Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1972, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1972, Blaðsíða 10
Ulrich Groenke VILLIBRANDUR OG ÚLLIVALLI Sitthvað um götumál íslenzkra námsmanna í Þýzkalandi A SlÐUSTU ÞBEMUB ÁRA- TUGUM, sem á Islandi eru kenndir við miklar breytingar í félags- og menningarlífi, hefir nýtt mállegt fyrirbrigði látið mikið til sin taka: götumál eða siang. EKKI EB AÐ UNDRA, þótt máifræðingar hafi beint athygli sinni að þessu fyrirbrigði, safn að dæmum islenzkra slangur- yrða, skráð og lýst þeim og rek ið sögu þeirra. Hefir í því sam- bandi oft verið bent á sambúð Islendinga við Breta og Banda- rikiamenn á hernámstímabilinu og á innrás táninga- og bítla- menningarinnar, enda liggur þetta samband í augum uppi. En margt fleira kæmi til greina, ef útskýra ætti fyrir- brigðið til hlítar og rekja sögu þess. Treystum vér oss ekki að gera allt það í einu greinar- korni, en einhvern tima, senni- lega áður en langt um líður, munu íslendingar eignast sinn Eric Partridge, sem kann að fræða þá um allt sem hér tið- indum gegnir. ÞAR SEM SUANGURYRÐI ERU OFTAST smíðuð af mik- illi snilld og fyndni, hefir skáldum og rithöfundum þótt gaman að þessu leikfangi máls ins. Því hefir eitthvað af slang uryrðum íslenzkunnar komizt á prent og á leiksvið. Það má heppilegt telja og verður ef- laust hinum tilvonandi Eric Partridge ísfendinga til mikill- ar hjálpar, því að slanguryrði eru oftast tízkuorð, sem lifa ekki lengi. Nú er svo mál með vexti, að sérhver íslendingur, þótt hann noti ekki sjálfur götu- mál eða sianguryrði, er vel kunnur þessum mýrarblóm- um málsins - að ýmsum undan skildum. Sum orðan-na eru not- uð aðeins af einangruðum hóp um manna, t.d. af íslendingum sem lifa og starfa erlendis. Er hér um íslenzkt götumál að ræða, sem á heima á götum er- iendra stórborga, ef svo mæt-ti að orði kveða. Hér skal nú rabbað um nokkur dæmi slang uryrða, sem notuð eru af ís- lenzkum námsmönnum í Þýzka landi. EINS OG KUNNUGT ER, stundar talsverður hópur Is- lendinga nám við þýzka há- skóla, en einkum tækniháskóla, t.d. í Aachen og Karlsruhe, eða Karlsrófu, en svo heitir borgin hjá íslenzkum stúdentum þar. Þess konar afbökun erlendra staðarnafna er mjög vinsæl hjá „Suður-íslendingum“, og látum vér hér fylgja tvö önnur dæmi: MITT A MILLI KÖLNAR OG BONNAR — en í báðum þess- um háskólaborgum eru Is- lendingar við nám — ligg- ur ljót smáborg, þar sem nokkrir íslendingar búa. Stað- urinn heitir Wesseling, og kemur það víst fáum á óvart, að borgin er uppnefnd Vesalingur. Nú er ekki amalegt að búa í Vesalingi og þá helzt vegna þess, að þaðan er aðeins spölkorn til Bonnar, en þar, í bæjarhlutanum Bad Godes- berg, hefir íslenzka sendiráðið aðsetur. Er hér nokkurs konar miðstöð íslendinga í Þýzka- iand-i og mætast þar margir, a.m.k. á 17. júní og njóta gest- risni sendiherrans og þar á eftir yndis ýmissa vínveitinga- húsa við Rínarbakka. Heit- ir Bad Godesberg því gælu- nafninu Badda. Þar