Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1972, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1972, Blaðsíða 6
Til vinstri: Nálcvæm útlitsteikning Stein]>ór8 af pressaranum í Dúfnaveislu Laxness. I Súðarvogi geymir Leikfélagið leikmuni uppi á lofti og þar kennir sannarlega margra grasa. Fljótt á litið virðist þeita vera venjulegt trésmíðaverkstæði, en þegar framleiðslan er athuguð, sést að hún er dálítið óvenjuleg: Leik- myndir og leikmunir. Hér er Steinþór ásamt einum samstarfsmanna sinna að mála baksviðstjald, sem nota á í Skugga-Sveini. LEIK- MYNDIN ER ÁRANGUR AF SAMSTARFI Rætt við Steinþór Sigurðsson sem gert hefur meira en 50 leik- myndir fyrir LR síðasta áratuginn Guðmundur Finnbogason, landsbókavörður sagði eitt sinn, að gott blað væri margra manna verk. I>eir sem vinna við biöð, vita hvað mikiil sann leikur felst í því. Raunar er margt fleira með sama marki brennt; endanleg útkoma er ár- angur samstillingar og hóp- vinnu. I>að gUdir tU dæmis bæði um sinfóniuhljómsveit og knattspyrnu. Og alveg tvímæla laust um leiklist. Steinþór Sigurðsson, listmál- ari og höfundur að tugum leik- mynda hjá Leikfélagi Reykja- víkur, lagði einmitt álierzlu á þetta, enda er þessi ágæti lista- maður i senn kurteis og hlé- drægur. Ég liitti Steinþór einn éljagráan skammdegisdag á verkstæði Leikfélagsins við Súðarvog. Leikmyndasmiðjan er þar í nábýli við bílaverk- stæði og járnsmiði, en maður sér það strax á hurðinni, að þar muni eitthvað óvenjulegt innan dyra. Þennan dag var andblær af Skugga-Sveini í smiðjunni; þó kom sá andblær mjög á óvart. Siðan Sigurður málari málaði varfærnislega fyrstu íslenzku landslagsmyndirnar við Útilegu menn Mattiúasar veturinn 1862 hefur margur spreytt sig á grasafjallinu, stofunni í Dal og helli Skugga-Sveins. Oft hefur það verið gert við næsta frum- stæðar aðstæður í samkomuhús um ungmennafélaganna úti um land. Kannski hefur árangur- inn ekki alltaf verið góður, en venjulega hefur því öllu verið tekið með þakklæti og fögnuði. Meðfram veggjum stóðu hrikastór Skuggasveinstjöld, nálega fullmáluð. G rasafjallið til dæmis. Steinþór hefur valið nýja leið; hér fékk hann mikið frelsi um útfærslu. Að sumu leyti minna þessar leikmyndir á teikningar barna: Fjöllin, jökl- arnir og hestarnir, sem standa á beit. Það er yfir því hlýleg- ur, rómantízkur blær, en út- færslan er viljandi gerð frum- stæð og minnir á Isleif Konráðs son, þann ágæta naívista. Ákveðin hefð hefur skap- azt í búningum, t.d. á heimilis- fólkinu í Dal, en í þetta sinn seilist Steinþór lengra aft- ur í tímann en venja hefur ver ið að gera. Leikritið er látið ger ast um 1680, eða næstum 100 árum fyrir móðuharðindi. Þótt baksviðið muni haft í senn skáldlegt og frjálslegt, verður reynt að viðhafa nokkra ná- kvæmni í gerð búninga. Til þess að ná því marki svo sem auðið er, hefur Steinþór stuðzt við gamlar þjóðlífsmynd ir, kort og jafnvel uppdrætti úr handritum. 1 þessum gömlu myndum er líka hægt að finna þennan rómantíska og að sumu leyti frumstæða tón, sem lögð er áherzla á i leikmyndunum. Leikurinn býður raunar þess- um stíl heim; það er fantasía, að minnsta kosti í okkar aug- um. Steinþór sagði, að óneitan- lega væri skemmtilegra að fá frjálsar hendur um útfærslu. En hann lagði áherzlu á sam' starfið við 1 eikstjóra og höf- und, ef hann er innlendur og lifandi. Eftir að leikrit hefur verið valið, fer gerð leikmynda fram á samstarfsgrundvelli. Höfundur leikmynda ræðir við leikstjóra, kynnir sér skilning hans á verkinu og hvað hann vill leggja áherzlu á. Næsta skref er frumteikning og þar- næst módel eða fullkomnari sviðsteikningar. Þegar leik- myndir hafa verið ákveðnar, verður að gera vinnuteikning- ar og þá er hægt að hefjast handa á verkstæðinu. En það er ljóst, að tillit verð ur að taka til margra óskyldra hluta. Húsrýmið í Iðnó er einn þeirra. Það verður að hafa í huga, hvernig bezt er að koma leikmyndunum fyrir í geymslu, hvernig þær eru hagkvæmast- ar i hraðskiptingum. Þar kem- ur til gott samstarf yfirsmiðs og leiksviðsstjóra, sem er reyndarsami maðurinn, Ragn- ar Hólmarsson. Eitt heizta vandcimálið eru þrengsli i Iðnó; stundum eru fjögur eða fimm leikrit í gangi í einu. Þá verð- ur málið ef til vill leyst á þann veg einan að