Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1972, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1972, Qupperneq 6
IIi't kemst ItoililíhílJ í hann krappan i Holtsá unilir Eyjafjölluni. Kvikmyndir spratt svo það skipulag, að Morgunblaðið auglýsti stað og stund þá farið yrði svo og heimferðartíma. Fólkið var að- allega flutt að Baldurshaga í Mosfellssveit. Þar var nýstofn að veitingahús af Þorfinni Jónssyni veitingamanni. Hann hafði þar landrými nokkurt til umráða og lét það heimiit fyr ir fólkið án endurgjalds. Mun hann hafa séð sér hag í að auka á þann hátt aðsókn gesta að veitingastaðnum. Fargjaldið var ein króna fyrir manninn hvora leið. Fjöldi fólks á öll- um aldri notaði þessi tækifæri til að komast út úr bænum, þegar veður var gott. Og starf semin átti miklum vinsældum að fagna. Að hér var um góða nýbreytni að ræða sést bezt á því, að ekki þurfti annað en hrinda henni af stað til þess að hún héldist áfram og eiginlega annaðist sig sjálf úr því um nokkurra ára skeið, sem fastur liður í félags- og skemmtana- lífi bæjarbúa. Landareign Baldurshaga var svo lítil, að hún nægði ekki til þess að taka við svo miklum mannfjölda sem stundum var um að ræða. Nokkuð rættist úr með því, að leyifi var veitt til umferðar á Selás og i skóg- ræktargirðingu við Rauðavatn, sem hvort tveggja er hið næsta landi Baldurshaga. Ekki var laust við, að bændur á þessum slóðum litu hornauga til þessarar ferðastarfsemi af ótta við ágang og slæma umgengni af hálfu gestanna. Verður varla sagt, að slíkur ótti væri með öllu ástæðulaus. En ekki er kunnugt um, að neitt hafi orðið þar að sök. Þess varð skammt að bíða, að þessi skemmtigarður stækkaði svo, að ekki þurfti lengur um þrengsli að kvarta. Það gerð- ist árið 1927. Hestamannafélag ið Fákur fékk þá vitneskju, að svonefnd Hólmsheiði, sem er mikið land að víðáttu og ligg- ur hið næsta Baldurshaga, mundi fáanieg til leigu og frjálsrar umferðar og dvalar fyrir Reykvikinga. Fákur vissi um vinsamlega afstöðu bæjar- stjórnar Reykjavíkur til þessa máls, sendi henni erindi um þetta og lagði til, að bærinn festi sér landið tli leigu í um- ræddum tilgangi. Það varð svo að ráði, að Reykjavíkurbær tók landið á leigu til 5 ára til frjálsrar dvalar og umferðar fyirir bæjarmenn að sumrinu, og gaf borgarstjórinn út aug- lýsingu um það hinn 5. júli 1927. Það var að sjálfsögðu til- skilið í saimningi, að engin spjöll yrðu unnin á landinu af notendum þess. Eigi mátti rifa þar upp lyng eða annan gróð- ur og ekki halda þar brennu. Fólk skyldi ganga þar vel um og ekki skilja þar eftir matar- leifar né annað rusl og algjör- lega forðast ágang á aðliggj- andi lönd. Voru mörk hins leigða lands rækilega tilgreind í auglýsingunni, og voru þau þessi: Að sunnan: Þjóðvegurinn, Suðurlands- braut. Að vestan: Grafarholtsland. Að norðan: Reynisvatnsiand. Að austan: Miðdals- og Geithálslönd. Allt mun þetta hafa tekizt sæmilega og líklega því betur sem fram liðu stundir. Landeig andinn, Eggert á Hólmi, virð- ist hafa orðið nokkuð uggandi um girðingar eftir fyrstu reynslunna. Sést það á prúð- mannlegri grein um málið, er hann fékk birta í dagblaði í Reyikjavík. Er svo að sjá, að sú grein hafi borið tilætlaðan ár- angur. Það er ánægjulegt til frá- sagnar, að enginn skuggi virð- ist hafa fallið á þessa skemmti- legu og nytsömu starfsemi nema sá, ef nefna s'kyldi, að í einu dagblaðanna í Reykjavík birtist nafnlaus grein þann 9. 8. 