Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1972, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1972, Side 5
Jón Sigurðsson, borgarlæknir HASS OG ÞJÓÐ- FÉLAGIÐ I HÚMAN áratug hafa borizt hingað fregnir um siaukna ávanalyfja- og fikniefnaneyzlu í nágranna- iöndum okkar, vestan hafs og austan, og í nokkrum þessara landa hefur þetta undanfarin ár verið talið með alvarlegustu og erfiðustu heilbrigðis- og þjóð- félagslegu vandamálum, sem þessar þjóðir eiga við að stríða. í Bretlandi eru ekki til tölur yfir aðra ávanaiyfja- eða flkniefnaneytendur en þá, sem neyta lyfja af morfinflokknum, en taia þeirra hefur að undanförnu tvöfaldazt með um 18 mánaða millibili. AHir þessir sjúklíngar, eða a.m.k. svo tii allir, haía byrjað ávana- neyzlu sína með þvi að neyta hættuminni „saklaus- ari" efna, hass, marihuana eða örvandi pilla og tafina. 1 Danmörkn tvöfaldaðist á réttum tveim árum, 1968—1970, tala þeirra skóianemenda og annarra námsmanna, sem var boðið eða sjálfir höfðu neytt oannabislyfja, marihuana eða hass. Mun ég hér eftir kaila þessi efni einu nafni hass, en það er um- ræðuefni mitt hér i dag. Á sama tíma virðist tala þeirra nemenda, sem neyttu hass reglubundið, 1— 2svar í viku, eða svo til daglega, hafa aukizt út 1 af hundraði í 4 aí hundraði. Alls notuðu um 12 af hundr- aði nemendanna fíkniefni, og næstum allir þessara nemenda eða 97% neyttu eða höfðu neytt hass, þ. e. cannabis-efna. Árið 1966 hafði 25% Stokkhólnisbúa á aldrinum 16—25 ára verið boðin frkniefni til neyzlu, en tveim árum síðar var þessi tala orðin 60%. Langoftast var um hass að ræða, en það ár höfðu 25% pilta á umræddum aMri, í Stokkhóhni, neytt þessara efna. Árið áður höfðu 17% af 16 ára skölastúlkum í Stokk- hólmi reynt hass, en aðeins 3,5% ári fyrr. Flestir þessara unglinga höfðu notað efnið aðeins fáum siinnum, en talið er að fjórir til sex af hundraði skóla- nema á aldrinum 16 ára haldi áfram að neyta þess. Vorið 1969 var gerð athyglisverð athugun á fíkni- efnaneyzlu þeirra ungiinga í Osló, sem fæddir eru 20. hvers mánaðar árin 1948—1953. Sams konar athugun hafði verið gerð á sama tíma árið áður. Upplýsingar fengust frá liðlega 80 af hundraði. Við seiinni athug- unina reyndist 5,2 aí hundraði þesvsa unga fólks haía neytt hass, einu sinni eða oítar, en 5,5% við atáhug- unina árið áður. Þátttakendur í þessum aifchugunum voru á aklriinum 15—21 árs. 2/3 þeirra, sem reynt höfðu hass, höfðu gert það aöeins 1—5 sinnum, og þóttu athuganir benda t'il, að .þeir væru þegar hættir neyzlunni. Hins vegar höfðu liðlega 10 af hundraði þeirra, sem reynt höfðu efnið, neytt þess oftar en 75 sinnum, sem samsvarar því, að 0,5 af hundraði Oslóbúa á aldrinum 15—21 árs séu stórneytendur. f>að er mjög athyglisvert, að í Osló gætti engrar aukning- ar á neyzlu þessara efna á árinu, á sama tíma sem hún er talin hafa stóraukizt í Danmörku og Sví- þjóð. f>að er ekki fyrr en á árunum 1967—1968 að það fer að bera á neyzlu fíkniefna hér á Islandi. Mun þar hafa átt hlut að máli ungt fólk, sem reynt hafði þessi efni erlendis. Árið 1969 er þetta orðið meira áberandi, og er þvi haldið fram, að í fyrstu hafi landsmenn fengið eitthvað magn af