aka leikmyndun- um burtu til geymslu milli sýninga, en það er bæði fyrir- hafnarsamt og dýrt. — Þegar maður stendur frammi fyrir því að gera leik- myndir, sagði Steinþór, þá eru oftast fleiri en ein leið að mark inu og stundum margar. Höf undur leikmynda verður eink- um að hafa tvö atriði í huga, ef vel á að fara: Hann má ekki vinna gegn leikritinu, gera kúnstir á kostnað verksins og fyrst og síðast verður hann að hafa i huga andlit leikarans eða leikaranna. Það má að sjálf- sögðu ekki leggja svo mikið í leikmynd, ekki vinna hana svo sterkt, að hún steli senunni, verði aðalatriði og taki athygli leikhúsgesta frá því sem máli skiptir: Heildaráhrifum verks- ins, sjálfum leikurunum og flutningi þeirra. Steinþór byrjaði hjá Leikfé- laginu 1961 og það var nánast tilviljun. Hann var þá kennari við Handíða- og myndlistar- skólann og búinn að vera við nám við Konstfacskólann í Stokkhólmi, þar sem hann hafði tekið leikmyndagerð sem aukanámsgrein. Þar var og farið með nemendur í leikhús undir leiðsögn leikstjóra og kennara og mismunandi lausn- ir ræddar. Þetta var sú undirstaða, sem Steinþór bjó að, þegar Gunnar Hansen bað hann að koma og aðstoða við gerð leikmynda hjá Leikfélagi Reykjavíkur vetur- inn 1961. Síðan hefur margt á dagana drifið á sviðinu í Iðnó og Steinþór hefur gert leik- myndir við meira en fimmtiu leikrit. — Nokkur uppáhaldsverk spurði ég; — Nokkur leik- mynd, sem þér finnst sjálfum, að hafi tekizt betur en annað? — Ég get ekki sagt, að ég sé ánægðari með eina leikmynd en aðra. Myndlistamenn geta oftast bent á einhver verk, sem þeir eru ánægðir með að hafa gert, einir sins liðs og aðeins háðir eigin getu og dómgreind, en leikmyndagerð er ólík. Maður er að vísu tal- inn höfundur leikmyndar, tal- inn ábyrgur fyrir henni, en leikmynd er samstarfsvinna og sjaldan eða aldrei verk eins manns. Hins vegar get ég nefnt einstök verk, sem ég hef haft mikla ánægju af að vinna við: Hús Bernörðu Alba, Yvonne Búrgundarprinsessu, Þjófa lík og falar konur, Fjalla-Ey- vind, Sögu úr dýragarði. Mér dettur þetta i hug svona í hvelli. En að jafnaði finnst mér þó skemmtilegra að fást við ís- lenzk verk. — Ekki þarftu að kvarta undan því að íslenzk verk hafi ekki rekið á ykkar fjörur sið- an 1961. En hvernig sem á þvi stendur, hefur mér fundizt bera meira á nákvæmlega út- færðum leikmyndum í realísk- um stíl hjá Leikfélaginu, en aft ur á móti meira um stilfærðar sviðsmyndir hjá Þjóðleikhús- inu. Er þetta tilviljun? — Ef þetta er rétt, þá er það vegna sameiginlegra ákvarð- ana leikmyndaiteiknara, leik- stjóra og e.t.v: höfunda hverju sinni, en alls ekki stefna í leik- húsinu. — En nákvæmar og iburðar- miklar leikmyndir eru ef til vill vinsælli hjá leikhúsgestum. Hafið þið hugmynd um það ? — Nei, um það veit ég ekki neitt. — Tökum leikrit Jökuls Jak- obssonar til dæmis. Leikmynd- ir I þeim voru alltaf talsvert margbrotnar og veruleg ná- kvæmni í útfærslu. — Já, það er rétt, þær voru mjög realískar. — Var það vegna þess að Jökull vildi hafa þær þannig? Við skulum heldur segja, að Jökull og við hjá L. R. tók- um sameiginlega þá stefnu. — En þið hafið líka verið með mjög stílfærðar leikmynd- ir, Beðið eftir Godot til dæmis. — Ég vann ekki þá leikmynd. Hún er verk Magnúsar Páls- sonar. -— Er leikritið kannski þess eðlis, að slík stílfærsla sé nauð synleg? — Ekki endilega, þótt lausn Magnúsar væri prýðisgóð. Til dæmis sá ég á dögunum sýn- ingu á þessu verki i Sviþjóð og þar var allt önnur leið valin: Flatt bakteppi með vetrarlands- lagi frá Lapplandi, kjarr og f jöll í baksýn og snjór yfir öllu. Alger glansmynd en gaf góða raun og þarna er dæmi um, hvað hægt er að velja ólíkar leiðir. — En það eru þó kannski til leikrit, sem krefjast einfaldrar umgjörðar? — Jú, þau eru til. Antígóna til dæmis. Við völdum ýtrasta ein- faldleik, þegar það var á döf- inni. Sama varð uppi á téningn um, þegar við fluttum Yvonne Búrgundarprinsessu: Bak- grunnurinn flatur og einungis með nokkrum grafiskum tákn- myndum og ornamentum, sem minntu á lagðan kapal og var látinn breytast eftir gangi leiks ins. Aftur á móti get ég varla hugsað mér Tobacco Road 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. janúar 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.