Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1972, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1972, Blaðsíða 11
Lengrst til vinstri: Alltaf niá fá annað skip. Hemingway með fjórðn konn sinni, Mary Welsh. í miðjn: Á Kúbn 1948 ásanit Mary. Að neðan: Á snekkjnnni Pilar eftir stríðs- lokin 1945. Hemingway og Mary, fjórða koná lians., sem lifði skáldið. lokið, , var gengið löglega frá skllnaði þeirra Pauline, og tveiim vikum seinna giftust Ernest og Martha í Oheyenne í Wyooning. Þau dvöldust um haustið í Sun Valley, sem þá var verið að byggja upp sem skíðapamd'Ls fyrir rí'ka fól'kið og voru mjög velkomin, svo frægir gestir. Uim þetta leyti gengu þau frá sölu kvi'kmynda réttarins á „Hverjuim klukkan glymur“ ti'l Paramontfélagsins. Ernest langaði til að Ingrid Bergiman léki Mariu og Gary Oooper, sem var einn allra bezti vinur ha,ns, Robert Jordan og svo varð. Vorið 1941 flugu þau hjónin til Kína. Þau voru gestir herra og frú Ohiang Kai-shek og ferðuðust um opin svæði og sigldiu niður Jangtzefljótið. En hinni frægu þrifnaðar- kennd Mörthu var nóg boðið á kínversku hótelunum, þar sem gestir voru beðnir að drepa ékki skordýr á veggj- unum til þess að hlífa vegg- fóðrinu. Auk þess bauð henni við snákavíninu, hrísvíni i flöskum, þar sem litlir snákar hringuðu sig á botninum. Heima á Kúbu var henni oft nóg boðið, þegar stjúpsynirn- ir komu rennblautir upp úr sundlaiuginni og óðu svo beint inn i stofu og það fór oft í taugarnar á henni, hvað eigin maðurinn var óduglegur við að greiða sér og hafa fataskipti, og kettina þoldi hún alls ekki. Eftir að Bandarikjamenn gerðust stríðsaðilar, gekk Ernest í flotann og Piiar var breytt í herskip, sem stundaði kafbátanjósnir í Karabíska- haifinu. Ernest var þvi sifellt að koma og fara og Mörthu fannst starfssvið sitt lítið á Finca Vigia. Hún sneri þvi aft- ur til blaðamennskunnar og hóf siglingar um Karabíska- hafið og fór til Hollenziku Guineu og seinna til London. Nú fór Ernest að sakna henn ar mj'ög, þegar hún var komin svo langt í burtu, þó að sam- komulagið hefði ekki verið of gott á meðan þau voru saman. Drykkjuskapur hans fór allt- af vaxandi, og hann sat tímum saman á Floriditabarnum og drakk sína frægu risastóru „daquirl“-skammta. Mart'ha kom þvi aftur til Bandaríkjanna og kom þvi til leiðar, að Ernest fékk flugfar yfir hafið til London. Sjálf fór hún með skipi, sem flutti sprengiefni og var 2 vikur á leiðinni. Bæði voru þau ráðin hjá Oöllier’s sem stríðsfrétta- ritarar i Evrópu. Þetta var i fyrsta sinn, sem Ernest kom til London. Hann settist að á Dorohesterhótelinu til að undirbúa starf sitt. Þarna hélt hann um sig hirð gamalla og nýrra vina og lifði í dýrð- legum fagnaði i sprengju- rigndri borginni á meðan eig- inkonan veltist á öldum Atl'antshafsins. Þegar Martha kom loks til London, lá Ernest á spítala, allur reifaður, eftir að hafa lent í bílslysi eina nóttina. Þegar Martha kom í dyrnar á sjúkrastofunni og sá mann sinn með reifað höfuð og alskeggið flæðandi yfir sæcng- ina, urðu viðbrögð hennar þau, að hún rak upp skel’li- hlát’ur. Það gat Ernest aldrei fyrirgefið henni. Skömimú eftir komu sína til London kynntist Ernest smá- vaxinni, ljóshærðri konu frá Norður-Minnesota. Hún