Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1972, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1972, Side 2
* Esra Pétursson Þjóðfélagsvandamál, sem skapast við neyzlu ávana- og fíkniefna. — Framhald af forsíðu. taugaveiklaða með tilraunum sínum. Taka vil ég það fram hér, sem smá útúrdúr, að taugaveikiun virðist mér vera lélegt og villandi rangnefni. Geðveiklun er ylirgripsmeira og raunhæfara orð, sem skýrir fyrir- brigðið mun betur. Vitanlega er geðveiklun ekki sama og geðveiki, heldur miklu vaagara ástand, vægara k einnig en geðvilla. Mun ég framvegis nota orðið geðveiklun í stað orðsins taugaveiklun. Sem sagt; Masserman olli geðveiklun hjá köttunum með því að gefa þehn létt raflost um íeið og þeir neyttu matar. Átttx þvi kvikindin í vaxandi kviðvænlegri innri bar- áttu að velja á milli þess að svelta eða að þola sárs- auka raflostsins. Svipað fyrirbæri má sjá hjá maim- skepnum ef hnútukast eða illdeilur fara fram við mat- borðið. Þegar búið var að veikja kettina á þennan hátt fóru þeir einnig að súpa meira á sterkari vín- blöndunum. Drukku þeir þar til þeir urðu sætkennd- ir og gáfu síðan dauðann og djöfulinn í það þótt þeir væru lostnir rafmagni við átið. Geðveiklun kattanna iýsti sér sem aukinn órói og vöðvaspenna og hnipr- /uðu þeir sig stundum saman úti í homi skjálfandi á beinunum. Áfengið dró úr öllum þessum einkerm- um, en aðeins í svipinn. Samfara geðveiklun í mönnum er einnig aukin vöðva- og taugaspenna-) og höfum við ýmsir sýnt fram á það með vöðvamælingum (eleetromyography). Hjá geðvilltum og hjá ungum börnum lýsir vöðva- sperma sér í óróa og eirðarieysL Geðveikir og þung- lyndir eru hins vegar stifari og stirðari og er vöðva- spenna þeirra oft samfara þrjózku. Jafnframt auk- irmi starfsemi og álags tauga og heila kemrrr í Ijós ailmikil aukning á vökum og hvötum í blóðrás geð- veiklaðra, geðvQltra og geðveikra. Mætti ef til vill líkja því við innri mengun af þessum efnum eða sora í mannlifinu. Hjá kleifhugum er heildarmagn hvata, til dæmis svonefndra cathechol-amina, mun hærra en hjá heilhrigðum. Hvatar þessir eru í nánu sambandi við ýmsar tilfinningar svo sem kvíða, gremju og ergi. Ber þvi meira á þeim er sjúklingnum finnst voði steðja að sér, og býr hann sig þá undir að berjast, láta undan síga eða að flýja. Tíð og langvinn geð- brigði af þessu tagi eru afar óþægileg og leitar þá mannveran sér líknar frá þeim. Örvunar- og deyfi- lyf veita fróun í svip. Verða geðbrigðin hjá því fólki, sem hefur áberandi míkla kviðakennd, mjög mikil og breytist vanlíðan þeirra fljótt í eðlilega velliðan, sem þeim finnst mikilfengleg, miðað við hið fyrra ástand. Finnst þeim þeir jafnvel komast í sjöunda himin. En lengi getur Adam ekki verið í Paradís á þennan hátt . . . Hrapar hann von bráðar sem fallinn og stundum steiktur engill til jarðar aftur. Er heimkom- an sú oft ömurleg, því að jafnaði hefur ástandið þar vérsnað en ekki batnað í fjarveru hugaróra geimfar- ans. Erfiðara reynist að komast í sæluvímuna, þegar * frá líður, og eru þeir þá aðeins lausir við sárustu kviðaskynjunina í bili, sem er bót meina þeirra í svipinn. Þótt þeir stagbæti meinin á þennan hátt, grær aldrei um heilt og næðir æ meira um þá inn um glufumar. Margir sálgreinendur, geðlæknar og sál- fræðingar álíta kvíðann vera þungamiðju flestra and- legra sjúkdóma og að minnsta kosti fylgifisk líkam- legra