1937 þar sem ákaft var fund ið að bílakstri í Reykjavik og nágrenni um helgar og ásökun um sérstaklega beint til boddý- bílanna, sem óku með fólk gegn borgun. Lét greinarhöfundur svo um mælt m.a., að margir slíkra bíla lægju brotnir og bramlaðir meðfram veginum og nokkur slys hefðu orðið á fólki, bæði vegna árekstra og út af aksturs. Eru orð látin að því liggja, að ölvun bílstjóra væri þar um að kenna að ein- hverju ieyti. Einn af hlutaðeig- andi bílstjórum andmælti þess- um sakargiftum harðlega í ann arri blaðagrein. Annað spor í sömu átt og fyrr greinir steig Morgunblað- ið árið 1926, er það beitti sér fyrir því að koma á berjamó, með tilstyrk boddíbíla, þeim börnum í Reykjavík, er eigi höfðu fjárráð til þess á eigin spýtur. Til þess þurfti að afla nokkurs fjár. Blaðið birti þessa hugmynd sína í stuttu máli og hét á bæjarbúa til lið- veizlu. Og góðar undirtekt- ir létu ekki á sér standa. T.d. má nefna, að Meyvant Sigurðs- son, sem þá rak vörubilastöð, bauð fram 6 bíla ókeypis í einn dag til þessara nota, og margir aðrir fóru að dæmi Framhald á bls. 16. Að snúa heim í kalt skilnings- leysið Til þess að kvikmyndamenn- ing blómgist, þarf einkum þrennt að koma til: I. Aðstaða til þt;ss að skapa kvikmyndir. II. Mögnleiki á að koma þeim til sýningar heima og er- lendis. III. Tækifæri til þess að sjá það bezta, sem gert er í kvikmyndaheiminuni, svo að kvikmyndaframleiðsla einangrist ekki, heldur taki mið af því bezta og standist samanbiirð við það. Ef við þessi skilyrði bættust upplýsingar um kvikmynd- ir, fréttir og gagnrýni og ekki sízt rannsóknir á kvikmynd- um og höfundum þeirra, eins og nú eru farnar að tíðkast við ýmsa erlenda háskóla, væri hægt að tala um kvikmynda- menningu. Kvikmyndamenning er nú orðin ríkur þáttur í lífi manna og þjóða. Það er óneitanleg staðreynd, að með kvikmynd- unum, sem framleiddar eru í þúsundatali á ári hverju, ná menn bezt og sterkast hver til annars, m.a. vegna þess, að kvikmyndin talar mál alls mannkyns. Menn hvaðanæva að taka að gera kvikmyndir, oft án beinnar meðvitundar um hugtakið list, þeim liggur fyrst og fremst eitthvað á hjarta og hafa þörf fyrir að ná til fólks. Samt er óhjákvæmilegt, að hug takið list komi upp, þeg- ar menn gefa hlutdeild af sjálf um sér í vel unnum verkum, sem ætlað er að ná til annarra og öðrum finnst jafnframt ekki vera nema á fárra manna valdi. Því vita ýmsir kvik- myndagerðarmenn vart fyrr en farið er að kalla þá listamenn, án þess að sú nafngift hafi hvarflað að þeim, þegar þeir fóru að fást við kvikmynda- gerðina. Gott dæmi er Sviinn Jan Troell, sem hætti kennslu- störfum og hóf að gera kvik- myndir í staðinn. Mynd hans Ole dole doff (mánudags- mynd) er t.d. nokkurs konar uppgjör við kennarastarfið. Italinn Michaelangelo Antoni- oni (gerði m.a. Zabrizkie Point, sýnd nýlega í Gamla bíói) fór að gera kvikmyndir um mann- leg samskipti, eftir að hann hafði lokið háskólaprófi í hag- og viðskiptafræðum. Fjölmarg- ir gera kvikmyndir um þær ingu, sem þeir aðhyllast (J.L. Godard, Glauber Rocha, mynd ir hins síðarnefnda væntanleg- ar á mánudagssýningar), aðrir „ná svo langt“ að geta leyft sér að kanna dýptir eigin sál- arlífs og stöðu sjálfra sín sem listamanna (Ingmar Berg- mann). En slíkt geta ef til vill aðeins þeir leyft sér, sem áður hafa gert tugi mynda um hin ótæmandi tilbrigði mannlegra samskipta. Þannig er ekkert mannlegt kvikmyndunum óvið- komandi. 1 þeim speglast hugs- un samtímans og varðveitist. Þess vegna verður sérhver mað ur að taka afstöðu til kvik- mynda, séu þær skoðaðar í þessu ljósi. Ekki sízt Islending- ar, sem hafa sem stendur mjög bágborna aðstöðu til að gera sjálfir kvikmyndir og sjá nær einvörðungu erlendar kvik- myndir, sem frumsýndar eru í allt að 10 kvikmyndahúsum á höfuðborgarsvæðinu en síðan endursýndar úti á landsbyggð- inni. Reynslan hefur sýnt, að það er mjög undir hælinn lagt hvaða kvikmyndir eru sýndar og hvenær þær eru teknar til sýningar. Við fylgjumst þvi illa með framvindu kvikmyndalist- arinnar, sem er í sífelldri end- urnýjun. Hún er listgrein, sem enn er með vaxtarverk- ina og þroskast ört. Bagaleg- ast fyrir okkur er, að ýmsar mikilvægar myndir í þró- hugmyndir um þjóðfélagsbylt- Við töku kvikniynd- arinnar Síðasti bær- inn í dalnuin 1949. Óskar Gíslason mcð tökuvélina, en með honmn ern Ævar R. Kvaran og Valdemar Lárusson. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. janúar 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.