Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1972, Blaðsíða 25

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1972, Blaðsíða 25
líin af siiliikonunum á sramla markaðinum. dúðuð í nætumepjunni. Til að lyfta hálfum nauts- skrokki, Jiarf 30« punda jaka. Og J»að voru l»eir flestir karlarnir í Les Ualles. Tit yinstri: fbúarnir í Kue Bagruenra héldn áfrant að lelka á ffítar ogr symgrja eins- ogr fitglar 'í búri —- Íiangramdí uppi á vegg. lið með kaffið í Rue Daguerre. ftíllt erfiðara að koma þessari starfsemi við með öllu því sem henni fylgdi. Á hverri nóttu 'komu þarna saman á litlum bletti um 100 þúsund manns og hefði sú tala fyrirsjáanlega margfaldazt á fáum árum. NÝJA MATVÆLAMIDSTÖÐ- IN, SEM TEKUR VIÐ í Rung is skammt sunnan við Paris, er um flest óiík gamla markaðin- uim í Les Halles. Þar eru stór- ir nýtízku skálar, kældir fyrir grænmeti og blóm, með frysti- klefum fyrir kjöt og fisk, sér- staklega útbúnir skálar fyrir egg og smjör o.s.frv. Og yfír ignæfir stjórnturninn með alls Ikonar nútíma reiknivélum og tækjum, hátalarakerfum og sjónvarpsskermum um allt, til að þjóna þeim 40 þúsund mann eskjum, sem þarna koma dag- lega til að kaupa og selja. Þar eru næg bílastæði og hleðslu- tæki. Hraðbrautin í suður frá París liggur rétt hjá og að- flutningar eru auðveldir. Og svæðið er skammt frá Orly flugvelli, þaðan sem flugferðir eru til fjarlægra landa. Þarna verður auðveldlega hægt að út vega 9 milljónum Parísarbúa mat til dagsins, og ekkert síður þeim 12 mililjónum, sem þar eiga eftir að búa árið 1975. Og með svo stóran alþjóðlegan flugvöll í grennd, eru varla takmörk fyrir því hve vitt starfsemi slíkrar matvælamið- stöðvar getur náð. ÞÖ AÐ ÞAKNA SÉ AI.l.T HREINT OO FfNT og fullkom ið, var ég fjarska fegin að frétta nýlega, að ,,markaður- inn minn" gamli í Rue Dagu- erre númer 19 væri þó enn á sínum stað, með sínum opnu borðum, blauta gólfi og hróp- andi sölufölki. Þetta ei' bara Iit ill hverifismarkaður í einu af suðurhverfum borgarinnar, sem náði upphaflega frá hús- hliðinni og út á götuna. Allan daginn býður sölufótkið varning sinn þarna með hróp- um, rabbar við viðskiptavin- ina og kaliast á grófum glettn- isyrðum milli söluborðanna. En á kvöldin er vandlega pakkað saman og markaðinum lokað með járngrindum. Þá kemur næturvörðurinn. Nokkr- um sinnum á nóttu koma svo lögreglumennirnir í hverfinu í eftirlitsferð og kalla til hans, til að vita að hann sé þar enn og allt sé í lagi Því var hvergi öruggara að búa en i húsinu bak við markaðinn. Enginn gat komizt þar inn nema hafa lyk- il og ógerlegt fyrir gesti að gera vart við sig. I ÞESSUM TIMBURIITAUUI HÖFÐU VERIÐ vinnustofur listamanna, sem flestar voru nú orðnar að geymslum, utan ein. Þar bjuggu eitt sinn tvær stúlkur utan af íslandi, undir- ritaður blaðamaður og Gerður Helgadóttir myndhöggvai'i. Húsnæðið var stór vinnustofa, þar sem gkiggar voru á lofti hátt uppi, en á svölum i vinnu stofunni notalegur svefnstað- ur. Innar af voru svo tvö lítil herbergi, búin húsgögnum úr appelsínukössum af markaðin- um, og eldhúskrýli með stóru baðkari, sem mátti leggja borð yfir, þegar það var ekki i notk un. Ntf ÞURFTI AÐ STÆKKA MARKAÐINN. Það