Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1972, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1972, Blaðsíða 2
* w Um kosningarétt Ife, jg og kjörgengi *ÍS/(yy íslenzkra kvenna Eftir Gísla Jónsson, menntaskólakennara Fjórði hluti Víkur nú sögunni aftur til al þingis. Svo hafði verið skilizt við stjórnarskrárfrumvarp 1885, að kosningarétt kvenna mætti samþykkja með sérstök- um lögum, en ekki binda í stjórnars'krá. 1 frumvarpi til stjómskipunarlaga, sem Sig- hvatur Ámason flutti 1893, var enn gert ráð fyrir hánu áama, og óbreytt var þetta sam- þykkt á aukaþingimu árið eftir í stjórnarskrárfrumvarpi, sem Behedlkt Sveinsson flutti, en því frumvarpi var synjað stað fehtingar í Kaupmannahöfn. Vár kosningaréttur kvenna að satnbandi. Enn var þetta vísu ekkert aðalatriði í því ákvæðí tekið óbreytt upp í Stjómarskrárfrumvarp, sem Sköli Thoroddsen fiutti, en það frumvarp varð ekki útrætt. Skúli heldur svo áfram með kjörgengisfrumvarp sitt á þing ihu 1895. Undraðist hann, að ráðherra skyldi ekki hafa lagt tíl, að frumvarpið frá 1893 fengi staðfestingu, og átaldi iandshöfðingja fyrir, að hafa ekki mælt með þvi, en i bréfi ráðherrans til landshöf3- ingja, þar sem synjunín er til- kynnt, er tekið fram, að konur á öðrum Norðurlöndum hafi ekki fengið þessi réttindi, og er það að visu rétt. Um þetia mál sagði Framsókn í 1. tölubl. 1896: „Rétt eins og það væri óhæfa, að Isiendingarnir yrðu í nokkru máli á undan öðrum þjóðum, eða eins og þeir væru dæmdir af forsjóninni til þess að verða eftirbátar allra í öJiu.“ Seinna áttd Framsókn eft ir að minna á, að eftir að kon- ur fengu jafnrétti við karla á Nýja-Sjálandi við allar kosn- ingar, þá hafi kosningar þar farið fram með meiri sdllingu og alvörugefni og umræður all- ar hóflegri og sæmilegri en áð- ur. Furðulítill áhugi á fram- gangi kjörgengismálsins kom hins vegar fram I FjaJl- ioonunni, sem Valdimar Ás- mundsson stýrði enn. Þar seg- ir 10. janúar 1895: „Það var reyndar aldrei við að búast, að stjórnin mundi samþykkja þessi lög, meðan dönskum kon- um eru ekki veitt sömu rétí- indi (það hafði stjórnin þó gert 1882) enda, bætir blaðið wið, virðast þau ekki bráð- nauðsynleg. Þau munu vera meiniaus og gagnslaus." En fyrir aiþingí lá nú frum- varp um sama efni enn og sömuleiðis áskoranir fjölda kvenna um, að fruimvarpið yrði samþykkt, en slíkar áskoran- ir frá konum höfðu alþingi ekki áður borizt. Rann frum- varpið umræðulaust að kaHa og alveg andspyrnulaust gegn um neðri deild, en í efri deild flutti HaEgrimur biskup þá breytingartillögu, að í stað orð anna „á safnaðarfundum“ kæmi „sóknamefnd og safnað- arfulltrúa“. Taldi hann þetta taka af öll tvlmæli uhi, að kon- ur gætu eftir frumvarpinu ekki orðið prestar. Að öðru leyti var nú biskup horfinn frá fyrri andstöðu við máldð og lýsti raunar fylgi sinu við það, þar sem fyrir lægju svo margar óskir kvenna um þessi réttindi, enda hlytu þær þá að vera fúsar til að takast á hend- ur þær skyidur, er beim fylgdu. Fór svo frumvarpið með þessari breytingu bi-'kups andstöðulaust gegnum efii deild, og sætti neðri deild sig þá einnig við breytinguna. Urðu þá lögin svo: „Ekkjur og