Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1972, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1972, Blaðsíða 24
I»AÐ ER EKKI AÐ FURÐA I»ÓTT PARÍSARBÚEM þyki eftisjá að Les Halles. Þessi gamii matvælamarkaður á norð urbakka Signu á sér næstum þúsund ára gamla sögu. Hann er eidri en handritin okkar. Snorri Sturiuson hefði sem bezt getað komið þangað til að fá sér bita, ef hann hefði ver- ið túristi og næturhrafn á borð við nútíma Islendinga. Endur fyrir löngu tóku akur- ytfkjubændur að koma með grænmeti sitt- inn í Parísar- borg og selja á götunni. Og Gailar, sem við iesum um í íornum latínutextum í mennta- skóia, hafa vafaiaust lagt þang að ieið sina með kjötskrokk- ana sína. En árið 1181, á stjórn arárum Filipusar Ágústusar voru fyrstu þökin sett þama upp, til að verja fólk og mat- væli fyrír söl og regni. Og á dögum Loðvilcs III. urðu til stóru regnhlifarnar úr járni, eem nú eru kaliaðar haliir. Þama hefur svo verið liflegur markaður á hverri nóttu í 800 Að inarkaðsskálunum í miðri Parísarborg streymdu hverja nótt trukkar með niatvæli borgar- búa til næsta dags. Elín Pálmadóttir Minningarorð um markað ór i miðri Parisarborg, sem með árunum og öldunum teygði sig i allar áttir, þar til imannfjöldi stórborgarinnar og þrengslin gerðu út af við þetta stóra, skemmtilega markaðs- torg. Um aidaraðir urðu þarna brunar, uppreisnir, hátiðir, hengingar, skrúðgöngur, hækk om á ostaverði og lækkun á verði svinakjöts, slagsmál og gleðifundir og skipti á fólki og skoðunum miili blómkálshauga eggjakarfa og sláturvagna. 1 800 ár þróaðist þarna sérstakt mnannlif með sinum skemmti lega blæ. SKÁLDLEGAR EÝSINGAR RITHÖFUNDANNA á lífinu á þessum stað á síðustu öld settu svip sinn á staðinn. Fyrir alda- mót - komu kjóikiæddir karl- jnenn og skrautbúnar konur með skartgripi gjarnan frá Maxims eða öðrum frægum veitingastöðum. Fóikið viidi sjá þennan „maga Parisar“, sem Emile Zola lýsti svo: „Þessi skrýtna borg með aðgreindum hverfum, útborgum sinum, (þorpum, vegum og gangstigum, torgum og krossgötum, eins og þessu hafi öliu verið forðað undan rigningarskúr og stung- ið eins og verkast vildi undir þak.“ Alphonse Daudet sá markaðinn elcki í eins róman- tísku Ijósi í „Paris Vecu", þar sem hann fjölyrðir með aðdá- un um þessi stórkostlegu og al veg einstæðu svinahöfuð, um kæfuna, sniglana, dökku og Ijósu bjúgun, þykku fiskisúp- una o.s.frv., en honum liggur heldur níðrandi orð til þess- ara tötralegu gatna. Það var þó ekki beint þetta, sem nætur hrafnarnir voru að sækjast eft ir í þessu skemmtilega hverfi, þar sem, eins og Louis Aragon sagði, „sverir og kröftugir karl ar með bera, vöðvamikla hand leggi virðast soga i sig og nær- ast á móðurmjólk þessarar næt urfóstru. Og tonn af grænmeti hlaðast upp á gangstéttunum, þar sem glóir á raðir af rauð- um kjötslcrokkum.“ í SÍÐASTA SKEIÐ ÞESSA MANNLÍFS náði ég, þegar ég bjó í Paris fyrir 20 árum, þó þá væri liðin sú tíð, að góðborg- arar væðu skartklæddir bieyt- una á markaðinum, skrýdd- ir gimsteinum. Nú komu menn þar nánast hversdagsklæddir, eins og nú er siöur stórborgar- búa, úr leikhúsum, kvikmynda húsum eða af skemmtistöðum. En aldrei hefi ég misst af því að koma i Les Halles eina nótt, hafi ég átt leið um París, þar til nú siðast í fyrra — þá var þetta aillt horfið. Orðið að nýj- ffililll M • • UiU-l 'W> . llju t— a-- i 'uni kældum og glæsilegum nú- timabyggingum á 200 hektara svæði sunnan við borgina í Rungis, þar sem risinn er í stað inn ein stærsta og nýtízkuleg asta matvælamiðstöð 20. aldar innar. GAMLI MARKAÐSSTAÐUR- INN I MIÐBORG PARÍSAR blundaði ætíð á daginn, en um 2 leytið á nóttunni vaknaði hann. f»á tóku að streyma að úr ölium áttum stórir trukkar og alls kyns farartæki, hlaðin matvæl- um. Allt er losað á gangstétt- irnar og innan skamms höfðu heimamenn í Les Halies reist þetta skammlífa borgarhveríi til einnar nætur. Pýramídum úr litium iaukum, háum súlum af perum og löngum röðum af rauðum nautakjötsskrokkum er raðað upp af þeirri smekk- vísi og nákvæmni, sem hver kynsióð hefur lært af annarri, og hefði ekki verið betur til vandað á málverki. Á HVERRI NÓTTU BÁRUST ÞARNA orðið daglega 3000 tonn af grænmeti og ávöxt- um, 750 tonn af kjöti, 300 af físki, 120 af smjöri og 40 tonn af eggjum, sem allt átti eftir að fylla maga Parísarbúa og gesta þeirra næsta dag. Kaupendur tóku að streyma að um 4 eða 5 ieytið. Eigendur litlu veilingahúsanna fara þá að velja sér efni í matinn handa viðskiptavinum sínum, kaup- mennirnir gera innkaup dags- ins. í»eir ganga hægt fram hjá röðum af svínahausum eða ávaxtakössum, halla höfði og virða þá fyrir sér með spek- ingssvip, eins og gagnrýnandi á málverkasýningu. Þeir vita að velji þeir ekki vel hvem bita fá þedr orð í eyra hjá vandlát- um viðskiptavinum sinum og geri þeir ekki góð kaup, biómstrar ekki verzlunin og hægar gengur að safna í spari sjóðsbókina, til að geta keypt sér lítið hús og setzt að uppi í sveit í ellinni, sem er draumur hvers hversdagsmanns í París. A ÞESSUM TÍMA STREYMA LÍKA A» GESTIR úr fjarlæg- um hverfum Parísarborgar eða frá Chicago eða þá enn lengra að, til að fá sér franska lauk- súpu í kránni á horninu eða glóðarsteik við kertaljós í lit- illi veitingastofu í stíl Muslcat eranna uppi á annarri hæð. Og jaínvel þó ekki sé borðað, er alltaf skemmtilegt að reika þarna um, hlusta á kliðinn og draga að sér þennan skrýtna þef og njóta andrúmsloftsins. Ég á vissulega eftir að sakna markaðarins Les Halles eins og aðrir. Um klukkan 7 tóku bílamir jafnan að leggja af stað heim á leið og farið var að hreinsa staðinn. Næturhrafnarnir hurfu i neðanjarðarlestirnar og áður en langt um leið, var þetta stóra svæði autt og hreint, og tiibúið til að taka við umferð dagsins. Með stækk un borgarinnar reyndist þó si- Á nýja markaðinum í Rungis eru fínir loftkældir skálar, þar sem upplýsingar og tilkynning- ar berast stöðngt til seljenda og kaupencla á sjónvarps- skernmm. 24 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. janúar 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.