sem Bonn er höfuðborg — eða höfuðþorp — Vestur- Þýzkalands, má þar sjá mikil- menni stjórnarinnar við ýmis tækifæri. Vitaskuld fer kansl- arinn ekki gangandi um götur Bonnar og Böddu eins og fyrri starfsbróðir hans Bjarni heit- inn Benediktsson ráðherra gerði svo rösklega í sinni höf- uðborg, en þó er Villibrandur alls engin sjaldgæf sýn. Villi- brandur — svo ágætt heiðurs- nafn fyrir kanslara vorn og friðarverðlaunaþega höfum vér Þjóðverjar ekki uppá að bjóða. Þ-IÓDVEIMAR FUNDU UPPA mörgum viðurnefnum fyrir Walter Ulbricht, en þau eru flest ekki falleg, eins og t.d. ,,Spitzbart“ (hökutoppur). En íslenzkir námsmenn í Austur- Berlín fundu upp ÚHivalli, og mætti telja það bæði smekklegt og skemmtilegt uppnefni. E.T.V. KEMUR H ÉR EINNIG annað viðhorf til greina: Menn sem nota ,,leyndarmál“ — en íslenzkan er vafalaust ágætis leyndarmál erlendis — geta vakið grún hjá náungum, sem eru á verði móti „andvígend- um lýðræðisins" eða „stjórnar- skráróvinum" og þá einkum, er nöfn foringja og stórbokka stjórnarkerfisins koma fyrir í samtölum, sem að öðru leyti eru óskiljanleg. EN SÉ HÉR FARID ÚT I ÖFGAR, þá leikur þó enginn vafi á því, að íslenzkunni er ekki alltaf að treysta sem „leynd- arrnáli" í Þýzkalandi. Þar sem íslenzkan og þýzkan eru skyld tungumai, kemur ryrir, ao Þjoe verjar skilja orð eða orðasam- bönd. Nú segir t.d. Islending- ur í áheyrn Þjóðverja, að hann ætli að bregða sér út til að pissa. Þetta verður sennilega skilið — einkum ef maðurinn þá fer út á klósettið, — en svo er mál með vexti, að í þýzk- unni þykir „pissen" afar rudda legt orð. Nota íslenzkir náms- menn því að skvetta i staðinn. En það sem athyglisvert er í þessu sambandi er það, að hér er merking orðsins „að skvetta“ útvíkkuð og ekki not- að samnefni fyrir „að pissa", eins og t.d. „að miga“, sem ó- skiljanlegt væri þýzkum áheyr endum. ÞAR SEM BENT VAR á skyld leik málanna hér á undan, lát- um vér fylgja tvö dæmi, sem sýna, hvernig fyndinn maður getur smíðað slanguryrði bara með því að íslenzka hljóðar- fylgd þýzks orðs samkvæmt vissum grundvallarreglum germönsku samanburðarmál- fræðinnar: í ÞÝZKUM HASKÓLUM ERU skírteini þau mikilvæg, sem staðfesta „þátttöku stúdents- Lns með fullum árangri" í vísindalegum námskeiðum. Þar sem þessi sönnunargögn eru nokkurs konar áfangar á náms- brautinni, spekúlera stúdentar mikið í þessum skírteinum og tala oft um þau. Skírteinið, sem hér er um rætt, heitir „Seminarschein" á þýzku, stutt „Sehein" á stúdentamáli, en skeini á „suður-íslenzku“. Má gera ráð fyrir því, að orðasmið ur okkar hafi verið reyndur námsmaður, sem vissi, að vafa- samt er að mæla þroska vís- indamanns með skírteinum. M-IÖG VINSÆLL MEÐAL Rínar-lslendinga, er kölskinn, enda afskaplega hressandi að eiga við hann. Þar sem kölsk- inn (þessi) á heima i Köln, má íinna hann strax í dómkirkju- hverfinu og á hverju götu- horni stórborgarinnar og þorpa nágrennisins. Blasir nafn hans við öllum sem við hann vilja eiga á þúsund