Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1972, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1972, Blaðsíða 7
Ásg-eir Friðjónsson, fnlltrúi lögreglustjóra. var að ljúka einum þœtti viðleitni til samræmdra vinnubragða og munu hér staddir flestir tæplega 30 manna, sem mestan hluta viku hafa setið á rökstól- um og notið tilsagnar varðandi fíknilyfjamál. Að frumkvæði tollgæzlustjóra hafa þarna komið til funda og fræðslu aðilar víða að af landinu, þeir sem vænta má að geti fengið til meðferðar mál úr þessum brota- flokki. Þá er yfirlýstur vilji lögreglustjóra í Reykjavík, að slík fræðsla nái mjög á næstunni til nemenda lög- regluskólans og sem fyrst til lögreglumanna almennt. Fyrir atbeina lögreglustjóra halda um næstu mánaða- mót utan til Bandarikjanna tveir starfsmenn hans. Munu þeir hljóta rúmlega 70 klst. tilsögn um ýmsa þætti fíknilyfj avandamála, en auk þess afla gagna og gefa gaum hentugum tækjum til frumathugana lyfja og fíkniefna. Að mati lögregluyfirvalda er ekki einhlítt úrræði að beina auknum mannafla til þessara verkefna þótt þar séu innan vissra marka hæg heimatök ef þurfa þykir. í dag sinna tveir lögreglumenn eingöngu þess- um málum auk hins þriðja, sem fer með þjálfun og vörzlu leitarhunds. Sá liðsauki bættist okkur seint á sl. ári og hefur hundurinn síðan óspart beitt Sinu næma nefi. til almennra og sérstakra leita. Ýmsir höfðu áður getið þess til að meginaðflutningsleið ólög- legra ávana- og fíkniefna hingað til lands lægi um bréfa- og póstsendingar. Hefur því verið lögð áherzla á reglulega Mt í hinum ýmsu póstflokkum og þar um verið hin ágætasta samvinna og fyrirgreiðsla af hálfu yfirstjóma póstmála og tollgæzlu. Það hefur orðið mönnum léttir og fagnaðarefni að við rúmlega 50 slíkar kannanir og margar umfangs- miklar hefur sáralítið fundizt ólöglegra efna í bréfa- pósti eða bögglasendingum. Sá varnaður, sem fólginn er í eftirliti sem þessu verður seint metinn nákvæmlega, en hér er þó með vissu um veigamikinn þátt að ræða. Til þess að fyrir- byggja misskilning skal hér skýrt tekið fram, að eng- in ástæða er að draga i efa hæfni leitarhunds, enda er hann oft og reglulega látinn þreyta örðug hæfnis- próf. f þessu stutta yfirliti verður ekki vikið að vanda- nömu fyrirkomulagi upplýsinga- og fræðslustarfsemi skólaæsku og almennings, enda aðrir viðstaddra mér hæfari að opna þar umræður. Ég vil hins vegar víkja örfáum orðum að rannsókn- arhlið þessa málaflokks og sérstökum vandamálum, sem þar kunna að vakna. Tekið skal fram, að rann- sókn ávama- og fíknilyíiamála íer að almennum rétt- arfarsreglum, en verður í reynd oft örðugri en ým- issa annarra. Má þar fyrst nefna óvenjuleg sönnunar- Framhald á bls. 14. Jónas B. Jónsson, f ræðslust j óri Jákvæður frétta- flutningur eða neikvæður Góðir fundargestir. Upplýsingastreymi um fíknilyf greinist að þvi er mér virðist í tvo meginþætti. Annar þátturinn er fyrst og fremst fölginn i fræðilegri lýsingu á ávana- og fíknilyfjuxn, þ. e. gerð þeirra, áhrifum og eftirverk- unum. SLík fræðsla hlýtur eðii sínu samkvæmt að stuðla að þvi að forða sem flestum frá því óláni að verða þessum lyfjum að bráð. Þetta er i fáum orð- um hinn jákvæði þáttur upplýsingastreymisins um þessi efni og mun nánar vikið að honum síðar. Tii hins þáttarins, sem ég álít neikvæðan, skaðieg- an, teljast þær fréttir eða upplýsingar, sem eiga til- verurétt sinn að þakka þvi æsigildi, sem í þeim felst. Með öðrum orðum, þær eru söluvara, háðar duttl- ungum markaðarins. Upplýsingar af sliku tagi geta orðið hvatning til ungmenna til að svala forvitni sinni varðandi þessi lyf, án þess að þau beri skyn á eða hafi raunhæfa þekkingu á þeim ógnum, sem að baki eiturlyfjum eru. 1 þessu sambandi vil ég minna á fréttir, sem birtast í fjölmiðlum um, hvemig hægt er að smygla fíkniefnum til landsins, hvernig kunn- áttumenn um þá hluti geta falið þau á ólíklegustu stöðum, hverjar leiðir eru líklegastar fram hjá vörð- um lögreglu og tolla. Einnig vil ég minnast á viðtöl, þar sem rætt er við ungmenni, sem vart eiga nægi- legan orðaforða til þess að lýsa þeirri litadýrð, sem neytandinn skynjar, eða þeirri vellíðan, sem hríslast út i hverja taug hans við neyzlu, án þess að minnzt sé á eftirverkanir. Grunur leikur á, þótt ekki sé um það að ræða hér á landi, að söluaðilar og dreifendur fíknilyfja standi á bak við ýmsar þær frásagnir, sem