Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1972, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1972, Blaðsíða 3
Leikhús á ekki að vera lúxusvara Rætt við Svein Einarsson Sveinn Einarsson tók við starfi leikhússtjóra Leikfélags jns fyrir átta árum, en um þær mundir höfðu verið gerðar all- umfangsmiklar breytingar á rekstri leikhússins og stefndi það óðfluga i átt til þess að verða atvinnuleikhús. Sveinn hafði lesið leikbókmenntir í Sviþjóð og tekið fil. kand próf í þeirri grein og síðar lauk hann licentiatsprófi með rit- gerðinni „íslenzk aldamótaleik list, frá dönskum áhrifum til sjáifstæðra einkenna." — Ég ætlaði að vera þrjú ár leikhússtjóri en tíminn hefur flogið og enn er ég hér. En næsta haust hætti ég. Mig hefur iengi lang- að til að halda áfram rann- sóknum á minu sviði og ég er þeirrar skoðunar að ekki sé heppilegt að menni sitji áratug ina út í svona starfi. — Jafnhliða leikhússtjóra- starfinu hefurðu fengizt tölu- vert við leikst jórn ? :— Já, og ég hef gaman af leikstjórn. Ég býst við ég hafi stjórnað um 10—12 sviðsleikrit um og svo í útvarpi og sjón- varpi. Ég hafði engar hugsjónir í þá átt, þegar ég hóf hér störf. En upphaf þess máls var þegar við höfðum ákveðið að sýna Sjóieiðina til Bagdad eft- ir Jökul Jakobsson og hann bað mig að taka að mér leik- stjórnina. Ég freistaðist til þess og það varð mér góður skóli. — Leikfélag Reykjavíkur stendur á tímamótum um það bil sem þú ert ráðinn. Því er verið að breyta úr áhuga- mannaleikhúsi í atvinnuleik- hús. Hvers vegna einmitt þá? — Ég var ráðinn leikhússtjóri vegna þarfa innan leikhússins sjálfs. Féiagsmenn höfðu kom- izt að raun um að reksturinn væri þá kominn að þeim vatna- skiium að stökkið yrði að taka. Mismunurinn á kjörum leikara okkar og Þjóðleikhúsleikara var svo mikill, að sizt var að undra þótt margir Leikfélagsmenn leit uðu þangað. Það var ekki enda laust hægt að láta f jölskylduna hálfsvelta þó svo að andrúms- loft hér og vinnubrögð væru vel að skapi mörgum þeim leik urum, sem urðu að leita frá Leikfélaginu. Æfingar voru þá á kvöldin, svo að nánast átti leikarinn aldrei fríkvöld — ef ekki voru æfingar, þá voru sýningarnar. En ekki nóg með það, aðalkraftar leikfélagsins urðu yfirleitt að stunda aðra vinnu og þeir voru í sífelldri klemmu að bjarga vixlum hist og her — og nýttust engan veg inn sem skyldi. Svo voru gerðar breytirigar á lögunum, leikhúsráð er sett á fót og skipað að meirihluta ieikhúsfólki. Einnig kom full- trúi inn í ráðið frá borginni og var það í sambandi við gamla tilfinningu þess efnis að Leik féiag Reykjavíkur væri óopin- bert borgarleikhús. Þessi tengsl Leikfélagsins og borgar innar hafa síðan aukizt veru- lega og höfum við mjög góða sögu að segja af samskiptun- um við borgina. Skilningur vár á þvi hvernig komið var og hverra breytinga var þörf. Fyr ir .átta árum voru styrkir sem L.R. naut frá riki og borg jafn háir, nú er borgarstyrkurinn f jórum sinnum hærri. Við lítum á þetta sem viðurkenningu á starfi leikhússins og einnig við urkenningu á því að borgin finnur til skyldu gagnvart okk ur. Annað var það, þegar rekstr argrundvellinum var breytt var auðvitað verið að taka áhættu, því að óvíst var með öllu, hvort grundvöllur væri fyrir tvö leikhús i fullu starfi í borginni. En ekki er að orð- lengja það að um þessar mund- ir var áhorfendafjöldi á leik- ári um sextán þúsund, en hef- ur síðan