta ár urðu þær kjövgeng
ar í skólanefndir. Hér var þvi
verið að stofna til íslenzkrar
forystu í þessum efnum með
frumvarpl Skúla Thoroddsens,
þó að samanburðurinn við Eng-
land og Norðurlönd sé noiíkuð
erfiður végna ýmiss konar m:s-
ræmis á sviði sveitarstjórnar-
mála.
Síðastur á mælendaskrá var
Hallgrímur biskup og vitnaði
að lokum í tillögu sína og
Magnúsar Stephensen frá 1885
til sannindamerkis um það, að
hann væri ekki miður kvenholl
ur en aðrir þingdeildarmenn.
Til þess að veita konum kosn-
ingarétt til alþingis væri hann
enn fús, og væri slikt mun
meira virði en þetta frumvarp.
Að þessum umræðum loknum
var frumvarp Skúla samþykkt
sem lög með 6:4 atkvæðum, en
konungur synjaði þeim siaðfest
ingar.
Nú er rétt að staldra við og
rifja upp aðalatriði:
1. Samkvæmt umdeilanlegum
skilningi á reglugerð um
stjórn bæjarmálefna á Akur-
eyri kýs Vilhelmína Lever þar
til bæjarstjórnar 1863 og 1866,
og er þvi fyrsta koan, sem kýs
•tll sveitarstjórnar á Islandi.
2. Eftir lögum um stjóvn
safnaðarmálefna frá 1879 fá
konur kosningarétt og kjör-
gengi til sóknarnefnda sam-
kvæmt skilníngi æðsta dómara
landsins.
3. Ef sú túlkun háyfirdóm-
arans er rétt, og henni er ekki
andmælt á aiþingi, er álitamál,
hvort konur hafa ekki haft
kosningarétt til alþingis eftir
stjórnarskránni frá 1874, að
vísu með miklum takmörkunum
svo og kosningarétt og kjör-
gengi til hreppsnefnda sam-
kvsemt tilskipun um sveitar-
stjórn frá 1872. En á þetta
mun aldrei hafa reynt.
4. Þorlákur Guðmundsson
flytur og fær samþykkt á al-
þingi 1881 frumvarp um kosn-
ingarétt sjálfstæðra kvenna
til sveitarstjórna og á safnaðar
fundum. Lögin eru staðfest af
konungi ári síðar og vekja at-
hygii erlendis.
5. Sama ár samþykkir al-
þingi að ráði Einars í Nesi og
Magnúsar Stephensen, að kon-
ur á Akureyri skuli fá bæði
kosningarétt og kjörgengi til
bæjarstjórnar. Frumvarpið sæt
ir ekki andspyrnu Hilmars Fin
sens landshöfðingja, en er synj
að staðfestingar af k.onungi.
6. Sighvatur Árnason flytur
frumvarp 1885 um kosningarétt
kvenna til alþingis því er vís-
að frá, en tillögu um þennan
rétt taka þeir upp Hallgrímur
Sveinsson, síðar biskup, og
Magnús Stephensen, í sam-
bandi við stjórnarskrárfrum-
varp, en þessi tillaga er felld í
efri deild.
7. Á alþingi 1891 hefja sr.
Óiafur Óiafsson og Skúli Thor
oddsen mikla baráttu fyrir rétt
indum kvenna, þar á meðal
kjörgengi þeirra í sveitannál-
um, en sú barátta ber ekki ár-
ahgur að því sinni. Málin dag-
ar uppi. Á næsta þingi, 1893,
er kjörgengisrétturinn sam-
þykktur sem lög, en synjað
staðfestingar í Kaupmanna
höfn, enda lítt með því mælt af
landshöfðingja.
Á alþingi 1893 skutu nokkr-
ir þingmenn saman dálít-
illi upphæð í háskólasjóð, og
fengu konur hinn mesta áhuga
á máli þessu, einkum fyrir for-
göngu Sigþrúðar Friðriksdótt-
ur (Eggerz), konu Jóns Pét-
urssonar háyfirdómara, og
Þorbjargar Sveinsdóttiur Ijós-
móður, systur Benedi'kts
Sveinssonar alþingismanns.
