Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1972, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1972, Blaðsíða 3
I Benedikt Axelsson Fyrsta ástin Við gengum tvö í húminu heim á leið. Á himninum máninn í gráleitum skýjunum óð. Meðan myrkrið í slóð okkar orti sín litríku ljóð stóð ljósið við hurðarstaf dagsins feimið og beið. Við gengum tvö í náttmyrkri nýrunnins dags og nutum þess bæði að mega elskast og þjást. Og þú hefur verið mín fyrsta og einasta ást frá upphafi lífs míns, frá morgni til sólarlags. Og síðan fannst mér frostið svo ilmandi og hlýtt. Þótt fannkyngið berði mig nákalt, ég merkti það vart. Og lífið, sem virtist mér áður svo ógnlega svart við ástina í sál okkar breyttist, varð skínandi hvítt. Við gengum tvö þennan þráðbeina þyrnlausa veg unz þraut okkur krafta til gangsins um dagmálabil. Við kvöddumst í skyndi á meðan tími var til og tókumst í hendur að skilnaði, ljóð mitt og ég. Fritz Naschitz Væla haustvindar Ég vildi þreyja veturinn í hvelfdum barmi þínum. Ljósin á festingunni eru slokknuð. Tætist hégómi á dreif. Klára vín gerjast í holu kalki beinanna. Gul laufblöð skrafa um dauðann. Bros þitt ég óttast að frjósi. Yljaðu þér við auglit mitt. Hvelfdur barmur þinn ver mig gegn kuldanum. Erlingur E. Halldórsson þýddi. Fritz Naschitz er ræðismaður Islands í ísrael. á þessu timabili, og væri vel til falHð á þessu 20 ára afmæ1', að veita þeim kjörgengisrélt- inn einnig, en slik afmælisgjöf mælti ekki vera hefndargjöf, og þvi sityddi hann breytmgar- tiliöguna. Hann kvaðst vita af eigin reynsiu, að karlmenn vildu gjarna vera lausir við að sitja í hreppsnefnd. Hallgrímur biskup kvaðst jafnan hafa verið andvígur þvi að leggja á kvenfólk slikar kvaðir sem frumvarpið gerði ráð fyrir, meðan hann vissi ekki, hvort það væri almenn- ur vilji þeirra sjálfra. Ef hann væri þess viss, skyldi hann styðja frumvarpið, en and- mælti breytingartil'lögu Eiríks Briems, því að réttindi og skyldur yrðu að fylgjast að. Réttur kjósenda væri og fyrir borð borinn, ef þeir, sem þeir kysu, gætu neitað að taka kjöri. Út af þessu sagði sr. Eggert: Er þá eigi og hefur eigi réttur kjósendanna verið fyrir borð borinn með því að neita þeim um að kjósa konu, sem þelr hafa fullt traust á, i hrepps- nefnd eða sýslunefnd, og sem vill svo gjarnan takast slík störf á hendur? Ef rétt er að tala um, að réttur kjósenda sé íyrir borð borinn í slíkum til- felium, sem af breytingartiliög- unni kann að leiða, þá hefur honum, að mínu áliti, miklu fremur verið hallað með því að neita þeim um kjörgengi." Breytingartillaga Eiriks Briem var samþykkt með 7:2 atkv. og frumvarpið eftir 3. um ræðu með 8 atkv. gegn 2. Gegn um neðri deiid fór frumvarpið umræðulaust og mótatkvaíða laust og var samþykk: sem lög með 20 samhljóða atkvæðum. Þetta frumvarp var staðfest af konungi 6. nóv. 1902, enda iagð ist Islandsráðherra hinnar nýju dönsku Vinstri manna stjórnar, Adler Alberti, ekki gegn því. Höfðu þá fengið kjör gengi allar þær konur, sem kosningarétt áttu eftir lögun- um frá 1882. Hóf nú Kvenna- blaðið þegar áróður fyrir þvi, að konur yrðu kosnar í bæjar- stjórnir og hreppsnefndir. Á aukaþinginu 1902 var einnig samþykkt ný stjórnav- skrá, sem frægt er orðið, þeg- ar heimastjórnin fékkst og þingræðið. 1 þessu stjórnlaga- frumvarpi hinnar nýju stjórnar í Danmörku var ekki gert ráð fyrir kosningarétti kvenna til alþingis og ekki tekin upp klausan um, að veka mætk konum kosningarétt með ein- faldri lagasetningu, og í um- ræðum á alþingi virðist mönn- um hafa verið annað efni of- ar í huga. Ekki hafði heimastjórmn undir forystu Hannesar Haf- stein setið liengi, þegar set: var ný reglugerð um Menntaskól- ann í Reykjavík. Hún er fiá 9. september 1904, og segir par 3. grein: „Þegar því verður vú, komið, skal skólinn vera iam- skóii, jafnt fyrir stúikur sem pilta.“ Laufey Valdimarsdöttir og Bríetar settisc i skólann þetta haust og lauk þaðan prófi ef:ir venjulegar, náms- tima, fyrst islenzkra kvenna. Árið 1905 er setí heiidariög- gjöf um siveitarstjórnarmá!, en hugtakið sveitarst]órn er þar þrengra en nú, því að lögin taka aðeins til hreppsnefnda og sýslunefnda, en ekki Dæjar- stjórna kaupstaðanna. 1 átt- undu grein þessara laga, sem er Wtt breytt frá þvi, sem lagt var til í hinu upphafiega st jórnarfrumvarpi, segir svo: „Kosningarétt og kjörgengi til hreppsnefndar á hver karl- maður i hreppnum, sem er i löglegri stöðu og ekki öðrum háður sem hjú, svo og ekkjur og aðrar ógiftar konur, er standa fyrir búi eða á annan hátt eiga með sig sjálfar i lög- legri s öðu.“ Síðan eru hin venjuiegu skiiyrði fyrir kosn- ingarétti upp talin, en ekki einu orði vikið að því, að kon- ur geti skorazt undan að taka kosningu, eins og var í lögun- um frá 1902. Sömu kosninga- og kjörgengisréttarákvæði gil'tu um sýslunefndir. Berum ot'ðum er fram tekið í lögum þessum, að ákvæði eldri laga um kosningarétt og kjörgengi kvenna til sveitarstjórna séu þar með úr gildi felld, og er því efnisbreytingin engin önn- ur en sú, að heimiidin til handa konum, að ’korast undan kosn ingu, sú er ágreiningi hafði áð- ur vald'ð á aiþingi, er nú n5ð- ur felid, en á þetta ’r ekki minnzt í athugasemdum stjó'-n- arinnar við frumvarpið, né heldur í umræðum á alþingi. Spurningin er þá sú, hvort und anþáguákvæðið skyldi áfram gilda fyrir konur í kaupstöð- um, eða hvort lögin að þessu leyti æt 'u einnig að talca til þeirra, svo sem til kvenna, sem voru kjörgengar í hrepps- nefndir. Þetta mætti hafa ver- ið lögsikýringaratriði. Siglivatur Arnason, alþni. •> 16. janúar 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.