margfaldast, verkefn- um fjölgað og nú er sýnt því næst á hverju kvöldi. Eftir að Reykjavíkurborg tók að styrkja félagið voru m.a. gerðar þær breytingar að byrjað var nú að æfa á daginn. Kaupið var hækkað. Næsta skrefið var að fastráða kjarna og ái’ið 1964 voru fyrstu sjö leikararnir fastráðnir. Nú eru 16 fastráðnir leikarar og tólf starfsmenn og segja má að Leikfélagið athafni sig alger- lega á grundvelli atvinnuleik- húss. — Hefur ekki hinn mikli og samfelldi uppgangur félagsins farið fram úr vonum, komið á óvart? — jú, því get ég afdráttar- laust svarað játandi. Og ekki nóg með það að leikhópurinn okkar hafi stækkað, heldur hafa eldri leikarar komið heim aftur. Við höfðum leiklistar- skóla í tíu ár og afraksturinn er nú 20 ungir leikarar, sem starfa meira og minna með fé- laginu. Engin kynslóð leikara hefur fengið eins mörg tæki- færi og þessi, þótt ekki hafi all ir leikið hér í Reykjavik. — Hvenær ög hvar ætlar Leikféiagið að byggja leikhús- ið sitt? Ég get ekki svarað því á þessari stundu, en við Léikfé- lagsmenn stöndum á því fast, að við ættum að fá að vera í gamla miðbænum. Leikfélagið er eitt fárra gamalla menningarfyrir- tækja og þvi þykir okkur hlýða að við fáum að vera áfram á þessu svæði. Málið hefur verið meira . og minna til umræðu i tuttugu ár. En sú tíu milljón króna fjár veiting, sem lögð var til bygg- ingar leikhússins á þessu ári hlýtur maður að taka sem hálf gildings yfirlýsingu um að nú þoli þetta mál ekki bið lengur. Nú eigi að hefjast handa. Persónulega skoðun mina dreg ég enga dul á: Reykjavík er ekki það stór borg að mér finnist heppilegt að dreifa því, sem getur skapað brag borgar- menningar. Ég tel, að söguleg rök hnigi að því að starfsemin verði áfram á þessum stað. Gamli miðbærinn á um ókomna áratugi eftir að gegna sinu hlut verki. Við vikum siðan að verkefn- um vetrarins og þá sérstaklega þeim, sem sýnd verða i tilefni afmælisins; allt verk eftir is- " lenzka höfunda. Þann 11. janú- ar á afmælisdaginn verða Úti- legumennirnir, eða Skugga- Sveinn, frumsýndir. — Það er ein af þessum fáu perl- um, sem við eigum í gömlu leik ritunum. 1 verkinu er að min- um dómi tær tónn samfara kímni og ákveðinni þjóðfélags- lýsingu, sem er í raun hafin yfir tímann. Leikurinn er í senn tengdur sögu Leikfélags- ins og er það leikrit, sem hefur frá fyrstu stund ratað inn að hjartarótum þjóðarinnar. Síðan kemur leikritsgerð Atómstððv- arinnar éftir Halldór Laxness, að öllum líkindum í febrúar', Dóminó eftir Jökul Jakobsson verður væntanlega frumsýnt í marz, Dansleikur eftir Odd Björnsson i mai og Kona i hjóla stól eftir Nínu Björk verður frumsýnt annað hvort í vor eða næsta haust. Þá ber þess að geta að verði dómnefnd sú sem nú starfar vegna leikritasam- keppninriar sammála um að leik rit sé vérðlaunavert verður það sjálfsagt tekið til sýningar að hausti, eða þá á Listahátið í vor. Auk þess að Leikfélagið hef- ur stórlega aukið starfsemi sína á síðustu árum í leikhús- inu sjálfu hefur það fengizt við margt annað. 