húsa- göflum í néonletrum: Kölsch. EN SLEPPUM ÖLLU GAMNI. Kölski er islenzk afbökun af „Kölsch“, en táknar orðið „kölnskur" og á einkum við kölnskan bjór, sem er nokkuð sérilagi og frábrugðinn öðrum bjórtegundum. Kölsch er „þjóð ardrykkur" Kölnarbúa — vers go, tæprar milljónar manna — og er kenndur við „Kölle", en svo heitir borgin á mállýzku landsvæðisins. „Kölsch“ er í raun réttri lýsingarorð, — „kölniseh" á reglubundinni rit- þýzku — og á við allt sem sér- kennir Köln: mállýzkuna, ,al- þýðuna, Theo Burauen borgar- stjóra, karneval, o.s.frv., en sérstaklega Kölnarbjórinn. En sem tegundarheiti fyrir bjór er „Kölsch" nafnorð, og er því málfræðilega séð allt í lagi, ef íslenzkur námsmaður „fær sér einn köiska" (eða tvo eða fleiri). Vel á minnzt: Fáðu þér einn Egil, lesandi góður, ef þér bragðast hann, en höfundur fer nú út á næsta götuhorn til að fá sér einn kölska. í*áttur af Ragnari Ólafssyni Franihald af bls. !). daiginin 14. september 1928, litlu miður en 57 ára gaimall. Hafði hann borið erfiðan sjúkdóm með þoiigæði og æðrulieysd. Börn þeirra Guðrúnar og Ragnars enu þessi: Egill, f. 1902, Þuríður, f. 1903, Ölaíur, f. 1905 (dó í bernsiku), Sverrir, f. 1906, Valigerður, f. 1908, Ólafur, f. 1909, Jón, f. 1910, Ásgrímur, f. 1913, Kjartan, f. 1916, Guð- rún, f. 1917 og Raigna, f. 1918. 11. MANNLÝSING Ragnar Ólafsson var mikill maður vexti sem faðir hans, stórsikorinn og karlmannlegur og aiuðkenndur frá öðrum möninuim. Hann hafði hár mik ið og llðað og varð snemma gráhærður. Hann hafði ein- kenniilieiga hvaissan og sérstæð- an auignsvip. Skegg á efri vör. AMt var fas hanis fyrirmann- legt. 1 viðræðuim var hann skemimtiiinn og fjörugur og gat verið hrókur alls fagnaðar, þeg ar vel lá á honum þó að alvöru maður væri. Vinfastur og trygg lyndu.r. Þótt ban.n þætti skaip- stór og ráðríkur, þá töldu and- sitæðingar hans, að hann tæki rök þeirra jafnan til yfirveg- unar, einkuim ef þau voru flutt fram af lipurð og stilliiinigu, enda hafði hainn við póMtáska andstæðinga áranigursríka sam vinnu um framgang ýmissa stórmála. Atorka og vinnuþrek voru honum gefin í ríkum mæli, hag sýni, fraimsými og fraimkvæmda lönigun. Kyrrstöðu og aðgerða leysi þoldi hann ekki. Höfðinigs'skap hans og hjálp fýsi var við brugðið. Mörgum veitti hann lán, þegar lánastofn anir voru lokaðar, og gaf stór- gjafir, ef því var að skipta. —- Slíkt hafði hann ekki í hámæli, en þeir, siem þekktu hann bezt, sögðu sögur því til sönnunar, að hann hefði ekkert aumt mátt sjá, og höfuðþættina í fari hanis töldu þeir höfðingsskap og drengliund. Heiztu beiimil'dir: Gjörðabækur bæjarstjórnar Akureyrar og Akureyra.r- bliöð. Leiðrétting Ranglega var farið með nafn höfundar greinarinnar „Jóla- nótt í Svartaskógi", sem birt- ist í síðiistu Lesbók. Stóð þar Ólína, en á að vera Ólöf Jóns- dóttir og ætti elcki að J>nrfa að kynna Itana. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. janúar 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.