efnunum marihu- ana og hass frá Keflavíkurflugvelti, en sd. 2 ár mun hafa verið lítið um það. Hér sem annars staðar virð- ast ótal leiðir vera færar til smygls. Talið er að fíkniefnin berist mest með pósti, bréf- um og bögglapósti, en einnig komi það með farmönn- um og ferðamönnum. Ekki er vitað um skipulagða dreifingu þessara efna hér á landi, engan „hring", en öruggt má telja, að aðstreymið sé orðið svo mik- ið, að vissir smáhópar, sem áhuga hafa fyrir því, geti ætíð með nokkurra daga fyrirvara útvegað sér nægi- legt efni af hassi, til sameiginlegrar neyzlu eina kvöldstund. Að undanförnu hefur verið erfiðara um útvegun hass en fyrri hluta vetrar. Er vitað til að I nokkrum slikum tiivikum hafi lysergiðs, eða LSD, verið neytt hér í borg, án þess þó að sérstakrar hrifn- ingar eða áhuga fyrir efninu hafi orðið vart. Heroin hefur ekki komið til landsins svo vitað sé. Hass mun oft vera neytt hér í stað áíengis, en stofnað til þeirrar neyzlu með öðrum hætti. Hass er lítið notað á dansleikjum eða í veitingahúsum. Aðal- neyzlan fer fram í heimahúsum, stundum fyrir eða eftir dansleiki. Oftast munu það vera smáhópar ungs fólks, á aldrinum 16—25 ára, sem koma sér saman um að stofna til þessara „hass-partía". Litlar líkur eru til að um almenna reglubundna neyzlu þess- ara efna sé hér að ræða, þótt einstök dæmi þess séu til. Ekki er kunnugt um neinn hér i borg, sem leitað hefur læknis vegna hass-neyzlu einnar saman. Hins vegar hafa örfáir sjúkiingar gert það vegna neyzlu Jón Sigurðsson, borgarlæknir, í ræðustóli á fundinum. blandaðra efna, LSD og amfetamíns, sem þeir vönd- ust á í öðruim löndum. En þá er spurt: Hve mikið er um þessa neyzlu hér, hversu margir neyta fíkni- efna, sem ekki heyra til áfengis eða lyfja. t>essu verður aklrei að fullu svarað. Flestir þeir, sem hér eiga í hlut, flíka því ekki, og opinberir að- ilar sérstaklega erú leyndir vitneskju um það í lengftu lög. Það sem að framan var sagt um hass-neyzlu hér, hefi ég eftir ungum mönmrni, sem náin kynni hafa - haft af „pop-heiminum“ svokallaða og af námsfólki, þ.e.a.s. af þeim hópum, sem hass-neyzla er talin vera mest útbreidd í. — Þessir ungu menn telja, að fíkni- efna-neyzla hafi verið sivaxandi undanfarin ár og að nú sé fjöldi þeirra, sem neyta fíkniefna í Reykjavík og næsta nágrenni um 1500—2000, eða um 10 aí hundraði ungmenna á aldrinum 16—25 ára. Mikill fjöldi þeirra hafi þó aöeins reynt það einu sinni eða tvisvar, aðrir láti líða um tvo mánuði á milli, eða neyti þess oftar. Séu tölur þessar sannar, sem erfitt er að segja til um, mun flestum þykja þær óhugnanlega háar, og ennfremur sýna þær þá fram á, að lengi getur fíkni- efna-neyzla* 1 þróazt, áður en hún kemur upp á yíir- borðið, áður en vitneskja þar um kemur til foreldra og hlutaðeigandi yfirvalda. Sumarið 1970 rannsakaði nefnd á vegum dómsmála- ráðuneytisins ávanaefnaneyzlu hér í borg. Hass- neyzla virtist ekki áberandi og ekki tókst að finna neinn, sem notaði fikniefni sér til stórskaða. Að sömu niðurstöðu komst nefnd, sem athugaði veturinn eftir sama mál á vegum Félagsmálastofnun- ar Reykjavíkurborgar og Æskulýðsráðs Reykjavikur. Um svipað leyti stofnaði umrædd nefnd á