1 fyrra vor- um við með sýningar fyrir börn í skólunum og voru 32 sýning- ar og auk þess höfðum við sam vinnu við lögreglu og umferð- arráð. Þá má ekki gleyma starfi Litla leikfélagsins, sem hefur flutt þó nokkrar athyglisverð- ar sýningar á liðnum árum. Ánægjulegt er til þess að vita, hversu mikinn áhuga starf okkar hefur vakið á sið- ari árum, sagði Sveinn Ein- arsson að lokum, — aðsóknin í Iðnó t.d. sannar á ánægjulegan hátt, að leiklistin er talsverð almenningseign hér á landi. Við það hefur allt okkar starf miðazt, að leiklistin væri ekki fyrir fáeina útvalda, heldur nauðsyn hverjum þegn í nú- tímaþjóðfélagi, til að skerpa hugsunina, létta geðið, jafn- vel stundum til fegurðarauka. Einar Hjörleifsson. Lárus Sigorbjörnsson ÞEGAR EINAR H J ÖRLEIFSSON BJARGAÐI LEIKFÉLAGI SKÓLAPILTA Eiginlega var enginn formað- ur, en reynandi myndi vera að tala við Einar Kvaran. Rithöf- undinn Einar Kvaran. Það var seint á árinu 1921 og við vor- um komnir í alvarlega klípu, komin vildi ég sagt hafa, því nú var kvenfólkið með í þess- um leik skólapilta, sem við hugðumst endurvekja upp úr jólaleyfinu. Mig minnir að leik nefndin öll hafi arkað á fnnd hins mikla manns niður í Aðal- st.ræti þar sem hann bjó í vest- urhluta hins sögufræga land- fógetahúss, einu sinni kennt við maddömu Angel, siðar fá- tækrastofa og barnaskólaliús, loks hús Jóns Guðmundssonar Þjóðólfsritstjóra og andlegt höfuðvígi Reykjaiikur. Við vorum litlir karlar í leik nefnd, auk undirritaðs, Bjarni læknir Bjarnason Guðni prðf- essor Jónsson og ritari nefnd- arinnar Július Björnsson raf- magnsfræðingur. I»að hriktí samt í sögufrægum stiganum, þvi leið okkar lá upp á loft. Á neðri hæð var billiardstofa bæjarins, Ijósmyndastofa og rakari. Við knúðum dyra og innan stundar birtist hið ljúfmann- Iega skáld, sem svaraði, þegar við inntum eftir formanni Leik félags Reykjavíkur: „Eiginlega er enginn formaður og ekkert útlit fyrir að félagið myndi starfa í ár. Stjórnarkosning hafði ekki tekizt á aðalfundi 2. okt. s.I. og ófullnægjandi leigu tilboð hafði komið frá nýjimi eiganda Iðnó, Hákonsen. Einar H. Kvaran hafði að vísu verið kosinn forniaður 27, júní 1920 og til vara Helgi Helgason verzlunarstjóri hjá Zimsen, sem hafði unnið öll stjórnar- störf m.a. í stjórn Leiktjalda- sjóðs bæjarins. 1 stað þess að vísa okkur á liann, væri vísast eftir atvikum að liafa tal af yf- irsmið Leikfélagsins Bjarna Guðnasyni og sminkör Stefáni Runólfssyni og freista þess að þeir götu liðsinnt okkur.“ Fleira sagði liinn reyndi og mikilsverði rithöfimdur um erf iðleika listarinnar, að vísu ekki fjárhagslega, félagið skuldaði aðeins 70 kr. hjá bókaverzl- un Eymundssonar, en hitt væri lakara, að enginn fengist til að leika við þann aðbúnað sem leikendimi væri búinn í Iðnó. Okkur óreyndum stráklingum sem vissu ekki út í livað við vorum að gana, myndi því lioll- ast að fara að ráði skáldsins og « bera sanian bækur okkar við liina ötiilu starfsmenn Leikfé- lagsins, Bjarna og Stefán að ógleymdum Hallgrími Bach- mann, Ijósameistara félagsins. Leið okkar var nú ráðin upp á Skállioltsstíg, þar bjó Bjarni Guðnason i kjallara franska konsúlshússins og síðan um víð an bæ þar sem aðrir bjuggu. Og þar með liófst viðkynning af nýju landnámi, fyrst í skóla leiknum, sem við lileyptum af stokkuniim 18. jan. 1921. Ég hef margreynt það síðar, að gömluni leikhúsum fylgir sér kennileg lykt. Eimur af farða úr tjöldum og andlitssminki, ókennilegri blöndu af ilmvötn- r unt og fnykur úr gömlum flik- um. f>essi lykt er ásækin við nasir manns. Mér er einkarlega minnis- stætt atferli gamals leikhús- manns sem átti sinn þátt í þvf að staðfesta þá ákvörðun hjá mér, að vikja ekki fyrir nýja- bragðinu eða láta undan þrá- Framhald á bls. 7 9. janúar 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.