Þær beittu sér fyrir hluta-
vefltu i Reykjavík með al-
mennri þátttöku kvenna. Var
þetta svo sem upphafið að
stofnun Hins íslenzka kvenfé-
lags 26. janúar 1894, en fund-
inn þann dag sóttu um 200
konur úr Reykjavík og af Sei-
tjarnarnesi. Fyrsti forseti
félagsins var Sigþrúður Frið-
riksdóttir en síðan Þorbjörg
Sveinsdóttir til dauðadags.
Ágóðanum af tombólunni
skyldi varið til styrktar fátæk
um íslenzkum kvenstúdentum
við hinn væntanlega ísienzka
háskóla. Þá hafði ein íslenzk
stúlka, Ólafía Jóhannsdótt-
ir, systurdóttir Þorbjargar
Sveinsdóttur, tekið fjórða-
bekkjarpróf við Latínuskólann
í Reykjavík, það var 1890, eft-
ir að hafa fyrst fengið um það
synjun þrátt fyrir tilskipunina
frá 1886. Stofnfundur Hins ís-
lenzka kvenfélags er forsíftu-
frétt í Þjóðviljanum 31. janúar
og fær hin beztu meðmæli, og
síðar taldi Bríet Bjarnhéðins-
dóttir, að félagift væri fyrsra
kosningarréttarhreyfing ís-
Ienzkra kvenna, og má það tii
sanns vegar færa. 1 2. grein
félagslaganna segir svo: „Til-
gangur félagsins er sérstak-
lega, að réttindi kvenna á Is-
landi verði aukin og að efia
menningu þeirra og félags-
skap.“ Kosningaréttur og
kjörgengi er hér þvi ekki
nefnt berum orðum. Hins veg-
ar vár svo mælt í lögunum, að
féiagið gæfi út ársrit, og skyldi
þar vera m.a. ein ritgerð um
réttindi og hag kvenna. Áður-
nefnd Ólafía Jóhannsdóttir
mun hafa haft veg og vanda af
riti þessu, er alfls varð 4 ár-
gangar. Hún skrifaði a.m.k.
þær greinar um kvenréttindin,
sem lögin mæltu fyrir um. 1 ár-
gangi 1896 segir hún meðai
annars: ,,Þá koma meginatriði
kvenréttindamáisins: kosnmga-
réttur og kjörgengi. 1 atkvæð-
isréttinum felst í rauninni all-
ur annar réttur, og að gera
takmark hans sem rýmst er það
takmark, sem allir jafnaðarvin
ir keppa að bæði í þessu máli
sem öðru.“ Hún minnir á, að
ein af ástæðunum fyrir því, að
kjörgengisfrumvarpinu var
andimælt og synjað staðfesting-
ar 1893, hafi verið sú, að kon-
ur sjálfar hafi ekki látið i ljós
ósk um kjörgengi í sveitarmál-
um. Því hafði kvenfélagið und
ir forystu Þorbjargar Sveins-
dóttur forgöngu um undir-
skriftasöfnun til alþingis um
jafnrétti í öllum málum við
karla, og skiptu þær undir-
skriftir þúsundum, en heimild-
um ber annars illa saman um
ákveðna tölu. Bríet Bjarnhéð-
insdóttir sagði seinna, að þetta
félag hefði verið fyrst á Norð-
urlöndum og kannski aliri
Evrópu til að beita sér fyrir
slíkum undirskriftum.