virðast hafa það að marki að örva unglinga eða ungmenni til þess að reyna það, sem um er rætt. Enda er það vatn á þeirra myllu, að upplýsingar um fiknilyf veki æsing og eftir- löngun. Einnig má í þessu sámbandi benda á það tjón, sem handahófskenndur, órökstuddur og jafnvel ósannur áróður fjölmiðla getur valdið þar sem hætt er við áð hann veki vantraust ungmenna á öllu, sem frá þess- um aðilum kemur um þessi efni. Þetta hefur átt sér stað erlendis en í litlum mæli hér á landi. Með þessu er ég ekki að hvetja til athafnaleysis eða linkindar, heldur skrifa og umræðna þar sem rök og staðreynd- ir eru hafðar að leiðarljósi, hvað svo sem þær kunna að leiða í ljós. Áhrif fréttaupplýsinga eru mikil, um það eru allir sammála. Því vaknar sú spurning, hvort ekki sé hugsanlegt að fjölmiðlar hefji samstarf sín á milli um samræmingu á fréttum á þann veg, að þasr verði jafnan jákvæðar gagnvart þessu efni, en ekki nei- kvæðar. Náist slík samstaða ekki milli fjölmiðla, en það teldi ég hina æskilegustu lausn, er rétt að huga að, hvort stjómvöld, sem a.m.k. geta haft áhrif á afstöðu sjónvarps og hljóðvarps, sæju sér fært að beita áhrifum sínum að þessu marki. Ef við snúum okkur að hinum jákvæða þætti upp- lýsingastreymisins, ber að líta á tvennt. Það er íræðsluefnið sjálft og svo á hvem hátt því er bezt komið til skila, það er, hvaða fyrirkomulag er bezt til þess fallið að miðla því og af hvaða aðilum. Með fi'æðsluefni er átt við fræðslurit hvei-s konar, Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri. glærur, kvikmyndir, skuggamyndir og annað þvi líkt efni. Undir þetta falla að, sjálfsögðu þættir í náms- bókum á skyldunémsstigi, koma þar til ýmsar grein- ar náttúrufræðinnar, svo sem efnafræði, Mfeðdis- fræði og fleira. Þetta efni væri öllum nemendum skylt að nema, og því fengju kennarar, sem þetta ættu að kenna, þar til sérstakan undirbúning og yrði að sjá til þess, að KennaraháskóU íslands annaðist það atriði. En stjómvöld þurfa, ef að þessu verður horfið að setja á laggirnar starfshöp sérfróðra manna, sem hefðu það verkefni að undirbúa þetta kennsluefni allt, bæði það, sem ætti að vera í námsbókum og annað efni, sem minnzt var á hér að framan. Vert er þó að hafa í huga, að þótt hjá nágranna- þjóðum okkar hafi um árabil verið í kennslubókum lögð rík áherzla á fræðslu um skaðsemi tóbaks, áfengis og annarra fíknilyfja, hafa þær ekki haft erindi sem erfiði. Þessi fræðsluþáttur er því ekki ein- hMtur og mér finnst þess vert að staldra við og at- huga, hvort aðrar leiðir séu tiltækilegar. Hér finnst mér rétt að benda á áUtsgerð nefndar, sem skipuð var af norska félagsmáiaráðuneytinu í febrúar 1965 til þess að athuga, hvað hægt væri að gera til þess að stemma stigu við því, að fólk byrji að reykja, og jafnframt hvetja reykingamenn til þess að hætta reykingum eða minnka þær a.m.k. Nefndin skilaði áMti í april 1967 og í ágúst 1969 var útdráttur úr þessari álitsgerð gefinn út í bókar- formi: Kan röykevaner endres. Nefndin telur að upplýsinga- og fræðslutæknin verði að hæfa þeim hópi, sem fræða skal, hvort sem hann er stór eða smár. Fræðslan þurfi að vera hnitmiðuð og fá atriði tekin i einu, þá náist betur til einstaklingsins, heldur en ef fræðslan er víðfeðm og dreifð. Nefndin telur skóla eða félög eðlilegan vettvang þessarar íræðslu. Lögð er áherzla á, að fyrstu og var- anlegustu áhrifin séu á heimilunum, tengsl við for- eldra og systkini. Umhyggja heimilisfólksins og at- ferU þess og afstaða til tóbaks sé áhrifarík fyrir bamið. Síðan koma til leikfélagar, skólasystkini og kenn- arar. Sú stofnun, sem nærtækust virðist til áhrifa bæði á böm, ungmenni og foreldra er skóUnn. Kennarar við barna- og unglingaskóla, hvers konar framhalds- skóla og háskóla virðast því sjálfkjörnir leiðsögu- menn í þessum efnum. Hér er ekki timi til að rekja nánar þessa fróðlegu álitsgerð, en svo virðist, sem margt í henni eigi við um öU ávana- og fiknilyf. Nú er almennt viðurkennt, að þar sem menn með áhuga á ákveðnu viðfangsefni vinna saman, næst betri árangur og meiri samstaða en þar, sem um ósamstæðan hóp er að ræða. Því mætti telja árangursríkt að stofna til starfs- og umræðuhópa i hverjum skóla fyriy þá nemend- ur, sem vildu sinna þessum málum, enda væri um að ræða frjálst val hjá þeim. Þama yrðu lesin sam- Framhald á bls. 14. 26. marz 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.