sjúkdóma einnig, ef hann ekki beinlínis veldur þeim sumum hverjum. Freud áieit fyrst að kvíðinn væri afleiðing bælingar hvata manna, en síðar sneri hann blaðinu við og áleit upp frá því að bælingarnar væri afleiðing bælingar hvata manna, en síðar sneri sem bælir, kæfir eða slævir lifsþrótt manna, veldur ljösum eða óljósum kviða. Miðar það að vaxandi veiklun, er lýkur þá er öll kurl eru komin til grafar. Sumpart er kvíði þessi skýr í meðvitundinni, en oft- ar ér hann óskýr í undir- og yfirmeðvitundinm. Sjúklingurinn fser ei greint hann þar nema með sálgreiningaraðferðum. Þekkist kvíðinn þar á afleið- V ingum hans sem eru þunglyndi, reiðigimi, órói og eirðarleysi. Leitast hinn þjáði þá við að létta sér upp eða „hreinsa í sér blóðið“. Áfengi, svefnlyf, ópíum, heróín, marihuana, róandi lyf og tóbak hafa öll áhrif í þá áttina að draga úr kvíðanum og þunglyndinu og hreinsa í svipinn vakana úr blóðinu, sem þeim eru samfara. Líkt þessu er um DDT, sem hreinsar skor- kvikindi úr loftinu, en verður sjálft síðan argvítugt mengunarefni í sjónum. Áfengi og marihuana eru elztu ávanaefnin, sem draga úr kvíða og þunglyndi í bráð, og hafa bæði verið þekkt í yfir íjögur þúsund ár. Lögreglan i New Vork tekur eiturlyfjasjúkling úr nmferð. m msmm mm í Wmmmmm wHMmmmmm Fíkniefnasala er mtkill gróðavegtir fyrir glæpamenn. Þeir, sem vinna að útbreiðslu, dreifingu og sölu á fíkniefnum, eru kaUaðir „peddlers“ og hér sjást tveir slíkir teknir höndum. í Bandarikjunum reka ýmsar hreyfingar harðan áróð- ur fyrir því, að lögleiða marihuana og er þá gengið um með spjöld eins og sést á myndinni. Þessar raddir hafa líka heyrzt hér, en um líklegar afleiðingar vísast til þess, er Esra Pétursson segir í grein sinni. Lífsbarátta lslendinga á sJBustu mcrum var arar ströng og fyrirkvíðanleg. Þjarmaði að þeim minni háttar ísaldartimabil, langmestu eldgos í sögu mann- kynsins, endurteknar drepsóttir og einokunarverzl- un, sem flutti inn of lítil og skemmd matvæli. Verzl- unarmenn héldu hins vegar brennivíni stift að lands- lýðnum. Fór svo, að öllu þessu samanlögðu, að óhóf- leg vindrykkja varð algeng. Talið var að allflestir embættismenn hér á landi hafi orðið áfengiissjúkling- ar um tima og dóu margir fyrir aldur fram af þeim sökum. Hinir fátækari gátu ekki drukkið jafn mikið og varð það þeim til nokkrurrar bjargar. Samt er fátæktinni oft kennt um ávanaefnaneyzlu og glæpa- hneigð. Hún mun þó, ein út af fyrir sig, ekki valda miklu þar um. Þegar ég var héraðslæknir austur á Síðu, voru Meðaiiendingar sárafátækir. Var þar oft þröngt i búi vegna fæðuskorts, lélegt eldsneyti á vet- uma og klæði af skomum skammti. Þar voru engir fikniefnaneytendur, né voru þar framdir glæpir. A tíu árum var sá einn glæpur framinn, að geðveikur unglingspiltur stal tveimur pundum af simjöri. Hins vegar fara glæpir ört í vöxt ef fátæklingum eru fengin ,ávanaeíni. Mjög alvarleg afbrot marg hundrað eða þúsundfaldast í fátækrahverfum Banda- ríkjanna, en þar er jTir heimingur fuHorðinna karla ofdrykkjumenn auk mjög margra fíkniefnaneytenda. Ávanaefnanotkun er oft meiri í fjölbýli miUjóna- þjóða. Telur Murphy, lögreglustjóri New York borg- ar, að fólksmergðin og hlutfallsleg aukning fjölda táninga á fimmtán til sextán ára aidri eigi þar hálfan skerf að máli. Afbrot og önnur hegðunar- vandkvæði em einmitt tiðust á þeim aldri. Ekki er það senniieg