aðrar ógiftar konur, sem standa fyrir búi eða á einhvem annan hátt eiga með sig sjálfar, skulu hafa kjörgengi, þegar kjósa é. í hreppsnefnd, sýslunefnd, bæj arstjóm, sóknamefnd og safn aðarfulltrúa, ef þær fullnægja öHum þeim skilyrðum, sem lög ákveða fyrir þessum réttind. um, að því er karlmenn snert- ir." En lögum þessum var enn synjað staðfestingar af kon- ungi, enda hindraði danska Landsþingið enn, að danskar konur fengju kosningarétt I sveitarstjórnarmálum, hvað þá kjörgengL Þá er til tíðinda að telja, a3 stiftsyfirvöldin, HalJgrimur biskup Sveinsson og JVíagnús Stephiensen landshöfðingi, veiítu inntöku í Lærða skól- ann í Reykjavík 1896 sam- kvaamt heimild í ráðherrabréfi frá 10. nóvember það ár, fær- eyskri stúlku, sem hér var fædd og búsett, EUnbo’-gu Jakobsen. Hún var 25 ára göm- ul og hafði lokið 4. bekkjar- prófi frá skólanum 1894. Vor- ið eítir lauk hún burtfarar- prófi frá Lærða skólanum. hin fyrsta kona á Islandi, sem það gerir, og var þá ísinn að nokkru brotinn að þessu leyti. Hinu má skjóta hér inn í, að í hinum foma Hólaskóla Jóns biskups Ögmundssonar nam að minnsta kosti ein kona, Ingunn Arnórsdóttir af Ás- bimingaætt, og varð svo vel að sér í latínu, að hún kenndi hana mörgum. Sama ár og Elínborg Jakob- sen lauk stúdentsprófi, kom Valtýskan til sögunnar í ís- lenzkum stjórnmálum. 1 stjórn- arskrárfrumvarpi Valtýs Guð- mundssonar var ekki vikið að kosningarétti kvenna, og má það verið skaðlegt. Hann fremur af öðrum ástæðum, að Ólafía Jóhannsdóttir snýst til grimmilegrar andstöðu við frumvarpið í Ársriti hins ís- lenzka kvenfélags. Ekki náðí frumvarp Valtýs fram að ganga á þinginu 1897. SkúJi Thoroddsen heldur áfram þrátefli sónu við Islands ráðherra í Kaupmannahöfn og flytur frumvárp sitt enn óbreytt. Fór það mótatkvæða- laust gegnum heðri deild sem fyrr. En vdð 2. umræðu í efri deild andmælti því sr. ÞoritelJ Bjamason (6. konkj.) Taldi hann frumvarpið skaðlegt og meinlegt, því að konur þær, sem veita ætti kjörgengi, hefðu um annað að bugsa en sveitar- mál. Þessi réttindi mundu verða þeim harmabrauð og þung byrði. Sr. Þorkell taJdi frumvarpið fram komið af eins konar þjóðardrýgindum, að hann ekki segði þjóðannonti, og ef menn gerðu sér of háar hugmyndir um sjálfa sig, gæti það verið skaðlegt. Hann kvaðst óhikað greiða atkvæði gegn því, þó aJIir aðrir kynnu að vera með því. Aðrir tóku ekki til máls, en frumvarpið var samþykk: með 7:2 atkvæð- um, og við 3. umræðu var það afgreitt sem lög með 7 atkv. gegn 4. Enn var Jögunum synj- að staðfestingar. Á næsta þingi, 1899, hefst Jeikurinn enn, og urðu óvænt úrsiit. SkúJd flytur frumvarpið óbreytt. Málið fer mótspyrnu- laust allt til 3. umræðu, en þá lýsir Jandshöfðingi yfir því, að frumvarpinu muni verða synj- að staðfestingar, en sjáifur ætli hann ekki að blanda sér í málið. Síðan er það samþykkt samM'jöða í neðri deild að venju. í efri deild urðu ekki um það neinar ræður, ög það er samþykkt eftir 2 umr. með 7:4 atkvæðum. En við 3. umræðu gerast þau undur, að frumvarpið er feHt með 5 at- kvæðum gegn fjórum. Skúla hafa vafalaust orðið mfkil vonbrigði að þessari óvæntu afgreiðslu, en hann heldur máiinu enn til streitu á alþingi 1901. Hins vegar var í stjómarskrárfrumvarpi Valtý- inga, sem enn var flutt þetta ár, ekki gert ráð fyrir kosn- rngarétti kvenna til alþing- is og auk heldur ekki klausan gamla, að veita mætti konum þann rétt með einföidum lögurn án stjórnarskrárbreytingar. 