Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1972, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1972, Blaðsíða 7
Eftir frumteikningar gerir Steinjrór gjarnan niódel af sviðinu og sést liann liér huga að einu siíku. nema í einhvers konar Suður- ríkja-realisma. Ég gerði eins og ég gat til þess að ná ósviknu Suðurríkjaandrúmslofti. Og að sjálfsögðu er sú leið mjög oft valin. Leikrit Jónasar Árna- sonar voru til dæmis flutt í þesskonar ramma; það var myndríkur realismi. — Já það má nú segja, þegar fjörugrjót er flutt á sviðið. En hefur þetta starf orðið til þess að þú getir ekki lengur sinnt þinni myndiist? — Nei, ails ekki. Ég hef sumrin. En eftir að leikhúsið tekur til starfa í september og þar til vetrarstarfinu lýkur í maí, get ég varla sagt að ég hafi tima til annars. Vinnustofu aðstaðan hefur breytzt og batn- að við það að ég keypti hús í Skerjafirðinum og þar fylgdi með mjög stór bílskúr, sem stendur sér á lóðinni. Ég hef nú lokið við að innrétta hann og má segja, að síðastiiðin tvö ár hafi að mestu farið í það. — En vinnudagurinn í Iðnó, hvernig gengur hann? — Ég ræð mínum vinnu- tfrna að miklu leyti, en byrja daginn, getum við sagt, með því að mæta á æfingu í Iðnó að morgni, þegar leikrit er í undirbúningi. Stundum sit ég alia æfinguna. Þá get ég haft samband við leikstjórann og fylgzt með þróun mála. En verulegum hluta dagsins eyði ég á verkstæðinu í Súðarvogi við útfærslu eða í einhverju braili með samstarfsmönnum minum. En það er í mörg horn að líta; við leitum til sauma- kvenna með gerð á búningum, og þar þarf að fylgjast með. Þá fer og talsverður timi til að vei ja efni í búninga og leikmyndir. Eftirmiðdagurinn getur til dæmis hæglega farið í þess kon ar eftirlit, en á kvöldin er ég stundum á æfingum í Iðnó, einkum þegar tekur að nálg- ast frumsýningu. Oft þarf að setja Ijós í leikrit á þeim tima, þegar hvorki eru æfingar né sýningar. Stundum verður jafnvel að gera slikt á nóttunni En sjaldan nú orðið sem betur íer. Aðstaðan í Súðarvogi hefur orðið til ótrúlega mikils hag- ræðis og samstarfsmenn minir þar eru mjög hæfir leikhús- menn. Áður þurfti að mestu leyti að smíða leikmynd ir á sviðinu í Iðnó eða þá að við fengum smátíma inni á ein- hverju verkstæði. En það gef- ur að skilja, að við urðum að vinna eins og tvöhundruð manns þær stundir, sem sviðið í Iðnó var iaust. Helzti annmarkinn er fólginn í því, hvað verkstæð ið er langt frá ieikhúsinu; í flestum alvöru leikhúsum er þessi aðstaða í einu og sama húsi. Auk þess sem hér er talið, kemur oft fyrir, að ég noti tím ann heima á kvöldin, einkum til að teikna vinnuteikningar og búninga. Og módel smíða ég eins oft heima. — Geturðu nefnt einhvern erlendan lærimeistara i þessari grein sem þú dáist að öðrum fremur? — Kannski ekki lærimeist- ara, en ég dáist mjög að Josef Svoboda, sem er tékkneskur eins og nafni hans, forsetinn þar í landi. Mér virðist hann hafa frábæran skilning á eðli leikmynda og notar mikla tækni án þess að maður verði beinlínis var við hana; hann er jafnvígur á klassík og nútíma- leikhúsverk. Sem sagt; þar fer saman mikil tæknikunnátta og tilfinning. — Nú