skýring. Fólksmergð er meiri í Kína en nokkurs staðar annars staðar. Glæpir eru mjög fátíð- ir þar sáðan þeir útrýmdu ópíumnotkun, er síðar mun að vikið. Hins vegar er skemmst að minnast, að ungir rauðliðar þar frömdu nýverið mörg afbrot, og líktist það mest glæpafaraldri. LaVeme3) læknir á BeHevue-spítala New York borgar bendir á glundroðann á öHum stigum þjóð- félagsins. Uppreisnarandi, ofbeldi, illúð, tortryggni, vanþroski og önnur sjúkieg hegðunareinkenni ungl- inga geysa nú sem faraldur um allan heim. Enn er engin fullnægjandi skýring á þessum fyrirbrigðum. Kennt er um skorti á umhyggju, ástúð og athygli foreldra, samfara linkind og agaleysi þeirra, mistök- um lagayfirvaldanna að halda uppi lögum og rétti; að bilið sé of breitt milli kynsdóðanna og þar fram eftir götunum. LaVerne getur þess til að glundroða þessum valdi loftmengun sú, er nú umlykur heiminn. Samsvari hún því, að reyktur sé einn pakki af síga- rettum á dag. Sumar lofttegundimar, svo sem brenni- steinstvisýrUngurinn, eru fuHt eins skaðlegar og tóbakseimurinn og sótflyksumar x loftinu valda krabbameini likt og tjaran í tóbakinu. Það er að bæta gráu ofari á svart að reykja ofan i sig tóbaks- svælu að viðbættum óþverranum í loftinu. Vitað er, að reykingameim eru áleitnaxi en þeir, sem ekki reykja, og miklir reykingamenn eru til muna áleitn- ari og árásargjamari en þeir, sem lítið reykja. Ekki er því ósennilegt að loftmengun ásamt auknum sora í blóðinu af ávanaefnum valdi töluverðu um þessi aiheimsfyrirbrigði aukins ofbeldis, ofstopa og styrj- alda. Hér sést einnig eitt dæmi af mörgum svipuðum, að ein plágan býður annarri heim og hefja þær tvíeflt samstarf strax þá heim er komið. Mönnum hættir um of að leita einfaidra skýringa á plágum mannkyns. Orsakimar eru ekki einfaldar. Þær eru margfaldar og samflæktar. Ofdrykkjumerm reykja lika venjulega mjög mikið og eru sólgnir i kaffi. Heróínistar nota iðuléga auk tóbaks, svefnlyf, amfetamín og hass. Þeg- ar ein báran ris er sjaldan önnur stök, eins og rang- hermt var og brenglað er á ný. Likt og hjá heilbrigðum dýmm þekkist veruleg fíkniefnanotkun ekki hjá heilbrigðu fólki. Venjulega eru þeir, sem háðir verða þessum efnum, veiklaðir að einhverju leyti. Telst mér til, að láta muni nærri að tíu af hundraði séu geðveiklaðir, áttatiu til níutíu séu geðvilltir og innan við tíu séu geðveikir. Á þetta eink- um við um fátíðari efnin sem ólögleg eru. Skiptar skoðanir eru um arfgengi þessara geðkviUa og geð- sjúkdóma. Hitt ber okkur saman um, að þeir liggi meira í sumum ættum. Stafi það ekki sázt af því, að börnin læri það sem fyrir þeim er haft. Séu foreldr- amir háðir pillum, tóbaki og áfengi, er bömum þeirra meiri hætta búin af öðrum ávanaefnum til viðbótar. Séu foreldramir Hka geðvitltir hefur það oft áhrif á bömin. Snögg umskipti, órói og eirðarleysi grípa um sig á þeim heimilum. Þar er einnig meiri glundroði og fleiri hjónaskilnaðir. Margir ofdrykkjumenn og heróínisitar áttu foreldra, sem hneigðust tH ósjálf- stæðis og urðu þvi háðir ávanaefnum, veðmáiaástriðu, vændi eða öðrum afbrotum. Sérgreinar hegðunar' vandræða eru nokkuð fjölbreyttar, þótt geðviHustofn< inn sé hinn sami eða svipaður. Samfara þessu eykst spiHing og mútuþægni og glæpum fjölgar. Sjálfur 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSlNS 26. marz 1972,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.