Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1972, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1972, Blaðsíða 3
pjooanstOTniTm verraasT I wtutTani vio íjoida siikra heimila. Fyn-nefndur Murphy, lögreglustjóri New York borgar, stendur nú í ströngu að útrýma mútu- þægni lögreglumanna þar í sambandi við fiknilyfin. í>etta mun vera aldagamalt fyrirbæri þar. En eftir höfðinu dansa ldimimir segir islenzkt orðtak og heíur fundizt misbrestur þegar ofar var farið, alit til borg arstjóra og hæstaréttardómara á ýmsum stöðum vestra. Fer þvi jafnan vel á þvi að fylgja fordæmi Marteins Lúters þegar siðbótar er þörf, og ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur, hvaða páfagarður sem í hlut á. Páfinn er staðgengill föðurins og veikist kraftur hans og hin föðurlega umhyggja, orsakar það vand- ræði, afbrot og leit að ávanaefnum til hugsvölunar. Fæstir heróínistar hafa notið föðurlegrar umhyggju og líkt er þvi farið með marga ofdrykkjumenn. Þegar drenglyndi, karlmennska og manndómur þverr, hallar ört undan fæti hjá fjölskyldum, trú- flokkum, pólitískum flokkum og þjóðflokkum. Hnign- un Rómaveldis bar þess ljósan vottinn, en sú saga endurtekur sig í sífellu í smærri stíl. Skortur á sjálfsstæðiskennd er einmitt eitt mest óberandi einkenni þeirra, sem háðir verða efnum þessum. Því var það að Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin ákvað að hætta að nefna sjúkdóma þessa Addic- tions árið 1964 og kallar þá síðan Dependency, sem þýðir að vera háður og ósjálfstæður. Auk þeirrar skapgerðarveilu eru sjúklingarnir venjulega þung- lyndir undir niðri. Oft dylja þeir þó sjálfa sig og aðra þess með galsa, oflátum og sýndarkæti. Sem fyrr segir eru orsakirnar margar og samofn- ar. Enn er þó ótalinn áhrifamesta orsökin, en hún er sjálft efnismagnið. Eftir þvi sem flóðöldurnar rísa hærra farast fleiri menn. Eftir því sem efnaflóðið eykst, vex notkun þeirra að sama skapi. Stafar það sennilega af því að geðkvillar eru svo algengir, að um áttatíu af hundraði hafa að minnsta kosti ein- hvem vott þeirra. Eru því um áttatiu af hundraði i svolítið aukinni hættu að venjast á eitthvert þess- arra ávanaefna, að minnsta kosti á tóbak eða áfengi. Dugar þar til vamar hvorki menntun, uppfræðsla um efni þessi né gáfur. Samkvæmt skýrslum Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar fluttu Finnar inn þrisvar sinnum meira magn heróíns en nokkurt annað land fram til ársins 1941. Átti það að vera notað til svonefndra lækninga og höfðu finnsku læknarnir umráð yfir þvi. Frá alda- mótum var meðalaldur þeirra tíu árum lægri en ann- arra karla af sömu aldursflokkum þar i landi4). 1941 var bannað að flytja það inn og var hætt að skrá það í finnsku lyfjaskránni. Brá þá skyndilega svo við, að meðalaldur lækna hækkaði og varð fljótt aðeins tveimur árum lægri en annarra manna þar. Á árunum 1911—1958 létust hér á landi samtals 102 læknai’5). Telja verður, eftdr þvi sem næst verð- ur komizt, að átján þeirra hafi látizt fyrir aldur fram vegna ávanaefnaneyzlu, aðallega áfengis. Er þar að visu um mikla framför að ræða frá þvi fyrr á sið- ustu öld, er mun fleiri embættismenn dóu af þessum orsökum. Bent er á þetta hér til að sýna fram á það, að aukin uppfræðsla ein um þessi efni er tiltölulega haldlitil til varnar gegn þeim. Hins vegar var enn veigameira að mest eínismagn þessara efna var í höndum læknanna, jafnt í Finnlandi sem á Islandi. Aukning efnismagns