hét Mary Welsh og var nýorðin 36 ára. Um það bil fimm árum áður hafði Leicester, bróðir Ernests, kynnzt Mary i New York, þar sem þau störfuðu við sama blað, og minntist hennar sem glaðlegrar stúlku, sem hafði gaman af að sitja uppi á borði og sýna á sér fót- leggina og hafði gífurleg- an áhuga á hinum fræga bröð- ur hans. I London vann Mary sem blaðamaður fyrir Life og Time og hafði dvalizt þar flest stríðs árin. Hún var gift Noel Monk, áströlskum fréttamanni hjá Daily Mail, sem var mikið í burtu vegna starfs s'ins. Mary var einmana og skrifar um þetta leyti í dagbó'k sína, að sér finnist bezti híliuti æv- innar liðinn og sér hafi orðið litið úr honum og harmar það, að hafa engin börn eignazt. Ernest fór nokkrar árásar- ferðir með brezkum flugvélum inn yfir meginlandið og skrif- aði greinar fyrir Coilier’s, en hélt þess á mil'li áfrarn „hirð- lilfi“ simu á Dordhesterhótel- inu. D-daginn (innrásardag Bandamanna á meginlandið) komst hann upp að Frakk- landsströndum á li-tlum báti, en var ekki leyíð landganga. Mörtihu tókst aftur á móti að sííga á land, en hún fór yfir Sundið á spítalaskipi, og það átti Ernest bágt með að fyrir- gefa. Síðar fór hún til Italíu og tilkynnti manni sinum, að húri væri komin til Evrópu til að fylgjast með stríðinu, en ekki til að búa á Dorchest- er. Á þessum tíma varð Mary Welsh góði engillinn hans. Hann skrifaði langt stríðsljóð, sem hann kallaði „Til Mary í London". Á eimum stað lýsir hann því, þegar hún kemur til hans á hótelherbergið (laus- leg þýðing): „Hljóölega snýr hún lyklinum í skránni. „Má ég koma inn?“ Kemur lágrödduð og yndisleg i sjón og raun, yljar köldu hjarta og læiknar einmanakenndina.“ Ernest ferðaðist síðar um meginlandið og fyigdist með striðsaðgerðum og tók þátt i frelsun Parísar. Seinna dvöild- ust þau Mary þar saman á Ritz hótelinu. Þar skrifaði hann annað ljóð í óbundnu máli til Mary. Marlene Dietrich, sem oft dvaldist á Ritz á milli þess, sem hún ferð- aðist um og skemmti hermönn- um, las ljóð þetta upp á barn- um með sinni hásu rödd og kom út tárum á áheyrendum. Marlene var mikill hvata- maður þess, að Ernest og Mary tækju saman fyrir fullt og allt og tók að sér að róa Mary, sem var ákveðin i að gefa þennan hræðilega mann upp á bátinn, þegar hann i einni drykkju- veizlunni hafði hleypt af byssu sinni í salernisskálina, en þangað hafði hann fleygt mynd af manni Mary. Ernest fór nú aftur til Kúbu til að undirbúa komu Mary og reyna að minnka drykkju- skapinn. 2. maí 1945 kom Mary til Havana. Hún kunni strax vel við hitabeltisloftslagið, og Ernest til mikil.lar ánægju feildi hún sig vel við kettina. Hún var góður veiði- og sund- maður og lipur og handlagin um borð í Pilar. Hann skrifaði vini sinum, að hún væri hug- rökk, vingjarnleg, ósérhlif- in og fallega sólbrennd. Allir synir hans komu í heimsókn tiil Finca Vigia og féli ljómandi vel við Mary. Löglegur s'kilnaður frá Mörthu gekk i gildi 21. desem- ber 1945, og Ernest og Mary giftu sig í Havana í marz 1946. Um sumarið komst Mary að því, að hún var ófrísk. Ernest gerði ráðstafanir til að hún gæti fætt i Sun Valley. Á leið- inni vestur veiktist Mary og missti fóstrið. Hún var flutt á sjúkrahús i Wyoming-fylki. Skurðlæknirinn var í