ert þú búinn að vera við þetta starf í áratug og kannski er nýjabrumið farið. Eða er alltaf sama eftirvænt- ingin? — 1 rauninni er það alltaf jafn nýtt og tiibreytingarikt. Að visu er oft pressa og margt er unnið á síðustu stundu, sem þyrfti að vinna með meiri fyrirvara. En sú spenna, sem af þvi ieiðir, fer ekki illa í mig. Þó eru þeir menn til, sem ekki þola hana og þeir fara þá frá leikhúsinu. Að vísu er hægt að ætla öllum hlutum of litinn tíma og þá getur hraðinn og óðagotið farið út i hreina vit- leysu. AHir sem \nnna við leik- hús þekkja þessa spennu, sem alltaf fylgir starfinu þar. Hún virðist óhjákvæmileg, jafnvel æskileg og í hófi áreiðanlega örvandi. —• GS. FYRIR réttum 110 árum, veturinn 1862, urðu samhliöa tveir merkisatburðir í fá- tæklegu menningarlífi landsmanna. 1 þorralolc voru Útilegumenn Matthíasar Jochumssonar frumsyndir o'g þarmeð mátti segja, að þjóðin eignaöist fyrsta leikhúsverk sitt. Jafnframt gerði Sigurö- ur málari leiktjöld, sem nokkurnveginn með fuílri vissu má telja fyrstu lands- lagsmálverkin eftir íslenzkan mann. Um þau segir svo í Þjóðólfi hinn 28. febrúar 1862, að þar sjáist „þverhníptir hamrar með einstigi og klettagjótum og aðalhelli þar sem Skugga-Sveinn og félagar hans höfðu bæli sitt, en fagrir jöklar sáust i fjarlœgðinni, þeir er sól roðaði að morgni Því miður eru þessi upphaflegu leiktjöld við Útilegumennina ekki lengur til; en sex tjöld, sem Sigurður rnálari gerði við sama verk tíu árum siðar, eru varð- veitt í Þjóðminjasafni. Forsjónin hagaði því svo til, að þessir frumkvöðlar leiklist- ar á Islandi bjuggu í sama húsi í Reykja- vík veturinn 1862 og það er nokkurnveg- inn vitað, að málarinn örvaði skáldið til átakanna við þessa frumraun og hefur ef til vill lagt eitthvað til málanna, þótt Matthías fœrði það í búninginn. í augum Sigurðar var leikhúsið miklu meira en dœgradvöl. Hann hefur meðal annars látið eftir sig svohljóðandi athugasemd: „Frá scenunni má mennta þjóðina í skáldskap, söng, músík, sýna mönnum alla helztu þjóðsiði á öllum öldum, bœði and- lega og útvortis, málverk, Tablaux etc., og styrkja með því þjóðerni vort meir en með flestu öðru.“ Siguröur málari frá Hellulandi var fœddur 1833 og hefði aldurs vegna átt að geta lifaö atburð eins og stofnun Leik- félags Reykjavíkur, sem hefði án efa glatt hann mjög. En ekkert slíkt átti fyrir þess- um merka listfrömuði að liggja. Þjóðhátíð- arárið kom höfundur Skugga-Sveins uppí Davíðshús, þar sem Sigurður málari lá banáleguna. Guðsmaöurinn var alltaf hress í orðum. Hann skrrfaði nokkur orð um ástand sjúklingsins: „Málara-auming- inn er að deyja — úr bjúg óg tœríngu. Hann lá í hundafletinu í einutn bólgu- stokk, ískaldur undir tuskum og aleinn — og banvœnn, alltaf að tala um, að ekk- ert gangi með framför landsins.