mengunarinnar, hvort heldur sem er í höfuðskepnum lofts og lagar eða í blóðrás, öndunarfærum og í andlegu andrúmslofti, veldur óhjákvæmilega sjúkdómum, glæpum og dauða, og það í réttu hlutfalli við magnið. Nái mengun vatna eða sjávar vissu marki, hverfur súrefnið og önnur lifsskil- yrði svo líf getur ekki lengur hjarað. Fer allt eftir þvi, hversu eitrað og sterkt mengunarefnið er. Nægir að minna á frétt i Morgunblaðinu 19. september sl. um hið nýja eitur í hafinu, klórkolvatnsefni, sem er svo sterkt, að 13 miUjónustu hlutar draga þegar í stað úr kolsýruvinnslunni svo svif það deyr, sem er mikilvægur undirstöðuliður í fæðukeðju margra nýtanlegra djúpsjávarfiska. Má nærri geta að Islend- ingum er kappsmál að hætt verði að demba óþverr- anum í hafið svo bjarga megi fiskstofnunum. Gegnir hér vitanlega sama máli um allan þann aragrúa af óþverra ávanaefna, sem dembt er í blóðrásir og önd- unarfæri þjóðalikamanna. Réttnefndur samnefnari virðist mér því vera að nefna þau einu nafni: innri mengunarefni. AFLEIÐINGAR Greinilega má sjá af mörgum framangreindum atrið- um, að afleiðingar margra ávanaefna verða oft orsak- ir annarrar fíkniefnaneyzlu. Verður því vítahringrás, sem vindur æ hraðar upp á sig, unz i algert öngþveiti er komið, ef öflug andspyrna og staðföst barátta er ekki hafin gegn þeitn og ótrautt er barizt unz sigur er fenginn. Afleiðingar-nar eru mismunandi eftir því hvaða efni eiga hlut að máJi, og hversu skjótvirk þa u eru. Esra Pétursson Samkvæmt skýrslum bandariska læknafélagsins árið 1969 oilu tóbaksreykingar dauða þrjú hundruð þúsund manna á ári í Bandarikjunum einum. Á þeim tíu árum, sem Vietnam-styrjöldin hefur staðið, hafa fimmtíu þúsund Bandarikjamenn fallið i hernaðin- um. Sem sagt: á hverju einasta ári farast sýknt og heiiagt sex sinnum fieiri af völdum tóbaks en í allri tíu ára styrjöldinni samanlagðri. Þó er tóbak sein- virkt eitur. Tekur upp undir fjörutíu ár að drepa menn, og hefst þó ekki nærri alltaf. Þegar berklarn- ir geysuðu hér sem faraldur, drap berklasýkillinn ekki heldur nærri alla. Tóbakið veldur einkum lungna- þembu, krabbameini og hjartasjúkdómum, og eru oft miklar þjáningar samfara þeim. Ef unnt vseri að kenna öllum að taka heldur tóbakið i nefið, mætti bjarga mörgum þessara mannslifa. Það vill nú svo heppilega til, að fyrsta skýrsla stjórnar Bandarikjanna um áfengi kom út 18. febrú- ar sl. Kom þar í ijós, að 9 milljónir manna þjást af misnotkun ávanaefna og hefur stjórnin metið kostn- aðinn á 15 billjónir dala á ári. Þarf hún þvi að skatt- leggja drjúgt til þess að hafa upp í það. Níutíu miiij- ónir nota áfengi að einhverju marki, flestir án þess að það skaði þá að ráði. Áfengið, segir i þessari nákvæmu skýrslu, orsakar heiming allra fangelsana, þótt nú sé ólöglegt að fangelsa menn vegna ölvunar. Einnig veldur það bana tuttugu og átta þúsunda manna á vegunum vegna drykkju við akstur. Of- drykkja er algeng hjá öllum stéttum, en er nokkuð hærri hjá miðstéttunum. Neyzlan er átta látrar af 100% spíritus á hvert mannsbarn á ári. Eru þvi Bandaríkjamenn nú komnir á svipað sig og Danir voru árið 1895, en þá neyttu þeir álika mikiis heild- armagns af áfenigi. Samfara auikinni áfengisneyziu hefur heróín, hass, amfetamín og neyzia annarra innri mengunarefna farið mjög ört vaxandi þar vestra siðustu tiu árin. Afbrotafaraldurinn heíur ☆ Á fundimim var Esra Pótursson spurður um hvort hann teldi að geta ætti liass