veiði- ferð, og aðstoðarlæknirinn dró af sér hanzkana og sagði Ernest, að hann skyldi kveðja konu sína í hinzta sinni. En Ernest, sem hafði í sögu, sinni „Vopnin kvödd“ lýst dauða söguhetjunnar af barnsförum, neitaði að viðurkenna þessa bláköldu staðreynd, klæddist læknasloppi og grimu og að- stoðaði við blóðgjöf, þangað til Mary komst aftur til lífsins. Kjarkur Mary hafði djúp áhrif á hann, og árum saman eftir þetta sagði hún, að gott væri að hafa hann nálægt sér, ef eitthvað bjátaði á. Pauline og Mary hittust á Kúbu, er Pauline kom þangað vegna veikinda Patricks, son- ar síns, sem þá dvaldist þar. Konunum tveim geðjaðist vel hvorri að annari og skemmtu sér við stelpulega brandara um, að báðar hefðu þær stund- að Hemingway-háskólann. Eft- ir þetta heimsóttu þær hvor aðra nokkrum sinnum. Ernest var alveg undrandi yfir því, að konum nr. 2 og 4 skyldi koma svona vel saman og vissi hreint ekki, hvort hann átti að hryggjast eða gleðjast yfir því. Pauline dó skyndilega árið 1951, 56 ára að aldri. Mary var með manni sínum í Afrikuferðinni frægu, þegar þau lentu tvisvar i flugslysi og voru talin af og lásu eftir- mælin eftir sig á sjúkrahúsinu. Þegar Ernest var að jafna sig eftir þessi slys, hlaut hann Nóbelsverðlaunin fyrir sögu sina „Gamli maðurinn og haf- ið“, en heilsa hans leyfði ekki, að hann tæki sjálfur á móti verðjaunumum. Af heilsufars- og stjórn- málalegum ástæðum, varð hann að yfirgefa Kúbu, þann elskaða stað og settist þá að i Ketchum. Seinustu árin, sem hann lifði, hrakaði heilsu hans stöð- ugt, en Miss Mary stóð alltaf trölltrygg við hlið hans. Geð- heilsa hans var mjög bágbor- in undir lokin og á milli þess, sem hann dvaldist á tauga- deild Mayosjúkrahússins í Minnesota, fékk hann hræði- leg þungíyndisköst heima í Ketohum. Þá sat Mary hjá honum i litlum sófa við gluggann á meðan tárin runnu úr augum hans og hann taut- aði i sífellu: „Ég get ekkert framar, ég get ekkert framar.“ Kvöldið áður en hann dó, en þá voru þau nýkomin heim frá Mayo-sjúkrahúsinu, mundi. Mary allt í einu eftir gömlu itölsku lagi: „Tutti mi Chimano Blonde“ („Allir kalla mig ijósku"). Hún söng þetta lag fyrir Ernest á meðan hann burstaði tennurnar, en hann tók undir siðustu hendingarn- ar. Er hún sá hina hræðilegu sjón á neðri hæðinni morgun- inn eftir, var henni fullljóst, hvað gerzt hafði. Hún bað þó blaðamann, sem að kom, að tilkynna heiminum, að Ernest Hemingway hefði farizt af slysaskoti. Síðasta bók Hemingways var „Veisla í farángrinum", sem kom út að honum látnum og Halldór Laxness sneri á is- lenzku. Þar lýsir Hemingway París „snemma á dögum, þegar við vorum snauð og sæl“ eins og hann kemst að orði í bók- arlok. Löng var leiðin frá unga manninum snauða en hugsjóna ríka, sem gekk um Luxemborg- argarðinn og gleypti goluna til að spara matarpeningana, en kom síðan heim til konu sinn- ar og lýsti ímynduðu krásun- um, sem hann þóttist hafa neytt i boði kunningja sinna, til gamla mannsins ríika en lifs- leiða, sem féll fyrir eigin hendi i Ketohum. Ef til vill hefði einkalí'fsleið hans orðið önnur en hún varð, hefði efniviður hans sjálfs reynzt eins traustur og viti sá, Framhald á bls. 14. 26. marz 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.