ráð var tekið að stækka hann inn und ir húsið, enda um engan ann- an stað að velja. Neðri hæð hússins var þvi einfaldlega rif in um sumarið. Ekki var gert neitt veður af því, þó að efri hlutinn héngi marga daga uppi á vegg með okkur í. Við gerð- um okkur heldur ekki rellu af þessu, lékum á gítar og sung- um bara eins og fuglar í búri. Heldur ekki höfðum við áhyggjur af spýtunum, sem undir var stungið og voru held ur veigalitlar. Að minnsta kosti tóku gluggar og hurðir að neita að gegna sinu hlutverki að iokast, eftir að húsið tók að smásíga eða skekkjast. Við því var ekkert annað að gera en saga svolítið ofan af þeim, svo, að hægt væri að leggja aftur. Það gerði Gerður nokkrum sinnum. Þótt rifaði svolítið hin- um megin, gerði það ekkert til um sumarið, meðan hlýtt var í veðri. En þegar vetra tók, var betra að glóhita kola- ofninn. Af einhverjum ástæðum varð kolaleysi í París þennan vet- ur, en sem starfsmaður sendi- ráðsins, fékk ég tonn af kol- um sent frá veiv.lun Efnahags- stofnunarinnar og lét flytja það í vinnustofuna. Þegar það fréttist á markaðinuim fyr- ir neðan, kom sendinefnd og mótmælti, húsið mundi ekki þola slikan þunga. Tókust samningar. Ýmist geymdu menn fyrtr okkur kolapokana niðri eða keyptu umframbyrgð ir fegins hendi. Það sem eftir var vetrar, kappklæddum við Gerður okkur í rúmið, i ofn- hitanum á hverju kvöldi, því að morgni þurfti talsvert hug- rekki til að brjótast fram úr rúminu, eftir að næturkuldinn hafði staðið inn um rifiurnar á gluggum og hurðum alla nótt- ina. EN ALUTAF VAR huggulegt að vakna — nema á sunnudags morgnum — við hrópin: „Glæ- nýir kjúklingar. Bezta verð hér“, beint undir rúminu sínu. Gólffjalirnar hleyptu hindt'un- arlaust í gegn köllunum í sölu- konunni fyrir neðan. Og vissu- lega var eitthvað notalegt við að hafa þennan skemmtilega markað svona á næstu grösum. Ég er fegin að heyra að hann sé enn við lýði og engin tand- urhrein kjörbúð tekin við af honum. — E.I*i, Lárus Salomonsson HJÓNA MINNI I tilefni af 40 ára afmæli Kvæðantannafélagsins Iðunnar. Flutt á afmælisfundi 25. október nokkur ávarpsorð og skýringar. 1969, í Donms Medica, eftir Iðunn Bragru brúði Iiá Hcnnar stöðu hefði niátt ber orðhagans sttilfi. bagleg geyma staka Þeirra saga segir frá og nefna hann, sent hefur átt sælla daga liytli. hana fyrir maka. Iðunn geynidi eplin frjó. Hátt af skáldum Bragi bar sem ásuin fegurð léðl. brags í dýrri menning. þar af sagu skeði. frægstur i þeiin fræðnnt var, eitl sinn niissti þeirra þó. frumskóp marga kenning. Ásum bundiit Iðunn var, Það skín frægð um Itessi bjón. eigiukona Braga. Þeim má ekkert granda. Óðins fögru orðlist bar. Heiðri fyrir bugar sjón uin það getur saga: bjóniii saiuan standa. Er Ijósin voru lýsigull, Iðtinn lifir alla tið. sem lýstu Ægis kynni Iðiinn þessi dafni, og' sopin voru Sónar fiill stakan snjöll og steninian þýð við sennuita þar iutti. styðja að hennar nafni. Eftir hennar liuglist ber Vinir Braga og brúðar hans heiti þessi Iöturn. brags ínun saga geyma. Að.standendiim allvel fer orðsins daga lýðs og lands, einkiuu sú viömiðun. Ijóðsins fagurheinta. 9. janúar 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.