frjálst. Esra kvaðst vera á móti því. Hann sagrði að ]iað gæti haft mikla hýðingu ef liass yrði leyft í Bandaríkjunum oíí það kæmi til auglýsiiigasijórnima á Madison Avenue í New York. I»eir myndu þá taka að vinna að því ölluni árum að útbreiða það sem mest og einnin að hafa álirif á styrkleika þess, sem er mjög lítill í ]ieirri mynd sem það er notað í Bandaríkjunum. „Xú hefur það verið fram- leitt hreint í fsrael og ef cannabis fer upp fyrir ákveðið magn nerir það óhjákvæmilena hvern einasta maiin nennjaðaii um stundarsakir, líkt og metrazol getur gert livern einasta mami flogaveikan,“ sagði Esrji að lokum. einnig aukizt jafnt og þétt á því tímabili, bæði sem orsök og afleiðing. I New York-borg er eitt allsherjar gæzlufangelsi, er heitir Manhattan House of Detention for Men. Allir, sem framið höfðu meiriháttar afbrot, voi-u geymdir þar á meðan þeir biðu dóms. Varð oft iengi að bíða, þar eð dómstólarnir höfðu hvergi nærri und- an að dæma i glæpamálunum. Starfaði ég þar ásamt einum öðrum geðlaékni árin 1966—1967. Vikulega bárust að jafnaði tíu nýir fangar, sem teknir höfðu verið fastir fyrir morð. Taldist mér til, að þrir af hverjum tíu væru ofdrykkjumenn, þrír heróínistar og hinir fjórir neyttu efna þessara í mun minna mæli, en voru ýmist geðveikir eða mjög geðviiltir. Oft reyndu þeir að fremja sjálfsmorð með því að skera á púlsinn eða hengja sig. Þótti mér þetta öm- urlegt aukastarf og var ég feginn að geta sagt þvi lausu eftir nokkra mánuði. Betur líkaði mér að starfa að lækningum heróin- ista og vann ég við það í níu ár. Margt virtist mér svipað með þeim og ofdrykkjumönnum þeim, er ég stundaði hér um árabil á Akurhóli og í Gunnarsholti, auk annarra starfa í því sambandi. Flestir voru heróínistarnir ungir, rúmur helmingur innan við tví- tugt seinni árin. Alvarlegastar afleiðingar heróins- ósjálfstæðis voru dauðsföllin; um eitt til tvö af hundr- aði á ári. Kom í ljósfi) að heilaskemmdir voru ekki ótiðar, og jafnvel heilablóðfall, sem færðist I aukana. Er talið að sjúklingum þessum fjölgi um þrjátiu þús- und á ári. Dæla þeir mengunarefninu inn í æðarnar sjálfir. Stíflast þær og myndast þá brúnar rákir eítir þeim. Þekkjast þeir á því, að þeir sitja dottandi, hnen-andi og geispandi, þegar þeir hafa dælt ólyfinu i sig. Er samt oft auðvelt að láta þá ranka við sér. Svara þeir þá út í hött, sljóir í útliti og glaseygðir. En um leið taka þeir aftur að dotta. Hafi þeir tekið of stóran skammt liggja þeir í dái, eiga erfitt með öndun, blána í framan og kafna síðan, ef ekki er að gert. Unnt er að bjarga þeim, ef til þeirra næst i tæka tið, með mótefnum, svo sem Nalline, Cyclazo- cine og fleirum. Venjulega hætta þeir öllum eðlileg- um lifnaðarháttum. Þeir geta fæstir unnið, stundað nám eða lifað í hjónabandi. Allan daginn eru þeir á stanzlausu eigri að afla peninga fyrir efninu. Dýrt er það og kostar þá oftast tuttugu og fimm til þrjátíu dali á dag. Stúlkumar vinna sér þetta inn undantekningarlítið með vændi. Piltarnir stunda meira þjófnað rán og innbrot. Ráðast þeir iðulega á menn og berja þá niður. Nefnist það „mugging'1 á máilýzku þeirra, en nú er það orð almennt notað í daglegu máli. Stundum ráðast þeir þannig hver á arman. Sjúklingur, sem ég stundaði, barðist gegn þremur þeirra. Tókst honum að hrekja þá alla á Hluti áheyrenda á fundi Reykjavík urdeildar Rauða krossins um ííkniefni. 26. marz 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.