1 neðri deiid var kjörgengis- frumvarp Skúla samþykkt sam- hljóða sem fyrr, og við 2. um- ræðu í efri deild lýsti Kristján Jónsson ýfirdómari (3. konkj.) nú yfir því, að hann væri horf- inn frá fyrri andstöðu við mál- ið, og styddi nú frumvarpið. Nftján ára reynsla væri feng- in af lögunum frá 1882, og hefði enginn voði stafað af kosningarétti kvenna. Væri timi tll kominn að veita þeim kjörgengisréttinn í sömu nefndir og kosningaréttinn. Þó væri aðalástæðan til skoðana- skipta sinna önrur. TU þess að gegna opinberum störfum þyrfti viitsmuni og þekkingu, en konur væru nú farnar að taka allmikinn þátt i félags- störfum og sætu þar jafnvel í valdasessi, t.d. í Góðtemplara- reglunni. En líka þyrfti til að koma, dnengskapur, mann- dyggð og manndáð, og þetta allt hefðu konur ekki síður en kariar, svo og mannvit tii jafns við þá. Niðurstaða yfir- dómarans var sú, að þjóðin hefði ekki ráð á að halda kven fólki utan við opinber störf. Frumvarpið var samþykkt eftir aðra umræðu með 6:5 at- kvæðum að viðhöfðu nafna- kalli, en svo undarlega brá við, að það var fellt eftir 3. umræðu með 6:5 atkv., en þá tók enginin til máls, og ekki var haft nafnakall. En Skúli gafst ekki upp. Á aukaþinginu 1902 fór hann enn á fkxt með kjörgengisfrum- varp sitt óbreytt. Átti hann nú í fyrsta sinn sæti í efri deild. Fór frumvarpið and stöðulaust til 2. umræðu, en þá var fram komin breytingartil- laga frá Eiríki Briem (6. konkj.) þess efnis, að konum sé þó heimilt að skorast und- an kosningu. Hann segir m.a.: „Mismunurinn á lionum og körlum kemur aðallega frauri í því, að konur eru, eftir því sem ahnennur hugsunarháttur er, siður undir það búnar, áð standa í opinberum málum, og þar sem hér er um þvingandi kvöð að ræða, þá er enginn vafi á þvi, að þessí skylda gæti oft orðið titóinnanleg fyrir kvenfólk." Eirlkur lýsti ann- ars fylgi sínu við írumvarpið og kvaðst áiíta vel faliið að gefa komum kost á að gegna sveitarstjömarstörfum, ef þær treystu sér til og uppfylitu þau skilyrði, sem krafizt viærj. Skúii var andvlgur breytíng artiHöigunni, taldi, að í frum- varpinu væri ekki farið fram á annað en að stiga örlítið spor í þá átt, sem ekki væri nema tímaspursmál, hvenær frekara yrði farið. Vitnaði hann í þessu sambandi til jafnréttis kvenna við karia í Bandarikj- unum og Ástralíiu. Hann taldi, að opinberu málin myndu hafa. gott af því, að kvenmenm fföl* uðu um þau með karimönnun- um. Sr. Eg-gert Pálsson á Breiða- bólstað (1. þm. Rang.) situddi bæði breytingartiHögu Eiriks og frumvarpið sjáift. Tuttugu ár væru nú liðdn, síðan konur fengu kosningarétt í sveitar- máilum, og sæi hann ekki, að sú löggjöf hefði getið nokkuð ilLlt af sér. Konum mundi hafa farið fram hlutíallslega við framför þjóðarinnar yfir höfuð 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. janúar 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.