vegum dómsmálaráðuneytisins til samstarfs milli hlutaðeig- andi ráðuneyta, Æskulýðssambands íslands, ýmissa embætta og félagssamtaka, auk ófélagsbundinna ein- stakiinga, um varnir gegn ávanaefnum. Lítili árang- ur hefur enn komið íram af þessari samvinnu og mun aðallega hafa valdið þar um ágreiningur um, hvort fræðsla og áróður ætti að ná til unglinga og fullorðinna, eða aðeins til hinna síðarnefndu. Æsku- lýðsráð Reykjavíkur hélt hins vegar uppi nokkurri fræðslu fyrir æskulýðsleiðtoga og lögreglumenn. Þá lét umrædd ráðuneytisnefnd semja uppkast að fræðsluriti um ávanaefni, sem var ætlað unglángum. Rit þetta var gefið út í mjög MHu upplagi og kom þvi íyrir fárra augu, en nú er þetta rit i prentun á vegum menntamálaráðuneytisins og mun verða dreift meðal unglinga í skólum og e.t.v. víðar. Fleiri fræðslurit um sama efni munu fylgja á eftir. Hvers vegna neytir æskan fikniefna nú, efna, sem æska fyrri tima þekkti ekkert til? Unglingar, táningar i dag, eru talsvert þroskaðri en þeir voru áður, sjálfstæðari i hugsun, hafa meiri peningaráð, en jafnframt annað verðmætamat á hlut- unum, en tíðkaðist fyrir nokkrum áratugum. Þeir krefjast meira af lifimu en einhvérrar fram- tíðarvinnu, dýrra húsakynna og fínna heimilistækja, þeir vilja lifa lifinu c-sru visi en foreldrar þeirra og eldri kynsióðir hafa gert. Mest áberandi breytingin, sem orðið hefur síðustu árin, er þó sú tilfinning samkenndar, sem er með unglingum á táningaaldri nú, en var lítið mótuð áður fyrr. Samkennd, sem er alþjóðleg, og þekkir ekki landamæri. Ungt fólk vill klæðast öðru vísi en þeir fullorðnu, það hefur myndað sina eigin tegund af músik og það vill vera saman og skemmta sér út af fyrir sig, meira en áður þekktist, mynda smáhópa, þar sem menn hugsa svipað og aðhafast líkt, þar sem erfitt er að vera öðru visi en aðrir og þar sem fáir þola að vera utanigarðs. Oft þarf ekki nema að einn I svona hópi komist á hassbragðið til að ekki líði á löngu þar til öllum hin- um hefur gefizt tækifæri til að bragða það líka, „að- eins að reyna". Það er staðreynd, að margir hass- neytendur eru þeirrar skoðunar, að efnið sé alger- lega skaðlaust, ekki vanabindandi og þeim er mikið í mun, að vinirnir, félagarnir, kunningjamir reyni það líka, þvi það er hálf ánægjan að neyta þess með öðrum. — Venjulega þarf engar fortölur, því margir eru forvitnir, vidja reyna áhrifin, og aðrir vilja sýna, að þeir séu engir mömmudrengir, en mótstöðu sumra þarf þó að yfirvinna með ögrunum og jafnvel hótunum. Um 70% neytendanna, 17—19 ára, eru piltar. Nú fer því fjarri, að allt ungt fólk sé í slikum hópum, en það er yfirieitt reynsla nágrannaþjóða okkar, að i 3 af hverjum 4 tilvikum er það vinurinn eða kunninginn, sem fær unglinginn til að ganga fyrsta sltrefið í þessu efni, og er þá undir hælinn lagt, hvert áframhaldið verður. Það er að sjálfsögðu mest undir einstaklingnum komið, upplagi hans, en ytri aðstæður hafa sitt að segja. Erlendis virðist ald- ursflokknum 17—18 ára vera sérstaklega hætt, hvað þetta snertir, börnum einstæðra foreldra, fráskilinna eða látinna, enníremur bömum efnaðra og börnum 26. marz 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.