Grein sina endar Ólafía svo:
„Vér í kvenfélaginu ættum á
nýja aldartugnum að verða
keppinautar frændsystra vorra
í því, að sannfæra þá, sem
ekki hafa trúað því, að konan
gæti verið lífið og sálin á heim-
ilinu, góð eiginkona, ást-
rík móðir og ræktarsöm dótt-
ir, um leið og hún væri þjóð-
rækin og afskiptasöm um hag
sinn og sinna, jafnt af bæ sem
á, og að rýmra verksvið marg-
faldi og leiði í ljós það inni-
legasta og bezta sem til er í
eðli voru.“
Árið 1895 var mikið um að
vera í íslenzkum kvenréttinda-
málum, óg hófu þá í ársbyrjun
tvö kvennablöð göngu sína:
Framsókn á Seyðisfirði, fyrsta
tölublað dagsett 8. janúar, rit-
stjórar mæðgurnar Sigríður
Þorsteinsdóttir frá Hálsi í
Fnjóskadal og Ingibjörg
Skaftadóttir, en maður Sigríð-
ar var Skafti Jósefsson rit-
stjóri, svo og Kvennablaðið í
Reykjavík, fyrsta töiubtað dag
sett 21. febrúar, ritstjóri Bríet
Bjarnhéðinsdóttir.
Hið fyrsta kvennabiað á ís-
landi, Framsókn, heíst á þessu
ávarpi:
Fram á ársins fyrsta dag
fetum stíg þú traustum
fram og syng þú leiðarlag
landsins konum hraustum.
Hræðst ei spott né heimsins
gflamm
'haf þinn Guð I stafni.
Stýr svo unga Framsókn fram
fram í Jesú nafni.
í ávarpsorðum í óbundnu
máli segir: „Framsókn vill leit-
ast við að styðja lítiknagnann,
rétta hlut þeirra, sem ofurliði
eru bornir, hvetja hina ófram-
færnu til einurðar, ryðja braut
kúguðum, en frjálsbornum
anda frarn til starfs og menn-
ingar. í stuttu máli: Aðaltil-
gangur Framsóknar er sá, að
hlynna að menntun og sjáif-
stæði íslenzkra kvenna og að
undirbúa þær til að girnast að
nota þau réttindi er aldirnar
kunna þeim að geyma.“ Fram-
sókn fékk góðar undirtektir í
Sunnanfara og Þjóðv. un.ga 2.
febrúar.
Ekki var samkomulagið með
þessum tveimur kvennablöðum
allt of gott í fyrstu, þó að þau
deildu sjálif efcki beinlLnis. En
maður Bríetar, Valdimar Ás-
mundsson, lætur feitletra í
Fjallkonunni 26. febrúar, hvað
sem öllum staðreyndum líður,
að Kvennablaðið sé fyrsta
kvennablað hér á landi. Útgef-
endum Framsóknar haíi verið
sent boðsbréf um stofnun þess,
en þær hafi gripið hugmvnd-
ina og farið að gefa út eigið
blað af skyndingu. Þá er þvl
haldið fram í Fjailkonunni, að
greinar i Framsókn séu furðu
iíkar að efni og orðfæri fyrir-
lestrum Bríetar Bjarnhéð-
insdóttur frá 1888 og 1894.
Ólafía Jóhannsdóttir tók
ótilkvödd upp hanzkann fyrir
Framsókn og útgefendur henn
ar í kurteislegri grein í Þjóð-
ólfi og fékk miklar þakkir fyr-
ir „fágætt drenglyndi“ i Fram-
sókn. Grein Ólafiu í Þjóðólfi
endar svo: En allt, sem lyftir
h-uga konunnar til að sjá sina
köilun, að vinna að frelsi og
framför þjóðar sinnar í smáu
og stóru, í hvaöa stöðu sem
hún er, það gerir hana hæf-
ari til að prýða heimiiin í orðs-
ins fyllsta og bezta skilningi.
Kærleiksríkt hjarta og frjáls
andi gerir höndina haga og sí-
Leiðrétting
I SlÐUSTU Lesbók urðu /þau
mistök að mynd \ar með þess-
arl grein af Jóní Ólafssyni frá
Sumarliðabæ, alþm. og banka-
stjóra. Myndin átti raunar að
vera af alnafna hans frá Kol-
freyjustað, sem einnig var
alþm. cn kiinnur að auki sem
skáld og blaðamaður.
]0 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
28. nóvember 1971