Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1972, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1972, Qupperneq 8
SKALIN SMÁSAGA eftir Ingólf Jónsson frá Prestbakka Þorgelr, a8sto8arma8ur ft Sarnlnu, hrökk við og reis upp úr stólnum, þar sem hann hafði sofnað sem snöggvast. Sofnað, já, og það í miðjum vinnu- tímanum. Sofnað hér innan um alla þessa gömlu muni, sem honum hafði ver ið trúað fyrir að gæta og sýna þeim, sem kæmu. Já, svo sannarlega hafði hann sofnað og það, sem meira var, hann var svo syfjaður, að hann hefði helzt kosið að láta sig dreyma áfram. Dreyma. Hann Þorgeir var nú enginn draumamaður og var því vanastur að gera góðlátlegt grín að þeim, sem gengu um garða með slíka óra. Eins og draum- ar væru nokkuð annað en ein bábilj- an. Það var nóg af þeim, þó að fólk væri ekki að þvæla um drauma sína við hvern sem var. En þó. Þessi draumur vildi ekki víkja úr huga hans og þrátt fyrir rótgróna vantrú sina á draumum, fór Þorgeir að rif ja hann upp fyrir sér. Hann hafði verið staddur í stóru húsi meðal fjölda fólks, sem klætt var forn- legum búningum. Fólk þetta kraup á kné frammi fyrir aitari, en við það stóð dökkklæddur maður með silfurlitaða skál, sem hann hélt uppi með báðum höndum. Skálin var þó ekki stór, en á báðum hliðum hennar, þeim er hann sá, voru örsmá en undurfögur englalíkneski. Höf uð engillíkneskjanna voru beygð eins og í bæn og allt í einu skynjaði hann, að allt þetta fólk var að biðja til Guðs um vernd gegn aðsteðjandi hættu. En í sömu andrá ruddist hópur vopnaðra manna inn í húsið. Menn þessir voru i öilu eins og viKingum naroi verm lyst ibókum. Þeir gengu snúðugt með brugðnum sverðum og öxum inn að altarinu og einn þeirra er virtist foringinn, stór- vaxinn rauðskeggur, þreif hlæjandi skálina úr höndum dökkklædda manns- ins og síðan ráku menn þessir fólkið á undan sér eins og fé út, og niður að ströndinni, þar sem langskip lágu við landfestar. Þar höfðu kveinstafir nauðstadds fólks blandazt saman við gný hafs og hvin storms unz allt í einu var skipt um svið i draumnum. Nú var Þorgeir staddur á stað, þar sem allt kom honum kunnuglega fyrir sjónir. Hann þekkti þennan fjörð, þess- ar sumargrænu eyjar og þetta bláa og bjarta fjall í norðri og einnig þessa mýri þar sem hann stóð og reykir, sem stóðu upp af heitum laugum nokkru neðar komu honum kunnuglega fyrir sjónir. En maðurinn, sem stóð þarna rétt hjá honum var honum alveg ókunnur. Þetta var maður klæddur síðri hettu í kufli, með reipi utan um sig miðjan, en þessi kuflmaður hélt á stórum böggli í hend- inni. Maðurinn skimaði alit í kringum sig, en virtist ekki sjá neinn og leysti þá utan af bögglinum. Þorgeir sá sér til undrunar skálina björtu, sem rauð- skeggjaði vikingurinn hafði hrifsað til sín, en nú voru englarnir fögru horfnir af henni fyrir löngu? Þetta er það eina, sem mér tókst að bjarga úr klaustrinu og róa með til lands, og því skulu þeir aldrei ná þess- ir útlendu ránsmenn. Skál heilagrar Maríu skal hér grafin, unz biskup Jón og synir hans koma og taka við eign Guðsmóður," tautaði kuflmaðurinn og setti skálina varlega frá sér. Síðan tók hann beltishníf undan kufli sínum og skar stóra ferhyrnda torfu, sem hann reif upp með höndunum. Síðan skar hann einnig upp moldarhnausa og bjó til holu nægilega stóra til að rúma skál ina. Moldina setti hann á klæðið, sem hafði verið utan um skálina og gætti þess, að sem minnst vegsummerki sæj- ust. Þá lét hann skálina niður í hol- una og grastorfuna yfir og jafnaði eftir föngum. Batt siðan vandlega klæðið ut- an um moldarhnausana. Þegar hann var ánægður orðinn með verk sitt sneri hann frá og gekk álútur nokkur skref frá holunni, en hneig þar skyndilega niður. Þorgeir gekk til kuflmannsins og leit framan í hann og sá þegar að hann var látinn. Það var brýn þörf á að ná í hjálp, en nú þegar hann leit út úr mýrinni í átt til borgarinnar sá hann enga borg. Aðeins fá hús á strjálingi, þar sem höfnin átti að vera. Allt varð svo óraunverulegt i draumnum. Fjar- lægðir og holt skiptu ekki máli, en hann sá yfir þetta allt og þekkti ekki sína eigin borg, því að hún var ekki sjáanleg fremur en hún hefði aldrei ver ið reist. En þar sem Þorgeir stóð þarna við hlið látins munksins, því að munkur hlaut þetta að vera hugsaði Þorgeir, fylltist umhverfið af þoku, sem byrgði honum sýn um stund. Svo birti á ný, og þá stóð gamalt hænsnahús, fyrir framan hann og það stóð einmitt yfir gröf skálarinnar björtu, en hún var ekki í gröf sinni, því að hann gat ekki betur séð, en hún stæði framan við hænsnahúsið. En nú var skálin ekki lengur björt heldur svört á litinn og sýnilega verið notuð sem matarskál fyrir ótaldar kyn- slóðir hænsna. En þegar Þorgeir ætlaði að ganga til og athuga skálina var draumnum lokið og hann haíði vaknað í stól sínum i safninu, þar sem hann stóð nú. „Rólegur dagur í dag,“ sagði safn- stjórinn um leið og hann snaraðist inn í stofuna. „Það var svei mér ekki ónýtt draslið, sem hann Keli af Haugunum kom með um daginn," — hélt hann áfram. — ,,í þvi var þessi svarta hænsnaskál úr Laugadalnum, sem reyndist þegar ég lét rannsaka hana úr skíra silfri. Irsku silfri maður frá 9. öld. Mér fannst alltaf eitthvað undar- legt við skálartetriö og svo rispaði ég hana með hníf og þá var sárið bjart og skínandi. Ég lét svo rannsaka hana og þá reyndist efnasamsetningurinn írskur eins og ég sagði áðan. En hún er víst jarðfundin, þ.e.a.s. grafin upp úr grunni hænsnahússins, svo að Land- safnið klófestir hana. Það verður að hafa það. En viltu í nefið. Þorgeir. Mér sýnist þú svo daufeygur. Hefur þú dott að, drengur," — og nú brosti þessi áhugasami safnstjóri íbygginn framan í Þorgeir. — „Já, ég hef víst dottað i stólnum," svaraði Þorgeir um leið og hann tók við neftóbaksdósunum. „Það er svo heitt hér inni." 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. marz 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.