“ Þessara brautryðjenda má gjarnan minnast, þegar Leikfélag Reykjavíkur helilur hátíðlegt 75 ára afmœli sitt. Og það er vel til ftindið að Leikfélagið skuli einmitt velja Skugga-Svein, sem nú er orð- inn 110 ára, til sýningar á afmœlinu. Þó má vel gera því skóna, að ekki séu 'állir átiœgðir; að heldur hefði átt að velja eitthvert höfuðstykki leikbókmenntanna. Vissulega hefur Leikfélagið haft um margt að velja til að minnast afmælisins. En þegar öllu er á botninn hvolft, ætla ég að Skugga-Sveinn muni enn einu sinni standa sig og samia, að hann á erindi þótt tíminn líði, enda að ýmsu leyti gott og skáldlegt ver k. Varla mun það ofsagt, að landsmenn hafa skemmt sér meir við Skugga-Svein en nokk- urt annað leikhúsverk. Ég man eftir því, ungur drengur, að mikil fagnaðaralda fór um sveitina, þegar ákveðið var, aö ungmennafélagið sýndi Skugga-Svein á jólum. Sviðið heftir líklega verið ámóta stórt og miðlungs barnaherbergi nú á dög- um og leiktjöldin trúlega miklu ófull- komnari en hjá Sigurði málara 80 árum áður. En það skipti ekki máli; rómur Skugga-Sveins fyllti húsið og menn fundu að þeir höfðu upplifað œvintýri, þegar þeir gengu heim yfir ísi lagðar mýrar undir morgunsáriö. Leikhúsið er líkt og mikið og merki- legt boðhlaup, þar sem hver kynslóð fœr keflið í hendur þeirri nœstu. Nýir menn koma, sjá og sigra — og gleymast. Þannig verða örlög flestra leikara. Leiklistin er list augnabliksins og augnablik listarinn- ar eru orðin mörg í gömlu Iðnó. Þar áttu leikarar eins og Stefanía Guömundsdóttir og Jens B. Waage sín stóru augnablik. Við höldum alltaf í þröngsýni okkar að nútíð- in skari framúr; jafnvel að við skilj- um leikhús betur en áður. Þó telja þeir sem muna, að -túlkun Jens B. Waage á Galdra-Lofti sé meðal þeirra tinda ís- lenzkrar leiklistar sem fegurst skína. En þá ber þess að minnast, að fjarlœgðin gerir fjöllin blá og mennina mikla. Á þessu merkisafmœli Leikfélagsins minnumst við leikara eins og Guðrúnar Indriðadóttur, Árna Eiríkssonar, Friðfinns Guðjónssonar, Gunnþórunnar Halldórs- dóttur, Soffíu GuðlaugsdóttiLr og Bjarna Björnssonar, svo einhver nöfn séu nefnd, sem Ijómuðu skœrt fyrir fáeinum áratug- um. Þessir leikarar og margir fleiri, unnu fullan vinnudag utan leikhússins og lögðu á sig mikið erfiði til þess að þráðurinn slitnaði ekki; þetta merkilega kejli, sem gengur frá kynslóð til kynslóðar. Gísli Sigurðsson. Þegar Einar ... Frainhald af bls. 3. látuni undansláttarkröfum þeg ar Ioks nýtt leikluis — Þjóð- leikhúsið var risið upp hér í borg. I»egar Þjóðleikhnsið var vigt átti ég þátt í þvi að fcveimi erienduni fulltrúum var boðið til vigshinnar þeim A. Pjur- huus frá Færeyjum og Blythe frá Abbeyleikhúsinu í Dyflinni Meðan hinn síðari dvaldi hér fðr ég eitt sinn með honum í kynnisför í Iðnó gömlu. I>á var Jrað að mér varð starsýnt á at ferti mannsins. Hann gekk um allt húsið og nasaði af öllu í krókum og kimum. Eftir vand- Jega yfirferð sagði hann loks: „Og þetta hús hafið þið í hyggju að yfirgefa?" Ég gerði hvorki að jánka eða neita. „Það gerið þið ekki. — I>að hef wr festst í þvi leikhúslykt," sagði liinn gamli leikhúsinaður og forstjóri Abbeyleikhússins fyrrverandi fjárniálaráðlierra frlands. Mér hefur alltaf fundizt ég vera í þakkarskuld við hina mætu nienn sem hver á sinn hátt leiðbeindu mér um afskipti af málefnuni Iðnó gömlu — greiddu götu mina í veg fyrir Thalíu. Lárus Sigurbjörnsson. 9. janúar 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.